Dagur - 08.07.1995, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 464 1585, fax 464 2285),
SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir),
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Aímæli á Hvamms-
tanga og Olafsfirði
Um síðustu helgi var mikið um dýrðir á Seyðisfirði þegar
haldið var upp á 100 ára kaupstaðarafmæli og um þessa
helgi halda tvö byggðarlög á Norðurlandi upp á merk
tímamót. Á Hvammstanga verður haldið upp á 100 ára
verslunarafmæli staðarins og í Ólafsfirði fagna menn 50
ára kaupstaðarafmæli.
Fyrir réttum hundrað árum kviknaði áhugi manna fyrir
því að fá löggiltan verslunarstað í Vestur-Húnavatnssýslu
og niðurstaðan varð sú. Þar sem Hvammstangi er nú var í
þá daga engin byggð, en þessi staður varð fyrir valinu
vegna góðra hafnarskilyrða frá náttúrunnar hendi. Fimm
árum síðar, aldamótaárið, reis fyrsta húsið á Hvamms-
tanga og það sama ár hóf danski kaupmaðurinn R.P. Riis
verslunarrekstur. Þetta var byrjunin, en síðan hefur mikið
vatn til sjávar runnið og Hvammstangi byggst upp sem
öflugur þjónustu- og verslunarkjarni fyrir Vestur-Húna-
vatnssýslu. í raun má því segja að samfara því að
Hvammstangabúar fagna nú 100 ára verslunarafmæli séu
þeir að fagna aldarafmæli staðarins.
Ólafsfirðingar fengu kaupstaðarréttindi þann 1. janúar
1945 og sú ákvörðun tengdist baráttu þeirra fyrir hafnar-
gerð. Alþingi samþykkti hafnalög árið 1943 og samkvæmt
þeim bar ríkissjóði að greiða tvo fimmtu hluta hafnar-
gerðarinnar á móti Ólafsfirðingum og ganga í ábyrgð á
lántökum heimamanna vegna framkvæmdanna. Á móti
var þess krafist að sýslusjóður Eyjafjarðarsýslu gengi í
ábyrgð lánanna gagnvart ríkinu. Þegar á reyndi neituðu
allir sýslunefndarmenn nema fulltrúi Ólafsfirðinga að
ábyrgjast lántökur og hafnargerðin var stöðvuð. Þessari
niðurstöðu vildu Ólafsfirðingar ekki una og þeir lögðu
fram formlega beiðni til Alþingis um kaupstaðarréttindi
Ólafsfjarðar. Þessum tímamótum fagna Ólafsfirðingar
sérstaklega í dag þegar forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, sækir þá heim. Einnig verður mikið um að vera í
Ólafsfirði um næstu helgi þegar brottfluttir Ólafsfirðingar
flykkjast til bæjarins og gera sér glaðan dag með heima-
mönnum.
Á þessum tímamótum færir Dagur Hvammstangabú-
um og Ólafsfirðingum sérstakar árnaðaróskir. Á merkum
tímamótum er ástæða til að gleðjast yfir þeim sigrum
sem unnist hafa.
I UPPAHALDI
„Lentí í lögreglunni“
Sigurður Björnsson, Ólafs-
firðingur, lögregluþjónn,
smiður, útflutningsmarkaðs-
frœðingur, rekstrarfrœðing-
ur og formaður afmœlis-
nefndar Ólafsfjarðar er í uppá-
haldi í dag. Hann er kvœntur Mar-
gréti Sigurgeirsdóttur, sent er Ak-
ureyringur í húð og hár og þau
eiga þrjú börn, sem eru 25, 21 og
15 ára; „tvœr dœtur og strák í
rniðið". Sigurður byrjaði á að lœra
húsasmíði eftir að grunnskólanámi
lauk, síðan fór hann í tcekniskólann
í þrjú ár og líkaði ágœtlega. Sig-
urður sneri heim á Norðurlandið
og smíðaði af kappi, þangað til
hann „lenti" eins og hann segir
sjálfur í lögreglunni, 26 ára gam-
all þar sem hann entist í tólfár. Þá
fór hann suður í þrjú ár og vann í
tengslum við lðntceknistofnun,
samhliða námi í útflutningsmark-
aðsfrœði og þjálfun í útflutnings-
vinnu hjá Norges Exportskole. Að
því loknu flutti hann aftur heim og
hófsmíðar á ný. Síðasta afrek Sig-
urðar var að fara í rekstrarfrceði
við Háskólann á Akureyri og það-
an útskrifaðist hann t vor. Nú er
hann við sumarafleysingar hjá lög-
reglunni t Ólafsfirði, en það var
hann einnig meðan á háskólanám-
inu stóð og segist ekki vera búinn
að gera upp við sig hvað hann œtli
að taka sér nœst fyrir hendur.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Hvítkál og flysjuð epli. Eg borða
mikið grænmeti.
