Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. september 1994 - DAGUR - 5 I DAC5LJOSINU Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins: Reiknar fastlega með framboði til formanns Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra, stað- festir í samtali við Dag að hann gefi að öllu óbreyttu kost á sér í embætti formanns Alþýðu- bandalagsins á Iandsfundi flokksins, sem líklegast er að verði haldinn haustið 1995. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt formennsku í Alþýðubanda- laginu frá árinu 1987 en sam- kvæmt ákvæði í lögum flokksins vcrður hann að láta af formennsku á næsta landsfundi. Nú þegar eru hafnar umræður um eftirmann Ól- afs í formannsstóli. Síðastliðinn laugardag sagði Guðrún Helga- dóttir, alþingismaður, í samtali við Tímann að hún gæti vel hugsað sér að sjá verkalýðsleiðtoga í stóli formanns og nefndi hún Björn Grétar Sveinsson, formann Verka- mannasambandsins, í því sam- bandi. Nafn Steingríms J. Sigfús- sonar, alþingismanns á Norður- landi eystra, hefur einnig ítrekað borið á góma í umræðu um for- mannsskipti í Alþýðubandalaginu, enda er hann núsitjandi varafor- maður ilokksins. Steingrímur staðfesti í samtali við Dag í gær að hann rciknaði fastlega mcð að gefa kost á sér ti! formennsku í Alþýðubandalaginu. „tel mig vera kominn með þokkalega reynslu...“ „Þessi umræða er óneitanlega dá- lítið snemma á ferðinni því ennþá eru nú væntanlega einir 10-11 mánuðir þar til framboðsfrestur hefst. Síðan get ég alveg fullviss- að menn um það að Alþýóubanda- laginu verður ekki skotaskuld úr því að manna forustusveit sína. Við cigum sem betur fer nóg af hæfu fólki til að gegna forustu- störfum, hvort sem heldur er for- mennska í flokknum eða annað. Ur því hins vegar er farið að ræða þctta á annað borð, þá get ég hiklaust svarað því játandi að ég reikna með því að gefa kost á mér til formennsku ef ekki verða ein- hverjar óvæntar breytingar á pólit- ísku landslagi eða öðrum aðstæð- um, en það er að sjálfsögðu of snemmt að slá því endanlega föstu, það bíður síns tíma. Eg veit ekki hvort þetta þurfa að teljast miklar fréttir í sjálfu sér, á sl. hausti var nokkuð í umræðunni að ég gæfi kost á mér þá. Ég ákvað að gera það ekki þar sem núver- andi formaður sóttist þá eftir end- urkjöri og að nýtt yrði undanþægt ákvæði í flokkslögum sem heimil- aði að hann sæti tvö ár í viðbót. Nú cr hins vegar ljóst að það verða formannsskipti. Ég hef gegnt varaformennsku í ein fimm ár og verið tvívegis endurkosinn til þess embættis þannig að já, ég reikna scm sagt fastlega meö því aó gefa kost á mér. Ég tel mig eft- ir atvikum vera orðinn þokkalega undir það búinn. Ég hef nú setið á þingi í rúm ellefu ár og sl. sjö ár hef ég verið í cinu eða fleiri l'or- ustuhlutverkum til viðbótar þing- mennskunni sem formaður þing- Ookks, ráðherra eða varaformaó- ur. Þannig tel ég mig vera kominn mcð ágætis reynslu til að takast á við þetta verkefni þrátt fyrir að vera enn á góðum aldri, en ég er víst ennþá yngstur þingmanna Al- þýðubandalagsins og einn af yngstu mönnum á þingi, því mið- ur vcrð ég að scgja, það vantar Steingrímur J. Sigfússon. ennþá meiri endurnýjun. En auð- vitað er það ekki mitt að leggja dóm á eigin ágæti heldur annarra og það hefur reyndar verið upp- örfandi fyrir mig að ýmsir hafa orðið til að hvetja mig áfram í þessu sambandi, bæði nú upp á síðkastið og einnig í fyrrahaust.