Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 20
Akureyri, laugardagur 9. júlí 1994
Saumastofan á Hofsósi:
Á áttunda
hundrað
fánar seldir
- á afmælisári lýöveldis-
ins fram til 17. júní
Aafmælisári lýðveldisins, 1994,
fram til þjóðhátíðar hinn 17.
júní seldi Saumastofan á Hofsósi
á áttunda hundrað fána af ýms-
um stærðum og tveimur gerðum -
þ.e. klofinn þjóðfána - tjúgufána
- til þeirra ríkisstofnana sem báðu
um það en almennan þjóðfána til
annarra. Er aukningin rúm 100%
frá sama tímabili í fyrra að sögn
Svanhildar Guðjónsdóttur fram-
kvæmdastjóra.
„Mér datt ekki í hug að aukning-
in yrði 100% en svo var afgreiðslu-
frestur á efninu langur vegna sum-
arleyfa,“ sagði Svanhildur. Þegar
Dagur spurði Svanhildi hvort
saumastofan hefði haft undan sagði
hún: „Varla; ég þurfti í raun og veru
að neita of mörgum um fána enda
hefði ég gjaman viljað afgreiða allt
sem ég var beðin um.“ Aðspurð um
veltu og hagnað sagðist Svanhildur
ekki vera farin að gera slíkt upp.
Saumastofan saumar íslenska
fána í ýmsum stærðum og voru vin-
sælustu þjóðhátíðarfánamir í stærð-
unum 1,10x1,50; 1,25x1,75;
1,40x2,0 og 1,60x2,25. „Það vom
yfirleitt keyptir stærri fánar nú en
venjulega," sagði Svanhildur í sam-
tali við Dag og giskaði á þá skýr-
ingu að margir hefðu verið að koma
sér upp fánastöng á afmælisárinu og
fánastangir við einbýlishús væra
varla minni en 6 metrar og margar
þeirra 7-8 metrar.
Gerð fánans var síðast ákveðin
með lögum nr. 34 frá 17. júní 1944
um þjóðfána Islendinga. Sagði
Svanhildur að sjávarútvegsráðu-
neytið væri meðal þeirra aðila á
vegum ríkisins sem keyptu marga
tjúgufána - á varðskipin. Aðspurð
um hvort blaðamanni yrði seldur
klofinn fáni sagðist Svanhildur þá
spyrja hvar hann ætlaði að flagga
honum! GT
Ungur og efnilegur.
Mynd: Robyn.
Sauöárkrókur:
Færri án vinnu en í fyrra
- segir Matthías Viktorsson, félagsmálafulltrúi
Sauðárkróki voru 102 á at-
.vinnuleysisskrá í lok júní,
en þar af eru innan við 30 sem
eru raunverulega atvinnulausir
að sögn Matthíasar Viktorsson-
ar, félagsmálastjóra á staðnum.
Blönduós:
Atvinnuleysi
meira en í fyrra
- átaksverkefni að hefjast
Aatvinnuleysisskrá á Blöndu-
ósi og í nærsveitum voru 31
nú um síðustu áramót, þar af
eru 20 búsettir í bænum. A sama
tíma í fyrra voru 21 einstakling-
ur á skrá af svæðinu, en að sögn
starfsmanns Verkalýðsfélags A-
Húnavatnssýslu er ástæðan fyrir
meiri fjölda nú, einfaldlega al-
HELGARVEÐRIÐ
Norðlendingar losna að öll-
um líkindum við þokuloftið
nú um helgina. En skýjað
verður með köflum um allt
norðurland samkvæmt spá
veðurstofunnar. Þokkalega
hlýtt verður yfir daginn, 15-
20 stig og eitthvað sést til
sólar.
mennt meira atvinnuleysi og
minna um sumarafleysingastörf
í ár.
Ofeigur Gestsson, bæjarstjóri
Blönduósbæjar, segir átaksvinnu
ekki komna á fullt skrið. „Við
höfum heimild frá atvinnutrygg-
ingasjóði varóandi endurbætur á
Hildebrandshúsinu, sem flutt var
hingað 1877, en Ieidd hafa verið
rök að því að húsið sé frá 1733 og
þá elsta timburhús á landinu. Fer
sú vinna líklega af stað í næstu
viku, en nú þegar er fólk á vegum
átaksverkefnis í vinnu við um-
hverfisbætur. Við reiknum með að
níu manns fái vinnu við átaks-
verkefnin“.
Að sögn Ofeigs er verið að
skoða atvinnumálin þessa dagana
af tveimur nefndum og eru niður-
stöður frá þeim væntanlegar núna
næstu daga. ÞÞ
Um er að ræða afleiðingu vakta-
samnings Fiskiðjunnar og stétt-
arfélaganna, sem gekk í gildi 15.
maí sl. En fjöldi fiskvinnslufólks
fær bætur vegna 25% atvinnu-
skerðingar.
