Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. júní 1995 -DAGUR - 11 Trésmiðjan Borg á Sauðarkróki: „Byggingariðnaðurinn enginn gullkálfur“ - segir Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri yfir þessa lægö. Hinsvegar gæti næsti vetur orðið erfiður þar sem framkvæmdum við flestar opin- berar byggingar er að ljúka.“ Sumarhús í Kjarnaskógi Eitt af þeim verkefnum sem tré- smiðjan er að fást við um þessar mundir, reyndar í samviiuiu við tvö önnur fyrirtæki, er bygging sjö sumarhúsa sem eiga að fara í Kjamaskóg. Guðmundur segir að um 10-12 manns vinni við verk- efnið og það taki 2-3 mánuði að byggja húsin. Þrjú fyrirtæki á Sauðárkróki: Trésmiðjan Borg hf., Friðrik Jónsson sf. og Eik sf., vinna sameiginlega að þcssu verk- efni undir nafninu Ostak sf. „Við göngurn frá húsunum að Miklar hræringar hafa verið í byggingariðnaðinum á undanförn- um árum og fjöldi fyrirtækja oröið gjaldþrota og þurft að hætta starf- semi. Trésmiðjan Borg á Sauðár- króki er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur staðið af sér marga storma og hefur fyrirtækið starfað í rúm þrjátíu ár. Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar, segir að þó fyrirtækið sé nokkuð traust í sessi sé markaður byggingariðnaðarins engiim gullkálfur. „Þetta er erfiður bransi sérstak- lega vegna þess að útboðsmál hafa þróast þannig að mönnum er gert ókleift að bjóóa í á eðlilegan máta. Það er mikið um undirboð og það sem er kannski verst er að ríkisvaldið hefur gengið á undan í því að taka tilboðum sem eru langt frá því að vera raunliæf. Síð- an þegar upp er staðið og fyrirtæki fara á hausinn þá eru það ríkis- valdiö og einstaklingar sem tapa. Það er auðvitað mjög erfitt að keppa á þessum grundvelli ár eftir ár enda er það staðreynd að mjög fá fyrirtæki innan þessarar at- vimiugreinar eru gömul.“ Eftir samdrátt á undanförnum árum er þó nokkur uppsveifla í byggingariðnaði á landsvísu. Guð- mundur segir að á Sauöárkróki og nágrenni finni menn lítið fyrir þessari uppsveiflu fyrst og fremst vegna þess að þetta svæði lenti ekki í eins mikilli lægð og mörg önnur svæði. „Hér hafa verið byggðar nokkrar opinberar bygg- ingar og það hefur hleypt okkur Kári Þorsteinsson, trésnuður, að siníða kojur sem fara í sumarhúsin. Guðmundur Guðmundsson cr framkvæmdastjóri Trciniðjunnar Borgar. mestöllu leyti hér,“ segir Guö- mundur. „Þau eru svo flutt tilbúin til Akureyrar og þar eru þau sett upp.“ Þríþætt starfsemi Trémiðjan Borg treystir ekki eingöngu á útboðsvimiu og segir Guðmundur að í megindráttum megi skipta starfseminnni í þrennt. I fyrsta lagi himr almemii útboðsmarkaður og verktakastarf- semi og dæmi urn slíkt verkefni er bygging bóknámshús Fjölbrauta- skóla Norð-Vesturlands á Sauðár- króki. Amiar þáttur starfseminnar eru viðgerðir og endurbætur á húsum og hefur fyrirtækið sérhæft sig í aö gera upp eldri hús. „Við vorum einmitt að ljúka við við- gcrðir á Ashúsi, sem tilheyrir byggðasafninu í Glaumbæ, sem var töluvert stórt verkefni." I þriöja lagi rekur fyrirtækið verkstæði sem sér um innréttinga- smíði. Guðmundur segir að fyrir- tækið hafi mikið smíðað fyrir Reykjavíkurmarkað. Trésmiðjan Borg sá til að mynda um að smíða borðin sem fóru í Þjóðarbókhlöð- una. Eimúg framleiðir fyrirtækið T-Borg og Kvartett innréttingar, sem Egill Árnason hf. selur í Reykjavík. Guðmundur segir það ekkert skrýtið eða óvenjulegt hve góðum árangri trésmiðjan hefur náð á þessurn markaöi. Fyrirtækið standi á gömlum grumti. „Við er- um líka með mjög góða smiði og erum þess vegna vel samkeppnis- færir.“ AI Garðeigendur — Skógræktarfólk Sumarblóm, fjölær blóm, tré og runnar. Bóndarósir, rósir. Himalajaeinir 70-90 cm á hæð. Blómstrandi gullregn 2 m á hæð. Skógarplöntur í bökkum og margt margt annað. Gróðrarstöðin Réttarhóll ~ Svalbarðseyri, sími 461 1660. vj| M LfTTi Vinn ngstölur 14.06.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 6 af 6 3 15.757.000 a 5 af 6 +bónus 0 333.750 0 5 af 6 6 43.700 a 4 af 6 202 2.060 0 3 af 6 +bónus 732 240 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 48.458.750 i ísl.: 1.187.750 fll/inningur: fór til Danmerkur (1) og Noregs (2) UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Tilboð á grillbö 15% afsláttu Grillpylsur 395 kr. kg 218 kr. Kynning á férskum hvítlauks- brauðumfrá Kristjánsbakaríi föstudag kl. 15-19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.