Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 16. júní 1995 LEIÐARI---------------------------- Gruimskóli til sveitarfélaga ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Eftir ríflega eitt ár munu sveitarfélögin í landinu taka við rekstri grunnskólans. Upphaflega var gert ráð fyr- ir yfirfærslu grunnskólans frá ríkínu til sveitarfélag- anna 1. ágúst nk. en þessari umfangsmiklu kerfis- breytingu var frestað um eitt ár, til 1. ágúst 1996. Ekki hefur mikið borið á undirbúningi þessa máls í opinberri umræðu að undanförnu en þó verður að ætla að að því sé unnið af fullum krafti bæði af hálfu sveitarfélaganna og ríkisins. Hér er um að ræða afar gott mál, það er sannarlega tímabært að færa gruxm- skólann yfir á sveitarfólögin, en þetta er mál sem þarf mjög vandaðan undirbúning, það má ekki klúðr- ast á einn eða annan hátt. Áður en til þess kemur að sveitarfélögin taki yfir rekstur grunnskólans þarf Alþingi að hafa afgreitt breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins. Einnig þarf þingið að setja lög um ráðningarrétt- indi kennara og skólastjórnenda við grunnskóla er tryggi þeim efnislega óbreytt ráðningarróttindi hjá nýjum vinnuveitanda. í þriðja lagi þarf Alþingi fyrir 1. ágúst 1996 að hafa samþykkt breytingar á lögum um tekjustofha sveitarfólaga með tilliti til þeirra auknu verkefha sem sveitarfélögin taka að sér. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélag- anna er til þess fallinn að styrkja sveitaistjórnarstigið í landinu. Með ábyrgð á rekstri grunnskólans verða sveitarfélögin á einu bretti mun öflugari stjórnsýslu- einingar. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það meðal sveitarstjórnarmanna hvort það só jákvætt eða nei- kvætt fyrir sveitarstjómarstigið, en væntanlega eru fleiri sem telja þetta jákvætt skref. Hins vegar verður löggjafinn að tryggja það sem hér hefur að framan verið nefnt. Án þess að það gerist er betur heima setið en af stað farið. í forystugrein nýjasta tölublaðs Sveitar6tjórnar- mála segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaðiu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um flutning grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga: „Sveitarfélögin í landinu hafa alla burði til að yfirtaka rekstur grunn- skólans og þeim er fullkomlega treystandi til þess.“ Og síðar í forystugreininni segir Vilhjálmur: „Undir- búningur umræddrar yfirfærslu verður eitt mikilvæg- asta viðfangsefni sveitarfólaganna, landshlutasam- takanna og sambandsins á þessu ári. Meginmarkmið verkefnatilfærslunnar á að vera betri grunnskóli, betri menntun grunnskólabama, aukin skilvirkni í starfsemi skólanna og aukin ábyrgð sveitarstjórnar- stigsins." KVIKMYNDIR Kátbrosleg Muríel í Borgarbíói Borgarbíó á Akureyri. Brúðkaup Muricl (Muriel’s Wedd- 'ng). Framleiðsluland: Astralía. Framleiðendur: Linda Ilouse og Joce- lyn Moorhousc. Leikstjóri: P J. Hogan. Aðalhlutverk: Toni Collette, Bill Ilunter og Rachcl Griffiths. Borgarbíó og Háskólabíó frumsýna í kvöld hina vinsælu áströlsku mynd Muriel’s Wedding. Muriel’s Wedding hefur heldur betur slegið í gegn í Evrópu að undanfömu, ekki síst í Bretlandi. Hins vegar hefur myndin ekki náð eins góöri fótfestu í Bandaríkjun- um. Það þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart, enda á húmorinn í myndiimi örugglega frekar upp á pallborðið hjá Evrópubúum en Bandaríkjamönnum. Muriel’s Wedding er öðruvísi mynd, þetta er fyrst og frenist góð afþreyingarmynd. Húmorimi er stórskemmtilegur á köflum, sum at- riðin verulega vel útfærð og mein- fyndin. Aðalpersóna myndarinnar, hin ólögulega Muriel, sem síðar breytir nafninu í Mariel, á sér þann draum að giftast. Þetta er vitaskuld heldur fjarlægur draumur því útlínur Muriel og allt hennar fas cr ekki til þess að auðvelda að láta drauminn rætast. Hún er atvinnulaus og að sögn föður hennar hinn mesti ónytjungur. Svo er reyndar um systkini hennar öll. Faðirinn reynir fyrir sér