Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 1. október 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(lþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hvar eru mörkin? Fá mál hefur borið jafn hátt í þjóðmálaum- ræðunni síðustu vikurnar og mánuðina en mál Guðmundar Árna Stefánssonar, félags- málaráðherra. Eins og svo oft áður þegar ráðamenn þjóðarinnar þurfa að svara bein- skeyttum spurningum um störf sín og emb- ættisgjörðir þá hafa háværar raddir snúist til varnar og haldið því fram að um persónuleg- ar árásir sé að ræða. Ráðherrann sjálfur hefur fundið samheiti yfir spurningarnar sem hann hefur þurft að svara og kallar þær „siðvönd- unarstefnu". Þetta mál má nálgast frá öllum hliðum, líka þeirri að láta liggja á milli hluta hvaða ein- staklingur það er sem þarf að skýra fyrir þjóðinni embættisfærslur sínar. Hvort sem stjórnmálamaðurinn, lýðræðislega kjörinn af þjóðinni, heitir Guðmundur Árni Stefánsson eða eitthvað allt annað þá þarf hann að lúta umtalsverðum aga í starfi. Ekki aðeins sjálfs síns vegna heldur líka vegna þess að þjóðin verður að eiga þann öryggisnagla að þeir sem fari með stjórn landsins geti ekki leyft sér í krafti valda sinna að játa á sig mistök í starfi og halda síðan áfram ferðinni eins og ekkert hafi í skorist. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að finna dæmi um afsögn ráðherra í Þýskalandi sem notaði bréfsefni og pappír ráðuneytisins í sína eigin þágu og fjölskyldunnar. Þar virð- ast menn beita sjálfa sig þeim aga að fram- kvæma ekkert það í starfi sem orkað getur tvímælis. Hérlendis sitja menn uppi með þá spurningu hvar á að draga mörkin og hver á að gera það? Þeir sem finna ættu lausnina eru stjórnmálamenn sjálfir, þeir sem vinna á stóra leiksviðinu fyrir framan þjóðina. Geri þeir það fer vafalítið meira fyrir virðulegri umræðu í þjóðfélaginu um störf stjórnmála- manna en á undanförnum árum. MANNLÍF I UPPAHALDI Bjöggi hefur engu gleymt Um síðustu helgi steig Björgvin Halldórsson og félagar hans í Brimkló á svió Sjallans á Akureyri og trylltu ballgesti. Greinilegt var að Bjöggi hefur engu gleymt, þrátt fyrir aó árin færist yfir, og þeir félagamir héldu uppi miklu fjöri. Okkar maöur á staónum, Þorgeir, tók meðfylgjandi myndir. óþh Bjöggi hcfur cngu gleymt - hann er bara nokkrum árum eldri en þcgar hann söng „Þó líði ár og öld“. Þrjár hressar í syngjandi sveiflu. Bræðrunum Hilmari og Sævari Sæmundssonum leiddist ekki. Björgvin Halldórsson og félagar hans i Brimkló sáu um að halda gestunum úti á gólfi Sjallans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.