Dagur


Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 5

Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 5
Laugardagur 9. júlí 1994 - DAGUR - 5 I HITA OC ÞUNÚA DACSINS Á CRENIVÍK Kári Ellertsson íþróttakennari á Grenivík: „Það er eitthvað í umhverfinu!“ - litið inn á leikjanámskeið Magna Þátttakendur í leikjanámskeiði íþróttafélagsins Magna fyrir börn á Grenivík og nágrenni voru í sundi næstsíðasta daginn á nám- skeiðinu. Grýtubakkahreppur tek- ur þátt í leikjanámskeiðinu mcð því að lána Magna ýmsa aðstöðu, svo sem sundlaug, skólahúsnæöi, íþróttasal o.fl. Leikjanámskeiðið hefur staðið frá níu á morgnanna til hádcgis. „Leikjanámskeiðinu lýkur á morgun en er búið að vera í fjórar vikur,“ sagði Kári Ellertsson íþróttakennari er útsendarar Dags litu við í sundlauginni á Grenivík nýlega. Kári er 25 ára Akureyr- ingur og er menntaður íþrótta- kennari frá Iþróttakennaraskóla ís- lands á Laugarvatni. „Eg er bú- settur hér á Grenivík nú orðið, var hér í vetur að kenna og ætla að vera héma næsta vetur,“ sagði Kári í samtali við Dag. Aðspurður um þátttöku sagði Kári: „Hún var framar öllum von- um; þaó eru svona 24 krakkar sem hafa komið reglulega.“ - Eru það kannski allir krakkamir í sveitar- félaginu? „Ætli það séu ekki um það bil 75%.“ Athygli blaðamanns vakti hátt 'nlutfall stúlkna í hópi þátttakenda á leikjanámskeiðinu enda var mjög fáa drengi að sjá. „Hlutföllin héma í sveitinni eru nú þannig; þaö er mjög lítið um stráka - það ereitthvaó í umhverfinu!“ Kári Ellertsson, íþróttakennari. Síóasta daginn fyrir sumarfrí var ætlunin að grilla pylsur - en hvað hafa krakkar á Grenivík gert fleira en að synda á fjögurra vikna leikjanámskeiði? „Við höfum far- ið í alls konar leiki, gönguferðir, hjólreiðatúra, fjöruferðir og fjallgöngur; það tók okkur ekki nema 45 mínútur að ganga hérna upp á Höfðann. Svo er verið að smíða kofa héma 'ninum megin við skólann - glæsileg mann- virki,“ sagði Kári Ellertsson íþróttakennari að lokum. GT Lísbet Patrisía Gísladóttir, 12 ára. Lísbet, 12 ára: „Skemmtilegt á leikjanámskeiðinu - en þrír tímar er nóg“ Lísbet Patrisía Gísladóttir er 12 ára Grenvíkingur og ein þeirra stúlkna sem tóku þátt í fjögurra vikna leikjanámskeiði íþróttafélagsins Magna, sem Kári Ellertsson íþróttakennari hefur séð um frá 9- 12 virka daga. Stúlkur eru í mikl- um meirihluta á námskeiðinu og í sveitarfélaginu almennt eins og fram kom í viðtalinu við Kára hér á sömu blaðsíðu. Við tókum Lísbet tali næstsíðasta daginn á leikja- námskeiðinu. - Hvernig finnst þér á leikja- námskeiðinu? „Bara skemmtilegt." - Hefurðu prófað að vera á leikjanámskeiði áður? „Já, héma á Grenivík í fyrra en þá var það ann- ar en Kári sem sá um það.“ - Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að byggja kofa, fara í leiki og sund og svona ýmis- legt,“ svaraði Lísbet og sagðist að- spurð hlakka til grillveislunnar daginn eftir sem átti aó vera eins konar lokahóf fyrir krakkana og Kára. - Gætirðu hugsað þér að taka þátt í leikjanámskeiði næsta sumar Ííka? „Já.“ - Myndirðu vilja að leikjanám- skeiðið væri lengra en þrír klukku- tímar á dag? „Nei, þrír tímar er nóg.“ Hvað gerir maður þá þegar leikjanámskeiðið er búió? „Æi, bara eitthvað.