Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 7
HVAÐ ER Af> CERAST? Föstudagur 16. júní 1995 - DAGUR - 7 Minjasaíhið á Akureyri opið á þjóðhátíðardaginn Minjasafnió á Akureyri, Aóal- stræti 58, er opið daglega kl. 11- 17 og gildir það einnig um þjóð- hátíðardaginn. Sýningar safnsins hafa verið endumýjaðar á síð- ustu árum og nú í vor var sýning á íslenskum búningum og textíl- um endurbætt. I safninu stendur yfir sýning á verðlaunagripum úr minjagripasamkeppni Hand- verksreynsluverkefnis og er þetta næst síðasta sýningarhelgi. Sýningin hefur farið víða um land og hlotið mikla athygli fyrir skemmtilegar hugmyndir og gott handverk. Aðgangseyrir að safn- inu er kr. 250 en frítt er fyrir böm að 16 ára aldri svo og eldri borgara. hana. Sími þar er 4622720 og bréfasími 4622741. Silla opnar sýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Myndlistarkonan Silla (Sigurlaug Jóhannesdóttir) opnar sýningu á morgun, 17. júní, í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju. Sýningin stendur í rúma viku, lýkur sunnu- dagiim 25. júní. A sýninguiuii em fjórtán verk, sem unnin em á ár- unum 1992-1994. Þetta er ellefta einkasýning listakonunnar, áður hefur hún m.a. sýnt í Safnahúsinu á Húsavík og Ráðhúsi Dalvíkur. Eimiig hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Silla hefur í þrígang fengið starfslaun lista- mamia, síðast fékk hún þriggja ára laun í fyrra. Júníhraðskákmót Skákfélags Akureyrar Júníhraðskákmót Skákfélags Ak- ureyrar verður haldið í kvöld, föstudag, kl. 20 í skákheimilinu við Þingvallastræti. Allir eru vel- komnir. Sigríður Soffía sýnir í Varmahlíð Sigríður Soffía ljósmyndari opnar sýningu á Polaroid Transfer ljós- myndum í Keramik Galleríinu Lundi Varmahlíð, Skagafirði, nk. sunnudag, 18. júní, kl. 17. Opið er alla daga frá kl. 9 til 18. Sýningin verður opin til 16. júlí nk. Skriðjöklar í Sjallanum SS Sól í Sjallanum Hljómsveitin SS Sól leikur fyrir dansi í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Þeir Sólar- menn munu láta lítið fara fyrir sér í sumar, þeir koma fram á fáum dansleikjum, fyrir utan ballið í kvöld í Sjallanum spilar SS Sól í Ydölum, Njálsbúð og Miðgarði. GCD á þjóðhátíðarballi á Króknum Hljómsveitin GCD með þá Rúnar og Bubba í broddi fylkingar sjá um fjörið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki nk. annað kvöld, að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Ferðafélag Akureyrar með Iétta gönguferð Næstkomandi suiuiudag, 18. júní, er samkvæmt áætlun Ferðafélags Akureyrar gönguferð frá borholu við Súluveg, um Fálkafell og í Kjarnaskóg. Þetta er létt göngu- ferð sem velflest fólk við særni- lega heilsu ætti að geta tekið þátt í. Tilvalið er fyrir þá sem hafa lagt sig fram í hátíðar- og skemmtana- haldi daginn áður að bregða sér í þessa göngu og fá þannig hress- andi útiloft í lungun. Ef hlýindi og leysingar halda áfram eins og ver- ið hefur, má vel vera að gúmmí- stígvél séu æskilegasti fótabúnað- uriiui í ferðina. Fyrirhugað er að fólk komi á eigin farartækjum og safnist saman við borholuna og brottför verði þaðan sem næst kl. 13.30. Bifreið verður svo til staðar í Kjamaskógi að flytja fólk aftur að borholunni. Skrifstofa Ferðafélags Akur- eyrar að Strandgötu 23 er opin í dag, föstudag, kl. 16-19 til skrán- ingar í ferðina og upplýsinga um Tvær I eru hentugar til | að verja ungbarn Látið