Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 16
Tónar hafsins í Smiðjunni ásamt ljúffengum og nýstárlegum eftirréttum Ottast holskeflu slysa - segir Helgi Haraldsson hja Vinnueftiriifi ríkisins Skýrsla sem tveir nemar á lokaári í rekstrarfræði í Há- skólanum unnu um fallslys mun, að sögn Helga Haraldsson- ar hjá Vinnueftirlitinu á Akur- eyri, verða notuð við fræðslu hjá Vinnueftirliti ríkisins. Skýrsluna unnu þau Sigurlína Styrmisdóttir og Helgi Einarsson sem lokaverkefni sitt frá H.A. fyr- ir Vinnueftirlitið. I henni kom fram að öryggismálum á vinnu- stöðum væri stórlega ábótavant. „Skýrslan hefur þegar orðið að miklu gagni þar sem hún hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðl- um og ég er mjög þakklátur Sigur- línu og Helga fyrir að hafa vakið athygli á þessu vandamáli“, sagði Helgi Haraldsson. „Oryggismál á byggingasvæðum eru mjög erfið; þau breytast dag frá degi. Það er ekki hægt að gera öryggisráðstaf- anir í eitt skipti fyrir öll, því að eftir því sem byggingin breytist, breytast aðstæðurnar.“ Helgi sagði að ekki þyrfti að keyra nema einn hring um bæinn til aó sjá að öryggi er áfátt á byggingasvæð- um. „Ég óttast að við munum fá holskeflu slysa yfir okkur á næst- unni, ef ekkert verður gert til að bæta ástandið, en ég vona að skýrslan hreyfi við mönnum í byggingaiðnaði. Það er staðreynd að meiri harka er komin í mál eftir Fnjóskadaiur: Enn falla skriður Þrátt fyrir að heldur hafl dregið úr vatnavöxtum á Norðurlandi eru enn að falla nýjar skriður í fjöllum. í fyrrakvöld féll allstór skriða í Draflastaðafjalli í Fnjóskadal. Margar skriður hafa fallið í fjallinu síðustu daga og má telja í það minnsta 15 stærri og minni skriður í fjallinu. Sú sem féll í fyrra- kvöld er þeirra stærst en heim- ilisfólk á bæjunum Draflastöð- um og Hjarðarholti vaknaði upp við hávaðann sem skriðan olli um klukkan eitt aöfaranótt fimmtudags. Skriðan féll í svo kallaðri Stekkjarrófu yfir beiti- land og niöur á jafnsléttu við túngarðitui. Áætlað er að skrið- an sé um 100 metra löng og 50-60 metra breið. Lambfé var á beit á þessu svæði en ekki er taliö að það hafi lent í skrið- unni. Veruleg sjónmengun er af skriðunum í fjallinu og ljóst að spjöll á gróðri eru tölverð. KU VEÐRIÐ I dag verður sunnan og suóaust- an átt, 10-16 stig hiti og úrkomu- laust norðanlands. Á morgun verður heldur kaldara 4-11 stiga hiti, breytileg átt og skúrir, sem sagt ekki úrvals 17. júní veður. Á sunnudag og mánudag veður svo komin noróanátt með rign- ingu, nokkuð hvöss á sunnudag- inn, en hægari á mánudaginn. slys. Ef slys verður líða einungis fáir dagar þangað til lögfræðingur hefur verið fenginn til að sækja málið. Það er að sjálfsögðu sann- gjamt að menn fái þær bætur sem þeir eiga rétt á, en það bætir oft á tíðum ekki orðinn skaða. Fallslys eru yfirleitt mjög alvarleg, en það þarf ekki flókinn búnað til að koma í veg fyrir stærsta hluta þeirra.“ Helgi Haraldsson sagði einnig að það væri brýnt að menn lærðu af mistökum og gerðu við- eigandi ráðstafanir. „Ef maður fellur niður af palli, og sleppur við meiriháttar meiðsl vegna þess að hann lenti í sandhrúgu, þýðir það ekki að allt sé í lagi, heldur á að nýta aðvörunina til þess að bæta öryggið, áður en illa fer.“ shv Á næsta ári verður tekin í notkun ný 25 metra sundlaug fyrir sundgarpa og keppnisfóik á Akureyri. Mynd: Robyn Næsti áfangi framkvæmda við Sundlaug Akureyrar: Ný útisundlaug næsta sumar Bæjarráð Akureyrar staðfesti í gær breytingu íþrótta- og tómstundaráðs á áður fyrirhug- aðri framkvæmdaröð við Sund- laug Akureyrar. Þetta þýðir að næsta sumar verður sett niður ný 25 metra sundlaug samsfða og sunnan núverandi laugar og verður gert ráð fyrir þeim mögu- leika að lengja hana f 50 metra til vesturs. