Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 13. september 1994 ÍÞRÓTTIR 5ÆVAR HREIÐARSSON 2. deild karla: Leiftur á leið upp? - taugarnar farnar að segja til sín Leiftur færðist nær 1. deildar- sætinu þegar þeir sigruðu Þrótt frá Reykjavík í hörkuleik á Ól- afsfirði á sunnudag. Lokastaðan var 1:0 eftir að Leiftursmenn náðu að yfirstíga taugatitring sem hafði mikil áhrif á leik liðs- ins framan af. Fyrri hálfleikur var frekar tíð- indalítill og greinilegt að það var taugatitringur í Leiftursmönnum. Þróttarar börðust um alla bolta og gáfu heimamönnum aldrei frið til að spila. Fyrsta færi leiksins fengu Leiftursmenn á 13. mínútu þegar að Sverrir Sverrisson skallaði naumlega framhjá eftir auka- spyrnu. Sverrir var meiddur og gat lítið beitt sér í leiknum og var skipt útaf stuttu fyrir hlé. A 35. mínútu slapp sóknarmaður Þróttar í gegnum vörn Leifturs en Þor- valdur Jónsson bjargaði með góðu úthlaupi og varói síðan aftur þegar Þróttarinn fékk annað færi til aö skora. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik en gestirn- ir voru þó öllu grimmari á bolt- ann. í síóari hálfleik komu Leifturs- menn sterkari til leiks og virtust búnir að yfirstíga stressið. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknunr kom markið sem réði úrslitum. Páll Guðmundsson átti mjög góða sendingu fyrir markið og varamaðurinn Pétur Björn Jónsson skallaði af miklu öryggi í netið frá markteig. Páll átti síðan gott skot að marki skömmu síðar sem Fjalar Þorkelsson varöi vel í marki Þróttar. Ekki Ieið á löngu þar til Páll var aftur nálægt því að skora og enn varði Fjalar vel en hann var besti maður Þróttar í leiknum. Undir lokin fékk svo Gunnar Már Másson tvö þokkaleg færi sem ekki nýttust. Þróttarar áttu engin opin færi en sóttu þó öllu meira síóustu mínúturnar þegar Leiftursmenn freistuðu þess að halda fengnum hlut. 2. deild: Enn harðnar bar áttan á botninum - KA enn í bullandi falihættu KA-mönnum tókst ekki að tryggja sér áframhaldandi sæti í 2. deild þegar þeir sóttu ÍR-inga heim á sunnudaginn. Heima- menn unnu sanngjarnan sigur, 2:1, og þrátt fyrir að margir teldu liðið þegar fallið fyrr í sumar hefur það heldur betur náð sér á strik og á enn mögu- leika á að halda sæti sfnu. Hreinn úrslitaleikur um fall í þriðju deild gæti orðið á Akur- eyrarvelli um næstu helgi þegar KA tekur á móti HK í síðustu umferð deildarinnar. KA lék afar illa í fyrri hálf- leiknum gegn IR, heimamcnn börðust hins vegar af miklum krafti og uppskáru samkvæmt því. Tryggvi Gunnarsson skoraði fyrst fyrir IR á 21. mínútu, fékk send- ingu fyrir markið og þrumaði við- stöðulaust efst í markhornið. Alen Múlamuhic skoraði síðan aftur eftir hálftíma leik og heimamenn höfðu yfir 2:0 í leikhléi. Gestimir höfðu sig lítt í frammi upp við mark heimamanna framan af. Heimir Karlsson, þjálfari IR, var ánægður með baráttu sinna manna. „Jú, baráttan hefur verið góð hjá okkur í undanförnum tveimur leikjum og nriðað við stöóuna fyrr í sumar má kannski segja að það sé kraftaverk að við skulum enn vera í baráttunni um sæti í deildinni.