Dagur


Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 18

Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994 POPP MAGNÚS ÚEIR OUÐMUNDSSON ÁFRAM SAMA SAGAN - ENN OG AFTUR BLIKUR Á LOFTI HJÁ GUNS N’ ROSES Hafi einhver verið farinn að halda að ró og friður væri að færast yfir herbúðir stórrokkaranna banda- rísku í Guns n’ roses og þaðan væri lítilla tíðinda að vænta, þá er því nú aldeilis ekki að heilsa. Virðist nú enn einn „lönguvit- leysukaflinn" í hinni vægast sagt skrautlegu sögu hljómsveitarinn- ar vera hafinn, sem ekki sér fyrir endann á og er ómögulegt að segja hvaða afleiðingar hann kann að hafa í för með sér. En innan um vondu tíðindin, sem hlaðist hafa upp að undanförnu, eru önnur skárri, sem e.t.v. er betra að skýra frá fyrst. Gítarleikaraplötur Betri fréttirnar og þær sem verða að teljast eðlilegri eru þær, að báðir gítarleikararnir, þeir Slash og Gilby Clarke, eru með plötur í bígerð. í tilfelli Clarkes er þó um meira en bígerð að ræða, því hann hefur fullgert plötuna og er hún að koma út nú í júlí. Ber hún titilinn Pawn shop guitars og inni- heldur 11 lög. Eru níu þeirra eftir Clarke sjálfan, en tvö fengin frá frægum sveitum. Annars vegar stonesslagarinn Dead flowers, en hins vegar Jail guitar doors úr smióju pönkgoðanna í Clash. Clark nýtur krafta töluvert margra tónlistarmanna á plötunni, þ.á.m. allra hinna félaganna í Guns n’ roses. Að sögn Clarkes mun uppistaðan á plötunni vera bland- að popp, sem lítið eigi skylt meó Guns n’ roses. Hvað varðar plötuna hans Slash, þá er vinna við hana aðeins rétt að hefjast. Hún hefur þó þegar fengið nafnið SVO snakepit (svo stendur fyrir Slash very own) en útgáfan er með öllu á huldu. Markast sú óvissa einkum af því aó Slash hefur ekki ennþá fundið rétta söngvarann, sem hann telur sig þurfa. Treystir hann sér nefnilega ekki til að syngja sjálfur, þótt hann hafi sótt söngtíma að und- anförnu. Það gerir Clarke aftur á móti á sinni plötu. Slash er þó til- búinn með sautján lög til upptöku þegar söngvarinn finnst, sem síð- an tíu verða valin úr fyrir plötuna. Þá mun ekki vera loku fyrir það skotið að túlkun Slash á Step- penwolflaginu fræga Magic carp- et ride fljóti með á plötunni. Með Slash á henni munu væntanlega spila þeir félagar hans úr Guns n’ roses, Clarke og Matt Sorum trommari og síóan Michael Inez bassaleikari í Alice in chains. En það vantar sem sagt söngvara. Upplausn? Slæmu fréttirnar, sem óneitan- lega eru fyrirferðarmiklar og hátt- hrópaðar, eru þær að upplausn virðist vera í gangi innan Guns n’ roses og allt upp í loft meó a.m.k. suma meðlimi hljómsveitarinnar. Er þar fyrst að telja að svo virðist sem Axl Rose söngvari hafi upp á sitt eindæmi rekið Gilby Clarke úr selskapnum, án útskýringa eft- ir því sem næst verður komist. Gerir kappinn þetta mitt í því er hann stendur í dómsstólastappi við bæði fyrrum kærustu og eig- inkonu, hvorki meira né minna. Veit enginn hvernig þau mál munu enda, en víst er að slúður- blöðin þurfa ekki að kvarta yfir efnisleysi. í ofanálag herma svo frekari fréttir frá Bandaríkjunum að Sorum trommari hafi verið kæróur fyrir að lúskra á eigin- konu sinni. Mun hannhafa fengið á sig dóm fyrir það fyrir u.þ.b. viku. Öll þessi ósköp setja enn einu sinni spurningarmerki vió framtíð sveitarinnar, sem vart getur þolaó slíkt til lengdar. Mun væntanlega fást úr því skorið inn- an skamms hvað um hana verð- ur, en eins og fyrr sagði er erfitt að spá um afleiðingarnar. Guns n’ roses er nú sem aldrei fyrr í fréttum af mörgum ástæðum. Gætu endalokin jafnvel verið nálægt hjá stórsveitinni. ATHYGLI SKAL VAKIN... Það er rétt að minna rokkunn- endur á, og þá ef til vill sérstak- lega þá sem eldri eru, að nýja platan frá „Jörlunum” í Rolling NÝR GÍTARLEIKARI Óstaðfestar fregnir herma að rokkhljómsveitin sérstæða Fa- ith