Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyrl, þriðjudagur 13. september 1994 172. tölublað I--------- | Full búð j afnýjum j vörum I_________ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Formannsslagurinn í Alþýðubandalaginu virðist ætla að hefjast snemma: Reikna fastlega með framboði til formanns - segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður á Norðurlandi eystra Steingrímur J. Sigfusson, al- þingismaður Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra, staðfesti í samtali við Dag í gær að hann gæfi að öllu óbreyttu kost á sér í embætti formanns Alþýðubandalagsins á lands- fundi fiokksins, sem líklega verður haldinn haustið 1995. Stcingrímur J. Sigfússon. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið formaður Alþýðubandalags- ins frá árinu 1987 en samkvæmt ákvæði í lögum flokksins verður hann að láta af formennsku á næsta landsfundi. Þótt gera megi ráð fyrir aö nýr formaður Alþýðu- bandalagsins veröi ekki kjörinn fyrr en að ári liðnu, eru þegar hafnar bollaleggingar um hver taki við af Ólafi Ragnari. Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, sagói í fjölmiðlum um helgina að hún vildi gjarnan sjá Björn Grétar Sveinsson, formann Verkamanna- sambandsins, fara í formannsstól- inn og nafn Steingríms J. Sigfús- sonar, núsitjandi varaformanns flokksins, hefur einnig oft komið upp í umræðunni. Steingrímur sagði í samtali við Dag í gær að hann reiknaði fastlega með að gefa kost á sér í formannsslaginn. „Úr því farið er að ræða þetta á annað borð, þá get ég hiklaust svarað því játandi að ég reikna með því að gefa kost á mér til for- Heilahimnubólga - meningókokkasjúkdómur: Vísbendingar um aö stefni í farsótt - engin tilfelli á Akureyri Eins og fram hefur komið í fréttum hefur orðið skyndi- leg aukning á smitandi heila- himnubólgu, meningókokka- sjúkdómi, á síðustu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni hefur 21 sjúklingur greinst með sjúkdóminn á árinu, þar af 12 í ágúst og september. Farsóttanefnd hefur nú hvatt lækna til aukinnar árvekni gagn- vart þessum sjúkdómi og óskaö eftir að sjúklingum með hita, skerta meðvitund og húðútbrot sé veitt sérstök athygli. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri, hefur ekki orðið Sigurður hættur með Þórsliðið - Nói tekur viö tjórn knattspyrnudeildar Þórs ákvað á sunnudag að segja Sigurði Lárussyni, þjálfara meistaraflokks upp störfúm. í kjölfarið ákvað sonur Sigurðar, Lárus Orri, að leika ekki með liðinu í síðustu tveimur leikjun- um í 1. deildinni. Nói Bjömsson, hefur verið ráð- inn eftirmaður Sigurðar og mun hann stjóma liðinu til mótsloka. Þórsliðið sem er í bullandi fall- hættu, á eftir að leika gegn KR í Reykjavík á laugardag og ÍBK á Akureyri viku síðar. Sjá nánar íþróttir bls. 7. vart við nein heilahimnubólgutil- felli á svæði Heilsugæslustöðvar- innar. Magnús sagði að á síðustu ár- um hefðu börn verið bólusett gegn ákveðnum stofni heilahimnubólgu sem orsakast af bakteríum sem nefnast haemophilus. Nánast væri búið að útrýma þeirri gcrð heila- himnubólgu á Islandi meö bólu- setningunum en þcssi tegund leggðist fyrst og fremst á ung böm. Nú er hinsvegar um að ræða aðra bakteríutegund, sem ekki eru til fyrirbyggjandi bóluefni við. Aó sögn Magnúsar er ekki hægt að segja aó ákveðinn aldur sér í áhættuhópi vegna heila- himnubólgunnar sem nú lætur á sér kræla. Hinsvegar eru það fyrst og fremst böm og unglingar sem veikjast þó sjúkdómurinn geti einnig lagst á fulloröna. Helstu einkenni heilahimnubólgunnar eru hár hiti, höfuðverkur, hnakka- stífni, Ijósfælni og útbrot. Um er að ræða alvarlegan sjúk- dóm, dánartíðni þeirra sem veikj- ast af meningókokkasjúkdómi er 8-10%. Að sögn Magnúsar er rétt að foreldrar bama og unglinga séu enn betur á varðbergi nú en endra- nær gagnvart veikindum bama sinna. Magnús vildi benda fólki á aó ráðgast óhikað við lækni ef