Uppáhaldsdrykkur?
Blessað blávatnið og kaffi.
Hvaða heimilisstörffinnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
Þau heimilisstörf sem ég sinni
Sigurður Björnsson.
mest er að taka af eldhúsborðinu
eftir hádegismatinn, en mér
fmnst heimilisstörf ekkert sérlega
skemmtileg og reyni að hafa þau
í lágmarki.
Stundar þú einhverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
Ég skokka um það bil 30-40
kílómetra á viku.
Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
Sjálfstæðisflokknum. Þar er ég
ævifélagi.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Moggann og Time.
Hvaða bók erá náttborðinu hjáþér?
Hún heitir Beyond 2000 og
fjallar um markaðsfræði framtíð-
arinnar.
I hvaða stjörnumerki ert þú?
Ég er á mörkum steingeitar og
vatnsbera og get ekki sagt að það
hafi haft nein sérstök áhrif á mig.
Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er
i mestu uppáhaldi hjá þér?
Þessa stundina hlusta ég mest
disk sem heitir „í takt við tim-
ann“ og er með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands þar sem hún spilar
popptónlist. Ég er miklu meira
fyrir klassíkina en aðra tónlist.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Matthías Sigvaldason, knatt-
spymumaður í Leiftri.
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Það eina og mesta eru fréttimar.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Davíð Oddssyni.
Hyer er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Það er nú ekki langt frá því að
það séu mynni Ólafsfjarðar og
Eyjafjarðar í miðnætursólinni.
Hvar vildirðu helstbúa efþú þyrftir
að flytja búferlum nú?
Ég get alls staðar verió, en mér
hefur alltaf þótt gaman að vera á
Akureyri.
Hvaða hlut eðafasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mundir?
Ég á allt sem mig langar til að
eiga.
Hvemig vUt þú helst verja frístund-
um þínum?
Ég sit mikið og les, fer í göngu-
túra og skokka.
Ætlarðu aðfara eitthyert í sumar?
Helst sem minnst. Ég er búinn að
vera svo mikið í burtu.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Ég ætla að vera á kafi í því að
halda upp á afmæli Ólafsfjarðar.
shv
AAEf> MORCUN KAFFI NU
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON
Mannlíf vestan við Múlann
Það verður væntanlega mikið um
dýrðir í Ólafsfirði í dag þegar
bæjarbúar og gestir þeirra, þar á
meðal forseti vor, fagna 50 ára
afmæli bæjarins. Þetta eru merk
tímamót, fáir bæir á Islandi af
þessari stærðargráðu hafa náð
þessum aldri. En átök um hafnar-
framkvæmdir urðu þess fyrst og
fremst valdandi að Ólafsfirðingar
ákváðu að sækja um kaupstaðar-
réttindi og þau fengu þeir 1. janú-
ar 1945. Hálf öld er að baki.
Ólafsfiróingar era harðduglegt
fólk og þeir eru sjálfstæðir í
gjörðum og hugsun. Um það
vitnar kannski betur en nokkuð
annað fjöldi smáútgcrða í Ólafs-
firði í gegnum tíðina. Landfræði-
leg einangrun staðarins lengst af
hefur gert það að verkum að Ól-
afsfirðingar hafa bjargað sér á
sinn hátt, þeir hafa ekki leitað í
smiðju til annarra, þeir hafa gert
hlutina sjálfir, um annað hefur
ekki verið aó ræóa. Þetta er enn
þann dag í dag ríkt í Ólafsfirðing-
um, þó vissulega hafi landfræði-
leg einangran staðarins verió rof-
in meó flugsamgöngum en þó
umfram allt Múlagöngum, sem
vora gífurleg samgöngubylting
fyrir Ólafsfjöró.
Ég átti þess kost að vera í Ól-
afsfirði einn vetur fyrir töluvert
mörgum áram og nema í Gagn-
fræóaskólanum þar í bæ. Læri-
feóumir voru ekki af verri endan-
um; Kristinn G., núverandi pistla-
höfundur hér í Degi með meiru,
var skólastjórinn, Hreinn Bem-
harósson kenndi stærðfræði, ein-
hver albesti stærðfræðikennari
sem ég hef haft um dagana, Ósk-
ar Þór nafni minn, núverandi
skólastjóri, kenndi sögu og landa-
fræði, Bubbi Ólafs., skíðastökkv-
ari með meira, sá um íþróttimar
og handavinnuna, séra Úlfar
reyndi að kenna okkur vélritun og
Þórir föðurbróðir bar ábyrgð á ís-
lensku- og dönskukennslu. Þetta
var harðsnúið lið og þessi vetur
er mér eftirminnilegur.