barnið annaðhvort í bílstól fyrir ungböri barnavagni sem fes með b€ yUMF RÁÐ Gleðisveitin Skriðjöklar frá Ak- ureyri kemur saman og spilar á þjóðhátíðardansleik í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, að kvöldi 17. júní. Skriðjöklar hafa ekki látið frá sér heyra í um tvö ár, en koma nú sérstaklega sam- an til gleðiláta á þjóðhátíðardag- inn. Samkvæmt orðum hljóm- sveitarmeðlima verða öll gömlu lögin flutt og brugðið á leik eins Vímet hf. í Borgarnesi hefur nú gefið út fræðslurit sem heitir NAGLFESTAN. Það fjallar um nagla og neglingu. Fyrir nokkrum árum kom út rit- ið VEÐURKÁPAN, sem fjallar um stálklæöningar húsa. Báðum þessum ritum er ætlað aö kynna þær aðferðir við byggingu mann- virkja sem tækniþekking nútímans veit réttastar, kveða niður hindur- vitni og birta úrskurð í ýmsum þeim ágreiningsefnum sem uppi eru meðal fagmanna innan að- og meðan sveitin var upp á sitt besta. Auk Skriðjökla spilar hljóm- sveitin Hunang í Sjallanum ann- að kvöld, en hún sendir á næst- unni frá sér efni á geisladiski. I Hunangi eru þekkt nöfn úr „bransanum" sem komu eiirnig við sögu Skriðjökla hér á árum áður. ferðafræðinnar. I ritunum hafa bæði komið fram nýjar kenningar og eldri kemiingar verið staðfestar. Gott dæmi þess kemur fram í eftirfar- andi frásögn: Viðurkcnndar aðferðir í mann- virkjagerð erlendis valda spemiu- tæringu (galvaniskri tæringu) í málmklæðningum hér á landi. Svo sérstæð er íslensk veðrátta. Fram til þessa hafa hinir erlendu staðlar almennt talist góðir og gildir hér- lendis og þeim veriö fylgt. Fræðslurít um nagla og neglíngu Söngvökur í Minjasafnskirkjunni á Akureyri Næstkomandi þriðjudagskvöld, 20. júní, heíjast Söngvökur í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Þær verða haldnar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum, fram til 10. ágúst. Á Söngvökunum er birt sýn- ishom íslenskrar tónlistarsögu svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri söng- lög. Flytjendur eru þau Rósa Kristín Baldursdóttir úr Tjamar- kvartettinum og Þórarinn Hjart- arson, vísnasöngvari, sem er frá Tjöm í Svarfaðardal og bróðir karlaraddanna í Tjamarkvartett- inum, þeirra Hjörleifs og Krist- jáns. Söngvökumar em hugsaðar bæði fyrir innlcnda og erlenda feróamenn svo og bæjarbúa sem ættu að geta notið skemmtilegrar og fræðandi kvöldstundar í fal- legu umhverfi. Söngvökumar hefjasl kl. 21 og þessi kvöld verður Minja- safnið opið kl. 20-23 og ciga álieyrendur því möguleika á að skoða safnið fyrir eða eftir tón- listarflutninginn. Aðrir eru ehuiig hvattir til að nýta sér kvöldopnunina. Miðaverð á Söngvökur er kr. 600 og heimsókn í Minjasafnið innifalin í því verði. Sixties á Hótel KEA I kvöld, 16. júní, verður satui- kölluð bítlastemmning á Hótel KEA á Akureyri þegar hljóm- sveitin Sixties leikur fyrir dansi, cn hún leggur áherslu á flutning tónlistar frá blómatíma Bítlanna sálugu. Miðaverð á dansleikinn í kvöld verður 1000 krónur. Rétt er að taka frarn að ekki verður dansleikur á Hótel KEA annað kvöld, aó kvöldi 17. júní. Almennings- snyrtingar Akureyrarbæjar við Kaupvangsstræti verða opnar í sumar til 15. september sem hér segir: Mánudaga-föstudaga kl. 09.00-21.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10.00-20.00 Að kvöldi 17. júní verður opið til kl. 02.00 e.m. Bæjarritari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.