Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994 „Ekki heppilegt að vera alla œvi í sama stól" „Mér líst ágætlega á að breyta til og takast á við nýja hluti. En ég er þess meðvitaður að þetta er að mörgu Ieyti mjög erfítt starf sem ég er að taka að mér nú. Bæði er bæjarstjórastarfíð persónu- legra og snýst um pólitík að einhverju leyti sem þýðir meiri átök en ella. Svo er allt öðruvísi hugsun í þessu starfi,“ segir nýr bæj- arstjóri á Dalvík sem byrjaði fyrir 27 árum að vinna hjá KEA á Dalvík sem er í næsta húsi við Ráðhúsið. Rögnvaldur Skíði heitir hann og er Friðbjörnsson; ættaður úr Svarfaðardal að hálfu og Skíðadal að hálfu eins og skilja má af nafngiftinni sem er eftir frumbyggja þar. Hann er fæddur 1949 - og segir það heldur hafa hvatt sig að sækja um starf bæjarstjóra þegar hann hafí komist að því að fæðingardagur hans, 27. apríl, er sá sami og fæðingardagur væntanlegs bæjarstjóra á Akureyri sem er þó árinu yngri en Rögnvaldur. „Það var ákaflega mikilvægt fyrir mig að ég gæti hafið hér störf strax og sett mig inn í þá hluti sem hér eru,“ segir Rögnvaldur sem fór fyrirvaralítiö úr starfi útibús- stjóra KEA í góðu samráði vió forsvarsmenn þar og tók viö starfi bæjarstjóra hinn 1. júlí sl. eftir 10 ár sem útibússtjóri og þar áður 12 ár sem skrifstofustjóri KEA á Dal- vík en einnig sat hann 6 ár sem fulltrúi starfsmanna í stjórn KEA. „Eg áleit að 10 ár væru hæfi- legur tími í svona stjórnunarstarfi - bæði fyrir mig sjálfan og fyrir- tækið,“ segir Rögnvaldur sem var farinn að hugsa alvarlega um það fyrir ári síðan að hann þyrfti að skipta um starf. „Það er aó mínu mati ekki heppilegt að vera alla ævina í sama stól. Fyrsti dagurinn var mjög ánægjulegur; starfsfólkið hér og forseti bæjarstjómar tóku vel á móti mér en það var auðvitað ekki sjálfsagóur hlutur að ég yrði næsti bæjarstjóri. Eg haföi í sjálfu sér aldrei hugsað út í þaö að sækja um starfið.“ „Erfitt og óskynsamlegt að reyna að skipuleggja lífið mjög langt fram í tímann“ Rögnvaldur sagói óhræddur fyrra starfi sínu lausu. „Eg veit það hins vegar að ég er hér mjög trúlega í skammtímastarfi en lífið er jú þannig að það er erfitt og óskyn- samlegt að reyna að skipulcggja það mjög langt fram í tímann. Það verður bara að mæta því sem mæta þarf þegar þar að kemur.“ Rögnvaidur er tilnefndur af Framsóknarfiokknum sem fékk að ákveða hver yrði ráðinn bæjar- stjóri en á hinn bóginn varð sam- ráó um að samstarfslisti fram- sóknarmanna í meirihluta bæjar- stjórnar, I-listinn, fcngi að ráða hver yrði formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar. Rögnvaldur er hins vegar ekki flokksbundinn og hefur ekki haft afskipti af pólit- ísku starfi á Dalvík. „Eg hef litið svo á að útibússtjóri eigi ekki að starfa mikið í pólitík cnda er það heppilegra fyrir fyrirtækið að menn starfi meira hlutlaust. Þann- ig forðast maður að draga fyrir- tækió inn í deilur scm koma því ekki við en gætu spillt fyrir í viö- skiptum enda snúast hagsmunir margra hér á Dalvík um KEA.“ Aðspurður segir Rögnvaldur ekki. mikla hættu á hagsmuna- árekstrum vegna fyrra starfs hans hjá KEA enda starfi sveitarfélagið mikið eftir lögum og reglum auk þess sem hann hafi í fyrra starfi sínu átt ágætt samstarf vió fyrri bæjarstjórnir. Þegar Rögnvaldur er spurður að því hvort hann telji betra að ráða framkvæmdastjóra sveitarfé- lags á faglegum forsendum eða kjósa um hann, eins og gert hefur verið í Reykjavík og nú á Akur- eyri, segir Rögnvaldur skemmti- legra fyrir bæjarstjóra að vita að hann hafi verið valinn á faglegum forsendum. „Hins vegar held ég aó ekki sé mikill munur þar á - því þegar menn eru valdir af pólit- ískum sjónarmiðum þá eru þau líka fagleg. En ég er ekkert frá því að kjósendur vilji vita það fyrir- fram hver verði bæjarstjóri. Bæj- arstjóri veróur auóvitaö að vera bæjarstjóri fyrir alla bæjarfulltrú- ana en hins vegar á hann miklar skyldur við meirihlutann enda held ég að það geti að mörgu leyti farið vel saman og að nicnn skynji rnuninn á þessu tvennu. Bærinn hefur gjörbreyst Ég hef alltaf neitað því að taka sæti á pólitískum Iista hér á staðn- um meóan ég væri útibússtjóri og þannig var ég að vissu leyti búinn að múra mig fastan. Þaó var því e.t.v. bcsta leiðin fyrir mig sjálfan að skipta yfir mjög skyndilega því auðvitaó er það mjög spennandi að glíma við verkefni bæjarins,“ segir bæjarstjóri í 1534 íbúa bæ við Eyjatjörð þar sem atvinnulífið gcngur að mörgu leyti betur en í höfuðstað Norðurlands. „Bærinn hefur vaxið mjög hratt og gjör- breyst nú í seinni tíð. Skipin hafa stækkað og húsunum hefur tjölg- að. Þegar ég byrjaði sem ungl- ingur að vinna hjá KEA var mað- ur að kvarta yfir því að fara með póst í hús sem þá voru í útjaðri bæjarins cn nú cru þau nánast í miðbænum.