Ég get reyndar ekki sagt að
mér hafi litist á blikuna í byrjun.
Strax á fyrsta skóladegi var mér
greint frá því, svona til aðvörun-
ar, að bekkurinn, sem ég væri aó
fara í, væri sá alversti í sögu
Gagnfræðaskólans. Ég komst
fljótt að því aö þetta var hárrétt.
Bekknum var skipt í tvær fylk-
ingar; í fyrstu herdeild voru þeir
sem einhverjar vonir voru bundn-
ar vió, þar var mér að sjálfsögðu
fundinn staður, en í annarri her-
deild hafði verið safnað saman
þeim sem kennaramir höfðu met-
ið að myndu hvort sem er ekki
læra neitt. í nokkrum tímum á
viku, ef ég man rétt í bókfærslu
og vélritun, var herdeildunum
slegið saman í eina. Og þvílíkur
djöfulgangur! Saklaus sveita-
strákurinn úr Húsabakkaskóla
hafði aldrei orðið vitni að öðru
eins. Ég hafói sérstaka samúð
með séra Úlfari þegar hann
froðufelldi af skelfingu. Vélritun-
arkennsla hans átti ekki sérlega
greiðan aðgang aö hjörtum
margra í bekknum.
En þetta fór upp j vana og mér
líkað vistin vel í Ólafsfirði. Ól-
afsfirðingar eru afbragðs fólk,
miklir vinir vina sinna og traustir.
Að því komst ég fljótlega að raun
um. Margt var þó öðra vísi í
þeirra fari en ég hafði vanist. Til
dæmis hljómaói margt í þeirra
tungu öðru vísi en ég hafði vanist
í mínu ungdæmi. Ég tók eftir að
sumir bekkjarfélaga minna töluðu
um að „synta“ í sundlauginni og
„henta“ boltanum. Þetta fannst
mér auðvitað nokkuð undarlegt,
en þetta var heimamönnum eðli-
legt. Að sama skapi fannst mér
eftirtektarvert að böm voru í
mörgum tilfellum kennd við
mæðumar. Ekki veit ég skýring-
una á þessu en þó mætti segja
mér að þetta sé þekkt fyrirbrigði í
rótgrónum sjávarútvegsplássum
eins og Ólafsfjörður er. Feðumir,
sjómennimir, dvelja vikum og
mánuðum saman á hafi úti aó
sækja björg í bú og því er nær-
tækast að kenna bömin viö mæð-
umar.
Eg minntist á sjálfstæðiskennd
Ólafsfirðinga frá fomu fari. Hún
birtist í ýmsum myndum. Til
dæmis kom þaó mér hreint ekki á
óvart þegar þeir kolfelldu tillögu
um sameiningu sveitarfélaga við
Eyjafjörð. Ölafsfirðingar vilja
vera út af fyrir sig eins og þeir
hafa alltaf verið. Og bara sú til-
hugsun að eiga aðild að sveitarfé-
lagi með Dalvíkingum hefur
sjálfsagt ekki ýtt undir stuðning
við hugmyndina. Rígur milli
þessara byggðarlaga er enn fyrir
hendi, þótt hann hafi vitaskuld
minnkað með bættum
samgöngum. Hér á árum áður
voru hnefamir gjaman látnir tala
þegar Dalvíkingar og Ólafsfirð-
ingar hittust á dansleikjum, en
það heyrir nú að mestu sögunni
til. Og sjálfstæði Ólafsfirðinga
birtist líka í pólítíkinni, því óvíða
eru hlutfallslega fleiri sjálfstæðis-
menn en einmitt í Ólafsfirði. Og
fyrir vikió eru skilin í bæjarpólit-
íkinni óvíða skarpari og átökin
meiri, eins og dæmin sanna.
En þrátt fyrir að menn takist
hressilega á um eigin hagsmuna-
mál og stór orð séu látin falla, þá
er samheldnin óvíða meiri þegar
á bjátar og mikilvægt er að menn
taki sameiginlega á. Kannski er
skýringanna á þessu að leita í
umhverfinu; þessum hrikalegu
fjöllum á báða vegu og þröngum
firðinum. Það þarf því ekki að efa
að upp á þessi tímamót, 50 ára
kaupstaðarafmæli, verður haldió
með viðeigandi glæsibrag. Bestu
kveðjur í Ólafsfjörðinn!