Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 01.10.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 1. október 1994 PVRARÍKI Í5LANDS________________________________ SR. SI6URÐUR Æ61SSON Fuglar 57. þáttur Rauðhöföaönd (Anas penelope) Rauðhöföaöndin er af ættbálki gásfugla eða andfugla, eins og t.d. gæsir og álftir. Hún er síðan af andaættinni, sem hefur að geyma um 140 tegundir fugla. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi. Alls eru um 25 tegundir árvissar og þar af 18 þeirra reglubundnir varpfuglar. Þær skiptast í gráendur (sem einnig eru nefndar buslendur, grasendur eða hálfkafarar) og kaf- endur. Rauðhöfðaöndin tilheyrir hinum fyrmefndu, gráöndunum. I flokki þessara gráanda verpa á Is- Iandi 5 tegundir, auk rauðhöfða- andar. Þær eru: Gargönd, stokk- önd, urtönd, grafönd og skeiðönd. Rauðhöfðaöndin er 45-51 sm á lengd, 530-1100 g á þyngd og meö 75-85 sm vænghaf. Blikinn er að jafnaði stærri aðilinn og í raun sá er tegundin dregur nafn sitt af, því í skrautbúningi er hann nefnilega ryðrauður á höföi. Að öðru leyti er hann rjómagulur á kolli, silfurgrár á baki, vængjum og hliðum (litur- inn verður til af einkennilegu sam- spili hvíts og svarts, er myndar nokkurs konar gárumynstur, afar fingert), ljósvínrauður á bringu og hvítur að neðanverðu. Kollan er hins vegar mun óásjálegri, hesli- hnetubrún eða mógrá að ofan, á hliðum og bringu, með ljósum díl- um; stundum er hún með roðablæ. Kviður er eins og á blika. Höfuðlag beggja kynja er sér- staklega einkennandi: Hátt enni, ávalur kollur og hnakki og stuttur og tiltölulega þykkur háls. Nefið silfurgrátt aö lit, svart fremst (þ.e.a.s. að ofanverðu), tiltölulega stutt. Fætur blýgráir. Augu brún. Vængir ljósir, einlitir á neðra borði. Vængspegill grænn (mið- hluti) og svartur. Stél fleinmyndað af brúnum fjöðrum. I felubúningi (júní-september) líkjast blikarnir mjög kollunum. Flugtak er létt og vængjatök hröð. Jafnan er flogið í þéttum hópum, stundum í riðlandi hala- rófu. Rauðhöfðaöndin er líka góð- ur sundfugl og á auóvelt með gang og hlaup á þurru landi. Rödd karlfuglsins er hvellt, blístrandi hljóð, en kvenfuglinn malar hins vegar lágt. Islenska rauðhöfðaöndin er að mestu leyti farfugl, er kemur upp til landsins í maí. Annars er teg- undin útbreidd um alla norðan- verða Evrasíu. A vetrum dvelur hún á vogurn og grunnsævi, en á sumrum eru tjarnir, grunn vötn eða mýrlendi kjörlendi hennar. Aðalvarptíminn hér á landi er júníbyrjun. Varp tegundarinnar er dreift. Hreiðrið, grunn skál í jörðu, fóðruó innan með þykkum dúni og kannski stráum, er falið milli þúfna, í lyngi og runnum hjá eða í votlendi á láglendi. Kollan sér um öll hreiðurstörf, en blikinn stendur vörð og það lengur en gerist með- al karlfugla annarra andategunda, enda hjúskapur (einkvæni) rauð- höfðaanda talinn í afar föstum skorðum. Um síðir brýtur nauðsyn þó lög og blikinn hverfur á brott til að endurnýja fjaðurbúnað sinn. Eggin eru venjulegast 6-10, rjómagul á lit, og tekur útungun 24-25 daga. Ungarnir eru hreiður- fælnir og eru í umsjá móðurinnar uns þeir verða sjálfstæðir, er gerist nokkru áóur en vængirnir bera þá. Ungarnir veróa svo fleygir 40-45 daga gamlir. A þeim tíma líkjast þeir mjög kollunni í útliti. Eins og aðrar gráendur lifir rauðhöfðaöndin mest á plöntufæðu (bæði vatnajurtum, eins og t.d. nykrum, grænþörungum og svo venjulegu grasi; nýtir sér gjaman fæðu, sem álftir og kafendur hafa rótaó upp). En á varptíma er þó að- alfæða (eins og annarrra gráanda) tekin úr dýraríkinu, eins og t.d. mýflugur og lirfur þeirra, enda slíkt kjammeira en jurtafæða og þar af leiðandi bráðnauðsynlegt meðan kollumar eru aó þroska egg og síðan ungamir að vaxa. Eftir aö hafa endumýjað fjaðrir sínar halda rauðhöfðaendurnar af landi brott, síðla hausts. Nokkur hundruð fugla ílendast þó hér og dvelja á Suðurlandi vetrarlangt, að mestu á sjó (frá Leirárvogi að Þjórsárósi). Hvaö utanfarana snertir, þá gefa endurheimtur merkinga til kynna að þeir séu illútreiknanlegir í ferð- um sínum. Þó virðast höfuðvetrar- stöðvamar aðallega vera norðan- vert Skotland og írland. Einnig mun nokkur hluti rauóhöfða dvelja á Englandi. I allt er talið að um 70% íslenska stofnsins (en rauð- höfðaöndin telur einn stærsta anda- stofn hér á landi, á a.g. 5.000 varp- pör eða um 30.000 fugla að hausti) dvelji vetrarlangt þama á Bret- landseyjum. Þá leita einhverjir fuglar enn sunnar og hafa m.a. komið fram í Hollandi og þaðan alla leió til Suður-Spánar. Einnig eru dæmi um íslenska rauðhöfða á vetrarflandri á Italíu og í Túnis. Þessir íslensku fuglar eru taldir vera innan viö 10% af þeim fjölda rauðhöfðaanda sem dvelur í V,- Evrópu á veturna; megnið virðist koma af svæðum austan Eystra- salts og jafnvel allt frá A.