Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 18

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 1. október 1994 POPP MA6NÚS CEIR ÚUÐMUNDSSON Nýjar hetj udáðir Skyldi einhvern tímann renna upp sú stund að heimurinn eignist að nýju hlljómsveit á borð við Bítlana eóa Rolling Stones? Hljómsveit skipaða ungum mönnum sem allt myndu trylla allsstaóar? Þeirrar spurningar spyrja menn stund- um sjálfa sig þegar litió er aftur til dýrðardaga þessara ofur- sveita poppsins/rokksins og fleiri slíkra. Sveitir á borð við U2, REM, Guns n’ roses og Metallica aó ógleymdum öllum Seattlesveitunum, hafa vissu- lega risió hátt á seinustu árum og þá kannski sérstaklega þær tvær fyrstnefndu, en einhvern veginn hefur samt ekki sami sjarminn verið yfir frama þeirra og áóur var. Það gerir líklega tíðarandinn, sem auðvitaó er allur annar nú. En hvaó sem því líður koma sífellt fleiri hljómsveitir fram á sjónarsviðió sem vekja verðskuldaða at- hygli og ná, í minnsta falli, miklum vinsældum til aó byrja með. í Bretlandi telst það nú vera Oasis, sem er líklegust nýrra hljómsveita til stórafreka, en í Bandaríkjunum eru það tvær sveitir sem „heitastar" eru þessa dagana í rokkinu, Off- spring og Candlebox. Raunar má bæta þeirri þrióju við í Bandaríkjunum, Green day, en um hana og eina til, Counting crowes, sem líka hefur svo sannarlega slegió í gegn, verð- ur væntanlega fjallað sérstak- lega síðar. Það sama gildir um fleiri breskar sveitir líka, t.d. SMASH og Echobelly. Uppgötvaðir fyrir hreina tilviljun Eins og með margar fleiri hljómsveitir sem frægar hafa orðió og fengsælar, var Oasis uppgötvuð fyrir hreina tilviljun og heppni. Hljómsveitin, sem skipuó er þeim Noel Gallagher gítarleikara, laga og textasmið, bróður hans Liam sem syngur, Bonehead taktgítarspilara, Ken McCarroll trommuleikara og Paul McGuigan bassaleikara og er um tveggja ára gömul, var að spila á lítt þekktum stað í Glasgow í Skotlandi, þegar hún var „barin" augum af Alan McGee, einum aðalforsprakka Creationplötuútgáfunnar. (Hef- ur t.d. Sugar meðal annarra góðra hljómsveita á sínum snærum.) Var McGee staddur á staðnum fyrir hreina og klára tilviljun og var snöggur að bjóóa þeim útgáfusamning. Raunar mun hann hafa verió svo fljótur, að hljómsveitin hafði vart lokið við að leika tvö lög, þegar hann rauk upp á sviðið til þeirra og bauð þeim samning. Má segja aó síðan hafi hlutirnir gengið vel og gerst hratt hjá Oasis. Undir áhrifum frá gömlum hetjum eins og Bítlunum, Kinks, T- Rex, Yardbirds og jafnvel Who og síóan Cult, Cure og e.t.v. samsveitungum frá Manchest- er á borð við Smiths og The Fall, hefur hljómsveitin með sinni kraftmiklu og grípandi tónlist slegið rækilega í gegn. Hafa lög á borð vió Superson- ic, sem var fyrsta smáskífulag- ið og Live forever, sem fór á topp tíu fyrir skömmu, tryggt hana vel í sessi og undirbúió jarðveginn vel fyrir útgáfu fyrstu stóru plötunnar, Defini- ungar rokk- sveitír gera tíl- katt til hetms- frœgðar Pönkrokkarar tíunda áratugarins. Offspring. Popprokk sem minnir á INXS f bland við öllu kraftmeira rokk. Candlebox 2. Oasis. Skærustu nýliðarnir í bresku poppi. etly maybe, sem leit dagsins Ijós í byrjun þessa mánaóar. Fór hún beinustu leið á toppinn í Bretlandi í fyrstu söluviku. Hefur þessum skjóta frama Oasis nú verið líkt við uppgang Stone roses fyrir fimm árum síðan og er það ekki að ófyrir- synju. Þaó er hins vegar von- andi að sami vandræðagang- urinn verði ekki á Oasis eins og hjá Roses, en hann hefur ekki rióið við einteyming varð- andi þá sveina. Er eins og fram hefur komið áður hér í Poppi, þó loksins að koma önnur plata frá þeim innan tíóar. En hvað sem því líður, þá er það Ijóst með Oasis aó sveitin er komin í sömu deild og Suede, Manic street preachers, Terrorvisi- on.Therapy?, Primal scream, Radiohead og fleiri, sem nýja þungamiðjan í bresku rokki og þó víóar væri leitað. Afrótum pönksins Þegar pönkbylgjan hafði að mestu rióið yfir í upphafi ní- unda áratugarins í Bretlandi og