Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. september 1994 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON 2. deild kvenna: IBA deildarmeistarar „Ég er himinsæll. Við sýndum það í dag að við getum þetta og að við erum með besta liðið í 2. deildinni í ár,“ sagði Hinrik Þór- hallsson, þjálfari ÍBA, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í 2. deild kvenna á föstudag. ÍBA tók á móti ÍBV á Akureyrarvelli og þurfti að sigra með þremur mörkum til að tryggja sér efsta sætið. Það tókst með glæsibrag og með mikilli áræðni og baráttu höfðu ÍBA-stúlkur sigur, 5:2. Það var Þorbjörg Jóhannsdóttir sem kom heimaliðinu á bragðið þegar hún lyfti laglega yfír mark- vörð IBV á 21. mínútu en það tók gestina aðeins tvær mínútur að jafna og þar var Sigþóra Guð- mundsdóttir á ferð. IBA-stúlkur eíldust við mótlætið og á 26. mín- útu voru þær komnar með forustu á nýjan leik. Valgerður Jóhanns- dóttir, fyrirliði IBA, slapp innfyrir og renndi framhjá markvcrðinum og í netið. Hvorugu liði tókst að bæta viö mörkum í fyrri hálfleik en greinilegt var að heimaliðið hafði undirtökin. Róður gestanna varð enn erfið- ari eftir að einum leikmanna liðs- - lögðu ÍBV að velli, 5:2 ins var vikið af leikvelli á 61. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. IBA-stúlkur voru fljótar að nýta sér liðsmuninn og Hjördís Ulfarsdóttir skoraði beint úr aukaspymu frá vinstri kanti fimm mínútum síðar. Val- gerður Jóhannsdóttir bætti öðru marki sínu við á 72. mínútu með skoti í stöngina og inn áður en Stefanía Guðjónsdóttir minnkaði muninn fyrir IBV, beint úr auka- spyrnu. Staðan var því orðin 4:2 og þaó hefði dugað IBV til sigurs í deildinni á hagstæðari marka- tölu. Það sættu heimastúlkur sig ekki við og sóttu grimmt undir lokin. Það var svo þremur mínút- um fyrir leikslok að Ragnheiður Pálsdóttir skoraði fimmta mark liðsins með glæsilegu langskoti sem hafnaði efst í horninu. Glæsi- legt mark og vel við hæfi að það tryggði liðinu efsta sæti deildar- innar. Valgeróur Jóhannsdóttir. var sterkust í liói IBA og átti vöm IBV í miklum erfiðleikum með að stööva hana. Stöllur hennar í lið- inu stóðu sig einnig mjög vel og börðust allan tímann. 3. deild karla; Tindastóll féll í 4. deild - góð barátta Tindastóll verður að gera sér að góðu að leika t 4. deild að ári. Þeir heimsóttu Reyni í Sandgerði í lokaumferðinni og þrátt fyrir ákafar tilraunir til að skora náð liðið aðeins markalausu jafntefli. Eitt stig dugði ekki til þar sem Dalvík- ingar og Haukar sigruðu í sín- um leikjum og skutust uppfyr- ir á töflunni. Það er því hlut- skipti Tindastóls og Reynis að falla niður í 4. deild. Tindastólsmcnn mættu ákveónir til leiks og börðust vel allan tímann en gekk ómögulega að koma boltanum í netið. dugðl ekki til Sveinn Sverrisson komst einn á móti markverði í upphafi leiks en taldi að Guðbrandur Guð- brandsson væri í betra færi og sendi boltann en of langt til hlið- ar og vamarmenn Reynis náðu að loka hann af. Fyrir hlé átti Guðbrandur skot að marki en Reynismenn björguðu á línu. I upphafi síóari hálfleiks misstu gestirnir vamarmanninn Friórik Smára Eiríksson útaf meiddan. Hann varð fyrir því óhappi að einn ieikmanna Reyn- is lenti með takkana á ökkla hans og er taliö að hann hafi slit- ið liðband. Handbolti: KA lagði Hauka Valgerður Jóhannsdóttir hanipar sigurlaununum. A laugardag var haldinn hand- boltadagur á vegum KA, þar sem hápunktinum var náð með leik KA og Hauka. Gestirnir voru með eitt sterkasta lið síð- asta tímabils og enduðu í 2. sæti og því fróðlegt að sjá hvernig KA-menn stóðu gegn