hugsanlega væri um veikindi af þessum toga að ræða en byrjunar- einkennum sjúkdómsins svipar til einkenna margra annarra smit- sjúkdóma. KLJ mennsku ef ekki veróa einhverjar óvæntar breytingar á pólitísku landslagi eða öðrum aðstæðum, en það er að sjálfsögðu of snemmt að slá því endanlega föstu, það bíður síns tíma. Ég veit ekki hvort þetta þurfa að teljast miklar fréttir í sjálfu sér, á sl. hausti var nokkuð í umræðunni að ég gæfi kost á mér þá. Ég ákvað að gera það ekki þar sem núverandi formaður sóttist þá eftir endurkjöri og að nýtt yrði undanþægt ákvæði í flokkslögum sem heimilaði að hann sæti tvö ár í viðbót. Nú er hins vegar ljóst að það verða formannsskipti,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist telja að mörgu leyti heppilegt að nýr formaður leiði flokkinn í alþingiskosning- unum í vor. Til þess að þaó megi gerast þarf að flýta landsfundi, en gert hefur verið ráó fyrir að lands- fundur verði aó ári. „Að mörgu leyti væri það heppilegt og það eru ýmis rök fyrir því,“ sagði Steingrímur. „En ég tek fram að þær forsendur yrðu þá að vera fyr- ir hendi aó formannsskipti gætu farið fram í sæmilegum friói. Það má örugglega finna rök bæði með og móti því að formannsskipti fari fram fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Því verður ekki neitaó að það er töluvert erfitt fyrir flokkinn hvemig þetta stendur allt af sér meó tilliti til tímasetningar kosn- inga og stjómarmyndunar í kjöl- farið.“ óþh Sjá viðtal við Steingrím J. Sigfússon á blaðsíðu 5. Safninu hleypt út úr aðhaldinu Fnjóskdælingar ráku til rcttar bæði í Illugastaðarctt og Lokustaðarctt á sunnudag. Göngur gcgnu áfallalaust cn nokkur þoka gcrði gangnamönnum á Flatcyjardal erfitt fyrir. Hins vcgar staðfcsti Þórhallur Hcrmannsson, gangna- stjóri á Kambsstöðum, að aðfaranótt sunnudags hcfði safninu í Illugastaðarctt vcrið hlcypt út úr aðhaldinu scm það var geymt í nóttina fyrir rcttardag. Um klukkan tvö um nóttina mættu vcgfarendur fjárhópnum og brugðu bændur á nokkrum bæjum hratt við og hófu þcgar smölun. Þórhallur sagði ckki Ijóst hvort eitthvað af fcnu hcfði mciðst við þcssar aðfarir en vissulcga væri um mjög alvarlcgt mál að ræða. KLJ Saltfiskfarmar úr Smugunni skapa 30 störf í landi: Hegranes og Drangey lönd- uðu í gær á Sauðárkróki Togararnir Hegranes SK-2 og Drangey SK-1 lönduðu í gær á Sauðárkróki alls um 180 tonnum af saltfiski úr Smug- unni. Sigurður Helgason, verk- stjóri í salthúsi, segir að það hafi yfirleitt staðið á endum að þegar togararnir hafi komið aftur úr Smugunni hafi verið lokið við að umsalta og pakka saltfiskinum úr túrnum þar á undan. Um 40% af vinnunni er unnin um borð í togurunum. Við saltfiskvinnsluna vinna að staðaldri 28 til 29 manns og því ljóst að þessi saltfiskur er mjög at- vinnuskapandi, bæði til sjós og lands. Þaó er gott mál fyrir at- vinnulífið og einnig samfélagið. Hegranes SK og Drangey SK fara aftur til veiða í Smugunni en hinir tveir togarar Skagfirðings hf. eru á heimamiöum. Skafti SK-3 er nýfarinn á ísfiskveiðar hér við land og Skagfirðingur SK-4 er á karfaveiðum og selur þann afla í Bremerhaven í Þýskalandi eins og hann hefur gert áóur á þessu ári. Margrét EA-710 kom í morgun úr Smugunni með fullfermi af frystum þorskflökum og Hágang- ur II kemur til Vopnafjaróar nk. fimmtudag með 85 kör af söltuð- um þorski, en það eru urn 210 tonn upp úr sjó. Hágangur I er í Smugunni og er aflinn orðinn um 25 tonn af saltfiski, en aflinn er aftur að glæðast í Barentshafinu eftir fremur trega veiði síðan í lok síðustu viku. Amar II kom til Skagastrandar í gærkvöld með 260 kör af söltuð- um þorski, sem gera um 85 tonn. Arnar HU-1 er kominn úr skoðun í Noregi og farinn í Smuguna og þar er Orvar HU-21 einnig. Aðrir togarar sem eru á leið í löndun úr Barentshafinu eru Drangur, Hólmanes, Haukur og Runólfur. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.