Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. október 1994 - DAGUR -7
Valdimar Grímsson, íiðsmaður KA og lands-
liðsmaður í handknattleik, vinnur við að selja
miða á heimsmeistarakeppnina í handknatt-
leik, sem eins og kunnugt erferfram á ís~
landi i mai á næsta ári. Valdimar segir þetta
skemmtilegt starfog lifandi. Hann situr fyrir
svörum um ýmislegt er lýtur að undirbúningi
ogframkvæmd HM ’95.
„í boði eru ca. 90 þúsund miðar á
heimsmeistarakeppnina og mitt
takmark er að ná sem hagkvæm-
astri sætanýtingu á alla leikina,
jafnt í forkeppninni sem á úrslita-
leikjum," segir Valdimar. „Við
verðum að reyna með öllum ráðum
að hámarka tekjur af keppninni,
enda veitir ekki af, því mér er næst
að halda að það kosti sem næst 200
milljónum króna að halda kcppn-
ina. Miðasalan er mikið fyrirtæki
og það sem mestu máli skiptir er að
skipuleggja hana vel. Það gefur
auga leið að flestir vilja fá miða á
úrslitaleiki keppninnar og ef þeir
eru seldir fyrst, þá eru miðar á hina
leikina mun torseldari. Þess vegna
vill ég fara hina leiðina, byrja að
selja á leiki í riðlakeppninni og
hugmyndin sem ég vinn út frá er sú
að þeir sem kaupi miða á riðla-
keppnina öðlist rétt til þess að eiga
möguleika á miðum á úrslitaleik-
inn. Eg hef til þessa svarað mörg-
um fyrirspumum, bæði hér innan-
lands og erlendis frá, á þann veg að
þeir scm einungis vilji fá miða á
úrslitaleikinn, eigi minnstan rétt á
þeim. Þeir sem hins vegar hafi
mestan rétt til að fá miöa á úrslita-
leikina, séu þeir sem fylgist með
gangskort, sem munu gilda á
ákveðinn fjölda leikkvölda.
Önnur leið er fyrir íslenska
áhorfendur að tryggja sér miða á
Ieiki í þeim riðli sem Island spilar.
Hún er fólgin í því að ganga í
„Fólkið okkar“, en þá kaupir fólk
sér aðgöngumiða að öllum lands-
leikjum íslands hér á landi fram að
HM. Fólk skráir sig í þennan klúbb
hjá HSÍ og við skráningu fær það
svokallað toppkort í hendumar og
með framvísun þess hefur viðkom-
andi forkaupsrétt að leikjum í riðli
íslands á HM.“
Ný upplifun fyrir íslendinga
„Auðvitað er mestur áhugi hér á
landi fyrir leikjum Islands, en utan
úr heimi hef ég fundið fyrir mikl-
um áhuga frá t.d. Svíþjóð, Þýska-
landi, Sviss, Danmörku, Frakklandi
og Spáni.
I heimsmeistarakeppninni í Sví-
þjóð voru handboltahallimar miklu
stærri en hér og því ekkert vanda-
mál aó fá miða. Hér er allt annað
uppi á teningnum og líklegt er að
víða erlendis átti menn sig ekki á
því hversu tímanlega þeir þurfa að
tryggja sér miða.
Samkvæmt nýjasta leikplani
Valdimar Grímsson situr við stmann og tölvuna og sclur aðgöngumiða. Á
borðinu cr m.a. glænýr bæklingur á cnsku um Island og hcimsmcistara-
keppnina.
Viðtal:
Óskar Þór Halldórsson.
Mynd: Robyn.
uð. Þeir skrifa ekki eingöngu um
handbolta, heldur ekkert síður um
land og þjóð. Sem dæmi hefur
sjónvarpsstöð í Sviss uppi áætlanir
um að senda um 200 klukkustundir
frá keppninni. Það þarf því ekki að
hafa um það mörg orð að þetta er
eitt besta tækifæri sem við höfum
fengið til þess aó kynna ísland.
Heimsmeistarakeppnin í hand-
bolta cr eitt alstærsta verkefni sem
íslendingar hafa tekist á við. Leið-
togafundurinn um árið var auðvitað
stórt dæmi og sömuleiðis lýðveld-
ishátíðin á Þingvöllum. Báðir þess-
ir atburðir stóðu hins vegar yfir í
mun skemmri tíma en heimsmeist-
arakeppnin, sem verður í um hálfan
mánuð. Það er engin spuming að
vió getum haldið frábært mót, en
þá verðum við líka að hugsa já-
kvætt og snúa bökum saman.“
Erlendir handboltamenn
spenntir að koma til íslands
- Hvernig miöar undirbúningi
keppninnar að þínu mati. Erum vió
Iangt á eftir áætlun?
