Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, fóstudagur 16. júní 1995 113. tölublað Ferðamönnum fjölgar Fjöldi ferðamanna sem koma á Umferðamiðstöðina á Ak- ureyri hefur tvöfaldast frá fyrri viku. Rósa Jónsdóttir á Umferðar- miðstöðinn sagðist vera býsna ánægð, ferðamannastraumurinn hefði tekið kipp í vikunni og fjöldinn væri helmingi meiri en í síðustu viku. Allir fjallvegir eru lokaðir, en að sögn Rósu er tölu- vert spurt um ferðir utan þjóðveg- arins. „Flestir spyrja um leiðina að Dettifossi og veröa fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir fá að vita að vegurinn sé enn ófær.“ Hótel Reynihlíð var full skipað í gær og gott hljóð í mönnum þar, sagði Pétur Snæbjömsson hótel- stjóri að honum sýndist fcrða- mannafjöldinn vera á góðu róli, svipaður og undanfarin ár. Starfsmömium tjaldsvæða á Noróurlandi bar saman um að fáir tjölduðu en góð nýting væri á gestahúsum við tjaldsvæðin. shv Síldin á heimleið? - ísiendingar eiga óveidd 49 þúsund tonn Gluggað í samninginn. Mynd: Robyn Ami Friðriksson, skip Haf- rannsóknastofnunar, hélt í íyrrakvöld austur fyrir land til síldarleitar. Færeysk sfldarskip hafa mokveitt úr norsk-íslenska sfldarstofninum undanfama Samningar tókust í sjómannadeilunni: Forsvarsmenn sjómanna lýstu yfir ánægju með samninginn Sjómenn og útgerðarmenn undirrituðu nýjan kjara- samning í fyrrinótt, en þá hafði samningafundur staðið f um 20 klukkustundir. Samningurinn var kynntur á fundum vítt og breitt um land í gær og að því loknu var hann tekinn til at- kvæðagreiðslu. Úrslit úr henni lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í vinnslu, en fastlega var búist við að samningurinn yrði sam- þykktur og þriggja vikna verk- falli sjómanna þar með aflýst. Gildistfmi samningsins er til árs- loka 1996. í stórum dráttum er samningur- imi byggður á miðlunartillögu rík- issáttasemjara sem sjómenn felldu, en í honum er tekið á atrið- um sem ekki voru í miðlunartil- lögunni og atriðum sem sjómenn voru ekki sáttir við. Stærsta breyt- ingin felst í breytingum á olíu- verðsviðmiðun, þar sem búin eru til ný þrep. Verðmyndun á olíu ræður síðan hverju þetta skilar. Annað atriöi varaðar uppsagnar- frest, sem var lengdur úr viku í allt að 21 dag eftir starfsaldri. Einnig voru gerðar breytingar á starfsaldursálagi. I miðlunartillög- unni var tekið á verðmyndun á sjávarafla og er það nánar útfært í hinum nýja samningi. Þannig er úrskurðamefnd um fiskverð gerð skilvirkari að mati sjómanna. Forsvarsmeim sjómanna lýstu yfir ánægju með samninginn og hvöttu félagsmenn sína til að sam- þykkja hann. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyja- fjarðar, sagði mikið ánægjuefni að samningar hafi náðst og sagöi samninginn verulega betri en miðlunartillöguna. „Við náum fram olíuvcrðstengingunni eins og við lögðum hana fram í upphafi, lengri uppsagnarfresti og breyttu starfsaldursálagi.“ - og hvöttu sína menn tii að samþykkja hann - Eillhvað sem þú er ósáttur að verö í því sambandi geti farið óeðlilega langt niður. Viö emm áfram að byggja á frjálsu fiskverði og leggjum nú í hendur hvers og eins að leysa málið við sína áhöfn og gefa þannig áhöfninni meiri rétt en hún hafði áður til að fjalla um þessa hluti. Síðan er fundinn farvegur til að þaö komi niðurstaða í deilu- málum um þessa hluti án þess að komi til leiðinda og jafnvel vinnu- stöðvana eins og hefur gerst á ein- staka stað. A móti náði ekki fram aö ganga krafa sjómanna um að setja allan fisk á markað, enda töldum við slíkt mjög óheppilegt eins og okkar aðstæður em og sést best í samhengi eins og hjá Ut- gerðarfélagi Akureyringa,“ sagði við? „Við náum ekki fram einu at- riði sem við hér vomm með, en það varðar vinnslustjóra eða mats- menn á frystiskipum. Við hefðum viljað sjá það öðm vísi en það endaði, en einhvers staðar verður maður að stoppa,“ sagði Konráð. