Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 16.06.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 16. júní 1995 - DAGU R - 15 SÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna - Mjólkurbikarkeppni KSÍ: Stórleikir á sunnudag - Magni mætir Grindavík og Völsungur tekur á móti FH Um helgina verða stórleikir hér norðan heiða í Mjólkurbikarkeppn- inni í knattspyrnu. Á Grenivík mætir 4. deildarlið Magna 1. deild- arliði Grindvíkinga og má búast við hörkuleik. Á Húsavík fá Völs- ungar FH-inga í heimsókn og Hús- víkingar stefna hátt í keppninni. Þessir leikir fara fram á sunnudag en á mánudag halda Þórsarar til Reykjavíkur og mæta Leiknismönn- um og þangað fara einnig Leifturs- menn til að leika vió U23 ára lió KR- inga. Fimmta norðaniiðió sem enn er í keppninni er U23 ára lió Þórs og það keppir við HK á Akureyri nk. þriðjudag. Það verður eflaust erfitt verk fyrir Magnamenn aó komast áfram í keppninni en Sigurbjöm Vióarsson og lærisveinar hans munu leggja sig alla fram við að stríða Lúkasi Kostic og félögum hans í Grindarvíkurliðinu en Sigurbjöm og Lúkas em mikiir mátar síðan þeir léku sarnan rneð Þór. Húsvíkingar lögðu 2. deildarlið KA í síðustu umferó og nú er þaó 1. deildarlið FH sem kemur í heimsókn. „Það getur allt gerst á sunnudaginn. Vió fómum okkur í þennan leik og gemm allt til þess aö vinna. Það er rosalega góður andi í hópnum og viljinn er mikill. Þetta verður skemmtilegur leikur og þaó verður ekki gefin tonmia eftir. Það verður yfirsnúningur á strákunum," sagói Siguróur Lámsson, þjálfari Völs- unga, í samtali við Dag. Á mánudaginn keppir Leiftur við U23 ára lió KR-inga og aö öllu eóli- legu má búast við aö Leiftur konúst áfram í næstu umferð. Þórsara bíður aðeins erfiðara verkefni því leikur liðsins við Leikni fer fram á gervi- grasvelli félagsins í Breiðholti. U23 ára lið Þórs mætir síðan HK á Akur- eyri á þriðjudaginn kl. 20.00. Hitað upp fyrir Kvennahlaupið. Undanfarin ár hefur gífurleg fjölgun verið í Kvennahlaupinu á Akureyri og spurningin er hversu margar taka þátt að þessu sinni. Almenningsíþróttir:^ Hclgi Pétursson Þórsari og Jóhann Hclgason KA-maður í baráttu um bolt- ann í a-liða leiknum en fyrir aftan standn Skúli Eyjólfsson og Bjarni Pálina- son, KA-mcnn. Myndir: sh Sumarbúðir í Hamri Nýtt ndmskeib hefst mdnudaginn 19. júní Allar upplýsingar og skrdning í Hamri, sími 461 2080. KA-maðurinn Ilcimir Björnsson sýnir takta mcð boltann á incðan Ilreggviður Gunnarsson sækir að honum. c-liðanna 5:0 og mörkin skoruðu Einar Logi Friöjónsson tvö, Haf- þór Úlfarsson, Kristján Aðal- steinsson og Jóhann Fimisson. Bróðurlegt jafntefli varö í leik d-liða 2:2, þar sem Elmar Krist- þórsson skoraði bæði mörk Þórs en Magnús Þórisson og Páll Ingv- arsson mark KA. KA-strákar voru sterkir í e-lið- unum og sigruðu 7:2. Guðjón Sig- urósson skoraði tvö mörk, Halldór Brynjarsson, Bjarni Steindórsson, Sigurður Sigtryggsson Hlynur Ingólfsson og Jónas skoruðu eitt mark hver fyrir KA en Jónas Atli Kristjánsson og Vilhelm Einars- son skomðu mörk Þórs. Golf: Jónsmessumót og Sumargleöi Um helgina verða tvö mót í gangi á Jaðarsvelli. í kvöld er svokallað Jónsmessumót og á laugardag og sunnudag er það Sumargleði 95 sem tekur við en það er golfmót til styrktar unglingastarfi GA. Ræst er út á öllum teigum sam- tímis í Jónsmessumótinu og spilað- ar 9 holur. Skráning er á staðnum en ræst út kl. 21.00 í kvöld. Keppnisfyrirkomulag í Sumar- gleðinni er þannig að keppandi vel- ur um að leika 18 eða 36 holur og gilda þær 18 bestu. Þ.e. ef illa gengur með vissa holu fyrri dagitm er hægt að bæta það upp þann seinni. Keppt verður í karla-, kvenna- og unglingaflokki með og án forgjafar. Mótsgjald er 2000 