Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1995 Fyrir 17. júní hátíðina ★ Hattar ★ Blöðrur ★ Knöll ★Stafir ★ Fánar ★Lúðrar Glens og gaman Munið nætursöluna til kl. 02,17. júní Nestin Lystigarðurinn á Akureyri: Miiuiisvarði um Jón Rögnvaldsson afhjúpaður nk. sunnudag Sunnudaginn 18. júní ki. 14.00 verður athöfn í Lystigarði Akur- eyrar þar sem minnisvarði um Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- mann frá Fífilgerði, verður af- hjúpaður. Tilefnið er að þennan dag verða liðin 100 ár frá fæð- ingu Jóns. Hann veitti Lysti- garðinum forstöðu um 16 ára skeið og kom á fót miklu safni fslenskra og erlendra plantna. Jón Rögnvaldsson fæddist í Grjótárgerði í Fnjóskadal 18. júní 1895. Atta ára gamall fluttist liann að Fífilgerði við Eyjafjörð og þar átta hann heima stærstan hluta starfsævi sinnar. Jón lauk gagn- fræðaprófí á Akureyri og áriö 1919 fór hann til Kanada og var þar í nokkur misseri við vinnu og nám við skógræktarstöð ríkisins sem heitir Indian Head (Indjána- höfuð). Hann stundaði einnig há- skólanám í garðyrkju og lauk prófi í garðyrkjufræðum. Eftir fimm ára dvöl vestra kom hann heim, fullur af hugmyndum, og helgaði sig ræktunarmálum ævina alla. Jón stofnaði Skógræktarfélag Islands hér á Akureyri en nafninu var síðan breytt í Skógrætarfélag Eyfirðinga. Hann vann garðyrkju- störf árum saman og árið 1953 tók hann að sér að hafa forsjá meö Lystigarðinum á Akureyri. Undir hans handleiðslu tók garðurinn fljótt nokkrum breytingum; var t.d. stækkaöur bæði í suður og vestur. Arið 1957 keypti Akureyr- arbær plöntusafn Jóns og Krist- jáns bróður hans og grasadeild Lystigarðsins var stofnuð. Teg- undum í grasagarðinum hélt áfram að fjölga á meðan Lystigarðurinn var í umsjá Jóns og þegar hann lét af störfum árið 1970 voru í garð- inum um 2400 tegundir plantna. Jón Rögnvaldsson lést 10. ágúst 1972, þá 77 ára að aldri. AI Jón Rögnvaldsson frá Fífilgerði. Undir hans handleiðslu tók garður- ◄ inn fljótt breytingum og var stækkaður í suður og vestur. Bflasala • Bflaskipti Hyundai Sonata GLSi, árg. ’94, VW Golf 1400 st., árg. ’94, Suzuki Vitara JLX 3 d., árg. ’90, ek. 22 þús. Verð: 1.500.000,- ek. 11 þús. Verð: 1.270.000,- ek. 58 þús. Verð: 1.050.000,- Bflaskipti • Bflasala MMC Montero 5 dyra, V4>, ’92, leður, ABS o.fl., ek. 56 þús. Verð: 3.000.000,- Ford Explorer Sport, árg. ’91, ek. 71 þús. Verð: 1.900.000,- Volvo 850 GLE, árg. ’93, spólv., ABS, álf., ek. 23 þús. Verð: 2.250.000,- Tívolí 17. júní á Akureyrí í ár sér Skátafélagið Klakkur um hátfðarhöldin 17. júní á Ak- ureyri. í fréttatilkynningu frá Klakki segir að skátar, sem sjái um hátíðarhöldin 17. júní á Ak- ureyri, leggi mikla áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Hluti af dagskránni verður skátatívolí, sem verður haldið yfir miðjan daginn á flötinni fyrir neð- an Samkomuhúsið. A túninu verð- ur margt annað til skemmtunar, þar á meðal skemmtiatriði á palli, hestaferðir sem félagar í Hesta- mannafélaginu Létti annast, báta- ferðir á vegum Nökkva, skátar á leið til Hollands sýna tjaldbúð sína og keppnin Aflraunameistari Islands fer fram á sama stað. Frítt verður á alla dagskrárliði sem eru á vegum skátanna og þar á meðal tívolíið. I fréttatilkynningu frá Klakki kernur fram að hugmyndin sé sú aó allir sem taki þátt í tívolíinu fái sérstakan safnmiða. Fyrir þátttöku í hverju atriði fæst einn punktur auk þess sem viðkomandi fær ein- hver lítil verðlaun ef hann nær til- settum árangri í tækinu. Þeir sem ná að safna lágmarks fjölda punkta geta skilað inn safnmiðan- um og komist þamiig í „stóra pott- inn“, en stóru vinningamir verða dregnir út að tívolíinu loknu. Nöfn vinningshafa verða birt í blöðum eftir helgina. Einnig veróur haft samband við þá sem hljóta vinn- ing séu upplýsingar um vinnings- hafa nægjanlegar á miðanum sem skilað verður inn. Bílasala • Bflaskipti Nissan Sunny SLX A/T, 4 d., árg. ’92, ek. 60 þús. Verð: 960.000,- Chevrolet Camaro Iroc-Z, árg. ’85, m. öllu, 280 hö., Verð: 950.000,- Á söluskrá m.a. Tjaldvagnar: Camplet ’86 Combi Camp ’86, Alpen Kreuzer ’89 Camp Tourist ’82 Hobby hjólhýsi ’82 með öllu Vantar bíla, hjól og tjaldvagna á skrá og á staðinn Stór og góður sýningarsalur [rílásaunn1 öldur hf. B í L A S A L A við Hvannavelli Símar 461 3019 & 461 3000 Einstakar gjafabækur Bókaútgáfan Skjaldborg hf. hefur sent frá sér tvær nýjar bækur í smábókaflokknum „Til gjafa - til að eiga“, I bókunum er safn tilvitnana um afmarkaö efni og eru þær til- valdar sem vinargjöf og einiúg má nota þær sem gjafakort því gert er ráð fyrir að skrifað sé í þær fremst. Bækurnar sem nú koma eru; „Alveg einstök anuna” og „Alveg einstakur sonur“. Áður hafa kom- ið út í sama flokki; Alveg einstök dóttir, Alveg einstök móöir, Alveg einstakur vinur og Hlotnist þér hamingja. Bækur þessar hafa farið sigurför um allan heim og hlotið fádæma góðar viðtökur. (Fréttatilkynning) Bamfóstrunámskeið Rauða krossins Bamfóstrunámskeiði sem Rauði krossimi heldur árlega er nú ný- lega lokið. Aðsókn á námskeióið var mjög góð og reyndar meiri en svo að allir kæmust aö sem vildu. Þess vegna hefur nú veriö ákveðið að halda auka bamfóstrunám- skeið. Námskeiðið hefst mánu- dagiim 26. júní. Allar nánari upp- lýsingar, svo og skráning á nám- skeiðið er í síma 461 2374. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.