Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 13. september 1994 ENSKA KNATT5PYRNAN SÆVAR HREIÐARSSON Andy Cole skorar enn Á laugardag var leikið f ensku úrvalsdeildinni. Newcastle tryggði stöðu sína á toppnum með því að leggja Chelsea, 4:2. Andy Cole hefur verið nær óstöðvandi það sem af er tímabilinu og hann skoraði enn og aft- ur tvö af mörkum Newcastle. Blackburn og Forest unnu einnig góða sigra en West Ham náði aðeins að lækka rostann í Liverpool-mönnum með því að ná jafn tefli á Anfield. NEWCASTLE-CHELSEA 4:2 Andy Cole þótti ekki nógu góður enska landslióið í síðustu viku en hann sýndi í þessum leik að þar á hann heima. Landsliðsþjálfarinn, Terry Venables, var mættur á völlinn og sá Cole skora með glæsilegu skoti eftir aðeins 7 mín- útur. Hann var aðþrengdur utar- lega í teignum en skot hans hafn- aði efst í markhominu. Innan vió tíu mínútum síðar haföi Gavin Peacock jafnað leikinn eftir hasar í markteignum en Peacock lék einmitt áður með Newcastle. Á 21. mín. var brotið á Cole vítateigs og Robert Lee fékk það hlutskipti að taka vítaspymuna. Dimitri Kharine varði vítió en Ru- el Fox var fyrstur á boltann og skoraði, 2:1. Chelsea náði að jafna fyrir hlé og þar var Paul Furlong að verki með skalla sem Mike Hooper í marki Newcastle hefði hæglega getað varió. Newcastle setti allt á fullt í síðari hálfleik og Robert Lee bætti viö marki af stuttu færi á 53. mínútu og hann lagði síðan upp mark fyrir Cole á 66. mínútu og sigur Newcastle í höfn. Steve Watson og Andy Cole fengu góð færi til að bæta við mörkum eftir að Dennis Wise, fyrirliði Chelsea, hafói fengið rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Bæði lið voru með full hús stiga fyrir leikinn en greinilegt var að Newcastle er með sterkara lið og cru menn þar á bæ þegar famir að gæla við hugmyndina um titil næsta vor. BLACKBURN-EVERTON 3:0 Alan Shearer skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mín. eftir að hafa leikið á David Unsworth í vöm Everton og skotió af löngu færi. Shearer var síóan aftur á ferðinni tveim mínútum fyrir hlé þegar hann lagði upp færi fyrir Jason Wilcox sem skoraði með fallegu skoti. Þriðja markið kom á 60. mínútu úr vítaspymu sem dæmd var á Neville Southall fyrir að fella Chris Sutton. Shearer skoraði af öryggi úr spymunni. Nígerski framherjinn Daniel Amokachi hafói hægt um sig í fyrsta leik sín- um meó Everton. N. FOREST-SHEFF. WED. 4:1 Sænski landsliðmaðurinn Klas Ingesson lék sinn fyrsta leik með Wednesday og hann var nálægt því að skora í upphafi leiksins en skot hans fór naumlega framhjá. Forest hefur byrjað tímabilið með glæsibrag og tók forustu á 34. mínútu þegar að skot frá Steve Stone breytti um stefnu af Kings- ley Black og hafnaði í netinu. Eft- ir hlé setti Forest á fulla ferð og Wednesday átti enga möguleika. Á 52. mínútu skoraði Lars Bohin- cn annað markið nieð fallegu skoti en Graham Hy- de minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með álíka skoti utan eigs. Stuttu síðar fór boltinn í hönd vamar- mannsins Simon LIVERPOOL-WEST HAM 0-0 Liverpool tókst ekki að nýta sér liðsmuninn gegn West Ham eftir að Tony Cottee var vikið af leik- velli í síðari hálfleik. Cottee fauk útaf fyrir að hefna sína á Rob Jo- nes, bakverði Liverpool, en Cottee var að leika sinn fyrsta leik með West Ham eftir að hann snéri aft- ur frá Everton í síðustu viku. West Ham sótti meira í fyrri hálfleik en eftir að liðið missti Cottee útaf sótti Liverpool af krafti. Robbie