Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. október 1994 FRETTIR Auglýsing frá Félagi aldraðra, Akureyri Til sölu eru þrjár 2ja herbergja íbúðir í fjölbýlis- húsinu nr. 4 við Lindasíðu á Akureyri. Hver íbúð er 79 fm að stærð. 60 ára og eldri eiga rétt til búsetu í téöum íbúóum. Framangreindar þrjár íbúóir eru þær síóustu óseldu af 70 íbúóum fyrir aldraóa vió Lindasíóu 2 og 4 á Akur- eyri. Þetta eru því síóustu forvöö fyrir þá, sem áhuga hafa á því aó tryggja sér íbúó þar sem ekki standa fyrir dyrum frekari framkvæmdir á vegum Félags aldraóra, Akureyri, að svo stöddu. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Axelsson hjá Landsbanka íslands, útibúinu á Akureyri, í síma 96- 27800. Framkvæmdanefnd um íbúðir fyrir aldraða við Lindasíðu 2 og 4 á Akureyri. Fulltrúar Bílaverkstæðisins Múlatinds hf. í Ólafsfirði afhentu nýja slökkvibílinn á Dalvík á laugardag. Frá vinstri: Magnús Sigursteinsson frá Múlatindi hf., Sigurður Jónsson, slökkviliðsstjóri á Dalvík, Sigurjón Magn- ússon frá Múlatindi hf., og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík. Mynd: MS Slökkviliðið á Dalvík: Nýr slökkvibíll afhentur - þriðji siökkvibíil Múlatinds hf. í Ólafsfirði Dalvíkingar eignuðust síðast- liðinn laugardag nýjan slökkvi- bfl þegar Bifreiðaverkstæðið Múlatindur í Ólafsfirði afhenti Slökkviliðinu á Dalvík bfl, sem það hefur haft í smíðum und- angengna mánuði. Þetta er þriðji slökkvibfllinn sem Múla- tindur hf. smíðar en hinir tveir eru í eigu slökkviliðanna á Ól- afsfirði og Blönduósi. Bíll Dalvíkinganna hefur ver- ið í smíðum síðan i janúar og segir Sigurjón Magnússon hjá Múlatindi hf. að einn maður hafi að jafnaði verió í fullri vinnu við smíðina. Nú þegar er byrjað að smíða næsta bíl en hann hefur þó ekki verið seldur enn þó margir aðilar séu að velta fyrir sér kaup- um. Slökkvibíllinn var, sem kunn- ugt er, kynntur sveitarstjórnar- mönnum í tengslum við þing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri fyrr í haust og segir Sigurjón að þar hafi verið greini- legur áhugi. Þá er unnió að mark- aðssetningu erlendis og verður á næstunni gerður auglýsingabækl- ingur til dreifmgar bæði hérlend- is og erlendis. Veró bílsins sem seldur var til Dalvíkur er 7,2 milljónir króna, sem Sigurjón bendir á að sé ekki mikió meira en sem nemi kostn- aði vió frágang og hellulögn á 300 fermetra plani, svo einhver samanburður sé nefndur. JÓH Saumastofan Vaka hf. á Sauðárkróki: (sanita) Made in Denmark KLOSSARNIR ERU KOMNIR T. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399 „Við styrkjum íslenskt og fram- leiðum úr ullu í „herbúðum“ Saumastofunnar Vöku hf. á Sauðárkróki er prjónað og saumað af kappi úr íslenskri ull. Að sögn Þorbjargar Morgan, framkvæmdastjóra Vöku hf., gengur reksturinn vel, en 21 starfsmaður vinnur hjá fyrirtækinu. Um þessar mundir er unnið aö Bridgefélag Sauðárkróks: Kristján og Jón unnu tvímenninginn Bridgefélag Sauðárkróks stóð fyrir eins kvölds tvímenningi sl. mánudag og urðu þeir Kristján Blöndal og Jón Örn Berndsen efstir með 108 stig. Agústa Jónsdóttir og Birna Gunnarsdóttir urðu í öðru sæti meó 92 stig, Bjarni Brynjólfsson og Ólafur Sigurgeirsson í því þriðja með 86 stig og Guðni Krist- jánsson og Einar Oddsson í fjórða sæti með 82 stig. Mánudaginn 3. október kl. 19.45, hefst 3ja kvölda tvímenn- ingur og verður spilað í hinu nýja bóknámshúsi Fjölbrautaskólans. fatalínunni sem fyrirtækið mun selja á árunum 1995 og 1996 en þrír hönnuóir starfa fyrir fyrirtæk- ið. „Fyrst er að vinna munstrin, þá litina og svo sniðin. Þegar því er lokið er öllu raðað saman og því næst eru prjónaðar og saumaðar prufuflíkur og ef við erum ekki nógu ánægð með þær þá byrjum við upp á nýtt,“ sagði Þorbjörg. Megin uppistaðan í i'ramleiðslu Vöku eru peysur, en einnig jakkar, slár og smávörur svo sem vettling- ar og húfur. Þorbjörg sagói að um þessar mundir væru jakkamir mjög í tísku. „Þeir eru alveg á toppnum og við höfum aukið áhersluna á þá. Allavega prjónaóir ullarjakkar, hverskyns snið og gerðir. Við er- um með 15 sauóaliti í takinu og annað eins af lituðu ullarbandi," sagði Þorbjörg. Fyrirtækið selur framieiðsluna bæði á heimamarkaði og erlendis, í Noregi, Þýskalandi, Bandaríkj- unum og fleiri löndum. „Það er mjög sérstakt og gam- an aö sjá hvað smekkur fólks er mismunandi eftir löndum einkum hvað varðar liti. Til dæmis ganga allt aórir litir í Bandaríkjunum en á Norðurlöndum. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa næga fjöl- breytni,“ sagði Þorbjörg. KLJ Heimsmeistarinn Ivan Hagen. Mynd: Þorgeir. Heimsmeist- arinn í jó jó á Akureyri Heimsmeistarinn í jó jó, Brasilíu- maðurinn Ivan Hagen, var staddur í KEA í Hrísalundi í vikunni, þar sem hann sýndi listir sínar og stóó fyrir keppni akureyrskra ung- menna í jó jó. Hann er staddur hér á landi á vegum Vífilfells og sýnir listir sínar og stendur fyrir keppni vítt og breitt um landið. Hagen verður aftur á feróinni á Akureyri nk. mánudag og sýnir listir sínar og stendur fyrir keppni í tveimur matvöruverslunum KEA. Hann verður í KEA Byggðavegi kl. 15.00 og KEA Hrísalundi kl. 17.00. Allir áhugasamir geta tekið þátt í keppninni, eóa komið og fylgst með. Loks má geta þess að von er á Hagen í þriðju feró sína til Akureyrar, snemma í október.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.