Að sögn Matthíasar var samið
um 6 tíma vaktir fyrir alla í frysti-
húsinu í stað 8 tíma áður, til að
ekki þyrfti að koma til uppsagna
fólks á annarri vaktinni. Allt
starfsfólkiö er því á atvinnuleysis-
skrá vegna þessarar tveggja tíma
skerðingar.
Frystihúsiö verður síðan lokað
í ágústmánuði vegna sumarleyfa
og munu vaktasamningar verða
athugaðir að nýju að því loknu.
Aðspurður sagöi Matthías færri
vera raunverulega atvinnulausa í
ár heldur en á sama tírna í fyrra.
50 manns í vinnu á vegum
bæjarins
Bæjarstjórnin á Sauðárkróki sagð-
ist á sínum tíma ætla að tryggja
öllum á aldrinum 16-20 ára vinnu
yfir sumarið og hefur það gengið
eftir að sögn Snorra Björns Sig-
uróssonar, bæjarstjóra.
„Vió sóttum um 170 mánuði til
atvinnuleysistryggingasjóðs og
fengum staðfestingu á 70 mánuð-
um. Mér skilst að búið sé aó sam-
þykkja megnið af restinni, en ég
hef ekki fengið staðfestingu á því.
Fram að þessu höfum við verið í
alls konar tiltektum, þ.e. skúrarif,
þrif á opnum svæðum, þökulagn-
ingu og stígagerð, golfklúbburinn
hefur fengið nokkra starfsmenn og
ungmennafélagið Tindastóll hefur
fengið 10 starfsmenn en þetta eru
stærstu verkefnin. Líklega eru í
allt 50 manns í þessari vinnu á
vegum bæjarins, en ekki eiga allir
bótarrétt og falla því ekki undir
átaksverkefnin," segir Snorri. ÞÞ.
Mývatnssveit:
Léttsteypan með
greiðslustöðvun
Léttsteypan hf. í Mývatnssveit
hefur fengið greiðslustöðv-
un. Rekstur Léttsteypunnar hef-
ur verið þungur árum saman.
Fyrir tveimur árum keypti Iðn-
lánasjóður hús og vélar á upp-
boði. Jón Árni Sigfússon keypti
síðan af Iðnlánasjóði og sex ein-
staklingar keyptu af honum.
Síðan um síðustu áramót hefur
eignarhaldsfélag einstakling-
anna annast rekstur Léttsteyp-
unnar.
Hinrik Árni Bóasson, stjórnar-
formaður segir aö ekki hafi verið
regluleg starfsemi hjá fyrirtækinu,
heldur unnió samkvæmt pöntun-
um. Heildarskuldir fyrirtækisins
nema um 15 milljónum og eru
banki og sýslumaður stærstu lán-
ardrottnarnir. Hinrik Ámi sagði að
eigendur ætluóu enn aó reyna að
berjast í áframhaldandi rekstri og
ræða við lánardrottna á næstu
dögum. Hann sagðist bjartsýnn á
áframhaldandi starfsemi en gamall
skuldahali hafi hamlað rekstri, þar
sem skuldbreytingar hafi ekki
fengist. IM
Árskógshreppur:
Félags- og
íþróttaaðstað-
an stórbætt
Þorri framkvæmdafjár Ár-
skógshrepps á þessu ári fer
til viðbyggingar og lagfæringa á
félagsaðstöðu sveitarfélagsins
við Árskógsskóla sem jafnframt
er íþóttaaðstaða skólans. Fram-
kvæmdir eru nú hafnar við 8
metra Iengingu salarins en jafn-
framt verður byggt nýtt anddyri
ásamt snyrtingum. Þessar fram-
kvæmdir eru áætlaðar kosta um
22 milljónir króna.
Kristján Snorrason, oddviti Ár-
skógshrepps, segir aó áformað sé
að íþróttaaóstaóan verði tilbúin í
september, eða í tæka tíð áður en
skólastarf hefst. Öðrum verkþátt-
um á að vera lokið upp úr áramót-
um, þ.e. viðbyggingu sem í verða
salemi, hlióarsalur og anddyri.
Þessar framkvæmdir eru allar í
höndum Kötlu hf. á Árskógs-
strönd.
Kristján segir að þessar lagfær-
ingar skili hreppsbúum mun betri
félagaðstöðu og jafnframt skólan-
um betri íþróttahúsnæði þar sem
bæði veróur lengri salur <og hærra
til lofts. „I eina tíð var Árskógur
stærsta félagsheimili í sveit á
landinu en nær sennilega ekki að
verða þaó aftur þó aðstaðan batni
mikið við þetta,“ sagði Kristján
Snorrason, oddviti. Jöfnunarsjóð-
ur sveitarfélaga kemur til með að
leggja fé í framkvæmdirnar líkt og
aðrar framkvæmdir við skóla-
mannvirki. JÓH
18 þvottakerfi
5 kg þvottur
Hitabreytirofi
600 snúninga
Rústfrir pottur
V I
C-634 XT
þvottavél
I
I Frðbært verð 39.900,-
I
stgr.
I
rp| KAUPLAND
J Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565^J
Allt fyrir garðinn
í Perlunni við