þeim. Leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn og KA hafði betur í leikslok, 31:30. Enska knattspyrnan: Þorvaldur omissandi hjá Stoke Jafnt var á öllum tölum framan af leiknum en undir lok fyrri hálf- leiks fóru KA-menn að síga fram- úr pg staðan í hálfleik var 16:13. I síðari hálfleik komu Haukar ákveðnir og jöfnuðu fljótt. Liðin skiptust síðan á að hafa forustu þar til undir lokin að Bjöm Björnsson kom inná og lokaði marki KA. Hann varði hvað eftir annað stórglæsilega og það tryggði KA sigur í lokin, 31:30. Margt athyglisvert kom fram í leiknum og gaman var aó sjá hversu sterkur Atli Þór Samúels- son var á miðjunni hjá KA. Hann skoraði 7 mörk en Patrekur Jó- hannesson var markahæstur með 10 mörk en hann var tekinn úr umferð í síðari hálfleik. Erlingur Kristjánsson spilaði aó nýju en hann hefur einbeitt sér að knatt- spyrnuþjálfun að undanförnu og Pétur Bjarnason er kominn aftur í slaginn og spilaði hieð í vörninni. - kom aftur eftir meiðsli og átti stórleik Þorvaldur Örlygsson er kominn á ferðina aftur eftir meiðsli og átti stórleik þegar að Stoke sigr- aði Southend, 4:1, á laugardag. Þorvaldur hefur verið meiddur undanfarnar vikur og á meðan hefur liðinu gengið afleitlega og fallið hratt niður eftir töfiunni. Þorvaldur kom inn í liðið fyrir Ray Wallace á miðjuna og var strax greinilegt að leikur liðsins skánaði til muna. Ekki var langt að bíða þar til hann var búinn að skora fyrsta markið eftir að hafa einleikið glæsilega framhjá marg- menni í vítateig Southend. „Eg fékk boltann fyrir utan teiginn og náði að komast framhjá nokkrum inn í teignum og fann mig allt í einu fyrir framan markvöróinn inn í markteig. Það var ekki annað aó gera en renna framhjá honum. Það var virkilega góð tilfínning að koma aftur og skora,“ sagði Þor- valdur en hann er búinn að missa úr síðustu þrjá deildarleiki og allir hafa þeir tapast frekar stórt. Þor- valdur var aftur á ferðinni þegar um 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Hann reyndi þá fyrirgjöf fyrir markið þar sem tveir félagar hans biðu en varnarmaður Sout- hend komst fyrir og ætlaði að hreinsa en það vildi ekki betur til cn svo að boltinn fór í netió, 2:0. Seinni hluta hálfleiksins komust gestirnir inn í leikinn og áttu góð færi til að minnka muninn. Ronnie Whelan spilaði sinn fyrsta leik með Southend og átti tvö þrumu- skot að marki en inn vildi boltinn ekki. í byrjun síðari hálfleiks gerði Stoke síðan út um leikinn og enn átti Þorvaldur þátt í markinu. Hann tók horn frá vinstri sem rat- aði bcint á kollinn á John Dryer viö fjærstöng sem skallaði af ör- yggi í netið. Skömmu síðar gull- tryggöi síðan Wayne Biggins sig- ur Stoke eftir varnarmistök Sout- hend. Þorvaldur vann boltann á miðjunni og sendi fram þar sem Biggins náói boltanum af varnar- mönnum, lék á markvörðinn og skoraði. Eftir leikinn var Þorvald- ur útnefndur maóur leiksins og l'ékk að launum kampavínsflösku. Þorvaldur er bjartsýnn á fram- tíðina. „Ef við spilum okkar leik og erum jákvæðir í að sækja þá er- um við með jafn gott lið og hvað annað lið í deildinni. En það sem háir okkur oft er aó við erum að fá á okkur klaufaleg mörk í byrjun leiks eóa á slæmum tíma. Þegar við lendum í því þá erum við ekki nógu þolinmóðir eða góðir til að ná okkur upp en ef viö komumst yfir þá erum við með mjög gott lió.