Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. september 1994 - DAGUR - 7
Erfitt verk
Þórsarar ciga crfíöa leiki eftir t
deildinni í ár. Um næstu helgi
mæta þeir KR fyrir sunnan og
í lokaumferðinni kemur ÍBK í
heimsókn. „Viö veröum aö
sigra í báóum leikjunum, þaö
kemur ekkert annaó til greina
ef vió ætlum að vera í hópi
þeirra bcstu á næsta ári,“ sagói
Guðmundur Benediktson eftir
tapið gegn UBK.
Lukkan
Þórsarar liafa vcriö lánlausir í
vítaspyrnum aö undanförnu og
er sem happadísirnar hafi al-
gcrlega yfirgefiö liðið. „Það
var nánast engin lukka með
þeim. Hún datt öll okkar rneg-
in “ sagöi Amar Grétarsson,
leikmaöur UBK, eftir leikinn.
Hlynur
haltrar
Hlynur Birgisson, vamarmað-
urinn sterki hjá Þór, haltraöi af
leikvelli á 58. mínútu og óttuö-
ust margir aö þar væri fótbrot-
ið frá því í vor farið að segja
til sín. Svo cr þó ckki cn Hlyn-
ur tognaöi illa á hné og er óvíst
hvort hann verður nreö í næsta
leik.
Knattspyrna:
Sigurði Lárussyni þjálfara
Þórs sagt upp störfum
- Lárus Orri hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu
Sigurði Lárussyni, þjálfara 1.
deildarliðs Þórs í knattspyrnuj
hefur verið sagt upp störfum. í
kjölfarið hefur sonur Sigurðar,
Lárus Orri, fyrirliði Þórs í síð-
ustu leikjum, ákveðið að taka
ekki þátt í þeim tveimur leikjum
liðsins sem eftir eru. Hann er
hins vegar samningbundinn Þór
til áramóta. Nói Björnsson, fyrr-
Lárus Orri Sigurðsson.
um fyrirliði Þórs og þjálfari
Magna síðustu ár, hefur verið
ráðinn þjálfari liðsins út keppn-
istímabilið.
Kristján Kristjánsson, formaður
knattspymudcildar Þórs, sagði í
samtali við Dag, að stjórnin hefði
tekió þessa ákvöróun aö vel at-
huguóu máli. Staöa liösins í deild-
inni væri slík, að nauðsynlegt
hefði verió að gera breytingar og
þetta væri niðurstaðan.
Þórsliðið hefur átt undir högg
að sækja í allt sumar og ekki náð
þeim árangri sem að var stefnt í
upphafi. I dag er staða Þórs mjög
alvarleg og liðió er í bullandi fall-
hættu. Framundan eru tveir erfiðir
leikir, úti gegn KR á laugardag og
heima gegn IBK viku síðar.
Sigurður hefur þjálfað lið Þórs
sl. fjögur keppnistímabil. Hann
tók viö liðinu í 2. deild áriö 1991
og undir hans stjórn vann liðið sér
strax sæti í 1. deild að nýju. Þór
hefur leikið í 1. deild síðan og
bestum árangri náði lióió 1992, er
það hafnaði í þriðja sæti deildar-
innar og var aðcins hársbreidd frá
Evrópusæti.
Sigurður Lárusson.
Nói Björnsson hefur þjálfað lið
Magna á Grenivík síðustu ár, eða
frá því aó hann hætti að leika með
Þór. Hann er næst leikjahæsti
leikmaður Þórs í 1. deild frá upp-
Nói Björnsson.
hafi, með samtals 164 leiki og á
reynsla hans örugglega eftir að
koma liði Þórs að góðum notum í
þeirri hörðu baráttu sem framund-
an er.
1. deild:
Enn tapa Þórsarar
- vantaði allan sigurvilja gegn UBK
Guðmundur Bcnediktsson var besti maður Þórs í ieiknum. Mynd: Robyn
„Þetta var hörmulegt í dag og
engin barátta í mönnum. Ég skil
þetta ekki, eins og við erum nú í
vondum málum. Það voru allir á
rassgatinu,“ sagði Þórsarinn
Guðmundur Benediktsson,
greinilega sársvekktur eftir að
liðið hafði tapað fyrir UBK, 1:3,
á laugardag. Það lítur því út fyr-
ir erfiðan lokaslag hjá Þór en nú
eru aðeins tvær umferðir eftir og
liðið í 8. sæti deildarinnar, með
14 stig og betri markatölu en
UBK.