-Síberíu. Þessir stofnar allir blandast aó vetrinum og talsvert af íslenskum fuglum hefur komið fram á varp- stöðvum á meginlandinu, allt frá N.-Noregi austur til V.-Síberíu, og á farleið meginlandsfuglanna í Danmörku og N.-Þýskalandi. Allmikió af ungfuglum á fyrsta ári hefur komið fram á austur- strönd N.-Ameríku, allt frá Ný- fundnalandi og suður til V.-Indía. Hins vegar eru ekki dæmi um eldri fugla þar. Elsta rauðhöfóaönd sem ég er með heimildir um varð 19 ára og 7 mánaða gömul. Var það breskur fugl. MATARKRÓKU R Rauðhöfðaönd, steggur í sumarbúningi. (Hjáimar R. Bárðarson: Fuglar ís- lands. Reykjavík 1986.) Uppskriftir Helgu heimaisfræðikennara ári síðan með hússtjórn sem sérsvið. Hún erfœdd og uppalin á Sauðárkróki og hún og sam- Það er Helga Harðardóttir, heimilisfrœðikennari í Gagn- frœðaskólanum á Sauðárkróki, sem sendir uppskriftir í Matar- krókinn að þessu sinni. Helga útskrifaðist úr Kennaraháskóla Islands í Reykjavík fyrir rúmu býlismaður hennar, Sveinn Sverrisson sjúkraþjálfari frá Siglufirði, eru sœl og glöð með það að vera komin norður á ný nú þegar þau hafa lokið námi. Helga segist hafa gaman af að elda allan mat og baka og henni finnst sérstaklega skemmtilegt að eiga við gerbrauð. Að sögn Helgu eru krakkarnir í Gagn- frœðaskólanum á Sauðárkróki þrœldugleg í matreiðslu, bœði strákar og stelpur. Helga hefur fengið skólasystur sína úr Kenn- araháskólanum til að leggja til uppskriftir í nœsta Matrakrók. Hún heiti Lára Gunndís Magn- úsdóttir og býr í Framnesi í Skagafirði. Lúxuspasta 200 g pastaskrúfur (3 litir) / tsk. salt 8 tsk. ferskir sveppir / rauð paprika 4 ananashringir 1 lítill blaðlaukur / dós maískorn Z dlfersk klippt steinselja 2 msk. matarolía I/ dl rjómi 400 g rœkjur 1 tsk. karrý Z tsk. hvítlauksduft I msk. matarolía 150 g rifin ostur (feitur) 1. Pastaó er soðið skv. leiðbein- ingum á pakka, í saltvatni. Sett í smurt eldfast mót. 2. Grænmetió er hreinsaó og skorið, sveppir í sneiðar, papr- ika í strimla, ananas og laukur í bita og steinseljan klippt. Grænmetið látið krauma í olí- unni á pönnu í 4-5 mín. Rjóm- anum hellt yfir og pannan tekin af hellunni um leið og byrjar að krauma. Ollu hellt yfir pastað. 3. Rækjurnar þerraðar og settar á pönnu í matarolíu, látnar krauma í 1 mín. Karrý og hvít- lauksdufti stráð yfir rækjuna, blandað vel og sett í eldfasta rnótið. 4. Rifinn ostur settur yfir allt, bakað í ofni við 200° hita í 10- 15 mín. Borið fram með góðu hvítlauks- brauði. Hvítlauksbrauðið hennar Helgu 3/ dl volgt vatn (37°) 5 tsk. þurrger 3 msk. matarolía 1 msk. sykur 1 tsk. hvítlaukssalt Z tsk. hvítlauksduft 1 tsk. basilikum I tsk. oregano 5 dl hveiti 1. Leysið þurrgerið upp í volga vatninu. Bætið öllum hinum efnunum út í nema 2 dl af hveiti. Hrærið saman og byrgið skálina, látið lyfta sér um helming. 2. Sláið deigiö, bætið afgangnum af hveitinu saman við og hnoð- ið þar til deigið verður samfellt og slétt. 3. Mótió deigið í citt brauð eða bollur. Penslið með mjólk og látið lyfta sér í 20-30 mín. Bakið brauðið við 220° hita í 30 mín. en bollumar við sama hita í 10 mín. Norsk eplakaka Botn: 200 g sykur 175 g smjörlíki 2 egg 175 g hveiti / tsk. lyftiduft 2 msk. sítrónusafi Fylling: 750 g epli 1 msk. sítrónusafi 3 msk. hakkaðar möndlur 200 g sýrður rjómi 2 egg 75 g sykur rifið sírónuhýði af'/ sítrónu 1. Hrærið smjörlíki og sykur ljóst og létt. Setjið hluta af hveitinu út í og svo eggin eitt og eitt í senn. Hrærið vel á milli. Af- gangnum af hveitinu, lyftiduft- inu og sítrónusafanum bætt í. Deigið sett í 26 cm springform. 2. Eplabátum raðaö þétt yfir deig- ið, penslið með sítrónusafa og stráið möndlum yfir. 3. Pískið saman sýrða rjómann, egg, sykur og rifið sítrónuhýði. Hellió blöndunni yfir eplin. 4. Bakið eplakökuna á neðstu grind í eina klst. við 180° hita. Góð kaka á köldum síðkvöldum meó rjóma eöa ís. KLJ Hér tckur Helga til hendinni við baksturinn og iitla frænka, Guðrún Sonja, aðstoðar hana dyggilega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.