á hinu pólitíska sviði, en ófríð og ólánleg fjölskyldan þvælist fyrir frama hans. Svo fer að Muriel fær nóg af heimilisþrasinu, hún flytur úr litla bænum til Sidney og fer að vinna á myndbandaleigu. Draumurimi um brúðkaupið er enn til staöar og svo fer að hún gengur í fylgd fööur síns upp aö altarinu. Brúókaupið er hins vegar ekki eins og brúðkaup eru flest. Þetta er ekta gamansöm afþrey- ingarmynd. Osjálfrátt kemur hin vinsæla breska mynd „Fjögur brúð- kaup og ein jarðarför” upp í hug- ann, þótt efnistök myndanna séu ólík. En það skyldi nú vera að hug- myndin aö þessu handriti hafi orðið til í kjölfar velgengni bresku brúð- kaupamyndarinnar? Leikaramir sýna ekki neinn stjömuleik, en Toni Collette sýnir skemmtilega spretti í hlutverki Muriel. Sagan segir að hún hafi lagt mikið á sig við undirbúning að töku myndarinnar og bætt á sig 19 kílóum. Hinn gamalkunni leikari Bill Hunter fer einnig vel með hlut- verk hins uppstökka föður. Tónlist sænsku hljómsveitarinn- ar ABBA hefur miklu hlutverki að gegna í Muriel’s Wedding. Muriel er forfallin ABBA-aðdáandi og kaim auðvitað lögin aftur á bak og áfram. Leikstjórinn notar kunnug- leg lög ABBA, t.d. Waterloo og Dancing Queen, á stórskemmtileg- an hátt, ekki síst í óborganlegu brauðkaupsatriði, sem er með því fyndnara sem undirritaður hefur séð í kvikmynd. Þessi nýja ástralska mynd á ör- ugglega eftir aó fá mikla aðsókn hér á landi eins og í mörgum lönd- urn Evrópu. Það er vel þess virði að skella sér í bíó og sjá hina ólánlegu Muriel og fjölskyldu. Oskar Þór Halldórsson. Menntaskólinn á Akureyri: Brautskráning og veisluhöld afmælisárganga Menntaskólanum verður slitið í 115. siim á morgun, þjóöhátíðar- daginn 17. júní. Athöfnin fer fram í Iþróttaliöllinni á Akureyri og hefst kl. 10, þegar stúdentsefni ganga í saliim að lokinni skrúðgöngu frá Gamla skóla. Iþróttahöllin verður opnuð fyrir gesti kl. 9 í fyrramálið. MA-hátíðin í íþróttahöllinni í kvöld I kvöld, 16. júní, verður svokölluð MA-hátíð í Iþróttahöllinni. Þar Menntaskólinn á Akurcyri er að vanda miðpunktur hátíðarhaldanna 17. júní á Akureyn. Að þcssu sinm verða 145 nýstúdcntar brautskráðir frá skólanum. koma saman um 600 gamlir stúd- entar frá MA við kvöldverð, skemmtun og dans. Undanfama tvo daga hafa afmælisárgangar komið saman á Akureyri og gert sér glað- an dag. Þetta eru m.a. eins árs stúd- entar, fimm ára, tíu ára, tuttugu ára, tuttugu og fimm ára, fjörutíu og fimmtíu ára stúdentar. 145 nemendur brautskráðir Dagskrá skólaslitaathafnarinnar á morgun veróur sem hér segir: 1. Tónleikar nemenda sem ljúka námi af tónlistarbraut. 2. Ræða skólameistara. 3. Avörp afmælisstúdenta. 4. Brautskráning nýstúdenta. 5. Avarp nýstúdents. 6. Skólasiit. Eins og fram kom í Degi sl. miðvikudag mun Valdimar Gumi- arsson, settur skólameistari Menntaskólans á Akureyri, braut- skrá 145 stúdenta að þessu sinni. Opið hús í Gamia skóla Eins og venja er til verður opið hús í Gamla skóla á morgun, 17. júní. Þar hittast gamlir og nýir stúdentar, kennarar og aðrir vinir og veluim- arar skólans, þiggja kaffi og köku- bita, rifja upp mimiingar, skoða myndir og eiga í skólanum nota- lega stund. Stúdentaveisla í íþróttahöll- inni Aimað kvöld, að kvöldi 17. júní, verður stúdentaveisla, hátíðarfagn- aður nýstúdenta og aðstandenda þeirra, í Iþróttaliöllinni. Þar verða um 800 gestir í hátíðarkvöldverði og síðan veröur dansað fram eftir nóttu. Um miðnætti fara nýstúdent- ar að venju um miðbæ Akureyrar. Skógræktarferð á Þelamörk Undanfama daga hafa stúdentsefni fengist við ýmislegt. Meðal annars fóru þau sl. þriðjudag í hefðbundna skógræktarferð að Þelamörk undir stjórn og handleiðslu Hallgríms Indriöasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Tómasar Inga Olrich, alþingis- maims og fyrrum frönskukennari við MA. A Þelamörk hafa verðandi stúdentar MA gróðursett trjáplöntur á töluverðu svæði um margra ára skeið. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.