kr. fyrir báða dagana og 1500 kr. fyrir aiman daginn en innifalið í móts- gjaldinu er Grillveisla. Skráningu lýkur í dag kl. 18.00 í Golfskálan- um. Kvennahlaup ISI1995 Á sunnudaginn verður mikið um að vera í miðbæ Akureyrar. Þá fer fram hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ og má búast við mikium fjölda kvenna við göngu eða skokk. Markmið Kveimahlaupsins er að leggja álierslu á þátttöku kvemia í almenningsíþróttum og hollum lífs- háttum. Engin aldurstakmörk eru og eru dæmi um þátttakendur allt frá þriggja mánaða aldri upp í 85 ílra Aflraunameistari Islands krýndur á Akureyri á morgun Á morgun, þjóðhátfðardaginn, verður athyglisverð keppni hjá sterkbyggðum rammíslenskum karlmönnum sem kallast Afl- raunameistari íslands. Margir þekktir kraftakarlar mæta til leiks en keppnin fer fram á flöt- inni fyrir neðan Samkomuhúsið og hefst kl. 14.30. Keppt veröur í sex skemmtileg- um greinum aflrauna og hefst keppnin með bíldrætti með hönd- um 25 metra vegalengd. Þá tekur við armlyfta á höndum, svokölluð Frissa Fríska lyfta. Því næst er hleðslugrein þar sem tekinn er tími á keppendum við að hlaða fjórum þungum hlutum upp á vagn, þá Puma-ganga þar sem mikilmennin ganga meö 90 kg hylki í hvorri hönd, steinahleðsla þar sem 90, 110 og 130 kg hnull- ungum er lyft upp á tunnur og loks er handlóðspressa. Hjalti Ursus Amason kemur að suiuian og Norðlendingar mæta honum með Torfa Olafssyni og má búast við skemmtilegri keppni þeirra á milli um titilinn Aflrauna- meistari Islands. Knattspyrna - 5. flokkur karla: Hart barist á Akureyrarmóti Akureyrarmótin í knattspymu eru hafin af fullum krafti og í vikunni var leikið í 5. flokki á KA-vellinum. Heimastrákar höfðu betur í þremur leikjum af fimm, Þór vann einn og í einum varðjafntefli. KA sigraði í leik a-liða, 3:1, með mörkum frá Skúla Eyjólfs- syni, Jóhamii Helgasyni og Einari Inga Egilssyni. Mark Þórsara skoraði Helgi Pétursson. Þórsarar höfðu yfirburóasigur í leik b-liða 6:2 þar sem Ármann Ævarsson fór á kostum og skoraði 4 mörk, Gunnar Örn Birgisson eitt og Hreggviður Gunnarsson eitt. KA vann öruggan sigur í leik Gunnar Örn Birgisson og Ármann Ævarssonn, markaskorarar I>órs í b-liðinu fagna hér marki. og allt að 4 ættliðir sem hafa tekið þátt saman. Hver og einn velur simi hraöa í göngu eða skokki og gefst kostur á að velja um að fara 2,4 km eöa 4,5 km. Safnast verður saman á Ráöhús- torgi milli kl. 11.00 og 12.00. Skráning hefst kl. 10.30 og létt upp- hitun kl. 11.45 en hlaupið sjálft hefst kl. 12.00. Lifandi tónlist verö- ur á staðnum og ættu allir að hafa gaman af. Þátttökugjald er kr. 550,- og fær hver þátttakandi bol vió skráiúngu en verðlaunapening og Blöndu eða Frissa fríska frá Mjólkursamlagi KEA að loknu hlaupi. Forskráning er í dag kl. 15.00- 18.00 fyrir uUm Sporthúsið, við Hrísalund, Hagkaup, Nettó og í Suruiuhlíó. Árið 1992 vom þátttakendur urn 250 en ári síðar var talan komin upp í 598. Eim eitt stórstökkið var tekið á síðasta ári þegar 1078 konur tóku þátt og nú er bara að gera enn betur. KA-pilturinn Einar Ingi Egilsson (til vinstri) á hér í baráttu við Vilberg Brynjarsson I>órsara í leik a-liðanna. í baksýn fylgist Þórsarinn Andri Rún- ar Karlsson spenntur með. íþróttir KN ATTSPYRN A: Föstudagur: 3. deild karla: Ægir-Dalvík kl. 20.00 Mjólkuibikarkeppnin: Sunnudagur: Magni-Grindavík kl. 14.00 Völsungur-FH kl. 20.00 Mánudagur: KR U23-Leiftur kl. 20.00 Leiknir-I>ór kl. 20.00 Þriðjudagur: Þór U23-HK kl. 20.00 AFLRAUNIR: Laugardagur: Aflraunameistari Islands kl. 14.30 GOLF: Föstudag: Jónsmessumót kl. 21.00 Laugardag & sunnudag: Sumargleóin ALMENNINGSÍÞRÓrriR: Sunnudag: Kvennahlaup ÍSÍ kl. 12.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.