Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 13. september 1994 Skóladeilan í Mývatnssveit: MyNdUm ^PediGmyndir? SKIPAGATA 16 • AKUREYRI • SÍMI 23520 Nemendur ur suður- sveit mæta ekki - allra leiöa leitað til að leysa málið innansveitar Sl. fimmtudag var Grunnskóli Skútustaðahrepps settur. Sem kunnugt er hafa verið deil- ur í Mývatnssveit sökum þess að meirihluti skólanefndar tók ákvörðun um að flytja allt skólastarf í nýtt skólahús sem staðsett er í Reykjahlíð og þar með leggja niður skólasel á Skútustöðum. Við þetta vilja íbúar í suðurhluta sveitarinnar ekki sætta sig, vilja áfram geta sent börn sín í skóla á Skútu- stöðum og bera við of löngum skólaakstri til Reykjahlíðar. Foreldrar stórs hiuta þessara Þórshöfn: Aðallega koli og ýsa á snurvoðinni Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hefur haft nægjanlegt hrá- efni undanfarnar vikur til að halda uppi stöðugri vinnu í frystihúsinu. Stærri bátarnir hafa verið á snurvoð út með Langanesi og á Þistilfirði og fengið ágætis afla. Einn þeirra, Geir ÞH-50, er að fara í slipp og því dregur eitthvað úr aðstreymi hráefnis til vinnslunnar á næst- unni. Gunnlaugur Karl Hreinsson, yfirverkstjóri, segir að í dag séu þeir fremur hráefnislitlir en frysti- húsið eigi nokkurn heilfrystan Smuguþorsk upp á að hlaupa á dauðum tímum en sá fiskur er keyptur af rússneskum togurum. Hann sé þá þíddur upp eftir hend- inni en einnig hefur nokkuð geng- ið á þær birgðir að undanfömu. Hraðfrystistöðin hefur boðió í farnta rússneskra togara til að tryggja hráefnisstöðuna en eitt- hvert framboð er um þessar mund- ir. Síðast landaði rússneskur togari á Þórshöfn í júlíbyrjun. í síðustu viku fékk Hraófrystistöóin hluta afla Más SH-127 frá Ólafsvík, en afli hans fór einnig til vinnslu á Akureyri, Sauóárkróki og Vopna- firði og segir Gunnlaugur að menn séu mjög vakandi yfir þeim afla sem falboðinn er af íslensku ís- fisktogurunum í Smugunni. Tog- arinn Stakfell ÞH-360, landaði 180 tonnum af frystum þorskflök- um úr Smugunni fyrir viku síðan og er kominn aftur í Smuguna. GG VEÐRIÐ Samkvæmt spá veður- fræðings á Veðurstofu ís- lands verður hæg breyti- leg átt á Norðurlandi og léttskýjað nema við norð- urströndina. Hitinn verður á bilinu 3-7 stig yfir dag- inn en á nóttinni veróur 0- 5 stiga frost. Sem sagt bjart og svalt en fagurt haustveður. barna mættu ekki með þau til skólasetningar og héldu þeim einnig heima í gær. Að sögn Garðars Karlssonar, skólastjóra Grunnskóla Skútu- staðahrepps, var það 21 nemandi sem ekki mætti í skólann í gær- morgun af tæplega 80 nemendum sem þar eiga að stunda nám í vet- ur. I 6. grein grunnskólalaga kveð- ur skýrt á um að foreldrum sé skylt að senda börn sín í skóla og Garðar sagði liggja í augum uppi að þetta ástand gæti enginn sætt sig við. „Eg er í ágætis samskiptum við foreldra þessara barna og þau vita að ég mun hafa samband viö þau í dag [í gær] og óska eftir því aó börnin mæti í skólann í fyrramál- ið. Ef það gengur ekki upp mun ég boða til fundar með þeim á morgun [í dag] og ræða þessi mál fram og aftur. Ef engin lausn finnst verð ég að vísa deilunni til fræðslustjóra. Máliö verður að ganga þessa lögformlegu leið, þ.e. aö skólastjóri hafi afskipti af mál- inu til þess að leysa það en ef þaó ekki gengur verður að vísa því til fræðslustjóra,“ sagði Garðar. HA Sigurlið IBA, efri röð frá vinstri: Hinrik Þórhallsson, þjálfari, Ingibjörg Ólafsdóttir, Katrín Hjartardóttir, Jór- unn Jóhanncsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir, Erna Rögnvaldsdóttir, Maren Vignisdóttir, Rannveig Jóhanns- dóttir, Hjördís Úlfarsdóttir og Svanhildur Björgvinsdóttir. Neðri röð f.v.: Snjólaug Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Harpa Hcrmannsdóttir, Fanney Halldórsdóttir, Rósa Sigbjörnsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir og Harpa Reynisdóttir. Mynd: KK ^ Kvennaknattspyrna: IBA sigurvegari 12. deild Lið IBA tryggði sér sigur í 2. deild kvenna á föstudag þegar liðið sigraði ÍBV, 5:2, á Akureyrarvelli. Þetta er frækinn sigur hjá stúlkunum sem þurftu að sigra með þremur mörkum