Bandaríkjunum, hlakkaði í mörgum og voru menn ósparir á að lýsa yfir dauða þessa „vonda” fyrirbæris. En góóu heilli, allavega í tónlistarlegu til- liti, reyndust þær dauðayfirlýs- ingar ýktar. Pönkrokkió dó nefnilega ekki, það lá um tíma í dvala, en smá saman hefur þaó og áhrifa þess farió aó gæta aó nýju. Seattlesveitirnar og þá kannski sérstaklega Nir- vana, hafa t.d. átt stóran þátt í endurkomu áhrifa pönksins og svo sjá menn t.a.m. í sveitum eins og hinni bresku SMASH, pönkið sjálft, hreint og klárt, komið að nýju. Nú hefur síðan fjögurra manna sveit frá Los Angeles, sem tvímælalaust er sprottin af rótum pönksins, Off- spring, slegið rækilega í gegn í Bandaríkjunum meó sinni ann- arri plötu, Smash. Sveitin er skipuð Dexter Holland gítar- leikara og söngvara, Greg K bassaleikara, Ron Welty trommara og Noodles gítarleik- ara og hefur hún verið starfandi í um hálfan áratug. Auk pönksins segjast þeir líka vera mótaðir af hljómsveitum eins og TSOL, en sú ágæta sveit heimsótti einmitt ísland fyrir nokkrum árum. Hefur Smash selst í yfir milljón ein- tökum í Bandaríkjunum og situr í sjötta sæti yfir mest seldu plöturnar. Enn ein „Seattlesprengjan “ Þriója hljómsveitin sem hér skal nefnd er slegið hefur svo um munar í gegn að undan- förnu og þykir líkleg eins og hinar til stórafreka, er Candle- box, sú nýjasta í röðinni úr rokksprengingunni frá Seattle. Eins og Offspring og reyndar Green day líka, hefur Candle- box farið mikinn í Bandaríkjun- um að undanförnu og hefur fyrsta samnefnda platan þeirra nú selst í hátt á aðra milljón eintaka. Þó er um rúmt ár síð- an platan kom upphaflega út, en í kjölfar tónleikaferóar með Metallica og þáttöku í Wood- stock 2, hefur hún rokið upp í sölu. Voru þaó þeir Kevin Mart- in söngvari, Scott Mercado trommuleikari, Peter Klett gítar- leikari og Barch Martin bassa- leikari (ekkert skyldur söngvar- anum) sem stofnuóu Candle- box í desember 1991 og hefur hljómsveitin verið eins skipuð síðan. Fengu þeir nafnið á henni úr texta með lagi eftir áströlsku sveitina Midnight oil. Vöktu þeir félagar fljótlega at- hygli og voru um hálfu ári eftir stofnun komnir meó plötu- samning vió Maverick, útgáfu sjálfrar Madonnu og voru þeir jafnframt fyrsta rokksveitin sem hún tók upp á sína arma. Er poppdrottningin nú víst góð vinkona þeirra. Er það spá margra aó Candlebox geti hæglega náð enn lengra á frægóarbrautinni og orðió ein af þeim stærstu í rokkheimin- um. Hvort það hins vegar getur oróið í líkingu við Bítlana og Rolling Stones, eins og velt var upp í byrjun, er svo annaó mál og gildir þaó sama um hinar tvær sveitirnar sem hér hefur verið fjallaó um og fleiri. Ef til vill tekst hinni írsku popprokk- sveit Cranberries það frekar, en hún hefur nú þegar eins og kunnugt er slegió í gegn bæði austan hafs og vestan meó plötunni sinni frá síóasta ári, Everybody else is doing it, so why can’t we? Viðgangur nýju plötunnar No need to argue mun væntanlega einhverju ráóa um þaó. PiÉtar Eftir nokkra leit og fjöl- margar prufur hefur nú nýr gítarleikari fundist sem arftaki Bernards Butler í Suede. Er þar um að ræöa ungan pilt að nafni Richard Oakes. Mun hann hafa komið fyrst fram meó hljómsveitinni í síóustu viku, í þættinum Top of the pops, þar sem hún flutti nýja smá- skífulagið We are the pigs. Fór lagið í 14. sæti breska smáskífulistans í fyrstu viku. Hin snoppufríóa Eyja- álfusnót, Kylie Minogue, er nú aftur komin á kreik og er sem oft- ast fyrr vel áberandi. Situr nýjasta lagió hennar, Confi- de in me, þessa dagana í fimmta sæti breska smá- skífulistans, en það náði öðru sæti við útkomu. Ný plata, samnefnd, er svo aó koma út. Pearl Jam mun aó öll- um líkindum fá til liós við sig óþekktan trommuleikara í stað Dave Abbruzzese, sem hætti fyrir stuttu. Enn er þó á huldu hver hinn nýi er. Þá er það frekar aó frétta af Pearl Jam, að útgáfu nýju plötunnar, Vitalogy, hefur veriö seinkað. Á platan nú að koma út í nóvember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.