„Að mörgu leyti erum við á síð-
ari skipum með undirbúninginn, en
því má ekki gleyma að á undan-
fömum árum hefur verið unnið gíf-
urlega mikið að undirbúningnum.
Skipulagning keppninnar er mikið
fyrirtæki og í mörg hom er að líta.“
- Nú þekkir þú til handknatt-
leiksmanna út um allan heim. Em
þeir spenntir fyrir því að koma til
Islands?
„Það er staðreynd að íslenskur
Heimsmeistarakeppni er ekki
eins og venjulegur landsleikur
keppninni frá upphafi hennar, 8.
maí á næsta ári, til loká. Með
stækkun á Laugardalshöllinni, sem
var ákveðin í vikunni, eykst sæta-
framboðið um 900 manns. Höllin
mun þá rúma 5100 áhorfendur og
þá hef ég 4300 sæti til sölu á úr-
slitaleikinn. Scm næst 800 sætum
er þegar ráðstafað til leikmanna,
fréttamanna og fjölmargra sem
tengjast framkvæmd og undirbún-
ingi keppninnar. Stækkun á Laug-
ardalshöllinni er auðvitað spor í
rétta átt en hins vegar er eftirspum
eftir sætum á úrslitaleikinn mun
meiri en nemur þessum 4300 sem
ég hef til ráðstöfunar.“
Slembimiðar og forkort
„Ég hef unnið við þessa miðasölu í
um fimm vikur og viðbrögðin hafa
verið gríðarlega góð. Hins vegar
hefur, eins og ég hef nefnt, bróður-
partur fyrirspumanna verið um
miða á leiki í síðari hluta keppninn-
ar, en við öllum þessum óskum er
auðvitað ekki hægt að verða og
mér finnst fólk vera orðið meðvitað
um að eftirspurnin eftir miðum á
ákveðna leiki á síóari stigum er
langt umfram framboð. Stefnan er
sú að vera með „fljótandi" miða-
verð.
Til að byrja meö höfum við ver-
ið með svokallaða slembimiðasölu,
sem felst í því að menn kaupa miða
á hvert leikkvöld. Miðinn gildir á
alla þrjá leikina sem Ieiknir eru á
einum degi í sömu íþróttahöllinni
og kostar hann 2500 krónur, eða
um 800 krónur á hvem leik. Þetta
er lægsta verð sem verður í gangi.
Mér sýnist að um 1500 slembimið-
ar séu seldir og cigendur þeirra eru
að fá þá í hcndur þessa dagana.
Næsta skref í sölu miða á
heimsmcistarakcppnina er að-
- miðasalinn
og handbolta-
maðurinn Valdi-
mar Grímsson
segir frá sölu
aðgöngumiða á
HM ’95 á íslandi
og ýmsu er lýtur
að framkvæmd
og undirbúningi
keppninnar
verða leikimir spilaðir kl. 15, 17 og
20, en þessar tímasetningar eru
miðaðar við sjónvarpssendingar.
Svo gæti reyndar farið að tímasetn-
ingamar breytist og leikið verói kl.
16, 18 og 20.
Það liggur ljóst fyrir að á milli
leikja gefst ekki nægur tími til þess
að tæma áhorfendapallana og fylla
þá aftur. Þess vegna sel ég miða
sem gilda á alla þrjá leikina á
hverju leikkvöldi. Málið er það að
heimsmeistarakeppni er ekki eins
og venjulegur landsleikur. Þetta er
áður óþekkt upplifun fyrir íslend-
inga. Hins vcgar þekkja menn úti í
heimi hvemig þetta gengur fyrir
sig-
Því fyrr scm Islendingar taka
við sér, því fleiri miðar koma í hlut
þeirra.1'
Mikill áhugi í Svíþjóð
I riðlinum sem verður leikinn á Ak-
ureyri eru cngin smálið, m.a. Evr-
ópumeistarar Svía, Spánverjar,
Hvít-Rússar og Egyptar. Ljóst er að
þetta verður geysilega sterkur riðill
og Valdimar tekur undir það. Hann
ncfndi að sér kæmi ckki á óvart
þótt lið Egyptalands yrði „stærsta
spumingarmerki" keppninnar. Vert
sé í þessu sambandi aö hafa í huga
að Égyptar séu núverandi heims-
meistarar 21 árs og yngri og pilt-
amir í því liði séu nú tveim árum
eldri og hafi öðlast dýrmæta
reynslu.
„Það er ljóst að af þeim liðum
sem spila á Akureyri, munu flestir
áhangendur fylgja Svíum. Nú þegar
hafa á bilinu 1000-1500 fyrirspum-
ir komið frá Svíþjóð, samanborið
við um 100 frá Spáni. I Iþróttahöll-
ina á Akureyri komast 1800 manns
í sæti og því sýnist mér augljóst
mál að á leikjunum sem þar fara
fram veröi Svíar mjög áberandi."
