Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. október 1994 - DAGUR -11 Félagsmálaráðuneytið: Gefur út reglugerð um skjávinnu Félagsmálaráðuneytiö hefur gefið út reglugerð um skjávinnu sem lýtur m.a. að skyldum atvinnurek- enda gagnvart þeim starfsmönnum sem vinna við tölvuskjá. I reglugerðinni segir að at- vinnurekanda beri að „skipuleggja vinnu starfsmanna á þann hátt að dagleg skjávinna sé rofin meö hlé- um eða vinnu af öðru tagi sem minnkar álag við skjávinnu.“ Starfsmcnn skulu eiga rétt á að „hæfur aðili prófi augu þeirra og sjón á viðeigandi hátt áður en skjávinna hefst, meó jöfnu milli- bili eftir það eða ef fram konta vandkvæði tengd sjón sem gætu átt rót að rekja til skjávinnu.“ Starfsmenn skulu samkvæmt reglugerðinni eiga rétt á skoðun hjá augnlækni ef niðurstöður augnskoðunar gefa til kynna að þess þurfi og sé hún starfsmönn- um aö kostnaðarlausu. Reglugerðin kveður í löngu máli á um búnað og umhverfi. Þar segir m.a. að lyklaborð skuli vera hallanlegt og aðskilið frá skjánum „svo starfsmaður geti unnið í þægilegri líkamsstellingu sem ekki veldur þreytu í höndum, handleggjum, hálsi eða heróum." Tekió er fram að fyrir framan lyklaborðið skuli vera nægjanlegt rými til að hendur og handleggir notanda geti hvílt á borðplötunni. Þá segir að lyklaborðið skuli vera með mattri áferð þannig að ekki glampi á það. Um vinnustóla segir að þeir skuli vera stöðugir og veita starfs- mönnum kost á að hreyfa sig óhindrað og vera í þægilegri lík- amsstellingu. Tilgreint er að hæð setu skuli vera stillanleg, hæð stólbaks og halli þess skuli vera stillanlegur og öllum sem þess óski skuli séð fyrir fótskemli. óþh Mál og menning: Gefur út „Ur ríki samviskunnar“ Mál og menning hefur í samvinnu við Islandsdeild Amnesty Interna- tional gefið út alþjóðlegt ljóöasafn sem ber yfirskriftina Ur ríki sam- viskunnar. Þýðandi safnsins og rit- stjóri er Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, en bókin kemur út í tilefni af 20 ára afmæli Islands- deildar Amnesty Intemational. Ljóöasafnió Ur ríki náttúrunnar inniheldur 130 ljóð eftir 102 skáld hvaðanæva af heimskringlunni. Meðal þeirra eru nokkur helstu skáld aldarinnar, svo sem Anna Akhmatova, Osip Mandelsdam, Pablo Neruda, Wole Soyinka, Se- amus Heaney, Czeslaw Milosz og Tomas Tranströmer. Mörg skáldanna hafa orðið að þola þrengingar og ofsóknir fyrir orð sín og nokkur goldið fyrir þau með lífi sínu. 011 hafa þau meó einhverjum hætti gert sér þjáning- ar aldarinnar innlífar og túlkað þær í ljóðum sem vonandi eiga er- indi við alla hugsandi mcnn. Ur ríki santviskunnar er 183 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda hf.. Kápuna hannaði Margrét E. Laxness. Vanti þig öruggan, sparneytinn, rúmgóðan og fallegan bíl þá er Fiat Punto svarið F I A T i reynsluakstur r Bílasýning um helgina Opið laugardag kl. 12.00-17.00 ogsmudagkl. 13.00-17.00 (talskir bílar hf. tí Skeifan 17 - Sími 91-887620 'öldur hf. Sýningarsalur Tryggvabraut 10 Símar 21715 og 27385 þrefaldur l.vinningur! i MERKISMENNHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.