Dagur - 13.09.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriöjudagur 13. september 1994
Vinningstölur
laugardaglnn
VINNINGAR | vinniNGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 J 1 5.202.160
2.4*iéÉ’ 5 107.048
3. 4af5 I 144 6.411
4. 3af5 I 4.359 494
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.813.930
upplýsingaR' sImsvari 91-681511 lukkulIna991002
Ráðhústorgi 5, 2. hæð
GengiO inn frá Skipagötu
Sími 11500
Á söluskrá
Keilusíða:
- Jóhann Ingólfsson á Uppsölum hefur farið í Göngur á Garðsárdal samfleytt í 50 ár
Um helgina fór Jóhann Ingólfsson, bóndi og gangnaforingi á
Uppsölum í Eyjafjarðarsveit, í fimmtugasta sinn í göngur á Garðs-
árdal. Að vera búinn að fara í göngur samfleytt í hálfa öld á sama
svæði er einstakt afrek en við því er að búast að einhver ár eigi
eftir að bætast við enn hjá Jóhanni enda á besta aldri,
aðeins 63 ára gamall og í fullu fjöri. Kona hans er
Hulda H. Marvinsdóttir og eiga þau 6 böm.
Gangnafélagar Jóhanns gerðu ýmislegt til að gera honum þessar
göngur eftirminnilegar og m.a. samdi Atli Guðlaugsson,
skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, brag sem sunginn var í
gangnamannakofanum að loknum fyrri degi gagnanna og cinnig
þegar komið var með safnið í réttina við Þverá og þá við
harmonikuundirleik. Bragurinn fylgir hér með og einnig myndir
sem Atli Guðlaugsson tók í göngunum. HA
Gangnamcnn samankomnir við gangnmannakofann við Frcmri Hafrárdal.
Fremri röð frá vinstri: Jóhann Arnarson, Jóhann Ingólfsson og Tryggvi Að-
albjörnsson. Aftari röð fv.: Guðlaugur Atlason, Sigurður Hjaltason, Aðal-
björn Tryggvason, Kristinn H. Jóhanncsson, Ingólfur Jóhannsson og Finnur
Aðalbjörnsson. Þarna var því Jóhann gangnaforingi bæði með son sinn og
dótturson með sér, þá Ingólf og Jóhann og Aðalbjörn Tryggvason mcð tvo
syni sína, Tryggva og Finn.
Jóhann Ingólfsson mættur í réttirnar eflir að hafa smalað í 50. sinn.
Mynd: Haildór.
Hálfa öld á Garðsárdal
Mjög falleg 3ja herb. endaíbúð á 1. hæð um
87 fm. Skipti á stærri eign hugsanleg.
Bjarmastígur:
3ja herb. Ibúð um 74 fm. ( mjög góðu lagi.
Laus strax.
Oddeyrargata:
4ra herb. sérhæð á 2. hæð um 84 fm. Laus
eftir samkomulagi. Skipti á 2-3ja herb. íbúð
hugsanleg.
Steinahlíð:
5 herb. raðhús á tveimur hæðum ásamt bll-
skúr samtals um 179 fm. Áhvílandi 40 ára
húsn.lán um 5,2 millj.
Furulundur:
3ja herb. raðhús um 77 fm. I góðu lagi.
Laust strax.
Arnarsíða:
3ja-4ra herb. raðhús ásamt bllskúr samtals
um 132 fm. Laust strax.
Víðilundur:
3ja herb. endaíbúð á 3. hæð um 78 fm. f
mjög góðu lagi.
FASTEIGNA & IJ
SKIPASALA wJe3C2
N0RÐURLANDSII
Ráðhústorgi 5, 2. hæð
gengiö inn frá Skipagötu
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður:
Benedikt Ólafsson hdl. |f"
I gangnamannakofanum. Aðaibjörn Tryggvason og Jóhann Ingóifsson spá í
spilin cn lcngst til hægri er Jóhannes Rcykalín scm kom á bíl alveg fram að
gangnamannakofanum og mun það vcra í fyrsta skipti scm bíll kcmst þang-
að að sumarlagi.
Áð í tóftum við Gönguskarð. Aðalbjörn Tryggvason hcfur það fyrir sið að
ríða einn hring innan í tóftunum í hverjum göngum á hesti sínum Sóma. Sl.
haust komst hann hins vcgar ekki í göngur og Sómi fór því tvo hringi að
þcssu sinni.
Frá mennta-
málaráðuneytinu
Laus er til umsóknar staða skólameistara Hótel- og
veitingaskóla íslands.
Staðan veitist frá 1. október 1994.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. septem-
ber nk.
Menntamálaráðuneytið.
(Lag: Komdu og skoðaðu í kistuna mína)
Haustið er komið. Við höldum til fjalla
og hendumst inn Garðsárdal Almenning á.
Gangna í kofa ofl glatt er á hjalla.
Þar gantast menn uns fellur blundur á brá.
Uppsalajarlinn þar öll hefur völd,
enda nú hagvanur hálfa í öld.
Ta, ra, ra,..
Erfitt í kofa er næðis að njóta.
Nætursvefn risjóttur reynist oft mér.
Karlamir bylta sér, hrína og hrjóta,
svo höföinginn Jói á glóóum mest er.
Karl fram á rúmstokkinn knálega sest.
Aó kveikja í rettu þá finnst honum best.
Ta, ra, ra,..
Árla um morgun svo upp flesta rekur,
úrvind’ af þreytu og stirða í lund.
Kidda og Ádda meó kerskni helst vekur,
en klappar þeim öllum, sem eru meó hund.:
„Strákamir mínir ég set allt mitt traust
á skynsemi ykkar hvert einasta haust.“
Ta, ra, ra,..
Úti við Gönguskarö opnuð er taska
og upp dreginn fleygur. Þar segja menn skál.
Eftir það birtist svo ein og ein flaska,
en úr þeim aó tæma er alls ekkert mál.
Kóngurinn Jói svo Ieiðir sitt lið,
léttkenndur niórundir afréttarhlió.
Ta, ra, ra...
Þar kemur Siggi oft sperrtur á móti,
því sjá vill hann ennþá hinn einstaka glaum.
Sígur á Jóa þá svipurinn ljóti.
Hann sendist að hliði meó trússhest við taum.
Þeir elskulegheitin svo eiga með létt
og ákveð’ að hittast næst nióur við rétt.
Ta, ra, ra,..
Þrjár konur komu (il móts við gangnamcnnina og færðu Jóhanni góða gjöf
scm hann cr hér að opna. Lcngst til vinstri sést Guðlaugur Atiason, þá
Hrefna Hreiðarsdóttir, Jóhann, Fanncy Harðardóttir og Elísabet Skarphéð-
insdóttir.