Fowler átti skot í þverslá úr þröngu færi og John Barnes í stöng. Hinum megin klúðruðu Martin Allen og Matthew Rush dauðafærum og David James varói gott skot frá John Monc- John Scales lék fyrsta leik sinn meó Li- verpool og stóð sig ágætlega en Phil Babb sat á bekkn- um. ur. QPR-COVENTRY 2:2 Coventry sat á botni deildarinnar fyrir leik- inn en þeir náðu forustu um miðjan fyrri hállleik með marki frá Paul Cook. Hann átti fyrst hörkuskot í þverslá en náði boltanunr sjálfur og skoraði fallegt mark. Átta mínútum síöar hafói Gary Pcnrice jafnað fyrir QPR eft- ir sendingu frá Les Ferdinand og strax í næstu sókn liðsins bætti Penrice við öðru marki. Les Ferdinand fékk tjölda færa til að bæta við mörkum en lukk- an hefur yfirgefið hann og ekkert varð úr. Jöfnunarmark Coventry kom ckki fyrr en sex mínútum fyrir leikslok og það skoraði Dion Dublin með falíegum skalla af markteig. Hann var keyptur til liðsins á föstudag frá Man. Utd. fyrir tæpar tvær ntilljónir punda. WIMBLEDON-LEICESTER 2:1 Mikið fjör var í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð og þrír reknir útaf. David Lowe skoraði fyrsta markið fyrir Leicester á 25. mín. en Mick Harford jafnaði með skalla aðeins þremur mínútum síð- ar. Ekki leið á löngu þar til upp úr sauó og David Lowe lenti í slags- málum við nýja fyrirliðann hjá Wimbledon, Vinnie Jones. Báðir fengu aó fara snemma í sturtu og þremur mínútum síðar var Brian Carey, vamarmaður Leicester, lát- inn fara sömu leið fyrir tvö gul spjöld. Ófömm Leicester var ekki lokið því á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði Jimmy Willis, varnarmaður liðsins, sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Mick Harford. NORWICH-ARSENAL 0:0 Markalaust jafntefli gaf rétta mynd af frammistöðu liöanna í leiknum. Jeremy Goss og Efan Ekoku fengu ágætis færi fyrir Norwich en Arsenal komst næst því að skora þegar að John Pol- ston, vamarmaóur Norwich, var nærri búinn að stýra boltanum í eigið net. Leikurinn var líflaus og greinilegt að einhverra breytinga er þörf hjá stórliði Arsenal. MAN. CITY-C. PALCAE 1:1 Eftir góðan árangur aó undan- fömu viröist vera að halla undan fæti hjá City. Þeir náðu þó forustu á 18. mínútu þegar að Paul Wash skallaði í netið eftir fyrirgjöf frá Nicky Summerbee. Bruce Dyer jafnaði metin með skalla af mjög stuttu færi á 31. mínútu og er þetta fyrsta mark þessa efnilega fram- herja í úrvalsdeildinni. City var nálægt því aó bæta við í síðari hálfleik en Nigel Martyn varói glæsilega frá Summerbce og skalli frá Niall Quinn small í stönginni. l.DEILD: Middlesbrough gerði sitt annað jafntefli í röð þegar liðió mætti Sunderland á sunnudag, 2:2. Wol- ves er komið á skrið og sigraði Tranmere 2-0 þar sem Paul Ste- wart skoraði annað markið en hann er í láni frá Liverpool ásamt Mark Walters. Nýliðar Reading eru komnir upp í 2. sæti eftir 3:1 sigur á Oldham og Stoke náði sér aftur á strik með endurkomu Þor- valdar Örlygssonar en nánar er fjallað um leikinn á síóu 9. Urslit: Urvalsdeild: Aston Villa-Ipswich 2:0 Biackburn-Everton 3:0 Liverpool-West Ham 0:0 Man.City-C.Palace 1:1 Newcastle-Chclsca 4:2 Norwich-Arsenal 0:0 N.Forest-SheíT.Wcd. 4:1 QPR-Coventry 2:2 Wimbledon-Leicestcr 2:1 Lecds-Man.Utd. 2:1 1. deild: Barnsley-Watford 0-0 Bristol C.-Notts County 2:1 Grimsby-Charlton 0:1 Luton-Burnely 0:1 Millwall-WBA 2:2 Oldham-Reading 1:3 Portsmouth-Port Vale 0:2 ShcfT.Utd.