Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjuöagur 13. september 1994 - DAGUR - 3 Breytt skipan verkaiýðsfélaga á Norðurlandi: Tímabært að reyna á sameiningarviljann Eins og greint hefur verið frá í Degi hafa verið lagðar fram rót- tækar tillögur um breytta skipan verkalýðsfélaga á Norðurlandi þess eðlis að ASÍ-félögum verði fækkað úr um 30 í 5 svæðisskipt félög. Skýrsla skipulagsnefndar hefur vakið mikla athygli og um hana eiga á næstu mánuðum eftir að fara fram miklar um- ræður innan félaganna. Guðmundur Omar Guðmunds- son, forseti Alþýðusambands Norðurlands, sagði tíma hafa ver- ið kominn til að láta á það reyna hvort sameiningarvilji væri í raun og vcru fyrir hendi. „Umræða í þessa veru hefur verið á dagskrá trckk í trekk, sérstaklega hjá landssamböndunum og þessar til- lögur eru ekki alvarlega á skjön við þær samþykktir sem gerðar hafa verið. Niðurstaðan verður vonandi sú að menn sjái ástæðu til að breyta eitthvað þessu skipulagi eða hætti einfaldlega aó tala um þetta,“ sagði Guðmundur Omar. Húsvíkingar skrefí á undan Aðalsteinn Baldursson, formaöur Verkalýðsfélags Húsavíkur, var jákvæður í garó þessara nýju til- lagna. „Mér líst ágætlega á þetta. Við erum búnir að fjalla um til- lögurnar í stjórn félagsins og ákváóum að gefa okkur góðan tíma til skoða málið. Það er full þörf á að verkalýðsfélögin skipu- leggi sig betur. Hins vegar tel ég að viö hér á Húsavík séum skrefi á undan í þessum málum því hér reka 5 félög sameiginlega eina skrifstofu. Þessi samvinna hefur gefist afar vel og síðan á cftir aö koma í Ijós hvort félögin samein- ist meira.“ Aðalsteinn reiknaði með að mjög skiptar skoðanir væru um málið og helst mætti búast við andstöðu minni félaganna og það jafnvel þó tillögumar miði einkum aó því aó bæta hag félagsmanna í litlu félögunum. „Ég hcld hins vegar að þessar tillögur núna verði til þess að menn fari að hugsa sinn gang og reikna með aö þetta eigi Frá aðalfundi Eyþings á Raufarhöfn, fr ^ . fj ■ f W ' 1 v M i T' I Aðalfundur Eyþings: Vil umhverfismat áður en virkjana- hugmyndir eru negldar niður - segir Einar Njálsson formaður - fundurinn ályktaði um virkjun Jökulsár á Fjöllum „Ég held að það sé mikilvægt að þetta verði skoðað gaumgæfdega og er mjög sammála þessari ályktun. Þegar kemur að um- hverflsmati finnst mér að menn eigi að vinna það áður en þeir negla niður eina leið sem þeir þurfa síðan að berja í gegn. Ég vil að virkjunarleiðirnar verði valdar á grundvelli umhverfis- mats,“ sagði Einar Njálsson, for- maður Eyþings, en aðalfundur félagsins ályktaði um virkjana- hugmyndirnar norðan Vatnajök- uls. A fundinum var samþykkt að vara sterklega við því að virkja Jökulsá á Fjöllum miðað við þær hugmyndir sem fyrir liggja, og beina þeim eindregnu tilmælum til stjómvalda að allir þættir þar að lútandi verði skoöaðir gaumgæfi- lega og þeir virkjanakostir sem minni áhætta fylgir verði teknir framfyrir. í greinargerð með ályktuninni segir: „Uppi eru hugmyndir um risavaxnar virkjanaframkvæmdir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Um cr að ræða, m.a. að veita Jök- ulsá á Fjöllum í Lagarfljót. Ljóst er að áhrif af þessum framkvæmdum á umhverfið