“ Ný sundlaug og sjálfstæður framhaldsskóli Rögnvaldur segir að efst á blaói hjá nýjum meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur sé að ljúka við byggingu sundlaugar. „Sundlaugin er að komast á lokastig þannig að gert cr ráð fyrir því að hún verði tekin í notkun fullbúin í lok sumars. Sú aóstaóa verður örugglcga mjög kærkomin - bæði sundfólki, íþróttafólki og öðrum íbúum Dal- víkur.“ Meóal annarra fram- kvæmda sem eru á döfinni nefnir Mynd og texti: GT Rögnvaldur brimvarnargarð norð- an við höfnina sent kostaður verð- ur í sameiningu af ríki og sveitar- félögunum í Hafnarsamlagi Eyja- fjarðar. „Nú síðan horfa menn til þess að hér þurfi að stækka skól- ann enda hefur meirihlutinn sett sér þaó að vinna mikið að skóla- málum á kjörtímabilinu. Þar eru menn að tala um að koma á sjálf- stæðum framhaldsskóla á Dalvík sem komið yrði fyrir í varanlegu húsnæði en skólarnir hafa verið í leiguhúsnæði á efstu hæðum kaupfélagshússins og Ráðhúss- ins. Aðaláherslur hjá nýjum meiri- hluta eru svo að öðru leyti að vinna aó félagslegum málum, um- hverfis- og atvinnumálum. Þá er stefnan hér, eins og alls staðar, aó leita leiða til að laóa ný fyrirtæki að staðnum. Nýstofnaður atvinnu- þróunarsjóður á vegum bæjarsjóðs kemur til með að styrkja nýsköp- un í atvinnulífinu. Ég held að þessi bær standi mjög traustum fótum en hér er endalaust hægt að auka verkefni á þjónustusviói. Ég vona aó hér blómgist áfram gott mannlíf en framtíðin fyrir sjávarútvegspiáss er ekkert nógu góð í dag; það eru víða erfiðleikar vegna sífelldra kvótaskerðinga,“ segir Rögnvald- ur. Kostir og ókostir nálægðar- innar við Akureyri Aðspurður segir Rögnvaldur að Dalvíkingar sæki fjölmargt til Ak- ureyrar og við þaó séu ótal kostir og einnig ókostir. „Ég held að það sé mikill styrkur fyrir Dalvík að Akureyri skuli ekki vera lcngra frá en rúmlega hálftíma akstur en auðvitað missurn við eitthvað í leiðinni,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur bað fyrir þakkir til þeirra fjölmörgu sem hann hefur starfaó með eða átt samskipti við í starfi sínu hjá KEA á Dalvík. „Hef heldur viljað halda mig við fdsta landið" „Ég er fæddur og uppalinn á Hóli í Svarfaóardal.Ég ólst þar upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs. l>á var ég eina vertíð á'sjó hér frá Dalvtk en haföi aldrei áður stigió um borð í árabát. Reynsla mín af þeirri sjómennsku varó slík að ég hef lítiö gérl af því að fara á sjó síóan; hef heldur viljaó halda mig við fasla landið." Rögnvaldur fór í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og gagnfræðaskóla á Ólafsfirði. Hann kynntist konunni sinni, Guórfði Ólafsdóttur frá Borgarfirói eystra. þegar hann var í Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1969-1971. Þau hófu búskap á Dalvík 1971 og giftu sig 1972. Rögnvaldur og Guðríður eiga tvö böm. Lilju Berglindi, f. 1975, og ÓlafHclga, f. 1977. Skíði, stöng og byssa Þrátt fyrir annríki hefur Rögnvaldur gefió sig aó ýmsum áhugamálum. Nú segist hann vera með snjósleóadeilu en fyrr á ánim áttu Ijósmyndir hug hans allan. Hann var um skeió Ijósmyndari fyrir fréttablaóið Noröurslóó og tók hann einnig af og til myndir fyrir Dag. „Ég gekk með myndavél framan á mér í 10 ár en hætti því svo. Annars er ég mikið fyrir útiveru enda er þaó ákaflega mikilvægt fyrir kyrrsetumann eins og mig aó finna einhvem farveg í aó hreyfa sig. Ég hef gaman af því að skokka. fara á gönguskíði og stunda ýmiskonar veiði og - bæói stang- og skot- veiói."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.