Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 13. september 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (Iþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Stofnun þessa fyrirtækis eru að sönnu tölu- verð tíðindi og hún gefur vissulega vonir um að sá tilraunaútflutningur sem hafinn er til Sviss sé aðeins byrjunin. Sala á lambakjöti á innanlandsmarkaði hef- ur dregist umtalsvert saman á undanfömum árum sem aftur hefur haft í för með sér gífur- lega tekjuskerðingu hjá sauðfjárbændum. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið reynt til þess að auka söluna hafa sölutölur ekki gefíð til kynna að umtalsverður árangur hafi náðst. Flest bendir því til þess að vaxtarbroddurinn í sauðfjárræktinni sé fólginn í lambakjötsút- flutningi, þrátt fyrir að þess sé tæpast að vænta að jafn margar krónur fáist fyrir kjötið erlendis og á innanlandsmarkaði. íslensku lambakjöti á Bandaríkjamarkaði. Útflutningur á lambakjöti til Sviss skiptir ekki bara miklu máli fyrir sauðfjárbændur. Hann er ekki síður stórt hagsmunamál fyrir sláturleyfishafa og kjötvinnslur. Fyrir Nýja Bautabúriö á Akureyri, sem hefur fengið grænt Ijós á vinnslu kjötsins fyrir markað í Sviss, skiptir þessi útflutningur að sjálfsögðu miklu máli. Útflutningur á lambakjöti á vegum ísland Gourmet til Sviss er á tilraunastigi, en hann gefur góðar vonir um að framhald verði á. Á dögunum var stofnað útflutningsfyrirtækið ísland Gourmet, sem mun standa fyrir útflutn- ingi á íslensku lambakjöti á markað í Sviss. Stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru Fjallalamb hf. á Kópaskeri, Kaupfélag Þingeyinga, Kaup- félag Héraðsbúa og European Connection í Sviss. Hins vegar er ánægjulegt til þess að vita að íslenska lambakjötið er markaðssett í Sviss sem hágæðavara og hærra verð fæst fyrir það en til þessa hefur fengist erlendis. Viðtökurn- ar í Sviss og það verð sem Svisslendingar greiða fyrir kjötið gefa vísbendingar um að út- flutningur á þessari hreinu náttúruafurð sé raunhæfur kostur og ekki þyrfti að koma á óvart þótt jákvæðar fréttir eigi eftir að heyrast áður en langt um líður af markaðssetningu á Batnandi árferði má ekki leiða til þenslu og umframeyðslu í leiðara Dags þann 6. september sl. er rætt um halla ríkissjóós en hann stefnir í 10,5 milljarða á þessu ári. Ég tek undir með leið- arahöfundi að viðvarandi halli rík- issjóðs er óviðunandi og að það sé afar brýnt þegar hagvöxtur eykst aó takast á vió ríkisútgjöldin. Ríkisstjómin slakaói á mark- miðum um hallalaus fjárlög þegar ljóst var að verulegur samdráttur yrói í þorskveiðum okkar Islend- inga. Til að stuðla að raunhæfum kjarasamningum og stöðugleika var í tengslum við kjarasamninga ákveóið af hálfu ríkisstjórnarinnar að verja auknum fjármunum til at- vinnuskapandi aðgerða, létta sköttum af atvinnulífinu og bæta stöðu þeirra lægst launuðu. Fé var sett í atvinnuskapandi aðgerðir eins og vegagerð, tekjuskattur fyr- irtækja var lækkaóur, aðstöðu- gjaldið afnumió og virðisauka- skattur af matvælum lækkaður svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir nokkrum mánuðum lagði ég fram skýrslu sem fjallar um nauösyn þess að ná hallanum nið- ur á næstu þremur árum. A meðfylgjandi mynd má sjá út- reikninga, sem unnir voru í sam- vinnu fjármálaráðuneytis, Seðla- banka og Þjóðhagsstofnunar og birtust í skýrslunni um hallalaus fjárlög fyrir árið 1998. Þar er ann- ars vegar sýnt fram á hvaða af- leiðingar þaö hefur fyrir efnahags- lífíð ef við tökumst á við hallann á næstu árum (jafnaðardæmió) og hins vegar hver staðan veróur ef við tökumst ekki á við vandann og höldum svipuðum halla og nú (halladæmið). Eins og myndin sýnir mun hagvöxtur aukast, at- vinnulífið eflast og vextir lækka ef við náum ríkisútgjöldum niður. Ég hef fundið inikinn meðbyr með því að ná jöfnuði milli gjalda og tekna árió 1998. Þaó er ekki síst unga fólkió sem styður hugmyndir um aðhald í ríkisrekstri og halla- lausan ríkisbúskap enda veit það að halli á ríkissjóði í dag þýóir skattahækkun á morgun. Halli ríkissjóös samkvæmt drögum að fjarlagafrumvarpi verður nálægt 7 milljörðum króna. Hallinn á fjárlögum 1994 var 9,6 milljarðar. Munurinn er 2,5 millj- arðar á milli ára. Það er fyrst og fremst betra árferði sem eykur tekjur ríkissjóðs og dregur úr hall- anum á næsta ári. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur þó tekist á við margvíslegan fortíðarvanda. í því sambandi má nefna að á síö- ustu þremur árum hefur tekist aö draga úr ríkisútgjöldum um 6% að f Dalvík: Árleg plastpokasala Lionsklúbbsins Sunnu Lionsklúbburinn Sunna á Dalvík, en í honum eru 22 konur, stendur fyrir pokasölu í kvöld og næstu kvöld. Lionskonur munu ganga í hús á Dalvík í kvöld, þriðju- dagskvöld, og næstu kvöld og bjóða bæjarbúum plastpoka til sölu. Einnig verður Svarfdæl- ingum og Arskógsstrendingum boðið aó kaupa poka og hugs- anlega einnig Hríseyingum. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Pakkningin verður seld á sex hundruð krónur eins og á sl. ári. Plastpokasalan er aðal fjár- öflun Éionsklúbbsins Sunnu. Klúbburinn hefur m.a. styrkt Heilsugæslustöðina á Dalvík til tækjakaupa. Einnig hefur klúbburinn lagt lió uppbygg- ingu sjúkraþjálfunar á Dalvík o.fl. Forsvarsmenn Lions- klúbbsins vilja koma á fram- færi þakklæti til Dalvíkinga og nærsveitarmanna fyrir stuðn- inginn á undanfömum árum, án hans væri ekki mögulegt að leggja áðurnefndum stuðnings- verkefnum lið. Þess má geta aó nýverið var Lionessuklúbbnum Sunnu á Dalvík breytt í Lionsklúbbinn Sunnu og verður stofnskrárhá- tíð síðar í haust. óþh Friðrik Sophusson. raungildi. Þetta jafngildir aukn- ingunni þrjú árin þar á undan. Ég fagna því aö leiðarahöfund- ur Dags skuli vara við áfram- haldandi ríkissjóðshalla og benda á afleiðingar hans, s.s. háa vexti. Þaö er mjög brýnt nú á tímum batnandi efnahags, ekki síst þegar kosningar eru framundan, aó ábyrgir fjölmiðlar hvetji til þess að draga úr ríkisútgjöldum. Batn- andi árferói má ekki leiða til þenslu og umframeyðslu. Bjart- sýni er auðvitað af hinu góða en við verðum nú þegar betur árar að sýna ráðdeild og fyrirhyggju. Friðrik Sophusson. Höfundur er fjármálaráðherra. Langtímaáætlun um hallalaus fjárlög 1998 Samanburður á niðurstöðum jafnaðar- og halladæmis árið 1998 Hagvöxtur, % Jafnaðar- dæmi 3 Halla- dæmi 2 Atvinnuleysi, % af vinnuafli 5 6 Langtímaraunvextir, % 3,5 7 Erlendar skuldir sem % af VLF 47 50 Útgjöld ríkissjóös, ma. kr 122 142 Halli ríkissjóös, % af VLF 0 5 Skuldir ríkissjóðs, % af VLF 47 59 Aðalfundur Foreldrafélags Gagnfræðaskóla Akureyrar: Menntastefha, nestismál, vímuvarnir og stundvísi meðal umræðuefina Foreldrafélag Gagnfræðaskóla Akureyrar heldur aðalfund fé- lagsins á Sal skólans miðviku- daginn 14. september kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa mun Baldvin Bjarna- son, skólastjóri, kynna skólann og skólastarfíð á komandi vetri og Vigdís Steinþórsdóttir, for- maður, segir frá starfmu á sl. ári. Valgerður Hrólfsdóttir, for- eldri, mun ræða um vasapeninga og hvemig við umgöngumst pen- inga í dag og Sigmundur Sigfús- son, foreldri, mun tala um sænska könnun á heilsusamlegum lífshátt- um og líðan unglinga í sænskum bæjum. Að lokum verður hópvinna þar sem foreldrum verður skipt upp samkvæmt bekkjarskipan bam- Gagnfræðaskóli Akureyrar. anna þeirra og verða þar ýmis mál rædd, eins og t.d. menntastefnan, nestismál, varnir gegn reykingum og vímuefnum og stundvísi. Síðan verða reifaðar hugmyndir um starf vetrarins og önnur mál sem brenna á foreldrum. Foreldrar eru hvattir til að sýna samstöðu og mæta, og gæta þar með hagsmuna barnanna. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.