“ „Við ætluöum að tryggja okkur í dag en eftir góóan sigur í síóustu umferó hafa menn sjálfsagt haldið að þetta kænri af sjálfu sér. Vió fengunr færi til þess að klára þctta en í staóinn verður leikurinn gegn HK um næstu helgi hreinn úrslita- leikur um fall,“ sagöi Steingrínrur Birgisson, leikmaóur og annar tveggja þjálfara KA, og bætti við að uppskeran í sumar hafi valdið honum miklum vonbrigðum. KA-menn hresstust til muna í síðari hálfleik og fengu nokkur ágæt færi til þess að skora. Fljót- lega eftir hlé var brotið á ívari Bjarklind og réttilega dæmd vítaspyrna. Ivar tók spyrnuna sjálfur en þrumaði hátt yfir mark- iö. Hann var potturinn og pannan í flestum sóknaraðgerðum norðan- manna og upp úr einni ferð hans upp kantinn tókst honum að koma boltanum á Stefán Þórðarson í teignum sem minnkaói muninn mcð skoti í markhornið, 2:1. Þar við sat. Lið KA: Eggert Sigmundsson, Þór- hallur Hinriksson (Höskuldur Þórhalls- son á 80. mín.), Jón Hrannar Einars- son, Davíö Sverrisson (Gísli Guð- mundsson á 87. mín.), Halldór Krist- insson, Stefán Þórðarson, Bjarni Jóns- son, Ivar Bjarklind, Þorvaldur M. Sig- björnsson, Steingrímur Birgisson, Sig- þór Júlíusson. Lið IR: Olafur Þór Gunnarsson, Magni Þórðarson, Benedikt Einarsson, Oli Sigurðsson, Enes Coric, Guð- mundur Pétursson, Bragi Björnsson, Alen Múlamuhic., Tryggvi Gunnars- son, Guðjón Ásgeirsson (Arnar Þór Hallsson á 87. mín.), Kjartan Kjartans- son. Dómari: Ari Þórðarson. Nýgiftur Jónas Baldursson hafði ástæðu til að fagna á laugardag. 3. deild karla: Mikil gleði á Dalvik - björguðu sér frá falli Dalvíkingar voru í mikllli fall- hættu þegar gengið var til leiks gegn Fjölni á laugardag. Liðið var í þriðja neðsta sæti deildar- innar með 14 stig á meðan Fjölnir var í þriðja efsta sæti og átti möguleika á að komast upp í 2. deild. Leikurinn var Qörugur og tíu mörk voru skoruð. Þegar upp var staðið sigraði Dalvík, 7:3, og bæði liðin eru áfram í 3. deild. Markasúpan byrjaði strax á 2. mínútu þegar að Heióar Sigur- jónsson skoraði fyrsta mark heimamanna. Jón Þórir Jónsson bætti við öðru marki beint úr aukaspymu á 11. mínútu. Eftir það konrust gestimir meira inn í leikinn og Zoran Coguric minnk- aði muninn á síðustu mínútu hálf- leiksins. Fyrstu 15 mínútunar í stðari hálfleik sóttu gestirnir stíft og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst Gunnar Ingi Val- geirsson á 55. mínútu og síðan Þorvaldur Logason á 62. nrínútu, 2:3. Við þessa stöðu leit út fyrir að Dalvík væri á leiðinni niöur og þótti þeim þá nóg komið. Tveimur mínútum síóar skoraói Heiðar Sigurjónsson stórglæsilegt rnark með viðstöðulausu skoti og strax í næstu sókn bætti Birgir Ossurar- son öðru glæsimarki vió, efst í homið. Sverrir Björgvinsson og Örvar Eiríksson komu stöðunni í 6:3 og rétt fyrir leikslok átti Garð- ar Níelsson síðan lokaorðió með marki beint úr aukaspyrnu. Pétur Björn Jónsson kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið fyrir Lciftur. Þorvaldur Jónsson átti mjög góðan leik í marki Leifturs og hef- ur greinilcga fundið sig vel eftir að hann vann sæti sitt í liðinu aö nýju. Gunnar Már var einnig líf- legur og bar þess engin merki aó hann hafi átt í löngurn feróalögum til að komast í leikinn. Þróttarar voru sprækir og spila ágætis bolta og vonandi að þeir spili jafn vel gegn Fylki í síðustu umferóinni en Leiftursmenn berjast við Fylki um annaó sæti deildarinnar. Lið Leiflurs: Þorvaldur Jónsson, Mark Duffield, Gunnlaugur Sigur- sveinsson, Friðrik Einarsson, Sigur- björn Jakobsson, Slobodan Milisic, Sverrir Sverrisson (Pétur Björn Jóns- son 43.), Gunnar Már Másson, Páll Guðmundsson, Einar Einarsson (Sindri Bjarnason 75.), Baldur Braga- son. KH/SH 3. deild karla: Sex mörk á Húsavík Völsungar tóku á móti efsta liði deildarinnar, Skallagrími, á laugardag og gerðu jafntefli 3:3. Leikurinn var opinn og Qörlegur og greinilegt