Leikurinn byrjaði mjög rólega
og einungis skemmtileg tilþrif
Guðmundar Benediktssonar náðu
aö hlýja áhorfendum í noróan
kuldanum. Hann lék hvað eftir
annað á varnarmenn gestanna á
vinstri kantinum og Vilhjálmur
Haraldsson átti ekkert annað svar
en að sparka hann niður þegar
hann tók á rás. Þótti mörgum nóg
komið þegar hann loksins fékk
gula spjaldið á 21. mínútu og má
hann teljast heppinn að hafa ekki
verið rekinn útaf. Fyrsta mark
leiksins kom á 25. mínútu og það
geróu Blikar úr fyrsta markskoti
leiksins. Blikarnir fengu þá heldur
ódýra aukaspyrnu um 30 metra frá
markinu og Rastislav Lazorik
skoraði með glæsilegu skoti sem
Olafur Pétursson réði ekki við.
Þórsarar héldu að þeir væru búnir
að jafna sjö mínútum síðar þegar
að Guðmundur Benediktsson
skoraði með góðu skoti af víta-
teigslínu en línuvöröurinn flagg-
aði og taldi að Guömundur hefði
lagt boltann fyrir sig með hend-
inni. Gestirnir fóru í sína aóra um-
talsveróu sókn á 37. mínútu og
bættu öðru marki við. Lasorik
slapp innfyrir Þórs-vömina og
lagði boltann út á Arnar Grétars-
son. Hann lék skemmtilega á
vamarmann áður en hann renndi á
Willum Þór Þórsson sem var í
dauðafæri og brást ekki bogalistin,
0:2. Þórsarar fengu gullið tækifæri
til að minnka muninn fyrir hlé
þegar að Guðmundur var felldur
innan teigs og réttilega dæmd
vítaspyma. Eftir ófarir Bjarna
Sveinbjömssonar í síðasta leik var
það Birgir Þór Karlsson sem tók
spymuna en Hajrudin Cardaklija
varði glæsilega. Birgir var fyrstur
til að ná til boltans aó nýju en aft-
ur komst Cardaklija fyrir skotið.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var
mikió fjör í báðum liðum. Bjarni
fékk ágætt færi sem ekki nýttist
og hinum megin varði Olafur vel
frá Amari Grétarssyni.
Þórsarar höföu vindinn í bakið
í síðari hálfleik og sóttu meira en
tókst illa að skapa sér marktæki-
færi. Þegar tíu mínútur voru liðnar
var Þórir Áskelsson nálægt því að
skora meó skoti af löngu færi en
Cardaklija náöi að slá boltann yf-
ir. Um miðjan hálfleikinn átti Orn
Viðar svo svipaó skot og enn
björguðu fingurgómamir á Card-
aklija. Stuttu síðar þurfti Olafur aó
sýna álíka tilburði hinum megin
þegar hann blakaði yfir skoti frá
Vali Vaslssyni. Þórsurum tókst
loks að minnka muninn á 87. mín-
útu þegar aó varamaðurinn Árni
Þór Ámason skoraði af stuttu færi
eftir mistök vamarmanna UBK.
Þórsarar lögðu alla áherslu á að
jafna leikinn í lokin og við þaö
gleymdist varnarleikurinn og
Rastislav Lasorik nýtti sér það og
skoraði með góðu skoti þegar aó
fimm mínútur voru komnar fram
yfir venjulegan leiktíma.
Þórsarar voru afspyrnu slakir í
leiknum og ekki að sjá að liðið
væri að berjast fyrir veru sinni í
deildinni. Algjört baráttuleysi ein-
kenndi lióið og gestimir höfðu
oftast betur á miðsvæðinu. Það
var einungis Guðmundur Bene-
diktsson sem eitthvað reyndi og
hreinasta unun að horfa á hann
leika sér að varnarmönnum gest-
anna í fyrri hálfleik. Ekki bar þó
jafn mikið á honum í síðari hálf-
leik og engu líkara en aö allur
kraftur hafi verið sparkaður úr
honum en hann fékk ósjaldan fyrir
ferðina frá varnarmönnum UBK.
Þá átti Þórir Áskelsson einnig
ágætan leik í vörninni.
Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Hlyn-
ur Birgisson (Öm Viðar Amarson
58.), Þórir Askelsson, Júlíus Tryggva-
son, Birgir Þór Karlsson - Ormarr Ör-
lygsson, Dragan Vitorovic (Ámi Þór
Ámason 71.), Páll Gíslason, Láros
Orri Sigurðsson - Guðmundur Bene-
diktsson, Bjami Sveinbjömsson.
Lið UBK: Hajrudin Cardaklija -
Vilhjálmur Haraldsson, Hákon Sverr-
isson, Gústaf Ómarsson, Einar Páll
Tómasson - Gunnlaugur Einarsson,
Valur Valsson, Willum Þór Þórsson,
Amar Grétarsson (Jón Stefánsson 93.)
Rastislav Lasorik, Sigurjón Kristjáns-
son (Tryggvi Valsson 66.).