Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 1. október 1994
Ég er svo mikill
þjóðarrembingur
Akureyringurinn Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir er ein
af þeim sem hefur látið drauminn rætast. Hún hefur
komið sér upp litilli og snoturri saumastofu i Grófargili
á Akureyri, sem hún kallar Kiðagil. Þar verða til mokka-
og skinnflikur aföllum stærðum og gerðum. Dagur bank-
aði upp á hjá Siggu Viff, en svo er hún gjarnan kölluð af
vinum, á dögunum. Fyrst um bakgrunn Sigriðar Sunnevu.
„Ég útskrifaðstfrá Menntaskólanum á Akureyri árið 1983
og ári síðar fór ég i Myndlista- og handiðaskólann og inn-
ritaðist i auglýsingateiknun. Ég var engu að siður staðráð-
in i þvi aðfara i tiskuhönnun og leit á námið i MHÍ sem
góðan grunn Jyrir hana. Ítalía varð fyrir valinu afþeirri
einföldu ástæðu að hönnun og sköpunargáfa ítalanna hreif
mig, ekki aðeins ifatnaði heldur einnig í myndlist, arki-
tektúr, iðnhönnun ogfleiri listgreinum. Ég ætlaði mér í
skóla i Milanó en málin æxluðust þannig að ég innritaði
mig i italsk-bandariskan tiskuháskóla í Flórens, sem heitir
Polimoda, en hann er einskonar dótturskóli „Fashion Ins-
titute of Technology".
Þar stúderaði ég í þrjú ár og líkaði
vel. Þama voru gerðar miklar kröfur
og maður lærði að vinna bæði hratt
og vel. Kannski má segja aó
kennsluaóferóimar hafi verið banda-
rískar en hönnunin ítölsk. Þetta var
að mínu mati góð blanda. Eg ákvað
að leggja áherslu á hönnun fatnaðar
úr íslensku hráefni og lokaverkefnið
mitt, sem var undir „inspirasjón“ frá
Norðurljósunum á norðurhjara, sam-
anstóð af fjórum alklæðnuðum úr
mokka, leðri og ullarjerseyi. Við-
brögðin voru mjög góð og úr nem-
endahópnum þetta árið var ég valin
sem besti hönnuðurinn á utanyfir-
flíkum.“
Öguð vinnubrögð ítala
„Eftir útskrift komst ég síðan í kynni
við nokkur af stærstu fyrirtækjunum
í þessum mokka- og leðurbransa á
Italíu og vann ég sem fatahönnuður
hjá einu þeirra í tæpt ár og öðlaðist
dýrmæta reynslu. Ég kynntist öguð-
um vinnubrögðum og hugsunarhætti
ítalanna og það er ekki spuming að
Islendingar mættu mikió af þeim
læra. Viö eigum tvímælalaust að
hafa þaó að leióarljósi aó framleiða
einungis það besta. Viö þurfum að
skapa framleiðslu okkar ímynd og
hefð og láta gæðin sitja í fyrirrúmi
en ekki magnið. Meö fullunninni
vöru hér heima skapast ekki einungis
meiri atvinna og auknar gjaldeyris-
tekjur, heldur ekki síður góður
orðstír.
Atvinnurekandi minn fór þess á
leit við mig að kynna þær vörur sem
hann framleiðir. á íslandi. Það vakti
eólilega athygli ítalanna að hér norð-
ur undir heimskautsbaug skyldu ekki
fleiri en raun ber vitni ganga um í
þykkum mokkaflíkum og því vildu
þeir athuga markaðinn hér á landi.
Ég komst að því aó ef litir og snið á
þessum flíkum féllu Islendingum í
geð, þá gætu þær runnið út eins og
heitar lummur. Athugun mín leiddi
líka í ljós að mokkafatnaðurinn yrði
að hafa eilítið norrænna yfirbragó. I
raun er skandinavískur fatastíll ein-
hversstaðar mitt á milli mið- og suð-
ur- evrópsks annars vegar og banda-
rísks hins vegar.
