Dagur - 08.06.1995, Qupperneq 5
MANNLI F
Fimmtudagur 8. júní 1995 - DAGUR - 5
Jón Berg, kaupmaður í Raflandi í
◄ Sunnuhlíð, dró úr réttum lausn-
um í happdrættinu.
Yinningshafar í happdrætti
á Sumardögum í Sunnuhlíð
Um síðustu helgi var efnt til svo-
kaliaðra Sumardaga í Sunnuhlíð og
í tengslum við þá var efnt til happ-
drættis. Sumardagamir þóttu takast
vel, mikið var um dýrðir i Sunnu-
hlíð, tilboð í verslunum, skemmti-
kraftar létu sig ekki vanta og grill-
veislan var á sínum stað. Dregið
var í happdrættinu sl. þriðjudag og
em vinningshafamir eftirtaldir:
1. verðlaun -
helgarferð til Reykjavíkur:
Sigrún Björk Sigurðardóttir,
Borgarhlíð 4b, Akureyri.
2. verðlaun -
ostakarfa frá KEA Sunnuhlíð:
Asta M. Rögnvaldsdóttir,
Smáratúni 9, Svalbarðseyri.
3. -5. verðlaun -
1000 kr. úttekt í Verslunarmið-
stöðinni Sunnuhlíð:
Jón Sigurðsson,
Lönguhlíó 17, Akureyri.
Andrea Dögg Kjartansdóttir,
Smáratúni 9, Svalbarðseyri.
Hólmfríður Jónsdóttir,
Keilusíðu 5d, Akureyri.
6.-7. verðlaun -
1000 kr. gjafabréf á Crown
chicken Akureyri:
Gunnar Gíslason,
Bröttuhlíð 4, Akureyri.
Haraldur Arnarson,
Stapasíðu 13i, Akureyri.
8.-9. verðlaun -
1000 kr. gjafabréf á Lindina
Leiruvegi:
Halldór Sveinsson,
Karlsrauðatorgi 24, Dalvík.
Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir,
Mýrarbraut 21, Blönduósi.
10.-15. verðlaun -
einn kassi af Frissa fríska:
Birgir Sveinbjömsson,
Akurgerði 5c, Akureyri.
Berta Kjartansdóttir,
Seljahlíð la, Akureyri.
Rafn Sveinsson,
Borgarhlíð 3a, Akureyri.
Sigríður Jóhannesdóttir,
Víðimýri 4, Akureyri.
Björg Eiríksdóttir,
Huldugili 36, Akureyri.
Birna Jónasdóttir,
Núpasíðu 8h, Akureyri.
Vinningshafar fá send gjafakort
í pósti á næstu dögum. óþh
Leikfélag Akureyrar:
Aukasýning á Djöflaeyíunni
Það er óhætt að segja að sýning
Leikfélags Akureyrar á Djöflaeyju
þeirra Einars Kárasonar og Kjart-
ans Ragnarssonar hafi slegið í
gegn. Síðasta sýning átti að vera
um síðustu helgi en vegna mikillar
aósóknar verður aukasýning laug-
ardaginn 10. júní nk. kl. 20.30 og
verður það allra síðasta sýning.
Rétt er aö geta þess aö á þessa
sýningu kemur væntanlega fimm
þúsundasti gesturinn á sýninguna
og verður honum að sjálfsögðu
boðið á sýninguna auk þess sem
hann fær að launum aðgangskort á
allar sýningar Leikfélags Akureyr-
ar næsta leikár.
Leikritið er hrollköld og um
leið meinfyndin lýsing á íslensku
samfélagi á bernskuárum lýöveld-
isins. I verkinu birtist óborganleg-
ur sagnaheimur Einars Kárasonar
um líf og örlög fólks sem flutti á
mölina eftir seinna stríð og átti
ekki í önnur hús að venda en yfir-
gefna hermannabragga.
Fjöldi leikara tekur þátt í sýn-
ingunni og hafa þeir hlotið ein-
róma lof fyrir leik sinn sem og
sýningin í heild, en leikstjóri er
Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd
og búninga gerir Axel Hallkell Jó-
hannesson. Tónlistarstjóri og und-
irleikari er Karl Olgeirsson, en
fjölmörg lög frá sjötta áratugnum
setja svip á sýninguna, sem er lýst
af Ingvari Bjömssyni.