til þess að enda í efsta sæti. Þorbjörg Jóhannsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir, Hjördís Ulfarsdóttir og Ragnheiður Pálsdóttir sáu um aö skora mörk IBA og þar af geröi Valgeróur tvö. Markið sem tryggði liðinu þriggja marka forskot kom ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok og það skoraði Ragnheióur Pálsdóttir með glæsilegu langskoti. Nánar er fjallað um leikinn á síðu 9. SH Guömundur Omar Guömundsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands: Vill ræða viö viösemjendur um sérmálin - telur ekki grundvöll fyrir stóru samfloti í fyrstu atrennu Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um samflot í komandi kjarasamningum. Mál- ið er ekki flóknara en það, hvað svo sem Guðmundur J. segir, að samningsumboðið er hjá hverju og einu verkalýðsfélagi meðan það afhendir það ekki frá sér,“ segir Guðmundur Ómar Guð- mundsson, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. Guðmundur Ómar segir að stjórnir verkalýðsfélaga á Norður- landi séu ekki farnar að ræöa að neinu marki um komandi kjara- samninga. „Vió verðum með sam- bandsstjórnarfund Alþýðusam- bands Noróurlands eftir tæpan mánuð og þá skýrist hugsanlega afstaða félaganna,“ sagði Guð- mundur Ómar. Hann sagðist per- sónulega ekki telja grundvöll til þess að fara sömu leið í komandi kjarasamningum og í síóustu kjarasamningunr. „Eg hef á til- finningunni að ntenn vilji almennt ekki svona stórt samflot. Þaó má ekki gleyma því að mörgurn sér- málum hefur verið ýtt útaf borð- inu í síðustu tveim kjarasamning- unr og ég held aó menn verói að fá færi á að ræða við viðsemjend- ur urn þessi mál. Sum kosta eitt- Gæði Smuguþorsks lakari en þess íslenska: Hlutur dauðblóðgaðs fisks verulega stærri eftir stór hol hvað í krónum talið en önnur kosta aftur á móti ekki neitt, þar er um að ræða staðfestingar og leið- réttingar á því sem þegar hefur verið samió um. Aftur á móti álít ég að ef menn tclja sig eiga erindi við ríkisstjórnina, þá verði menn að koma að sameiginlegu borði,“ sagði Guðmundur Ómar. Guðmundur Ómar sagði að kröfugerð í kontandi kjarasamn- ingum hafi enn ekki verió mörkuð og alltof snemmt væri að spá fyrir unt hvað þar yrði upp á borðinu. „En ég held að megin krafan hljóti aó snúast um aukinn kaupmátt með einurn eða öðrum hætti.“ óþh Gæði þorsksins sem fslenskir ísflsktogarar hafa verið að koma með að landi af Sval- barðasvæðinu og Smugunni eru mun lakari en þess þorsks sem fæst hér við land. Astæðan er ekki síst sú að togararnir eru að fá óhemju stór höl í Smugunni, allt að 40 tonn. Fiskurinn oft blóðsprunginn og kemst áhöfnin alls ekki yfir að blóðga allan þennan fisk lifandi þannig að stór hiuti fisksins er dauðblóðg- aður. Gunnar Aspar, framleiðslu- stjóri Utgerðarfélags Akureyringa hf„ segir fiskinn oft vera langan tíma um borð áóur en hægt er að koma honum gegnum þvottakör og niður í lest. Það er því ekki allt fengið með því að taka inn stór höl. Fiskurinn er einnig magrari en oft þéttari í holdi en sá fiskur sem fæst hér við land en bráðfeit- ari fiskur myndar fyrr los og í hausaprufum hefur hausinn reynst allt upp í 3% þyngri en á hefð- bundum þorski á Islandsmiðum. „Fiskurinn fer af þessum ástæðum í lakari pakkningar, bæði á Evrópu- og Bandaríkjamarkað, en hann lendir mikið í blokkar- pakkningum, sem eru í kringum 250 krónur, í stað þess aó lenda í flakapakkningum, sem gera 350 til 400 krónur. Fiskinn sem togar- arnir okkar eru að fá seinni hluta túranna í Smugunni getum við tekið að einhverju leyti í neyt- endapakkningar og þar með í verðmeiri pakkningar. Það var unninn hér Smugufisk- ur úr Svalbaki EA á sunnudag og mánudag og í dag en hann kom til Akureyrar á laugardag. Þá tekur við vinnsla á kassafiski úr Arbaki EA, sem kom til Akureyrar á mánudag af heimaslóð. Aflinn er blandaður, mest af þorski og ýsu, en einnig kola og karfa. Hrímbak- ur EA kemur á miðvikudag með fullfermi, þorsk og karfa til helm- inga,“ sagði Gunnar Aspar. GG Verð frá kr. 28.830 \4 KAUPLAND HF. ■1 ’ Kaupangi v/Mýrarveg. slmi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.