Málið þróaðist síóan þannig að ég
fór sjálf að athuga möguleikann á
því að setja á stofn fyrirtæki á Islandi
sem sérhæföi sig í framleiðslu alís-
lensks mokka- og leóurfatnaóar.
Hugmyndin var sú að ítalska fyrir-
tækió, sem ég hafði unnið hjá, ætti
aöild að fyrirtækinu. Af því varð þó
ekki í bili, en hins vegar hafa Italir
eftir sem áður áhuga á samstarfi við
Islendinga á þessu sviói, ekki síst
vegna gæða og sérstaks karakters ís-
lenska hráefnisins."
Saumastofan Kiðagil
„Hugmyndin var sú að framleiða
fatnað sem ekki færi á milli mála að
væri íslenskur. Þann 11. október
1993, fyrir tæpu ári, startaði ég
saumastofunni minni og eftir að hafa
komið mér upp lágmarks lager af
mismunandi vestum, jökkum, vestis-
peysum og mokkaflíkum, fór ég með
þessar vörur í verslanir og kynnti
þær. Ég fékk strax góðar viðtökur.
Til að byrja með var saumastofan
heima hjá mér, en þaö gat auðvitað
ekki gengió til lengdar og frá og með
miðjum júní sl. hef ég haft aðstöðu
hér í Grófargili og saumastofuna
kalla ég Kiðagil. Þessi nafngift helg-
ast af því að ég er svo mikill þjóðar-
rembingur í mér og vil engar út-
lenskar nafngiftir. Svo passar þetta
nafn svo ótrúlega vel viö það sem ég
er að fást vió í lambs- og geita-
skinnum, að ég tali nú ekki um stað-
setninguna í Gilinu.
Listagilið er mjög spennandi
„menningarsenter" sem gæti með
tímanum skapað vissan íslenskan
heimsborgarabrag í þessu fámenna
bæjarfélagi á norðurhjara. Það er
hins vegar umferðarþungi og því
sem honum fylgir, s.s. skortur á bíla-
stæðum, mengun, hávaði og síðast
en ekki síst slysahætta, scm er mikið
Fata-
hönnuðurinn
Sigríður
Sunneva
Vigfúsdóttir
sótt heim
vandamál og þarf að leysa sem fyrst,
annars getur þetta ekki gengið til
lengdar.“
Sigríður Sunneva er hugmynda-
smiður saumastofunnar og auk henn-
ar starfa þrjár konur í Kiðagili. „Ég
tel mig hafa verið sérdeilis heppna
með starfsfólkið því við vinnum eins
og einn maður og andrúmsloftið er
mjög gott.“
íslenskt hráefni í öndvegi
Um þesssar niundir er Sigríður
Sunneva að ganga frá kaupum á
þrotabúi mokka- og leðursauma-
stofu, sem staðsett var í Skagafirðin-
um en var í raun hluti þrotabús
skinnasaumastofu Sambandsins. „Nú
eru þessar vélar og tæki að snúa
heim á æskustöðvamar þar sem þær
eiga réttilega heima. Þessi véla- og
tækjakostur gæti séð a.m.k. 10
manns fyrir vinnu í framtíðinni og
það er því hugsanlegt aó leitað verði
eftir hluthöfum ef fyrirtækið fer að
færa út kvíarnar. Það er ekkert laun-
ungarmál að ég stefni á útflutning.“
Hráefni í fatnaðinn segist Sigríö-
ur fá að langstærstum hluta frá
Skinnaiðnaði hf. á Akureyri en ftsk-
roðið kaupir hún af manni á Akur-
eyri og Loðskinni á Sauðárkróki.
Loðdýraskinn notar Sigríður í kraga
og bryddingar og þau fær hún frá
Jakobi Amasyni, loðdýrabónda á
Vatnsleysuströnd. Tölur kaupir hún
meöal annars austan af landi og úr
Eyjafirði. Rúskinnið veróur hún hins
vegar aó kaupa frá Danmörku og
finnst henni það miður.
