Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 20
wm, Akureyri, laugardagur 4. mars 1995 Landsleikurinn okkar! Akureyri: Staðsetning flotkvíar ákveðin Hafnarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag, að flotkví Akur- eyrarhafnar yrði staðsett norðan við stóru skemmu Slippstöðvarinnar-Odda hf. Til grcina kom að flotkvíin yrði staðsctt austan við skemmuna en athugun leiddi i ljós að ekki þótti fram- kvæmanlegt með góðu móti að festa hana þar. „Nú verður farið í að ganga firá lóðamálum, fullgera hönn- un, leita eftir tilboðum í útgröft og ganga til samninga við Suð- urverk um grjótvinnuna og þetta þarf að gerast sem allra íyrst, svo hægt sé að hefja framkvæmdir,“ sagði Guð- mundur Sigurbjömsson, hafn- arstjóri, í samtali við Dag. Flotkvíin er smíðuð í skipa- smíðastöðinni Klaipeda í Lit- háen og er stefnt að því að hún verói tilbúin til aflhendingar í næsta mánuði. Flotkvíin tekur skip með allt að 7,6 m djúp- ristu, er rúmir llómað lengd og 24 m að breidd og hefur 5000 tonna lyftigetu. Áætlaó er að kvíin komi til Akureyrar í maí nk. en hún verður dregin í heilu lagi yfir hafið. Reiknaö er með að það taki um 11-15 daga að koma henni frá Lithá- en til Akureyrar og er nú verió að leita tilboða í heimflutning- inn. KK O HELGARVEÐRIÐ Hann er enn að norðan og það er spáð stífri norðaustanátt, frosti og éljum í dag á Norðurlandi öllu. A morgun verður það enn svartara. Þá er spáð hvassri norðanátt og snjókpmu, sem sagt stórhríðar- spá. Á mánudag dregur heldur úr bæði vindi og ofankomu, þó verða él og norðlæg átt. Á þriðju- dag verða enn sem fyrr él, norð- an og frost. Akureyri: Atvinnuleysi minnkar Þó febrúarmánuður hafl verið úrkomusamur og kaldur, hefur það engin áhrif á börnin, sem kunna vel að meta snjóinn. Mynd: Robyn. ^ Febrúarmánuður á Akureyri: Urkomusamur og kaldur Það kemur sennilega fáum á óvart að tölur frá Veðurstofu íslands gefa greinilega til kynna að nýliðinn febrúarmánuður var úrkomusamur og kaldur. Meðalhitinn var mínus 4,1 gráóa, sem er 2,6 gráðum undir meðallagi. Úrkoma var 61 mm og er það langt umfram meðal- úrkomu. Sólskinsstundir mældust 24 sem er 5 stundum færra en venja er. HA Nokkuð færri voru á atvinnu- leysisskrá hjá Vinnumiðl- unarskrifstofunni á Akureyri um síðustu mánaðamót en um mánaðamótin þar á undan. Þá er ástandið einnig betra en á sama tíma í fyrra. Alls voru 550 manns án at- vinnu í lok febrúar, 328 karlar og 222 konur. Á sama tíma í fyrra voru 583 atvinnulausir og þá voru hlutföll kynjanna þau sömu og nú. Fækkað hefur á atvinnuleysisskrá um 55 manns, eða 9%, síðan um mánaöamótin janúar-febrúar. Þeg- ar nánar er að gáð má að stærstum hluta rekja fækkunina til minna atvinnuleysis hjá verkafólki. Eining er 'ang stærsta verka- lýðsfélagið á svæðinu og félags- menn þess því fjölmennastir í hópi atvinnulausra, eða 243. Hins vegar hefur Einingarfélögum fækkað um 25% á atvinnuleysis- skrá frá lokum janúarmánaðar, eða um 61. Atvinnuleysi hjá Fé- Iþróttahöllin á Akureyri: Brunamálastofnun gerir athugasemdir við eldvarnir Brunamálastofnun hefur gert kröfur um ýmsar úrbætur varðandi eldvamir í íþróttahöll- inni á Akureyri. Þetta staðfesti Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, þegar mál- ið var borið undir hann í gær. „Kröfur Brunamálastofnunar um úrbætur lúta fyrst og fremst aó kjallara íþróttahallarinnar, þar er mun meiri starfsemi en gert var ráð fyrir í upphafi og hann var reiknaóur fyrir. Síðan eru ýmis at- riói við Höllina sem ekki hefur verið Iokið við frá því að hún var byggð. I kjallaranum eru útgöngu- leióir sem ekki uppfylla kröfur fyrir þann fjölda sem nú er þar á hverjum degi við æfingar. Upphafið að þessu var það að Brunamálastofnun skrifaði okkur bréf og bað okkur að gera úttekt á Iþróttahöllinni vegna heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik. Af því tilefni var málið tekið upp. Við gerðum nokkuð ítarlega skoðun á Höllinni og skiluðum henni af okkur til Brunamála- stofnunar sem síðan gerði kröfur um lagfæringar. Kröfumar eru þannig frá Brunamálastofnun en ekki Slökkviliði Akureyrar. Vió eigum hins vegar að framfylgja þeim,“ sagði Tómas Búi Böðvars- son, slökkviliðsstjóri. Hann sagði að ekki væri ákveð- in tímamörk á því að framfylgja kröfum Brunamálastofnunar. „Hver og ein athugasemd er metin fyrir sig. Sumt af þessu hefur ver- ið vitað um til fjölda ára, en önnur atriði hefur ekki áður verið farið fram á að lagfæra. Við viljum fyrst og fremst fá áætlun um hvemig menn ætla að leysa þessi mál, en síðan verður metið hvaó menn telja nauðsynlegt að ráðast í fyrir heimsmeistarakeppnina.“ Tómas Búi sagði aó ekki væru miklar athugasemdir gerðar við sjálfan íþróttasalinn, þar væru útgönguleiðir í lagi. „Vissulega geta úrbætur sem þama er farið fram á verið kostn- aðarsamar, sérstaklega varðandi kjallarann, ef ætlunin er að halda þar áfram óbreyttri starfsemi,“ sagói Tómas Búi. óþh lagi verslunar- og skrifstofufólks hefur aukist um 10% (úr 85 manns í 94), hjá Iðju um 9% (úr 56 manns í 61) og hjá iónaðar- mönnum um 18,6% (úr 59 í 70). HA Siglufjörður: Enn nokkurt atvinnuleysi Atvinnuleysisdögum á Siglu- firði fækkaði úr 2336 í janú- ar í 1406 í febrúar, eða um 40%, og er því enn nokkurt atvinnu- leysi þar en á atvinnuleysis- skránni eru nú alls 53, að hluta til fólk sem hefur verið í vinnu hluta dagsins. I janúarmánuði sl. vom 115 skráðir atvinnulausir á Siglufiröi. Gert er ráó fyrir enn frekari fækk- un atvinnuleysisdaga í marsmán- uði en fiskverkunarhúsin hófu ekki starfsemi að nýju eftir ára- mótin fyrr en í lok janúarmánaðar, aðallega vegna hráefnisskorts og eins var tíðarfarið mjög erfitt. GG rlnnanhúss--> múlning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND I Kaupangi • Sími 23565 - LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI ■CT 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813 Laugardagur 4. mars Síðasti útsöludagur á eldri staðallitum - 198 kr. lítrinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.