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að í öðrum áfanga yrði m.a. viðbygging við núverandi laugar- hús, þar sem m.a. yrói komið fyrir nýjum inngangi og baðaðstöðu. Frá þessu hefur nú verið horfið og í öðrum áfanga verður sett niður ný sundlaug auk þess sem gert er ráð fyrir að steypa kjallara við- byggingarinnar og koma þar m.a. fyrir nauðsynlegum hreinsibúnaði fyrir nýju laugina. Gísli Bragi Hjartarson, formað- ur framkvæmdanefndar Akureyr- arbæjar, segir að vió það sé miðað að nýja laugin, sem verður stál- laug keypt erlendis frá, verði tekin í notkun strax á næsta ári. „Laugin mun koma tilbúin með öllum bún- aði, kostnaður við hana með bún- aði er áætlaður á bilinu 20 til 23 milljónir króna. Vió þessa tölu bætist kostnaður við jarðvegs- gröft, undirstöður, að koma laug- inni fyrir og frágang.“ Nýja sundlaugin er hugsuð fyrst og fremst sem laug fyrir þá sem leggja stund á sund, keppnis- Há grunnvatnsstaða á Dalvík: Vatn rennur inn i hus Vatn er farið að renna inn f kjallara húsa á Dalvfk sök- um geysilega hárrar grunnvatns- stöðu, en lagnir bæjarins hafa ekki undan að flytja vatnið burt. Að sögn Rögnvaldar Skíði Friðbjömssonar, bæjarstjóra á Dalvík, rennur inn í bókasafnið í Ráðhúsi Dalvíkur, geymslur hjá sparisjóðnum, Kaupfélagið og inn í fiskvinnsluhús. „Það hefur í sjálfu sér ekki orðið neitt verulegt tjón af þessu en þaö þarf að dæla upp vatni allan sólarhringinn. Við erum bæði með dælur innan- og utanhúss til að reyna að minnka þetta. Við vonum að þetta fari að minnka en það er ómögulegt að reikna út hvenær það verður, það er ennþá mjög mikill snjór upp í hlíðum. Við sjáum að það leifir ekkert af því að ákveðnar lagnir Unnið er að því mcð ölluin tiltækum ráðum að dæla upp vatni á bókasafni Dalvíkurbæjar. Mynd: Bæjarpósturinn flytji það grunnvatn sem aó berst.“ Rögnvaldur sagði að ólíklegt væri að farið yrði í endurbætur á lagnakerfi Dalvíkurbæjar, þetta at- vik væri svo einstakt, mun senni- legra væri að yfirföll yrðu sett á lagnirnar. shv Leysingar í Þingeyjarsýslu: Brú hrundi við Vatnsenda Brú hrundi við Vatnsenda í Ljósavatnsskarði á miðviku- dag og er ófært heim að bænum. Að sögn Vegagerðarinnar á Húsavík er þó ástandið að verða stöðugt. Með kólnandi veðri hefur dreg- ið úr leysingum og sagðist Svavar Jónsson hjá Vegagerðinni á Húsa- vík vonast til að flóðum væri að linna, í það minnsta í bili. Fært er um Utkimi en vegurinn að bænum Vatnsenda í Ljósavatnsskarði er í sundur, þar sem brú yfir Djúpá hrundi á þriðjudag, en unnið er að því að opna nýja leið heim að bænum. Vegurinn norðan við Mýri í Bárðardal er enn á floti, en unnið er að því að opna hann. fólk og fleiri. „Síðan er ætlunin að skipta gömlu lauginni í tvær laug- ar, 25 metra laug og busllaug næst laugarhúsinu, en þessar breytingar eru hugsaðar sem lokaáfangi framkvæmdanna, líklega ekki fyrr en 1999 eða 2000.“ Gísli Bragi sagði að fram- kvæmdir við Sundlaug Akureyrar verði viðameiri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir og fram- kvæmdatími því lengri. „Það hafa komið til sögunnar nýir verkþætt- ir, sem ekki voru inn á fjögurra ára áætlun, til dæmis þessi nýja laug og pottur við hana.“ Gísli Bragi sagði að menn haft haft af því nokkrar áhyggjur að núverandi búningsaðstaða myndi ekki anna aukinni aðsókn að Sundlaug Akureyrar þegar nýja laugin verði komin í notkun, en á meöan umúð veröi að því að koma upp nýrri búningsaðstöðu, sé horft til þess að ljúka við tengi- gang milli laugarhússins og íþróttahússins við Laugargötu og nýta á álagstímum búningsaðstöðu þar. Auk þess sem hugmyndir séu um að útbúa útiklefa til bráða- birgða. óþh Allt fyrir garðinn í Perlunni við ra kaupland ■LLdi Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.