Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. október 1994 - DAGUR - 9 Sigurður Ámi undirbýr sýningu Hann hafði í mörg horn að líta fyrir helgina, myndlistamaöurinn Sigurður Arni Sigurósson, sem í dag opnar sýningu á verkum sín- um í öllum þremur sölum Lista- safnsins á Akureyri. Nýlega lauk sýningu Sigurðar á Kjarvalsstöð- um en sýningin í Listasafninu er 10. einkasýning hans. Sigurður Arni býr í Frakklandi og hefur starfað aó listinni þar, sýnt verk sín og vakið athygli bæði hér heima og í Evrópu. Sýningin í Listasafninu stendur næsta ntánuðinn, eða til 2. nóvem- ber. Opið er ntilli kl. 14 og 18 alla daga nenia mánudaga. Robyn Redman staldraði við um stund í Listagilinu og fylgdist með lista- manninum og félögum hans við undirbúninginn. JOH Stórfelídar breytíngar á Haukadalsheiði Fyrir skömmu hófust stíflu- framkvæmdir við Sandvatn á Haukadalsheiði. Framkvæmd- irnar eru á vegum Landgræðslu ríkisins, en íjármagnaðar með peningagjöf sem íslandsbanki og starfsfólk hans færði Land- græðslunni í tilefni af 50 ára af- mæli Iýðveldisins. Með þessum framkvæmdum er stefnt að því að jafna yfirborð Sandvatns og halda því í fullri stærð allt árið. Vatnsborðið hcfur verið mjög breytilegt. Þegar Sand- vatn er stærst nær það yfir 1.000- 1.500 hektara en stundum er það aðeins smádreitill. A þurrkatímum á sumrin eru því geysimiklir sand- og auraflákar óvaróir. Þarna er mikið fínefni sem fýkur upp við minnsta vind og veldur mikilli gróöureyðingu, sérstaklega sunn- an og austan vió vatnið. Vanda- málið hefur vaxið ár frá ári, því jökulvatnið Farió fyllir stöóugt meira upp í vatnið með sand- og aurframburði úr Hagavatni. Jafn- framt hefur útrás vatnsins grafíð sig niður. Þær aðgerðir sem nú hefur ver- ið ráðist í munu færa undir vatn u.þ.b. 1.300 hektara af fokefnum, sandi og aur og mun Sandvatn þá veróa varanlega allt að því 10 sinnum stærra en það er venjulega síósumars. Þar með verður Sand- vatn eitt af stærstu vötnum lands- ins. Haukadalsheiðin hefur verið eitthvert mesta uppblásturssvæði landsins, en undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf að upp- græóslu. Stefnt er að því að heiðin verði í framtíðinni eins og hún var fyrr á öldum, þegar mestur hluti hennar var skógi vaxinn. En land- græðslustjóri tclur að þaö að hækka vatnsborð Sandvatns og halda því stöðugu með stíflugerð sé alger forsenda þess að björgun- arstarfió á Haukadalsheiði geti borió árangur. Þarna er því verið að ráðast að rótum vandans. Framkvæmdum við stíflugerð- ina verður lokið nú í haust og er búist viö aó Sandvatn muni verða búið aó ná fullri stærð næsta sum- ar. í framhaldinu verður síðan haf- in ný sókn á þeirn hluta heiðarinn- ar sem hefur verið friðaður fyrir beit. Plantað verður birki, víði, baunagrasi, melgresi og lúpínu, auk þess sem haldið verður áfram að sá fræi og dreifa áburði með flugvél Landgræðslunnar. Hluti af framlagi íslandsbanka og starfs- fólks hans mun renna til þeirra að- gerða og mun starfsfólk bankans taka þátt í starfinu. Frekari upplýsingar gefa Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, og Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Islandsbanka. Alvöru-Bókhaldsnámskeið Hverjum er námið ætlað? Námið er sniðið að þörfum atvinnulífsins. ■o Færð eru raunveruleg fylgiskjöl. «=> Námið hentar bæði þeim sem eru að byrja að færa bókhald og þeim sem lengra eru komnir. Kennt verður m.a.: ■o Merking fylgiskjala. o Sjóð- og dagbókarfærslur. Afstemmingar. o Uppgjör á VSK. Að námi loknu verður vinnan við BÓKHALDIÐ leikur einn. ->Þú sparar með því að færa BÓKHALDIÐ. o Þú öðlast betri innsýn í reksturinn. Kennsla hefst mánudaginn 3. október kl. 20.00. Kynntu þér málið - Innritun og upplýsingar eru í síma 27899 og að Furuvöllum 5. Tölvufræðslan Akureyri * Furuvöllum 5, sími 27899. S.Á.Á.-N. Almennur félagsfundur verbur haldinn mánudaginn 3. okt. kl. 20.30 í Húsi aldraðra. Ýmis félagsmál rædd. Forma&ur S.Á.Á., Þórarinn Tyrfingsson, mætir á fund- inn. Allir velkomnir. Ungt fólk er hvatt til oð mœta. Kaffiveitingar. Stjórnin. KÖRFUBOLTI íslandsmót - Úrvalsdeild í Höllinni á Akureyri sunnudaginn 2. október kl. 20.00 Hvað gera Þórsarar gegn Haukum? I síðasta leik sluppu meistarar Njarðvíkinga með skrekkinn Akureyringar - nærsveitamenn! Komið í Höllina, hvetjið Þórsara og sjáið spennandi viðureign

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.