“ Sérstakar aðstæður - Nú hafa verið uppi raddir um aö rétt væri fyrir Alþýðubandalagið að flýta landsfundi sínum og halda hann fyrir kosningar, þannig að ný forusta leiddi flokkinn í komandi kosningum og stjómarmyndunar- viðræðum í kjölfarið. Hvað vilt þú segja um þetta? „Ég vil nú fátt segja um þá hugmynd á þessu stigi málsins. Ef þetta á að takast fyrir alvöru verð- ur það auðvitað aö ræðast fyrst í stofnunum flokksins. Ég hef sagt við þá sem hal'a rætt þetta við mig aó ég skil út af l'yrir sig vel þau rök sem fyrir þessu eru færð. Þau eru mörg hver gild, en forsenda þess að fara út í aðgerð af því tagi er hins vegar sú að aó mínu mati að um það sé þokkaleg samstaða í llokknum. Annars gæti orðið af því hæpinn ávinningur.“ - Miðað vió orð Guðrúnar Helgadóttur í Tímanum um hclg- ina má ætla að þegar séu hafnar töluverðar umræður innan Al- þýðubandalagsins um formanns- skipti? „Já, ég hcld ég verði að segja það. Þaó hafa býsna margir talað við mig á undanförnum vikum. Aóstæður eru vissulega töluvert sérstakar. Samkvæmt lögum llokksins liggur fyrir að það verða formannsskipti og þess vegna er ekkcrt óeðlilegt að menn fari að velta þessu fyrir sér. Auk þess eru þær sérstöku aðstæður að við cr- um að sigla inn í kosningaár.“ Býst ekki við hörðum formannsslag - Telurðu eðlilegt að nýr formað- ur leiði Alþýðubandalagið í kom- andi alþingiskosningum? „Að mörgu leyti væri þaö heppilegt og það eru ýmis rök fyr- ir því. En ég tek fram að þær for- sendur yrðu þá að vera fyrir hendi að formannsskipti gætu farið fram í sæmilegum friði. Það má örugg- lega finna rök bæði með og móti því að formannsskipti fari frant fyrir komandi alþingiskosningar. Því verður ekki neitað að það er töluvert crfitt fyrir flokkinn hvern- ig þetta stendur alltsaman af sér með tilliti til tímasetningar kosn- inga og stjómarmyndunar í kjöl- farið.“ - Býstu við hörðum slag í kringum formannskjörið? „Nei, ég geri það nú ekki. Nú- sitjandi formaður hefur fengió að ljúka sínum formannstíma í friði og að sama skapi geri ég mér von- ir um að geti skapast sæmilegur frióur um þann sem taki við for- mennskunni. Hvort sem verða kosningar um formann flokksins eöa ekki, þá vænti ég þess að allir komi til með aó una niðurstöð- unni.“ - Olafur Ragnar, sem er búsett- ur á suðvesturhorninu og þing- maður Reyknesinga, hefur verið formaður frá 1987. Finnst þér tímabært að í embætti formanns veljist þingmaður úr landsbyggð- arkjördæmi? „Aó mínu mati á ekki að gilda nein ákveðin regla um hvaðan for- maður llokksins á hverjum tíma komi. I þessu sambandi á að mínu mati umfram allt að horfa til þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, það cr mikilvægara en búseta. Hins vegar er því ekki að neita að Alþýðubandalagió byggir í dag styrk sinn ekki síst á traustri stöðu í tjölmörgum landsbyggðarkjör- dæmum og ef horft er til síóustu alþingiskosninga bætti flokkurinn við sig fylgi í Norðurlandskjör- dæmunum báðum, Vesturlands- og Suðurlandskjördæmi. í öðrum kjördæmum ýmist tapaði flokkur- inn fylgi eða stóð í stað. Sex af níu þingmönnum Alþýðubanda- lagsins koma úr kjördæmum utan suðvcsturhornsins. Ef horft er á þessa stöðu, þá er fullkomlega eðlilegt að formenn Alþýðubanda- lagsins komi af og til utan af landi, þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Og ég held að ekki fari illa á því að næsti formaður komi héöan af Norðurlandi eystra sem er stærsta landsbyggðarkjördæmið og þar hefur fylgi flokksins verið að styrkjast jafnt og þétt.“ Breyttar áherslur? - Munu pólitískar áherslur Al- þýðubandalagsins brcytast ef þú vcröur kjörinn næsti formaöur þess? „Ekki vegna þess eins að ég verði kjörinn formaður. Ég hef ckki séð sjálfan mig sem þannig formannsefni að ég ætli að verða einvaldur um stefnu og störf flokksins. Mér leiðist heldur þcssi persónugerving í amerískum stíl sem mér fínnst bera óþarflega mikið á í íslcnskum stjórnmálum í dag. Ég lít á starf stjórnmálaflokks fyrst og fremst scm félagsstarf og hlutverk þess sem tekur þar aó sér formcnnsku er auðvitað aö leiða það starf. Ég horfi ekki síst til þcss að byggja flokkinn upp á nýj- an leik sem félagslega heild og vonandi gefst til þess vinnufriður á komandi árum,“ sagói Stein- grímur J. Sigfússon. óþh 441KAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 4.