no more, hafi fundið nýjan gítarleikara í stað Jim Martins, sem var látinn fjúka um síðustu áramót. Mun ef rétt reynist vera um óþekktan pilt að ræða að nafni Trey Spruance, (væntanlega rétt ritað) sem á víst að hafa verió meó söngv- ara Faith no more, Mike Patton í sveit (hljómsveit) í eina tíð. Vinna við nýja plötu mun svo vera hafin og er gert ráð fyrir að hún komi út í byrjun næsta árs. Nánari fréttir um þetta væntanlega síðar. stones, Voodoo lounge, er rétt í þann mund að koma út. Út- gáfudagurinn er nánar tiltekið þann 15. júlí. Er það ekki að ástæðulausu sem minna má á gripinn, því fyrstu lögin sem heyrst hafa af plötunni lofa mjög góðu og að jafnvel sé um að ræóa þaó ferskasta frá Jagger og félögum I langan tíma. Var það reyndar líka sagt um síðustu hljóðversplötu, Steel whells, þannig að menn munu víst seint hætta aó hríf- ast eða fá leiða á Rolling stones. Mun Voodoo lounge innihalda ein fimmtán lög og var það Don Was sem sá um upptöku plötunnar. Sem for- smekkur aó plötunni, kom út fyrir skömmu fjögurra laga plata þar sem Love is strong er aðallagið, en tvö af hinum þremur eru aukalög sem ekki verða á plötunni. Gripur sem sannir og fleiri Stonesaðdáend- ur láta ekki fram hjá sér fara. Annað væri nú. Rolling stones virka ferskir á nýju plötunni. JAGGER ENN AÐ SÖNGKONU- SORG í Poppi fyrir viku var sagt frá því að Cortney Love söngkona Hole, væri aðeins farin að jafna sig eftir hið hræðilega sjálfsvíg eigin- mannsins Kurt Cobain og hefði m.a. verið viðstödd kvikmynda- verðlaunaafhendingu MTV. (sú athöfn var víst á dagskrá Stöðvar tvö um síðustu helgí) En aum- ingja stúlkan er vart farin að horf- ast í augu við raunveruleikann að nýju þegar frekari áföll dynja yfir og er það víst að hún mun hér eftir eiga heldur erfitt uppdráttar. Það gerðist sem sé fyrir u.þ.b. þremur vikum aó ein nánasta vin- kona Courtney og bassaleikari Hole, Kristen Pfaff, lést af völdum lyfjaneyslu. Mun hún af yfirlögðu ráði hafa tekið lyfin, sem voru eft- irþví sem fréttir segja svefntöflur. Þrátt fyrir þetta áfall hafa Courtn- ey og hinir eftirlifandi meðlimir Hole gefið út þá yfíriýsingu að hljómsveitin muni halda áfram. Það verður þó örugglega erfitt sem fyrr segir fyrir söngkonuna, en hún hefur í ofanálag mátt þola ýmislegt ónæði við heimili sitt. Óvelkomna gesti sem hafa viljað ná tali af henni og jafnvel reynt að brjótast inn. DÁNAR- FREGNIR Önnur skuggaleg dauóafrétt auk þeirrar um bassaleikara Hole hér á síðunni, er af fyrrum söngvara bandarísku hljómsveitarinnar Ri- ot, Rhett Forrester, en hann var skotinn til bana fyrir skömmu f Atlantaborg. Var Riot ein af fram- varóarsveitum bandarísks þungarokks í byrjun áttunda ára- tugarins og söng Forrester með henni á tveimur plötum, þeirri fjórðu og fimmtu í röðinni, Rest- less breed og Born in America. Um tildrög skotárásarlnnar er ekki nánar vitaó og er ekki vitað hver eða hverjir myrtu hann. Engan vafa er hins vegar um að ræða varðandi fráfall Derek „Lek" Leckenby, gítarleikara í hinni frægu bresku hljómsveit á sjö- unda áratugnum, Hermans herm- its. Lést hann úr krabbameini fyrir stuttu, 48 ára að aldrí. Hafði hann um nokkurt skeið barist við sjúk- dóminn er hann lést. Hermans hermits var ein af vinsælli popp- sveitum bítlatímabilsins svokall- aða og átti geysivinsæl lög á borð við l’m into something good og There's a kind of hush meðal annarra. Annar gítarkappi, að öll- um líkindum nokkuð þekktari, var svo einnig að deyja fyrir skömmu úr krabbameini. Er þar um að ræða hinn virta Joe Pass, sem lengi var ( fremstu röó djassraf- magnsgítarleikara af gamla skól- anum. Var hann 65 ára að aldri. Hljómsveitin Hole ætlar að halda áfram þrátt fyrir sviplegan dauðdaga bassaleikarans Krist- en Pfaff. (önnur frá vinstri).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.