Dagur - 09.07.1994, Síða 9

Dagur - 09.07.1994, Síða 9
Laugardagur 9. júlí 1994 - DAGUR - 9 norðurhúsi má finna mikið af ljósmyndum og teikningum af gömlum torfbæjum úr hcraðinu. Öxnafell í Eyjafirði Þjóðminjadagur á morgun: Minjasafnið á Akureyri og Laufásbær efitia til heyanna - ýmis nýmæli í starfsemi Minjasafnsins í sumar Þjóðminjadagur verður haldinn á morgun, sunnudag, og af því tilefni gera minjasöfn í landinu ýmislegt til að vekja athygli á starfsemi sinni. Minjasafnið á Akureyri mun í sam- vinnu við safnið í Laufási efna til heyanna. Heyjað verður með gamla laginu og sýnd önnur vinnubrögð frá fyrri tímum, úti sem inni. Ymis nýmæli má finna í starfsemi Minja- safnsins á Akureyri í sumar og má þar nefna gönguferðir um Innbæinn, söngvökur og nýjar sýningar. Þá er hafin skráning á fomleifum í Eyja- firði. Heyannirnar fara fram að Lauf- ási frá kl. 13-17. Félagar úr Félagi aldraðra í Eyjafirði heyja með gamla laginu, slá, raka og líklega binda. Þá verður vinnufólkinu fært kaffi í sokki. Ymis vinnubrögð önnur verða sýnd vió sama tækifæri, úti og inni. I búri Laufásbæjarins verður mjólk- urvinnsla, mjólk skilin, sntjör strokkað og skyr síað. í hlóðaeld- húsi verður kveikt upp í hlóðunt, hangikjöt haft í potti og væntanlega bakaðar lummur. Á baöstofulofti fer fram tóvinna og vonandi rímna- kveöskapur og upplestur. Hugmyndin að baki þessum við- burðum er að viðhalda þekkingu á gömlum vinnubrögðum og kynna þeim sem ekki þekkja til. Ætti að vera tilvalið fyrir eldra fólk aó rifja upp gömlu handtökin og það yngra að skyggnast aftur í tímann um stund. í tilefni þjóðminjadagsins verður frítt inn á Minjasafnið á Ak- ureyri og Laufássafnið. Gönguferðir, söngvökur og nýjar sýningar Meðal annarra nýmæla í starfsemi Minjasafnsins á Akureyri í sumar eru gönguferóir um Innbæinn hvern sunnudag til ágústloka, morgundag- urinn þ.m.t. Lagt er af stað frá Lax- dalshúsi kl. 13.30 og gengió inn eft- ir fjörunni í fylgd leiðsögumanns sem skýrir það sem fyrir augu ber. Þá má nefna svokallaðar söngvökur sem safnið stendur fyrir í Minja- safnskirkjunni tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20.30, fram til 13. ágúst. Þar er flutt íslensk tónlist, forn og ný, t.d. rímur, tvíundarsöngur, sálmar og yngri og eldri sönglög. Flytjendur og umsjónarmenn eru Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son. I tengslum viö söngvökurnar er Minjasafnið opið kl. 19.30-22.30 og er aðgangseyrir að safninu innifal- inn í aðgangseyri að söngvökunum, sem er 600 kr. Sýningar í Minjasafninu hafa einnig verió endurnýjaðar að hluta. I noróurhúsi hefur verið sett upp sýn- ing á ýmsu sem tcngist landbúnaði fyrri tíma og gömlum bæjunt. Sýn- ingin kallast „Hér stóð bær“ og eru þar sýndir ýmsir munir scm tengjast sveitastörfum og einnig mikið af ljósmyndum og tcikningum af Á sýningunni „Hér stóð bær“ eru sýndir hiutir sem tengjast landhún- aði og búskap fyrri tíma, innan og utan húss. Myndir: JHB gömlum torfbæjum úr héraðinu. I Kirkjuhvoli hafa staðið yfir miklar endurbætur í vetur og þar eru nú sýndir ýmsir nýrri gripir sem safninu hafa borist á undanfömum árum. Myndir Hallgríms Einarsson- ar liggja frammi og getur fólk sest niður í sólstofu Kirkjuhvols og skoðað þær. Skráning á fornleifum í Eyjafirði Minjasafnið er nú að hefja fornleifa- skráningu í Eyjafirði og segir Guð- ný Gerður Gunnarsdóttir, safnstjóri Minjasafnsins, að stefnt sé að því að skrá allar minjar í héraðinu á næstu árum. Fornleifar verða merktar inn á kort, bæði í rannsóknarskyni og ekki síður til að finna áhugaverða staði sem beina má ferðafólki og öðrum á. Byrjað veróur í Eyjafjarð- arsveit og í sumar er ráðgcrt að verja fjórum vikum í skráningu á fornleifum í nyrsta hluta sveitarinn- ar. Tveir fornleifafræðingar munu hafa umsjón mcð verkinu, Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson. Farið vcrður um svæðið og reynt að hafa upp á öllum fornminjum, leitað eftir upplýsingum frá fólki, sögnum og munnmælum um gömul mann- virki eóa leifar, munurn eða beinum sem hafa komið upp úr jörðu o.fl. JHB Tónlistaskóli Öxarfjarðarhéraðs Skólastjóri óskast til starfa frá 1. september nk. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Öxarfjarðarhrepps í síma 96-52188. Umsóknarfrestur til 15. júlí. Hótel Edda, Þelamörk Okkar vinsæla kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15.00 og glæsilegt matarhlaðborð laugardaga og sunnudaga frá kl. 19.00. Munið barnaafsláttinn. Verið ávallt velkomin. hotel edda Starfsfólk á Hótel Eddu, Þelamörk. Bændur Nýtt á landsbyggðinni Við höfum náð mjög góðum kaupum á búvéladekkjum milliliðalaust beint frá framleiðanda. Við tökum mikið magn sem þýðir lægsta verð til ykkar. Sendum hvert á land sem er. Akureyri Símar 96-23002 og 96-23062 Símboði 984-55362.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.