-10. september voru viðskipti með hlutabréf alls 35,5 milljónir króna. Mest voru viðskipti í eftirtöldum félögum: Síldarvinnsl- unni hf. fyrir 13,4 milljónir króna á genginu 2,65-2,73, íslandsbanka hf. fyrir 8,2 milljónir króna á genginu 1,07-1,11 og Granda hf. fyrir 7,9 milljónir króna á genginu 1,98. Viðskipti með húsbréf voru 29,2 milljónir króna, spariskírteini ríkissjóðs 670 milljónir, ríkisvíxla 1.366 milljónir og ríkisbréf 19,9 milljónir. Ávöxtunarkrafa Húsbréfa var í vikunni á bil- inu 5,28%-5,33%. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi K áv.kr. 91/1D5 1,4311 4,75% 92/1D5 1,2651 4,89% 93/1D5 1,1747 5,01% 93/2D5 1,1081 5,04% 94/1D5 1,0140 5,05% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 93/3 1,0296 5,27% 94/1 0,9892 5,27% 94/2 0.9713 5,27% 94/3 0,9523 5,27% VERÐBREFASJOÐIR Av&xtun 1. sepl umfr. verðbólgu siðustu: (%) Kaupg. Sölug. 6mán. 12mán. Fjárfestingarlélagið Skandia hf. Kjaratoél 5,332 5,497 7,7 9,5 Markbréf 2,911 3,001 9,0 14,5 Tekjubrél 1,569 1,617 10,4 11,0 Skyndibréf 2,129 2,129 4,5 4,7 Fjölþjódasjódur 1,407 1,451 Kaupþing hf. Einingabréf 1 7210 7,342 2,8 4,1 Einingabréf 2 4,186 4207 3,1 8,7 Einingabréf 3 4,714 4,800 2,0 3,7 Skammtímabréf 2,558 2,558 32 7,9 Einingabtéf 6 1,138 1,173 -8,0 6,5 Veröbrétam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,590 3,608 6,7 6,1 Sj. 2Tekjusj. 2,021 2,042 10,1 12,0 Sj. 3 Skammt. 2,473 5,7 6.1 Sj. 4 Langt.sj. 1,701 5,7 6,1 Sj.5Eignask.fij. 1,644 1,660 5,5 13,1 Sj. 6 island 1,020 971 46,7 22,5 Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. Vaxtaibr. 2,5297 62 62 Valbr. 2,3712 5,9 5,9 Landsbréf hf. islandsbrél 1,598 1,627 72 8,0 Fjórðungsbréf 1,186 1,203 11,4 9,9 Þingbréf 1,854 1,878 3,8 16,3 Öndvegisbrél 1,704 1,727 6,5 13,5 Sýslubréf 1,562 1,583 34,8 17,3 Reiðubréf 1,536 1,536 4,1 5,9 Launabrél 1,054 1,070 5,1 13,4 Heimsbréf 1,480 1,525 •11,4 3,3 HLUTABRÉF Sölu- 09 kaupgengi á Verðbréfaþingi islands: Hagsl tilboð Lokaverð Kaup Sala Eimskip 4,61 4,61 4,73 Flugleiðir 1,29 125 1,30 Grandi hf. 1,98 1,93 1,98 islandsbanki hf. 1,05 1,05 1,11 Olís 2,60 2,45 2,60 Útgerðarfélag Ak. 2,75 2,70 2,80 Hlutabréfasj. VÍB 1,10 1,15 121 ísl. hlutabréfasj. 1,21 1,16 121 Auðlindarbréf 1,08 1,09 1,14 Jarðboranirhf. 1,82 1,77 1,90 Hampiðjan 1,70 1,65 1,70 Hlulabréfasjóð. 1,30 1,25 128 Kaupfélag Eyf. 2,10 2,00 2,35 Marel hf. 2,62 2,55 2,62 Skagstrendingur hf. 1,75 1,80 1,95 Sæplast 2,75 2,69 2,85 Þotmðður rammi hf. 1,90 1,90 1,93 Solu- og kaupgengi á Opna blboðsmarkaðinum: Alm. hlutabr.sj. hf. 0,88 0,88 0,91 Ármannslell hl. 0,90 0,86 1,00 Ámes hl. 1,85 Bitreiðaskoðun isl. 2,15 1,95 Eignfél. Alþýðub. 1,00 1,00 120 Haraldur Bððv. 1,85 1,80 2,10 Hlulabrélasj. Norðurl. 1,14 1,17 123 Hraðlryslihús Eskifjarðar 2,50 2,50 jsl. sjávarafurðir 1,10 1,05 1,10 ísl. útvarpsfél. 2,80 2,80 3,30 Kögun hf. 420 Ollufélagið hf. 5,90 5,50 5,70 Pharmaco 7,95 4,00 7,95 Samskip hf. 1,12 Samein. verktakar hf. 6,60 6,42 6,60 Sðlusamb. Isl. fiskframl. 0,87 0,89 Síldarvinnslan hf. 2,30 2,30 2,85 Sjóvá-Almennar hf. 4,90 5,70 5,90 Skeljungur hf. 4,45 4,32 4,55 Softis hf. 6.00 Tollvörug. hl. 1,15 1,21 123 Tryggingarmiðst. hf. 4,80 Taeknival ht. 1,00 1,05 1,80 Tólvusamskipti hf. 2,50 3,00 4,50 Þróunarfélag islands hl. 1,10 0,75 120 DRATTARVEXTIR Ágúsl 14,00% September 14,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán ágúst 10,80% Alm. skuldabr. lán september 10,80% Verðtryggð lán ágúst 8,10% Verðtryggð lán september 8,10% LÁNSKJARAVÍSITALA Ágúst 3370 September 3373

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.