Handboltinn er gulrótin
„Auðvitað koma margir til Akur-
eyrar í tengslum við keppnina og
ég tel raunhæft að þessa tíu daga
verði á bilinu 500 til 1000 erlendir
gestir í bænum. Það er því ljóst að
hótelrýmið í bænum dugar engan
veginn til þess að koma öllu þessu
fólki fyrir og þess vegna er í athug-
un að fá skemmtiferðaskip til þess
að vera hér mótsdagana og auk
þess hefur verið nefndur sá mögu-
leiki að fá gistirými í næsta ná-
grenni Akureyrar.
Akureyringar verða að gera sér
grein fyrir að gróðinn af svona
keppni er ekki sjálfur handboltinn.
Handboltinn er gulrótin, en fjár-
magnið, hagnaður af keppninni í
bcinhörðum peningum, fclst í því
fólki sem kemur til þess að lylgjast
með kcppninni. Spumingin cr sú
hvað við getum fengið allt þetta
fólk til þess að gera utan þess að
horfa á handboltaleikina. í því ligg-
ur peningurinn. Þess vegna þarf
auðvitað að hafa eitthvað ákveðið,
einhverjar uppákomur, til þess að
bjóða fólki. I mínum huga er engin
spuming að hér verður að setja upp
„prógram" fyrir alla þessa gesti, af-
þreyingu og skemmtun. Þessir er-
lendu gestir og ekki síður frétta-
menn verða að fá jákvæða mynd af
landi og þjóð. Menn þurfa til dæm-
is að spyrja sig þeirra spuminga
hvort raunhæft sé að setja upp stór-
tónleika í bænum á þessum tíma, ef
til vill handboltaskóla eða eitthvað
allt annað.“
Óttast „gullæði“
A sínum ferli hefur Valdimar
Grímsson nokkmm sinnum keppt á
heimsmeistaramótum og öörum
stórmótum erlendis. Telur hann að
Akureyringar geti komist sóma-
samlega frá skipulagningu og um-
gjörð þess hluta heimsmeistara-
keppninnar sem þeir annast?
„Já, það tel ég. Satt bcst að segja
hef ég minnstar áhyggjur af Akur-
eyri. Þó má ef til vill segja að þetta
sé ívið of stórt dæmi fyrir bæinn,
en með góðu skipulagi og sam-
heldni eiga bæjarbúar að geta ráðið
við þetta.“
- Óttastu að einskonar „gullæði"
grípi um sig í tengslum við þessa
keppni?
„Já, ég get ekki neitaó því.
Margir líta á þetta sem tækifæri
lífsins. Frá mínum bæjardyrum séð
er HM ’95 lyrst og fremst tækifæri
til þess að markaðssetja Island sem
ferðamannaland. Þetta er ekki tæki-
færi lífsins til þess að græða. Stað-
reyndin er sú að við munurn líklega
fá um 500 fréttamenn til landsins
sem verða hér í allt að hálfan mán-
handbolti er ótrúlega virtur og
menn úti í hinum stóra heimi skilja
ekki hvcmig vió förum að því ár
eftir ár að eiga landslió í fremstu
röð. Ég veit að erlendir handbolta-
menn eru mjög spenntir fyrir því að
koma til Islands. Þeir vita að hér er
mikill handboltaáhugi og stemmn-
ing fyrir íþróttinni. Ég get nefnt aö
Svíar voru mjög ánægðir með að
lenda í riðlinum héma á Akureyri.
Þeir verða eina Norðurlandaþjóðin
í þessum riðli og því vænta þeir
stuðnings áhorfenda á Akureyri."
Skemmtileg vinna
- Auk þess að vinna á fullu alla
daga viö miðasöluna spilar þú með
KA og verður auk þess á kafi í
undirbúningi landsliðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina. Er þetta
ekki einum of stíft prógram?
„Það má kannski segja það. En
þó - þessi vinna er mjög skemmti-
leg og hér er ég að fást við það sem
ég hef áhuga á.“
- Væntanlega er litið svo á að
þessi keppni sé tækifæri íslenska
landsliðsins og augu landsmanna
munu væntanlega beinast að því?
„Já, auðvitað verður það svo.
Að mínu mati er nú meiri breidd í
liðinu en oft áður. Það er staðreynd
að við erum með tvo menn um
hverja stöðu í liðinu og þannig þarf
það að vera. Ég tek undir það að
auðvitað er þetta tækifærið okkar.
Við höfum náð fjórða sæti á
Ólympíuleikum og sjötta sæti í
heimsmeistarakeppni og við stefn-
um auðvitað að því að bæta okkur.
Takmarkið er að spila um verð-
launasæti í þessari keppni og út frá
því vinnum við. Ég segi hrcint út
að auðvitað fer ég í keppnina með
það að leiðarljósi að vinna hana.“