Úr hinni vinsælu leiksýningu Leikfélags Akureyrar, Djöflaeyjunni. Á mynd-
inni eru Lína spákona (Sigurveig Jónsdóttir), Dolií (Bergljót Arnaids), Fía
(Sunna Borg) og Tóti (Aðalsteinn Bergdal). Mynd: Robyn.
Þorvaldsdalsskokkið
verður 1. júlí nk.
Nú er tæpur mánuður þar til ræst
verður í Þorvaldsdalsskokkið, en
það hefst við Fornhaga í Hörgár-
dal 1. júlí kl. 10 og endar við Ár-
skógsskóla. Hafa keppendur þá
farið um 26 km leið gegnum Þor-
valdsdal, en hann er opinn í báða
enda, og hæst er farið í um 500
metra yfir sjávarmáli. Þorvalds-
dalsskokkið er ætlaó öllunt sem
náð hafa 16 ára aldri, og er þess
vænst að bæöi hlauparar, skokkar-
ar, röltarar og göngumenn taki
þátt í þessari ferð um dalinn, en
tímatöku verður hætt eftir 6
klukkutíma. Menn geta sem sagt
farið á sínum hraða og notið um-
hverfisins mismikið, sumir kepp-
ast við tímann, aðrir fara rólega og
njóta umhverfisins. Keppt verður
bæði í karla- og kvennaflokkum,
aldursflokkunum 16-39 ára, 40-49
ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára
og eldri.
Þetta er dæmigerð óbyggóaferð
og menn fylgja fjárgötum eða fara
sínar eigin leiðir. Tæplega 50 þátt-
takendur af ýmsum gerðum tóku
þátt í þessu skokki í fyrra og töldu
flestir þetta mikið og gott ævin-
týri. Á leióinni munu verða
drykkjarstöóvar og björgunar-
menn og svo geta menn væntan-
lega brugðið sér í sundlaugina í
Árskógi að loknu hlaupinu og
fengið sér hressingu. Nánari upp-
lýsingar um Þorvaldsdalsskokkið
veitir Bjami E. Guðleifsson (sími
v. 4624477, h. 4626824) og tekur
hann einnig við skráningu.
(Fréttatilkynning)
Skralli lét sig að sjálfsögðu ckki vanta og skemmti börnunum.
Að sjálfsögðu mætti Stefán Vilhjálmsson frá Kjötiðnaðarstöð KEA og gaf
fóiki að smakka griiikjöt.
Hljómiistarmenn stigu á svið og skemmtu gestum.
Möldur hf.
- NÝ SÍMANÚMER -
Samfara almennum breytingum á símakerfi landsmanna þá fá-
um við hjá Höldi hf. ný símanúmer. Það er von okkar að nýju
númerin lærist fljótt og að þessi breyting verði viðskiptavinum
okkar til hagsbóta.
Fiöldur Hf. SKRIFSTOFUR OG BÍLALEIGA
BÍLALEIGA AKUREYRAR, Tryggvabraut 12
HÖLDUR, Tryggvabraut 10-14 461 3000, 461 3001
Samband frá skiptiborði við Bílaleigu, Nýja bíla, Dekkjaverkstæði,
Notaða bíla, bensínafgreiðslu og sjoppu.
BÍLASALA
HÖLDUR, nýir bílar 461 3014
HÖLDUR, notaóir bílar
Bílasalinn . _ 461 3020, 461 3019, 461 3000
■JHIIiTiHiM
Kjúklingastaðurinn
CROWN CHICKEN
Skipagötu 12
ESSO) NESTIN
461 3010, 461 3011
ESSO-NESTI, Tryggvabraut , - 461 3000,461 3001
ESSO-NESTI/Lindin, Leiruvegi tiZÍffW 461 3008, 461 3009
ESSO-NESTI/Veganesti 461 3012, 461 3013
BIFREIÐAVERKSTÆÐI - VARAHLUTIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI, Draupnisgötu 1 461 3015
VARAHLUTAVERSLUN, Draupnisgötu 1 461 3016