„Öll önnur skinn kaupi ég af
Skinnaiðnaði hf. og ég verð að segja
að þeir sem þar vinna kunna vel til
verka og hafa reynst mér ákaflega
vel. Framleiðsla þeirra er afar fram-
bærileg og í háum gæóaflokki og
þaó hef ég líka heyrt af munni Itala.
Enn sem komið er hef ég ekki
framleitt það mikið af fatnaói að ég
vilji opna hér sölugallerí, en hins
vegar verður þess ekki langt að bíða.
Auk þess sem ég sel í verslunum
bæði hér á Akureyri (Centro) og í
Reykjavík (Frikka og dýrinu og Is-
lenskum heimilisiðnaði), þá hef ég
hannað flíkur samkvæmt pöntunum
frá fólki sem þekkir mig eða hefur
heyrt mín getið.“
Sýningar á dagskrá
„Ég hef enn sem komið er ekkert
gert af því að auglýsa þessa fram-
leiðslu, en það sténdur til bóta. Nefnt
hefur verið/við mig að taka þátt í
sýningu í Reykjavík um miðjan nóv-
ember og skilst mér að þema hennar
sé í stórum dráttum hvemig^ verði
umhorfs a íslandi árið 2000. Ég hef
ekki tekió, endanlega ákvörðun um
hvort ég vcrði með í þessari sýningu,
en hins vegarær ég ákveðin í því aö
efna til eigin syhingar á mínum fatn-
aði helst fyrir jól. Httgmyndin er sú
að hafa eina sýningu nér á Akureyri
og tvær sýningar viku síðar í Reykja-
vík og mun ég að sjálfsögðu kynna
þær betur þegar þar að kemur.
Þá er ég með þaö á stefnuskránni
að fara til Ítalíu eftir áramótin til að
athuga viðbrögö Itala við þessum
vörum mínum og svo náttúrulega til
þess aó heimsækja vini og upplifa
Flórens."
Lista- eða iðnaðarmaður?
Sigríði Sunnevu vafðist tunga um
tönn þegar sú spuming var borin upp
hvort hún liti á sig sem listamann
eða iðnaðarmann. „Þaó má reyndar
álíta sem svo að hver og ein llík sé
hálfgert módel sem í er ákveðin
sköpun. Ég gef mikió af sjálfri mér
við hönnun hvcrrar flíkur og er lengi
að púsla henni saman og vega hana
og meta. Ég er ekki aö segja að ég sé
alltaf fullkomlega ánægð, en engu aó
síður reyni ég hvað ég gct að leita aó
því allra besta í hverri flík. Þetta er
ekki fjöldaframleiðsla og þess vegna
get ég varla sagt að ég sé iðnhöldur,
sem betur fer. Þetta er kannski miklu
fremur handverks-/listiðnaóur. Ég
ber mikla virðingu fyrir handverk-
inu, það er nokkuð sem ítalamir
kenndu mér. Þaö hefur löngum vant-
aó töluvert upp á virðingu og skiln-
ing Islendinga á því að það fer mikill
tími í að hanna og sauma eina svona
flík. En sem betur fcr hefur skilning-
ur fólks á þcssu vaxið.
Það er rétt að ég legg mikið upp
úr því að þetta sé alíslensk hönnun
og hráefnið sé sömuleiðis íslenskt.
Með þessi atriði aö leiðarljósi tel ég
aó hægt verði að skapa vörunni nafn
hvar sem cr í heiminum og rúmlega
það.“
Viðtal:
Óskar Þór Halldórsson.
Mynd:
Robyn Redman.
Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir er hér í jakka sem hún hcfur hannað. Hún lcggur inikla áherslu á íslcnskt hráefni sem hún segir að eftir sé tekið úti í hinum
stóra hcimi.