-Bolton 3:1 Stoke-Southend 4:1 Wolves-Tranmcre 2:0 Swindon-Derby 1:1 Middlesbrough-Sunderland 2:2 Staöan - Úrvaisdeild: Newcastle 550019 5 15 N.Forest 5410 9 3 13 Blackburn 532011 1 11 Liverpool 431011 110 Man.Utd. 531 1 8 3 10 Leeds 43 1 1 7 510 Chelsea 43 0 1 10 6 9 Tottenham* 430 1 9 6 9 AstonVilla 5 2 30 7 4 9 Man.City 52 12 8 7 7 Norwich 5131 1 2 6 Arsenai 5122 3 4 5 QPR 5122 7 9 5 Wimblcdon 5122 4 7 5 Sheff.Wed. 5113 611 4 Ipswich 51 13 4 9 4 Crystal Palace 5 0 3 2 4 10 3 Southampton 4022 3 9 2 WestHam 50 23 1 7 2 Coventry 5023 311 2 Leicesler 5 014 3 10 1 Everton 5 014 4 13 1 *Sex stig verða drcgin af Tottenham i lok tíniabilsins. Staöan -1. Deild: Middlesbrough 6420 9 3 14 Reading 6321 9 2 11 Wolves 6321 8 4 11 Swindon 6321 8 4 11 Port Vale 6312 7 5 10 Millwall 6231 10 6 9 Oldham 6303 13 10 9 Bristol City 6231 7 5 9 Charlton 623 1 10 11 9 Tranmere 6303 10 11 9 Sunderland 6150 7 6 8 Portsmouth 522 1 5 5 8 Barnsley 6222 6 7 8 ShctT.Utd. 5212 9 7 7 Bolton 6213 9 9 7 Stoke 6213 6 11 7 Grimsby 6132 9 6 6 Luton 6132 6 8 6 Watford 6132 3 6 6 Derby 6123 5 9 5 Burnley 6123 3 8 5 Notts County 6114 7 10 4 Southend 6114 6 13 4 WBA 403 1 3 5 3 Coleman innan teigs og Forest fékk vítaspymu sem Stuart Pearce nýtti af alkunnu öryggi. Bryan Roy innsiglaði síóan sigurinn sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa sloppið í gegn en hann átti skot í þverslá fyrr í leiknum. For- est fékk fjölda færa til að gera fleiri mörk en Kevin Pressman, markvörður Wednesday, bjargaði liðinu frá stærra tapi. ASTON VILLA-IPSWICH 2:0 Dean Saunders var í banastuði á laugardag. Hann lagói upp fyrra markið í leiknum á 15. mín. fyrir Steve Staunton og skoraði sjálfur síðara markið fimm mínútum fyrir leikslok af stuttu færi. Saunders átti einnig skot í stöng í leiknum og Ron Atkinson, stjóri Villa, sagði liðið sjaldan hafa leikió jafn vel. Leeds-Manchester United 2:1: Fýrsta tap í titilvörn Manchester United varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í titil- vöm sinni þegar Iiðið heimsótti Leeds á sunnudag. Leikmenn Leeds höfðu undirtökin lengst af og sprækir sóknarmenn liðsins sköpuðu oft vandræði í vörn United. Noel Whelan og David White voru nálægt því aó skora fyrir Leeds áður en David Wetherall skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu. Það kom eftir hornspymu þar sem Wetherall fékk boltann á markteig og kiksaði í dauðafæri en það dugði til þar sem Peter Schmeichel bjóst við betra skoti og fleygði sér frá boltanum. Unit- ed tók við sér um miðjan hálfleik- inn og Andrei Kanchelskis, Eric Cantona og Ryan Giggs fengu all- ir færi til að jafna en tókst ekki. Hinum megin fékk Brian Deane Steve Brucc var nærri því að jafna undir lokin. dauðafæri en á ótrúlegan hátt náöi hann að skalla yfir af mjög stuttu færi. Hann bætti þó fyrir mistök sín á upphafsmínútum síðari hálfleiks þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning frá Noel Whelan, 2:0. Meistararnir voru lengi að jafna sig á þessu en um miójan hálfleik- inn tóku þeir við sér og Hughes fékk tvö mjög góð færi en brenndi af í bæði skiptin. Það var svo á 72. mínútu að liðinu tókst að minnka muninn úr vítaspyrnu. Brian De- ane felldi Paul Ince á vítateigslín- unni og dómarinn benti á víta- punktinn. Frakkinn Eric Cantona átti ekki í neinum vandræðum með að klára dæmið, 2:1. United sótti það sem eftir lifði leiks og munaði minnstu að Steve Bruce næói að jafna á síðustu mínútunni en skalli hans sleikti stöngina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.