Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. júní 1995 - DAGUR - 5 FRIMERKI SlúURÐUR H. ÞORSTEINSSON Grannínn í vestri Kalaallit Nunaat • Gwtdand En snúum okkur nú frá þessum stimplum og lítum aðeins á frí- merkin. Þann 9. febrúar gáfu grann- ar okkar út tvö frímerki meö mynd- urn heimskautaorkídea, en af þeirn eru fimm tegundir þekktar á Græn- landi. Þær tvær sem nú lentu á frí- merkjum voru hjartablaðka - List- era cordata - og brönugras - Leuc- orchis albida. Hinar tegundimar eru satýrblóm, kóralrót og hjónagras. Brönugrös og ætt þeirra, eða orkídeur, eiga oft- ast heima í hitabeltislöndum. Hins vegar eru eins og áður segir tvær þeirra 25 þúsund tegunda sem skráðar eru búsettar á Grænlandi, eða réttar syðst á Grænlandi. Þar geta þær þó aðeins blómstrað í fá- einar vikur og þar um ræður bráðn- un snævar miklu. Sé vorið milt hefst vöxtur plantnamia strax í júní og á hinum skamma tíma sem fram- undan er og má nefna sumar, þarf plantan að framleiða blöð, stöngla, blóm og síðan fræ og rótarhníði lil næsta árs. Bamarót er þekkt allt upp í 30 dm há á Grænlandi, við bestu að- stæður. Blómin em hvít/gul. Angan blómsins er eins og af vanillu og ilminn leggur oft langar leiðir. A vesturströndinni er hún þekkt allt norður til eyjarinnar Disko, en á austurströndimú norður til Blosse- ville-strandarinnar. Verð frímerkjanna er 4,00 og 7,25 DKK. Merkin hafa gert þeir Jens Lorentsen og Martin Mörck. Grænlcnsk landdýr. » » » » k » » » * » * » » » » * Kalaallii N unaai ■ Gmbnd mmum « » m m.tk.4 Grænlendingar vinir okkar í vestri hafa veriö nokkuð duglegir við að gefa út frímerki að undanfömu, en ekki síður duglegir við að gefa greinargóðar upplýsingar um hvað framundan er á hverjum tíma. Mig langar samt í upphafi þessa þáttar að geta um að í Ammass- alik/Tasiilaq, en þar em aðalstöðvar frímerkjasölu þeirra, em notaðir 11 mismunandi stimplar auk sér- stimpla sem koma þar fyrir alltaf öðm hverju. Þá var sérstimpill gerður á síðasta ári vegna 10 ára af- mælis flugvallarins í Ilulissat. Norðurlandafrímerkin. Kalaallit Nunaai ■■■■A Rökkurkórinn í söngferöum Norðausturland Rökkurkórinn í Skagafirði verður í söngferð um Norðausturland 16.-18. júní. Gestasöngvari kórsins er ein- söngvarinn landskunni Jóhann Már Jóhannsson. Söngstjóri er Sveinn Arnason og undirleikari Thomas Higger- son. Eftirtaldir tónleikar verða haldnir: í Egilsstaðakirkju 16. júní kl. 21.00, Miklagarði, Vopnafirði 17. júní kl. 17.00 og Þórsveri, Þórshöfn 17. júní kl. 21.00. Héraðsbúar, Vopnfirðingar og Norður-Þingeyingar! Komið og takið þátt í skagfirskri sveiflu í söng! (Fréttatilkynning) Evrópufrímerkin. Afmæli Illininrfissuaq. Þá hafa einnig verið gefin út frí- merki til að minnast 150 ára afmæl- is Illiniarfissuaq. Sýnir það tvo heimamenn vinna að staðsetningu á korti. Merkið, sem er 4,00 DKK, geröu þeir Ejner Heilmann og A. Kúhlmatm. Þá hafa Grænlendingar eimtig gefið út bæði Norðurlandafrímerki og Evrópufrímerki. Er hvor sam- stæða fyrir sig með tveim frímerkj- um. Nafnverð þeirra er DKK 4,00 og 8,50, í báðum tilfellum. Evrópufrímerkin eru með mynd af bréfi og farfuglum á flugi á leið sinni til sumarheimkynnanna. Aka Hoegh og Jens Lorentzen hafa séð unt gerð þeirra. Norðurlandafrímerkin eru síðan með afar fallegum landslagsmynd- um eftir Rolf Múller af borgarísjaka í grænu landslagi og hamrabelti í jaöri jökulsins. Jens Lorentsen hefir hatmað gerð frímerkjanna. Loks hafa svo Grænlendingar geftð út frímerki til að minnast 50 ára afmælis Sameinuðu Þjóðanna. I S.Þ. fimmtíu ára. Grænlcnsk brönugrös. því er hið þekkta „Logo“ stofnunar- innar og talan 50 auk þess sem F N í hvítum lit sekkur inn í grænan grumilit merkisins. Emi em það Jens Lorentzen og Ame Kúhlmann, sem hafa séð um gerð þessa frímerkis sem er að verðgildi DKK 7,25. Af þessu má sjá að á þessu ári hafa grannamir í vestri verið iðnir við kolann. Af því aö dýralíf á Grænlandi er á ýmsan hátt ólíkt okkar, enda mun kaldara þar, að því er við höldum, þá er ekki úr vegi að sýna lesendum þrjú frímerki með myndum grænlenskra landdýra sem gefin vom út á síðasta ári. Þama er um að ræöa hreysikött, læmingja og snæhéra. Ekkert þessara dýra er til hér á landi. Það er svo listamaðurinn Jens Rosing sem hefur teiknað frímerkin, en Jens Lorentzen hefir aftur á móti hannað þau til prentunar í stálstungu og offset. Nafnverð frímerkjanna er DKK 5,50, 7,25 og 9,00. Suzuki Baleno IbaukQJ Afl og öryggi Laufsásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300 Ef allir hlæja... ...er þaö karmski af þvíaö þú ert ekki búin(n) aö sjá... BRúðkaup muRiel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.