Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júlí 1994 - DAGUR - 7 / Nafn: Haraldur Olafsson. Fæðingardagur: 4. ágúst 1962. Maki: Ema Amardóttir. Börn: Foreldrar: Menntun: Starf: Sonja, 8 ára, og Örn, 4 ára. Hjördís Jónsdóttir og Ólafur H. Ólafsson. Tækniteiknari. Tækniteiknari á teiknistofu Pósts og síma á Akureyri. Mynd: Robyn „Vil Ijúka því vel sem ég byrja á“ h ■ ■araldur Olafsson varö þekktur fyrir að hafna því á síðustu stundu aó taka þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 eftir glæsilegan feril í ólympískum lyft- ingum og fimleikum. Hann segir lesendum Dags sögu sína úr lyftingunum og undan og ofan af nýja áhuga- málinu - uppstoppun fugla. „Lyftingasamband Islands réði al- gerlega fararstjórn fyrir Olympíu- leikana og valdi Guómund Þórar- insson, fyrrverandi frjálsíþrótta- mann og formann Lyftingasam- bands Islands, sem minn aðstoðar- mann - án nokkurs samráðs vió mig. Aðstoðarmaður í lyftingum er náttúrlega mjög mikilvægur. Hann er nánast 70% af keppninni, leiðir mann inn í keppnina og lyftinga- maðurinn verður bara að cinbeita sér að því aö lyfta sem viljalaust verkfæri í höndum aðstoðar- mannsins. Hann veróur aö vita ná- kvæmlega um hvað lyftingar snú- ast en Guómundur hafði enga reynslu af þessum þætti lyftinga,“ segir Haraldur og tekur fram að Guðmundur hafi staðið sig ágæt- lega sem formaður. „Það var aldrei neitt persónulegt - hvorki fyrir né eftir þetta atvik en auðvit- að sárnaði honum þegar hann fór einn á Olympíuleikana - kepp- andalaus. „Vildi aldrei einskorða mig við einn fararstjóra“ Ég vildi fá sem aðstoðarmann bróður minn, Olaf, sem haföi vcr- ið þjálfari minn og aðstoðarmaóur á öðrum mótum eða - það sem aldrei kom fram í fjölmiðlum: Ég fór fram á að fá annan sem hefði reynslu af lyftingamótum; annað hvort Olaf eða Birgi Borgþórsson sem ég þekkti. Ég hringdi í Birgi og sagði að ég væri alveg sáttur við að fá hann meö; Ólalur var kominn út úr myndinni enda virt- ist hann ekki falla í kramið hjá þessum mönnum fyrir sunnan. Ég vildi aldrei einskoróa mig við einn fararstjóra - bara að hann væri alveg örugglega hæfur til að vera aðstoðarmaður og svo bygg- ist aðstoðarmennska auðvitað upp á ákveðnu trausti manna á milli. „Ákvað að sleppa þessu“ Birgir, sem þá var í stjórn Lyft- ingasambandsins, sagði mér að þetta yröi tekið fyrir á fundi og at- hugað; því var lofað stanslaust að ég yrði látinn vita. Ég var dreginn á þessu svo lengi að það endaði meó því að það var búið að loka ólympíuþorpinu fyrir nýjum þátt- takcndum og fararstjórum. Ég ákvað bara hreinlega að sleppa þessu og þá varð sprcnging í fjölmiólum. Ég fór eiginlega halloka í blööunum því það var ráðist á mig fyrir að vilja fyrst og fremst ekki fara nema hafa bróður minn með.“ „Matreitt sem fjölskylduferð“ Ur urðu miklar ritdeilur og þar féllu þung orð. „Auðvitað skildu margir mitt sjónarmió en í blöðun- um var þetta bara matreitt sem hálfgeró fjölskylduferð með mín- um bróður til að hafa það gott en í þá daga hugsaði maður eingöngu um að ná árangri. Nú en þetta jafnaði sig svo sem en ég hætti að keppa meó Ólymp- íuleika í huga enda voru menn rosalega góðir í kringum 1984.“ Haraldur æfði og keppti fyrir klúbb í Svíþjóð í eitt ár. Fór hann síðan í eitt ár í Iðnskólann í Reykjavík. „Svo kom ég aftur til Akureyrar 1986 en þá voru ólym- pískar lyftingar alveg dottnar nið- ur en menn voru hins vegar að æfa kraftlyftingar alveg á fullu. Ég hætti síðan eftir Norður- landamótið hér á Akureyri 1989 með smá látum; ég er alltaf í lát- unum. Það risu upp deilur á milli kraftlyftingamanna og ólympískra lyftingamanna og kraftlyftinga- menn gengu úr Lyftingasamband- inu og ISI. Um leið gengu þeir úr Lyftingaráði Akureyrar sem átti tæki sem kraftlyftingamenn not- uðu. Ég fór að þjálfa gutta og drífa íþróttina upp og lenti fljót- lega í útistöðum við kraftlyftinga- menn um aðstöðuna. Þegar tveir deila þá er það alltaf báðum að kenna. Deilurnar undu upp á sig og mögnuðust cnda fólst nún vörn í að vera nógu andskoti haróur. Svo var Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum haldið hér á Akureyri 1989. Þá var ég bæði að æfa og þjálfa og svo var ég í undibúningi mótsins og var því orðinn gríðarlega þrcyttur bæði andlega og líkamlega eftir þennan erfióa vctur. „Sveif á ’ann!