“ - Ég sé að þaö eru eiginlega tómar stelpur héma; eru engir strákar á Grenivík? „Jú, einhverjir en ekki margir á leikjanámskeið- inu.“ - Hvaða íþróttir hafið þið stundað? „Þaó er aðallega fótbolti og svo frjálsar íþróttir.“ - Takk fyrir. „Bless.“ GT JÓn Ingólfsson. Mynd: Robyn. Atvinna og ferða- menn á Grenivík Jón Ingólfsson rekur verslun á Grenivík í sama húsi og KEA; sem hann leigir húsnæði af. I Jónsabúó er selt allt milli himins og jarðar - frá íþróttaskóm til sæl- gætis auk þess sem leigðar eru myndbandsspólur. Þar vinna auk Jóns eiginkona hans og einnig að- stoðarstúlka. Er blaóamann og ljósmyndara Dags bar þar að garði um daginn var vinna nýhafin í frystihúsinu á Grenivík - nú undir fána Útgeróarfélags Akureyringa - og svaraói Jón því játandi er blaðamaður spurði hvort atvinnan hleypti bjartsýni í sveitarfélagió. Sagði hann að verslun færi betur af stað þegar ferðamannatíminn færi af stað nú í byrjun júlí. „Já, þaö hefur farið frekar vaxandi - aukist ár frá ári,“ sagói Jón að- spurður um hvort mikið væri um að erlendir ferðamenn kæmu til Grenivíkur. Þó sagði hann, að- spurður, að meirihluti feróamanna væri íslendingar. - Heldurðu að þeim fjölgi eftir átakiö íslctnd - sœkjutn það hciml „Já, ég á von á því,“ sagði Jón og bætti við að ferðamannatíminn teygóist nú orðið fram í miðjan ágúst. GT ★ Leikfimi ★ Nuddpottur ★ Gufubað ★ Hamar, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð. Sími12080. Akureyrarbœr Menntasmiðja kvenna d Akureyri Nám sem auðgar líf þitt skóli fyrir konur sem eru án launaðrar atvinnu. Námiö er í tveimur 8 vikna áföngum. Fyrri áfangi hefst 22. ágúst og lýkur 14. október og sá seinni hefst 24. október og lýkur 16. desember n.k. Kennt verður á virkum dögum frá kl. 9:00 -15:00. Hugmyndafrœði Menntasmiðjunnar byggir á reynslu frá lýðháskólum og kvennadag- háskólum á Norðurlöndum og námskeiðum sem þróuð hafa verið fyrir konur hér á landi. Uppbygging námsins er bœði hóp- og einstaklingsmiðuð og rfk áhersla verður lögð á að aðlaga námið að mismunandi þörfum kvennanna. í Menntasmiðjunni er gert ráð fyrir eftirtöldum námsþáttum: ♦ Hagnýtum frœðum s.s.íslensku, erlendum tungumálum, ritvinnslu, bókhaldi, bréfa- skriftum, skattamálum o.fl. ♦ Sjálfsstyrkingu og markmiðssetningu ♦ Samfélagsfrœðum ♦ Líkamsrœkt ♦ Listsköpun s.s. ýmis konar handverki, leiklist, tónlist o.s.frv. Stefnt er að því aö bjóöa nemendum starfsþjálfun að námskeiöum loknum Hámarksfjöldi nemenda er 20 konur. Reynt veröur að bjóða upp á leikskóla fyrir börn þátttakenda ef þörf krefur. Námið er konum án launaðrar atvinnu að kostnaðarlausu og konur sem hafa atvinnuleysisbœtur halda bótum sínum á meðan á náminu stendur. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, verkefnisfreyja Menntasmiðj- unnar í síma 21000, kl. 14:00 -16:00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á bœjarskrifstofunum Geislagötu 9, 2. hœð og á Vinnumiölunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4. Kynningarfundur um Menntasmiðjuna verður haldinn mánudaginn 18. júlí n.k. kl. 15:00 -18:00 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14,4. hœð. Jafnréttisfulltrúi Akureyrarbœjar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.