Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 19
MANNLIF Laugardagur 1. október 1994 - DAGUR - 19 Hann cr ábúðarmikill við griilið ► hæstaréttarlögmaðurinn úr Reykja- vík Guðmundur Jónsson og ekki laust við að Unnur Sigurðardóttir og Sigurður Kristinsson frá Akur- eyri hafi gaman að. Um miðjan ágúst í sumar hittust afkomendur Péturs Péturssonar og Önnu Guðrúnar Magnúsdótt- ur, sem bjuggu á Gunnsteins- stöðum í Langadal í Húnavatns- sýslu. Niðjamót á Gunnsteins- stöðum í Langadal Um áttatíu manns komu á niðjamótið. Pétur og Anna keyptu Gunnsteinsstaði árið 1880 og bjuggu þar við mikla rausn til árs- ins 1910. A laugardagskvöld var hátíðar- kvöldverður og dagskrá í Húna- veri en á sunnudag var haldið heim á ættaróðalið Gunnsteins- staði sem nú eru í eyði en nytjaðir frá næsta býli Hólabæ. Þar voru gróðursettar trjáplöntur í svokall- aðan Haróhól og grillaó undir ber- um himni enda ljómandi veóur. Sprækustu niðjarnir enduðu ættar- mótið á fjallgöngu, gengu upp í fjallið ofan Gunnsteinsstaða til að vitja sérstaks bletts þar sem jarðarber vaxa villt og allir göngu- garparnir fengu eitthvað fyrir snúð sinn. KLJ Þau skemmtu sér vei á ættarmótinu, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Hauk- ur Arnar Gunnarsson sem búa á Dalvík. Sonur þeirra Kristinn Arnar 8 mánaða er kátur í fangi Unnar Sigurðardóttur og spjailar við ömmu sína Björgu Pétursdóttur. Lengst til hægri er systir Unnar og Rúnu, Kolbrún Sigurðardóttir, sem býr á Akureyri. Pétur Pétursson bóndi í Hólabæ í Langada! og Margrét Hafstcinsdóttir, scm er búsctt í Keflavík, gróðursetja í Harðhólinn. Móðir Péturs, Gerður Aðalbjörnsdóttir, fcstir afrekið á tilmu. Pétur M. Sigurðsson, sem býr á Seifossi, flutti tölu um Gunnsteinsstaða- heimilið og ættina. Á. Þau tóku lagið fyrir ættingja og venslafólk, frá vinstri, Dagný Pétursdóttir organisti Öxará í Bárð- ardal, Örn Friðriksson vélstjóri Bólstað í Svartárdal, Friðrik Björnsson bóndi á Gili í Svartárdal, Guðmundur Jónsson hæstaréttar- lögmaður Reykjavík og Örn Krist- jánsson tæknifræðingur Rcykjavík. Þor-Haukar ó sunnudag kl. 20.00 Mœtum öll Við bjóðum upp á kaffihlaðborð á sunnudaginn. Verð kr. 600 pr. mann. Þægilegur og góður sunnudagsbíitúr. Verið velkomin. Öxnadal, sími 26838 Söngáhugafólk! Óskum eftir söngáhugafólki í allar raddir, einkum sækjumst við þó eftir karlaröddum. Söngnám ekki inngönguskilyrði. Ahugavert og skemmtilegt félagsstarf. Söngstjóri er Michael Jón Clarke. Upplýsingar gefa Þórunn Pálma, sími 26838, Erla Hrund, sími 23046, Ásdís Halldóra, sími 22011. MÁNAKÓRINN. BygQingavörudeild KEA óskar að ráða starfsfólk til lager- og verslunarstarfa Umsóknarfresturtil 7. október. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, KARL EIRÍKUR HRÓLFSSON, Áshlíð 15, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerár- kirkju, mánudaginn 3. október kl. 14.00. Kristbjörg Runólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARlU SIGURLÍNU ARNGRlMSDÓTTUR, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Sigurður Eiðsson, Ófeigur Sigurðsson, Júlíus Sigurðsson, Edda Valgeirsdóttir, Eiður Sigurðsson, Sigurgeir Sigurðsson, Erla Gestsdóttir, Jóhann Guðjónsson, Elsa Axelsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Ingvi Antonsson, Sumarrós Guðjónsdóttir, Sigurður Guðmundsson, tngibjörg Guðjónsdóttir, Sigursveinn Hallsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.