“ Allt þetta álag tók sinn toll af manni og loks fékk ég nóg af framkomu kraftlyftingamanna. Síðasta æfingadaginn minn kom Kári Elísson - Kötturinn - upp í íþróttahöll til að sækja eitthvað dót og okkur lenti saman. Þá sprakk blaðran endanlega og ég sveif á ’ann og viö tókumst á með miklum látum. Mönnum tókst að skilja kappana að og þegar kóln- aöi aðeins á okkur labbaði ég inn í búningsklefa og sagðist vera hætt- ur og gekk út; ég hef ckki sést þar síðan! Nýr áhugi - og augnhlífar! Þá upphófst svolítið erfiður tími eftir 15 ár í lyftingunum enda hafði ég allt í einu ekkert að gera. Steinþór bróðir minn drcif mig í að skjóta með sér. Þegar ég fæ áhuga á einhvcrju er ég eins og hestur mcð augnhlífar eins og vinnufélagi minn lýsti mér.“ Haraldur hefur mcst gaman af gæsaskytteríi. „Ég er búinn að Lcyndarmaliö innan í fuglunum cr hálmur, vafinn saman mcð sláturgarni, lagaður cftir hræinu scm er tckið heilt innan úr fuglinum. „Það er töluverð kúnst.“ „Það hcfur alltaf hcillað mig að hafa fuglinn uppstoppaðan í eftir- líkingu af náttúrulcgu umhverfi cins og rjúpan hér cn mér finnast fuglar sér á steini ekki eins spenn- andi.“ Mynd: Haraldur Ólafsson. missa áhugann á því að skjóta 50 gæsir í túr því það er martröó að eiga eftir að reyta 50 fugla. Ég vil frekar skjóta 8-10 fugla og vera ánægður. Mynd: Robyn. ina úr nýlegum bílnum. Ég held aó viðgcrðarmaóurinn hafi ekki trúað mér þegar ég sagði að ég hefói skellt hurðinni svona hastar- lega á fót á stól sem ég hefði verið að fiytja. Ég fór aö skjóta af krafti en hins vegar hafði alltaf blundað í mér áhugi á fuglum. Ég fór lljót- lega að fikra mig áfram með fuglauppstoppun og skytteríið er aðcins að víkja fyrir því núna. Það gekk reyndar ekki alveg átaka- laust enda vilja menn almennt ckki kcnna uppstoppun heldur halda þeir samkeppninni í lág- marki - sem skiljanlegt er. Eg lékk þó smá tilsögn hér á Akur- cyri en var skilinn eftir á miöri leið. Það hleypti cnn meiri þráa í mig að læra uppstoppun enda er ég yfirleitt þannig að ef ég byrja á einhverju vil ég Ijúka því - og það helst vel. Ég er t.d. ekki enn búinn að stoppa upp þann fugl sem ég er fullkomlega ánægóur með eftir rúm fjögur ár. Það verður gaman þegar sá dagur rennur upp. „Hcppinn að drepa mig ekki“ Ég braut einu sinni þá reglu að maður á aldrei að skjóta úr bíl. Það geri ég ekki aftur því sem byrjandi var ég aö skjóta hér fyrir austan. Ég var með tvíhleypu og skaut öðru skotinu á önd út um gluggann. Þegar ég sá bíl koma dró ég byssuna inn, setti hana far- þegamegin og vísaði hlaupinu frá mér. Þegar ég var byrjaóur að keyra af stað mundi ég eftir að ég hafði ekki sett öryggið á. Ég ætl- aði að setja öryggið á byssuna og var að myndast við að keyra í leiðinni. Þá rak ég fingurinn í gikkinn og það varð þessi ógnar- hávaði. Mér varð litió til hliðar og það lá við að ég hefói tekið hlið- Leyndarmálið innan í fuglunum! Ég lærði uppstoppun af bókum og í gegnum síma - og svo auðvitað af mistökunum. Nú er ég kominn nokkuð vel á strik í uppstoppun lugla en áhugi minn beinist að fiskauppstoppun en þar er sama vandamáliö - það vill enginn kenna þetta,“ segir Haraldur sem á sér þann draum að fara utan á námskeið í fiskauppstoppun en hún er að sögn allt annars eðlis en spendýra- og fuglauppstoppun. En er þá leyndarmál hvað er innan í fuglunum? „Nei, nei; það er hálmur, vafinn saman með slát- urgarni, lagaður eftir hræinu sem er tekið heilt innan úr fuglinum og það er töluverð kúnst.“ GT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.