“ Mikið hefur gegnið á hjá Stoke undanfama viku og framkvæmda- stjórinn, Joe Jordan, var látinn fara. „Þegar ég kom aftur á fímmtudag þá frétti ég það að tveir af stjómarmönnum félagsins höfðu verið látnir fara en einn þeirra var maður sem vildi kaupa stærri hlut í félaginu og tilbúinn að láta meiri peninga í klúbbinn. Þeir voru kosnir út úr stjóm og þá var stjórinn látinn fara líka,“ sagði Þorvaldur. „Það bendir allt til þess að Lou Macari taki við að nýju en það hefur enn ekkert verið gefíð upp. Asa Harford var við stjórn- völinn á laugardag og valdi liðið en hann kom með Jordan á sínum tíma,“ sagði Þorvaldur. Macari var með liðið þegar það kom upp í 1. deild síðasta sumar en hætti síðasta haust til að taka vió Celtic. Hann var síðan rekinn frá Celtic í sumar og stuðnings- menn Stoke vilja hann aftur. Menn voru ekki allt of sáttir við aðfarir Lou Macari sem trúir rnik- ið á langspyrnur og að leikmenn séu í góðu formi. Æfíngar hans þykja mjög einhæfar og sjaldan að Þorvaldur fagnar marki með Stoke. boltar séu notaðir og Þorvaldur fer ekkert leynt með að það var skemmtilegra að æfa undir stjóm Jordans. „Þegar Jordan kom þá reyndi hann að koma stjórn á alla uppbyggingu klúbbsins, unglinga- starfsins og liðsins, sem var allt í molum þegar Lou Macari var. Hann hefur gert góóa hluti þó svo að úrslitin hafl ekki verió mjög já- kvæð. Jordan var ekki mjög vin- sæll meðal áhangenda þar sem hann var lítið í útvarpinu lét fara lítið fyrir sér á meðan Macari var mikið í fjölmiðlum en sást lítið á æfmgavellinum. Það má segja að þetta séu tvær ólíkar aðfarir en áhangendur pressuðu á forsetann og hann gerði það næst besta í stöðunni, það er að reka þjálfar- ann, til að halda sinni stöðu,“ seg- ir Þorvaldur um þjálfara sína síð- ustu ár. Eins og vant er þegar skipt er um yfírmenn þá er misjafnt hvern- ig menn taka því. „Þetta er í þriðja sinn á tveimur árum sem skipt er um stjóra og það er alltaf þannig að þetta skiptir svo sem engu máli fyrir þá sem eru í liðinu en þeir sem eru fyrir utan verða rosalega ánægóir og halda að þeir geti loksins fengið tækifæri. Það er mikil óvissa meðal manna og þeir vita ekki hvort þeir eiga að vera óánægóir eóa sáttir,“ segir Þor- valdur en bætir því við að hann þurfi ekki að kvíða því að Macari komi aftur. „Ég kunni mjög vel við bæði Jordan og Macari en þeir menn sem Macari hafði með sér, bæði aóstoðarmenn og þjálfarar, voru frekar vafasamir menn sem maður treysti ekki og það fór í taugarnar á manni.“ Eins og áður er Þorvaldur að ná sér af meiðslum en hann snéri sig illa á vinstra hné eltir aðeins einn deildarleik. „Ég var búinn að ná mér ágætlega af því þegar ég snéri mig á hægri löppinni á æfíngu og ég hcf verið að jafna mig eltir það og tekst vonandi að yflrstíga það á næstu tveimur vikum.“ Fyrir tveimur vikum leit út fyrir að Þor- valdur væri á leið til Ulfanna en cftir aó meiðslin komu upp þá datt það uppfyrir. „Ég reikna ekki meó öðru en að vera hérna út tímabilió og ná jafn góðu tímabili og síðast og þá eru fleiri leiðir opnar,“ sagði Þorvaldur að lokum. 4. deild karla: Magni í 3. sæti Magni frá Grenivík tryggði sér 3. sætið í 4. deild þegar liðið sigraði KS á Siglufírði á föstudag. Bjarni Áskelsson skoraði fyrsta mark lciksins eftir rúm- an stundarfjórðung eftir gott spil Magnamanna. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálf- leik,0:1. KS pressaói nokkuð í upp- hafl síðari hálfleiks og Agnar Sveinsson jafnaði á 60. mín- útu. Leikmenn Magna gáfust þó ekki upp og Bjami Áskels- son var aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði liðinu 3. sætið. Það er vonandi að nýir læri- sveinar Nóa Bjömssonar hjá Þór nái að fylgja þessu for- dæmi. Stúlkur 8-18 ára Skrdning í kvennaflokka í körfubolta fer fram í síma 27687 (Edda). Þar verba allar ndnari upplýsingar gefnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.