að Völsungar eiga heima jafnfætis þeim liðum sem eru á toppi deildarinnar. Völsungar náðu forystu strax á 5. mínútu og þar var gamla kemp- an Jónas Hallgrímsson að verki. Skalli fyrirliðans hafði viðkomu í varnarmanni áóur en boltinn fór í netið. Liðin skiptust á að sækja og leikurinn var opinn. Smá saman fóru þó gestirnir að taka völdin og Finnur Torlacius jafnaði metin fyrir liðið og Haraldur Hinriksson kom þeim yfir fyrir hlé. Vöslungar tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og komu kraft- miklir til leiks. Asmundur Amars- son jafnaði leikinn fyrir Völsung meó glæsilegu marki þar sem hann kastaði sér fram og skallaði í netió. Aftur ná Skallagrímsmenn forustu um miðjan hálfleikinn úr vítaspyrnu. Asmundur var þó ekki á því að gefast upp og jafnaði að nýju og aftur með glæsilegum hætti. Skot hans utan vítateigs hafnaöi efst í markhorninu og tryggði liðinu annað stigið. As- mundur Arnarsson var bestur i lió- inu og hefur spilað mjög vel í sumar. Bogi Pétursson, markvörð- ur liðsins, fór útaf meiddur um miðjan síðari hálfleik og Asmund- ur Gíslason, úr 3. flokki kom í markió. Skallagrímur er mcð beitta framlínu og sterka miðju og greinilegt aó lióiö er með sterkasta lió 3. deildar. Þjálfari liðsins er Sigurður Halldórsson, sem eitt sinn lék með Völsungunr og þjálf- aöi liðið. Akureyringurinn Ægir Dagsson stendur í rnarki liðsins og hefur staðið sig mjög vel í sumar. Staðan 1. deild karla: Fram-IBK 1:2 Stjarnan-Valur 1:3 IA-KR 1:2 Þór-UBK 1:2 FH-ÍBV 2:1 ÍA 16113 2 29 8 36 FH 16 93 4 20 14 30 ÍBK 16 67 3 30 20 25 Valur 16 74 5 23 23 25 KR 16 66 4 25 16 24 Fram 16 47 5 24 26 19 ÍBV 16 46 6 19 22 18 Þór 16 35 8 22 30 14 UBK 16 4 2 10 17 34 14 Stjarnan 16 25 916 3211 2. deild karla: HK-Selfoss 5:0 ÍR-KA 2:1 Fylkir-Víkingur 4:3 Leiftur-Þróttur R. 1:0 Þróttur N.-Grindavík 0:2 Grindavík 17 12 2 3 33 10 38 Leiftur 17 10 5 2 42 19 35 Fylkir 17 10 2 5 47 25 32 Þróttur R 17 84 5 29 18 28 Víkingur 17 83 6 30 28 27 KA 17 53 9 26 32 18 Selfoss 17 45 8 17 42 17 HK 17 44 9 18 30 16 ÍR 17 44 9 19 36 16 Þróttur N 17 24 11 17 38 10 3. deild karla: Dalvík-Fjölnir Haukar-Höttur Reynir S.-TindastóII BÍ-Víðir Völsungur-Skallagrímur Lokastaðan: Skallagr. 18113 4 48 25 36 Víðir 18 9 8 1 35 18 35 Fjölnir 18 95 4 33 26 32 Völsungur 18 7 9 2 31 24 30 BÍ 18 84 6 36 32 28 Höttur 18 6 2 10 26 30 20 Dalvík 18 5 211 36 3917 Haukar 18 5 21120 35 17 Tindastóll 18 3 7 8 17 34 16 Reynir 18 3 6 9 16 35 15 4. deild karla: Leikur um 3. sæti: KS-Magni 1:2 Leikur um 1. sæti: Ægir-Leiknir 5:3 1. deild kvenna: Haukar-KR 0:8 UBK-Stjarnan 6:1 Valur-IA 4:1 Dalvík-Höttur 2:3 Lokastaöan: UBK 14 131 066 640 KR 14 10 2 2 69 12 32 Valur 14 101 3 51 18 31 ÍA 14 7 2 5 42 23 23 Stjarnan 14 5 2 744 25 17 Haukar 14 2 3 912 78 9 Höttur 14 2 21013 68 8 Dalvík 14 01 1310 77 1 2. deild kvenna: Úrslitakeppni: IBA-IBV 5:2 Lokastaðan: ÍBA 2 1 0 1 5:3 3 ÍBV 21017:6 3 Fjölnir 2 1 0 1 2:5 3 1. deild kvenna: Dalvík tapaði Dalvík tapaði síðasta Ieik sín- um í 1. deild kvenna að sinni. Þær enduðu í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa tapað fyrir Hetti á heimavelli, 2:3% Áslaug Hólm og Dagbjört Sigurpálsdóttir skoruðu mörk Dalvíkurliðsins en Jóhanna Magnúsdóttir, Þóra Pétursdótt- ir og Hugrún Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Hattar. Dalvíkur-stúlkur fengu því aðeins eitt stig í deildinni og leika í 2. deild að ári. 7:3 4:2 0:0 2:2 3:3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.