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, var einnig ánægður. „Meginefni þessa máls varðar fiskverðið. Við semjum um þessa samstarfsnefnd og að það skuli úrskurðað ef menn ekki ná samningum um fiskverðsmálin. Eftir sem áður verður haldið áfram að veiða heimildir sem em framseldar en komið er í veg fyrir nu Kristján. Hann sagði samningana hafa verið óvenju erfiða og leiðin- lega. „Eðlilega liggur fólk okkur á hálsi fyrir að þetta gangi seint og illa. Hins vegar verðum viö að fá skilning á okkar stöóu í þessu máli, sem er afar sérstök. LIU er að semja við þrenn samtök sjó- manna með allt upp í 20 manna samninganefndir um sama atriðið. Þarna verður að verða breyting á, þannig aö þeir sem em að semja um sama hlutinn geti setið í sama herbergi. Þetta verða sjómenn sjálfir að skilja að getur ekki gengið og þeir verða að finna sér betra samband innbyrðis en þarna kom fram,“ sagði Kristján Ragn- arsson. HA daga um 15 sjómflur innan fs- lensku lögsögunnar f stefnu beint austur af Langanesi en Ámi mun hefja leit mun sunnar og vestar. Ástæða þess er sú að færeyska skipið Kronborg keyröi fram á síldartorfu á dögunum sem var á um 64 gráðum og 40 mínútum norður og 9 gráðum vestur. Þessi síld er langt imian viö mörk ís- lensku lögsögunnar og fyrir sunnan tungu af köldum sjó sem er norður og austur af landinu. Taldi skip- stóri Kronborg að síldin stefndi á Rauða torgið, en það em hinar gömlu vetursetustöðvar norsk-ís- lenska síldarstofnsins. Sé þetta raumn er um mikil tíðindi aó ræða. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- ramisóknastofnunar, sagöi erfitt að meta þessar fréttir, en nokkrir dag- ar em síðan þetta gerðist. Fær- eysku skipin hafa ekki hugað að þessu meðan þau hafa mokveitt mun norðar og austar en sú síld mun vera á norðurleið og fer senni- lega út úr íslensku lögsögumú inn- an skamms. Eftir nokkra daga taldi Jakob hins vegar að menn yrðu búrúr að fá úr því skorið hvernig dreifing síldarinnar væri og þá gæti skýrst hvort hún er raunvemlega að ganga á sínar gömlu slóðir á Rauða torginu. Islendingar eiga óveidd 49 þús- und tonn af þeim síldarkvóta sem ákveðinn var í samvinnu við Fær- eyinga. HA Deiliskipulag vöruhafnarinnar á Akureyri í vinnslu: Flutningamiðstöð Norðurlands hefur sótt um 10.000 m2 lóð á svæðinu - og Eimskip hefur kynnt hugsanlega stækkunarþörf fyrirtækisins Afundi hafnarstjómar Akur- eyrar í vikunni, kynnti Bjarni Reykjalfn, arkitekt, vinnu sfna við aðalskipulag vöruhafn- arinnar. f framhaldinu var hon- um falið að vinna frekar að skipulaginu og skila þeirri vinnu innan hálfs mánaðar. Á sama fundi lá fyrir umsókn frá Flutningamiðstöð Norðurlands um 10.000 fermetra lóð upp af Tangabryggju, undir starfsemi fyrirtækisins og möguleika á stækkun lóðarinnar um allt að 5.000 fermetra til vióbótar. Hyggst fyrirtækið reisa 1.500- 2.000 fermetra hús á svæðinu. Flutningamiðstöðin hefur að- setur í skemmunni á Togara- bryggjunni en þarf að fara þaðan um næstu áramót. Eftir áramót er Grunnskólarnir á Akureyri: Svipaður fjöldi nemenda Innritun í grunnskólana á Ak- ureyri er lokið og útlit er fyrir að heildarfjöldi nemenda verði svipaður og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 340 nemendum í Barnaskólanum, 130 í Oddeyrarskóla, 450 í Glerár- skóla, 330 í Lundarskóla, 650 í Síðuskóla, 400 í Gagnfræða- skólanum og rúmlega 40 í Gilja- skóla. Um 230 böni eru aö hefja skólagöngu í ár á móti 214 í fyrra. Að sögn Ingólfs Armannssonar, skólafulltrúa, er heildarfjöldi nem- enda yfirleitt svipaður núlli ára en auðvitað fari fjöldinn eftir stærð þeirra árganga sem eru að hefja nám hverju sinni. GH gert ráð fyrir að Togarabryggjan verði hluti af Fiskihöfninni, fyrir starfsemi sem tengist útgerö og fiskvinnslu. Einnig lá fyrir fundi hafnar- stjórnar, erindi frá Eimskip, þar sem fyrirtækið kynnti hugmyndir sínar og þarfir á vöruhafnarsvæð- inu. I hugmyndum Eimskips kem- ur fram að fyrirtækið gæti þurft allt að 7.000 fermetra stækkun við núverandi svæði til að byrja með og möguleika á emi frekari stækk- un. Hafnarstjórn gat ekki tekið af- stöðu til umsóknar Flutningamið- stöðvarinnar og hugmynda Eim- skips en mun skoða þau mál eftir aö frekari vinnsla á skipulaginu liggur fyrir. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.