Dagur - 08.07.1995, Síða 14

Dagur - 08.07.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 8. júlí 1995 Ljóð úr ljóða- samkeppni Dags ogMENOR í síðasta helgarblaði voru birt tvö mjög vel gerð ljóð sem voru send í ljóðasamkeppni dagbiaðsins Dags og Menningarsamtaka Norðlend- inga á liðnum vetri. Hér birtast önnur tvö Ijóð úr þessari sömu sam- keppni. Tindurinn Er líður að hausti og Ijósbirta dofnar, lífið slökknar - sálin fer heim, sinn líkama kveður er hugurinn sofnar og sólskinsblóm þáfellur í gleym þótt jurt einfölni af jarðar auði og jurtin sú sé eigið lífog dauði. Ég hugsa til baka um heiðskíra mynd, um hugsjónir og 'köllun eins manns, um háleitan tilgang og óklifinn tind, og tálsýnir daprar sem biðu hans. Nú tíminn líður og tekur hannfrá, og tindurinn bíður ókleifur að sjá. Höfundur: Þórhallur Hjartarson, Akureyri. Haust Sefið hefur gulnað í nótt fyrstu geislar morgunsólarinnar fá það til að glitra kyrrðin er algjör en langdregið óp lómsins klýfur þögnina í fjarska. Höfundur: Freygeróur Magnúsdóttir, Akureyri. H E LGARll EILABROT U2 Umsjón: GT 40. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvaða þjóflar-sérrétti er boflið upp á í Brussel? Grænmetisrétti Wl Sjávarrétti Villibráð (hv»ð fart t*p 70% af útgjöldum Evrépuþingsins í Evrópusambandinu? Atkvæðagreiðslur S9 Ferðalögmaka Þýðingar © Hver svarar ef hrlngt er (slma 453 6646? I D/rið Lögreglan á Sauðárkróki RARIK á Blönduósi í hverju var keppt I meistarkeppnl i fjórða sinn (finnska bænum Sonkajarvi laugardaginn I. júli sl.? III Dvergakasti 19 Fíflalátum WM Konuburði Hvaða fisktegund var uppistaða fiskafla íslendinga i f/rra eða helmlngur heildarafians í tonnum? I Karfi 19 Loðna WM Þorskur 6 En hvafla fisktegund skilaði mestum verðmætum upp úr sjó efla fjórðungi helldarinnar? Karfi 19 Loðna Þorskur Hvafla land er sagt hafa verifl krossfest milii tveggja ræningja likt og Kristur? D Litháen 19 Pólland Sviss Hvaða verðlaun hlaut Bima Bjömsdóttir, landsliðskona í sundi, á iokaathöfn Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg 3. júní sl.? ■ Áræðniverðiaunin |Q| Háttvisiverðlaunin H Þrautseigjuverðlaunin Hver er ríkissáttascmjari? I Guðlaugur Þorvaldsson Helgi Laxdal Þórir Einarsson Hvað búa margir i Uchtensteín? Um 29.000 Rúmlega 230.00 Tæplega hálf milljón Hver var i 2. sæti i A-flokki gæðinga á landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu 1994? Atli irá Skarði í Landssveit B9 Móri frá Saurlauksdal WM Prúður frá Neðri-Ási Hvert eftirtallnna sjávarútvegsríkja var aflahæst árlð 1991? I Japan |Q Kina Noregur Hvert eftirtaiinna fyrirtækja/stofnana verður væntanlega einkavætt næst á yfirstandandi kjörtímabili Alþingis? ' ..................................... ' "" ................ I Búnaðarbanki íslands Wi Vegagerð rikisins R| Viðskiptaskor Háskóla íslands GAMLA MYNDIN Hvað verður um að vera í Skaga- fírði í sumar? Eins og annars staðar á landinu verður mikið um að vera í Skagafirði í sumar. Jakob I>or- steinsson, ferðamálafulltrúi Skagafjarðar, hefur tekið sam- an eftirfarandi skrá yfir nokkra af þessum viðbiirðum. JÚIÍ 10. júlí - Þjóðminjadagur - sýn- ing á gömlu handbragði við hey- annir, hrosshárs- og ullarvinnu í Byggðasafninu í Glaumbæ. 23. júlí - Uppákoma í Varma- hlíð - hljómlistarmaðurinn Rúnar Þór spilar fyrir gesti og gangandi fyrir utan Kaupfélag Skagfirðinga milli kl. 16 og 17.30. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar. 29. júlí - Krókshlaup - al- menningshlaup þar sem keppt verður í þriggja og tíu kílómetra hlaupum. Hlaupið fer fram á Sauðárkróki. Ágúst 17. júní-20. ágúst - Sögusýning- in „Leiðin til lýðveldis“ - sýning sem fjallar í máli og myndum um sjálfstæðisbaráttu Islendinga á ár- unum 1830-1944. Sýningin verður í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki. 3.-6. ágúst - Hestamannamót - opið hestamannamót á Vind- heimamclum um verslunarmanna- helgina. 12. -13. ágúst - Króksmót - knattspymumót liða víðsvegar að af landinu. Fyrir krakka 12 ára og yngri. Haldió á Sauðárkróki. 13. ágúst - Ilólahátíð - hátíð trúar- og bókmenntalegs eðlis. Haldin á gamla biskupssetrinu fyrir Norðurland á Hólum í Hjaltadal. 19. ágúst - Hótel Áningar rallý - keppt á vegum víðsvegar í Skagafirði. September 10. september - Staðarrétt í Staðarhreppi - fjárrétt. 10.-11. september - Silfra- staðarétt Blönduhlíð - stóðrétt þann 10. og fjárrétt 11. september. 16. september - Staðarrétt í Staðarhreppi - stóðrétt. 30. september - Laufskálarétt í Hjaltadal - einhver vinsælasta stóðrétt landsins. Dansleikur í Miðgarði og á fleiri stöðum um kvöldið. Október 1. október - Unadalsrétt í Hofs- hreppi - stóórétt. Ljósmynd: Hailgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462 4162 eða 461 2562 (símsvari).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.