yrðu gífurleg og þrátt fyrir miklar rannsóknir og mæling- ar sem gerðar hafa verið og fynr- hugaðar eru, geta áhrifin aldrci aó fullu verið fyrirsjáanleg. Með framkvæmdum sem þess- um er verið að taka mikla áhættu sem erfitt veröur úr aó bæta ef illa fer. Nefna má áhrif á lífríki bæði á landi og sjó, hættu á landbroti og þau áhrif sem af þessu geta leitt fyrir atvinnulíf, s.s. ferðaþjónustu sem þegar er orðin mcð stærstu at- vinnuvegum þjóðarinnar og fer ört Aðalfundur Eyþings, sem hald- inn var á Raufarhöfn, sam- þykkti ályktun um umhverfis- og ferðamál. Framsögumaður var Sigurjón Benediktsson, bæj- arfulltrúi á Húsavík. í ályktuninni er stjórn Eyþings falið að skipa fimm manna starfs- hóp til að yfirfara lög og reglur vaxandi." Fyrir sjö vikum var Ossur Skarphéðinsson, umhverfisráð- herra, í skoðunarferð um Þjóógaró- inn í Jökulsárgljúfrum. Ræddi hann þá „gríðarlegar áætlanir um eyðileggingu Dettifoss og Hafra- gilsfoss" vegna vatnsflutninga austur við blaðamann Dags og sagði m.a.: „Ég held reyndar að þetta muni aldrei gerast, í það minnsta ekki meóan ég er um- hverfisráðherra.“ IM um umhverfis- og ferðamál. Sér- staklega verði samskipti og verka- skipting ríkis og sveitarfélaga at- huguó með þaö að markmiði að finna leiðir til að víkka valdsvið og auka áhrif sveitarfélaga í þess- um málaflokkum. Starfshópurinn skal skila tillögum til stjórnarinnar fyrir 1. júní 1995. IM Eyþing: Vill aukin áhrif sveitarfélaga - í umhverfis- og ferðamálum eftir að skila einhverju. Ég horfi dálítið á það að þó menn taka ekki ákvörðun um að sameinast, leiði umræöan til aukinnar samvinnu. Ef það næst hins vegar ekki sam- staða núna um einhverja samein- ingu eóa samvinnu þá verða skipulagsmál ekki á dagskránni á næstunni.“ Búast má vió að nokkur tími líði þar til veruleg viðbrögð koma frá einstökum félögum. Gert er ráð fyrir að á hverju hinna 5 svæða verði stofnaðar vinnu- nefndir með fulltrúum allra félaga sem lagt er til að sameinist og þessar nefndir skili síðan af sér til- lögum um nýja skipan. A fyrri hluta næsta árs eru áformaðir kynningarfundir á vegum stéttar- félaga um allt Norðurland en aóal- fundur hvers félags tekur síðan ákvörðun um aóild að hinu nýja stéttarfélagi í héraðinu. Þessar at- kvæðagreiðslur er reiknað með að eigi sér stað á fyrrihluta árs 1996. Eins og Guðmundur Ómar benti á er hins vegar ckkert sem hindrar félög í að taka upp samstarf eða að sameinast hvenær sem er æski þau þess. HA Ttuigtmálanámskeið Enska I og II. Spænska I og II. Franska I og II. Þýska I og II. Númskeið bæði íyrir byrjendur og lengra komna. Innritun og upplýsingar cru í síma 27899. Greiðslukjör. VISA Tölvufræðslan Akureyri Furuvöllum 5, 2. liæð, Akureýri. Mæðraleíkfímí Mánudagínn 19. sept. mtin hefjast nýtt nám- skeíð fýrír konur með börn á brjóstí og verðandi mæður. Styrkjandí og góð leíkfimí í umsjón sjúkraþjálfara á mánudögum og míðvikudög- um kl. 10.45 (með barna- pössun). Kennarí: Kristín Gísladóttír, sjúkra- þjálfarí Nánarí upplýsíngar og skráníng í síma 26211. J FRULS 180 4 . HEILSURÆKT Greiðslukortaþjónusta. KA-heimilinu • Sími 96-26211

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.