Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 15
UTAN LANPSTEINA Laugardagur 9. júlí 1994 - DAGUR -15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Sinatra í það heilaga þegar upp komst um þjónustu hcnnar við fræga fólkið. Gamla brýnið Frank Sinatra er æfareióur þessa daganna vegna ástarsambands sonar síns, Franks yngri, við Heidi Fleiss en hún vann sér þaö til frægðar á síðasta ári aó vera ákærð fyrir að reka vændishring í Hollywood. Frank yngri, sem reyndar er fimmtugur, hefur aldrei verið giftur en segist gjarnan vilja giftast Heidi sern er 22 árum yngri en hann. Hún er að sama skapi sögð vera himinlifandi yfir því aö giftast inn í þessa frægu fjölskyldu en þau kynntust á síðasta ári eftir að hún var hand- tekin. Sá gamli hefur gefió syni sínum úrslitakosti og sagt honum að losa sig við gæruna eða slíta sambandi við sig. Frank yngri ætl- ar að láta þessar hótanir sem vind um eyru þjóta og hyggur á gift- ingu innan skamms. Frank Sinatra er ekki ánægður með tilvonandi tengdadóttur. Besti elskhugim Grínistinn Chevy Chase var í heimsókn í Hvíta Húsinu í Washington fyrir skömmu þar sem hann hitti forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Á meðan á heimsókninni stóð náði hann að stela sér nokkrum óriotuð- um minnisblöðum merktum forsetanum. Hann notaði síðan þessi bréfsefni til þcss að skrifa vinum sínum bréf, þar sem hann sagði að forsetanum hefði borist það til eyma að Chevy Chase væri besti elsk- huginn í Hollywood. Vinir hans urðu furðu lostnir en áttuðu sig svo á því hvernig málin stóðu eftir að hafa borið saman undirskrift forset- ans vió gamla undirskrift frá spéfuglinum. Chevy Chasc segist vera besti elsk- huginn í Hollywood. Pesci hefnir sín Það tók hinn smávaxna Joe Pesci langan tíma til aó komast á topp- inn í Holly- wood. Nú er hann mjög vin- sæll eftir að hafa slegið í gegn í myndum á borð við Home Alone og Lethal Wea- pon og fær mörg gyllitilboð um að leika í myndum. Hann neitar þó að vinna með framleiðendum eða leikstjórum sem ekki vildu gera mynd meó honum á meðan hann var óþekkt- ur síóustu 20 árin. Woody Harrelson var heppinn að sicppa lifandi frá Hawaii. Woody slapp með skrekkínn Leikarinn góðkunni Woody Harr- elson slapp naumlega úr lífsháska fyrir skömmu þegar hann var að leika sér á brimbretti undan strönd Hawaii. Hann lenti í stórri öldu og kastaðist um fimm metra í loft upp og Ienti meó höfuóið fyrst á bretti sínu. Hann missti meðvitund en rankaði þó fijótt við sér og synti í land en hefur nú stóra kúlu á höfðinu. Með fjölskyldu í farteskinu Leikkonan undurfagra, Michelle Pfeiffer, brá sér til Fiji- eyja fyrir skömmu með unga dóttir sína og snéri aftur meó heila fjölskyldu innfæddra í farteskinu. Michelle líkaói svo vel við bamapíuna sem gætti dóttur hennar á meðan á dvölinni stóö aó hún bauó henni ásamt allri fjölskyldu hennar aó flytjast meó sér heim til Bandaríkjanna. Madonna vill ckki að aðrir græði á sögu sinni. Madonna í miklum ham Söng- og leikkonan Madonna berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerð verði sjónvarpsmynd um skrautlegt líferni hennar áður en hún varð fræg. Þrátt fyrir mót- mæli Madonnu stendur nú yfir leit að leikkonu til að taka að sér hlut- verk hennar í myndinni Madonna: The Early Ycars. Myndin hefst þegar hún fiyst til New York árið 1978 og fylgir ferli hennar eftir þar til hún sló í gegn meó plötunni Like A Virgin, sex árum síðar. Stórfyrirtækið American Fox sér um framleiðslu myndarinnar og áætlaö er að hún verði frumsýnd á næsta ári. Talsmaður Madonnu sagói aö hún liti á myndina sem grófa árás á einkalíf sitt en það þykir kaldhæðnislegt að Madonna hugðist sjálf gera sjónvarpsþætti um þessi ófarsælu ár í líil sínu í samvinnu við sjónvarpsstöðina ABC en samningar tókust ekki. Madonna eins og hún birtist lesend um Playboy. Yfirgefið hörkutól Kraftakarlinn Jcan-Claude Van Damme gerir hvað hann getur til Jean-Claude Van Dammc og Darcy La Picr á mcðan ailt lék í lyndi. að vinna aftur hug og hjarta eigin- konu sinnar, Darcy La Pier, en hún yfirgaf hann aðeins þremur mánuðum eftir að þau gengu í þaö heilaga. Henni þótti hann of stjórnsamur og sætti sig illa við að vera hcimavinnandi húsmóðir eins og hann heimtaði. Van Damme, sem hefur átt vin- sældum að fagna fyrir myndir á borð við Hard Target, Double Impact og Universal Soldier, vinnur nú að gcró nýrrar hasar- myndar scm geró er eftir vinsæl- um tölvuleik, Street Fighter. Þar leikur hann á móti áströlsku söng- og leikkonunni Kylie Minogue og tökur á myndinni standa nú yfir í Bangkok á Tælandi en þar giftu Van Damme og La Pier sig í laumi í febrúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.