Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 13. september 1994 FRÉTTIR Fyrsta frostnóttin - kartöflugrös fallin og ber ónýt í fyrrinótt var fyrsta alvöru frostnóttin norðanlands á þessu hausti. Á Akureyri var hitastig- ið, þegar fyrir miðnætti, komið niður undir frostmark og það var ekki fyrr en eftir klukkan mu í gærmorgun sem það fór upp fyrir núllið. Mesta frostið á Akureyri var þrjár gráður en víða á Norðurlandi sýndu hita- mælar allt niður í 5 stiga frost. Að sögn Ólafs Vagnssonar ráðunauts sást á kartöflugrösum á stöku stað á Norðurlandi fyrir um það bil tveimur vikum en nú féllu grös víðast á Norðurlandi enda frysti fyrir miðnætti og frostið stóð fram á morgun. Ólafur sagði að í raun hefði verið heppilegt að grösin féllu enda hefðu sumir bændur verið famir að hafa áhyggjur af því hve stórar kartöfl- urnar væru orðnar. „Þaö er líka kostur vegna upp- tökunnar að grösin falli og spretta stöðvist. Kartöflumar eru miklu viðkvæmari í upptöku þegar þær eru í sprettu. Sérstaklega er mikil hætta á að gullauga springi við upptökuna ef grösin eru ekki fall- in. Það hefur meira að segja kom- ið í umræðuna að nýta eiturefni til að drepa grösin fyrir upptöku til að kartöflumar skemmist minna. Fáeinum dögum eftir að kartöflu- grasið fellur minnkar vökvaspenn- an sem er í kartöflunum þegar þær eru í vexti og þá springa þær síður í upptökunni. Hýðið þykknar líka þannig að kartöflurnar verja sig betur gegn öllu hnjaski. Ólafur taldi að þar sem talsvert frost hefði verið í alla nótt þá hefðu ber eyðilagst nánast alveg en hugsanlega væri enn hægt að tína krækiber. KLJ HÁSKÓLINN Á AKUREYRI „Undan oki kyn-legra ^^lÍreyrI hlutverka" (Freeing Men and Woman, Freeing Boys and Girls) Laugardaginn 17. september nk. efna kennaradeild og endurmenntunarnefnd Háskólans á Akureyri til ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Undan oki kyn-legra hlutverka" - þjálfun samskipta og sjálfstæðis hjá ungum sem öldnum. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um kynhlutverk og fullorðna. Einnig um það hvernig má með sérstakri þjálfun vinna upp þá eiginleika sem börn eru svikin um í krafti kynferðis. Þannig er gerlegt aó stækka sjálfsmynd bæði stúlkna og drengja og gefa þeim möguleika á fjölbreyttari eiginleikum heldur en kyn- bundnu hlutverkin gera. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða þær dr. Nina Col- will, sálfræðingur, og Margrét Pála Ólafsdóttir, leik- skólastjóri. Tími: Laugardagur 17. september kl. 09.00- 12.00 og 13.00-16.00. Staður: Háskólinn á Akureyri, stofa 24, 2. hæð. Verð: Ráðstefnugjald er kr. 1.000. Skráning fer fram í afgreiðslu Háskólans á Akur- eyri v/Þingvallastræti í síma 30900 til og með fimmtudagsins 15. september. Björn Sigurðsson Húsavík ÁÆTLUN frá 1. september 1994 HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Frá Akureyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30 15:30 15:30 15:30 15:30 18:30 HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK Sun. Mán. I*ri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15 Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30 Samtenging við ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga. AFGREIÐSLUR: Húsavík: BSH hf„ Héóinsbraut 6 (Sheli), sími 41260. Akureyri: Umferðarmiðstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44170. GÓÐA FERÐ! Vísindamálaráðherra Evrópusambandsins, prófcssor Antonio Ruberti, hefur vcrið í opinbcrri heimsókn hér á landi undanfarna daga í boði menntamáiaráðhcrra og lýkur henni í dag. SI. sunnudag kom ráðherrann með föruneyti sínu til Norðurlands og heimsótti þá m.a. Háskólann á Ak- urcyri. Rubcrti er hér annar frá vinstri fremst á myndinni, við hlið hans situr Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og þá Guðríður Sigurðar- dóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Á innfelldu myndinni er Þor- steinn Gunnarsson rektor HA í ræðustóli. Myndir: Robyn. Húsavíkurflugvöllur: Framkvæmdir tefjast vegna kulda djöfullegt ástand,“ segir Gunnar Páll » „Þetta er alveg djöfullegt ástand og me.in eru hundfúlir,“ sagði Gunnar Páll Jóhannesson, af- greiðslumaður Flugleiða á Húsavíkurvelli. Flugvöllurinn hefur verið lokaður síðan mánu- dagskvöldið 5. september og ekki reiknað með að hægt verði að taka hann í notkun á ný fyrr en fimmtudaginn 15. sept. Farþegar til og frá Húsavíkur- flugvelli hafa verið keyrðir í rút- um til og frá Akureyrarflugvelli og segir Gunnar Páll að þetta valdi farþegum miklum óþægind- um. Verið er að leggja bundið slit- lag á völlinn, en framkvæmdir Sláturhús KÞ: Meöalvigt dilka 15,1 kg Meðalfallþungi dilka á slátur- húsi KÞ á Húsavík hefur verið 15,1 kfló fyrstu daga sláturtíðar- innar, en í fyrra var meðalþung- inn 15,3 kg. „Mér líst ágætlega á lömbin, margir dilkar eru vænir og góðir en svo er þetta blandað eins og verið hefur. I hcildina eru þetta vænir dilkar. Haustið ’92 var meðalvigt 13,7 kg og vonandi er þarna betri ræktun að skila sér, en auóvitað spilar tíöarfar inn í,“ sagði Páll Arnar, sláturhússtjóri. IM Ölvaður öku- maður ók útaf A laugardagsmorgun varö umferó- arslys á þjóðvegi 1 skammt norðan við Vindheima í Hörgárdal. Þar valt jeppabifreió út af veginum. Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild, meiðsl hans voru, að sögn lögreglunnar á Akureyri, minniháttar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Bifreióin er mik- ið skemmd eða ónýt. KLJ hafa tafist því hitastig hefur ekki verið hæfílegt til að mögulegt sé að leggja klæðninguna á. „Menn hafa verið að halda í vonina um að Einn umsækjandi var um Gren- jaðarstaðarprestakall í Þingeyj- arprófastdæmi en umsóknar- frestur rann út í síðustu viku. Það var Ólafur Þórisson guó- fræöingur í Reykjavík sem sótti um brauðið. Settur prestur á Gren- jaðarstað, sr. Þórir Jökull Þor- steinsson, var um helgina kjörinn sóknarprestur á Selfossi í prests- kosningum sem þar fóru fram. Nú standa yfír framkvæmdir við skolpdæluhús í Innbænum á Akureyri, norðan við Blómahús- ið. Stöðin tekur í framtíðinni við öllu skolpi úr Innbænum og er liður í að losna við allt skolp úr Pollinum, sem í framtíðinni verður dælt í hreinsistöð út í Sandgerðisbót. Til að byrja með fer það út fyrir framan dælu- stöðina en í næsta áfanga á að dæla skolpinu úr Innbænum út fyrir Oddeyrartangann. Dælu- stöðin er um 3x5 m að flatarmáli og nær um 3 m niður fyrir sjáv- armál en framkvæmdum við hana á að vera lokið um áramót. Á síðasta ári var byggó dælu- stöð við Fjórðungssjúkrahúsið og frárennsli þaðan fer nú ekki lengur í Pollinn. Nú standa einnig yfír þetta hafist af, fyrr en síóar. Eftir síðustu fregnum verður völlurinn í fyrsta lagi nothæfur á fimmtu- dag,“ sagói Gunnar Páll. IM Ólafur Þórisson er Reykvíking- ur, lauk kandidatsþjálfun á síðasta ári og Grenjaðarstaður verður því væntanlega hans fyrsta brauð. í prestakallinu eru 4 sóknir, Nes-, Þverár- og Einarsstaðasókn, auk Grenjaðarstaðar. Að sögn Ólafs býst hann við að koma norður fljótlega og ræða við sóknamefnd- ir en hann sagði það leggjast mjög vel í sig að koma til starfa norður í land. HA framkvæmdir við yfirfall fyrir framan Hagkaup, sem tengt verö- ur allra næstu daga. Að þeim framkvæmdum loknum rennur ekkert skolp Iengur í fiskihöfnina. Sem fyrr segir er nú unnið að því að losna við allt skolp úr Poll- inum. Aó sögn Gunnars Jóhannes- sonar, verkfræðings hjá tækni- deild Akureyrarbæjar, hefur verið geró frumáætlun um úrbætur í frá- rennslismálum bæjarins og hljóðar hún upp á u.þ.b 800 milljónir kr. Á síðasta ári var framkvæmt fyrir 20 milljónir og á þessu ári verður unnið fyrir um 40 milljónir. Að 1- 2 árunt liðnum sagði Gunnar menn vonast til að ekkert skolp renni lengur í Pollinn en allar framkvæmdir eru að sjálfsögðu háðar þeim fjárveitingum sem fást. HA Grenjaðarstaðarprestakall: Ólafur Þórisson eini umsækjandinn Akureyri: Skolpdælustöð í Innbænum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.