Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 30.09.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. september 1995 - DAGUR - 7 ólíklegt að af sölunni til Ásprents hf. hefði orðið ef samningar hefðu tekist við Kaupfélag Eyfirðinga því rekstur Dagsprents hf. hefði líklega verið fluttur út í Trygggvabraut og húsnæðið við Strandgötu selt. DAGUR hefur verið prentaður í POB svo það lá fyrir ákveðin reynsla á því sviði." Kaup á fyrirtæki í deiglunni - Er búið að setja punkt aftan við umsvifykkar félaganna í atvinnulíf- inu á Akureyri? „Nei, vonandi ekki, því staðan er sú að okkar hlutafélag, Akoplast & POB hf„ hefur svigrúm til frek- ari aðgerða eftir að það hefur hætt eiginlegri starfsemi hér. Við vorum komnir í rekstur í Reykjavík með þátttöku í útgáfufyrirtæki í ferða- þjónustu sem heitir Ferðakort en það hefur verið selt. Það var hugs- að m.a. sem verkefnaskapandi en með sölu prentsmiðjunnar ákváð- um við að selja það því við töldum okkur ekki hafa neinn ávinning af eignaraðild eftir söluna á prent- smiðjunni. Ferðakort gaf m.a. út bækling sem heitir „What’s on in Reykjavik" og gerir enn. Það hefur verið í farvatninu að kaupa rekstur fyrirtækis á Eyja- fjarðarsvæðinu en ég veit ekki hvernig það mál fer. Við höfum fyrst og fremst verið að leita að fyr- irtæki sem er ekki í samkeppni á þessu svæði en því miður er „flór- an“ svolítið einhæf.“ Lítill tími til trúnaðarstarfa í stjórnmálum - Þú staifaðir sem sveitarstjóri í fjögur ár og varst í 5. sœti á fram- boðslista Framsóknarflokksins við Alþingiskosningarnar vorið 1991. Þú hefur ekki haft frekari áhuga á frama á stjórnmálasviðinu? „Maður ólst upp við ákveðna samhygð og samhjálp í bændasam- félaginu fyrir austan og kenningar samvinnuhreyfingarinnar eiga betri aðgang að fólki sem elst upp í dreifbýli. Mér var boðið sæti á list- anum þegar ég kom frá Þórshöfn og mér fannst gaman að reyna þetta. Ég varð svo 2. varaþingmað- ur Framsóknarflokksins en komst að því að þetta var ekki eitthvað sem ég sóttist eftir, mig vantaði pólitíska neistann. Ég átti þess kost að setjast inn á Alþing en baðst undan því. Ég hef ekki heldur hugsað mér að leita áhrifa í bæjar- málapólitíkinni, áhuginn hefur frekar færst að því að rækta eigin garð en að koma skoðunum sínum inn hjá öðrum. Þegar maður vinnur fullan vinnudag og kannski gott betur þá hefur maður mjög lítinn tíma og ráðrúm til að sinna trúnað- arstörfum með þeim hætti sem maður vildi sjálfur. Ég starfa í at- vinnumálanefnd og er stjómarfor- maður Iðnþróunarfélags Éyjatjarð- ar, sem hvoru tveggja em auðvitað pólitísk störf. Ég hef lengi átt hesta og haft gaman af, en síðustu tvo vetur hef ég ekki haft hesta, og dóttirin at- yrðir mig stundum fyrir það en við skreppum stundum í sveitina til að komast á bak á hestum sem við eig- um þar. Ég reyni líka að komast í göngur austur á Melrakkasléttu og er nýkominn þaðan. Ég reyni að ganga fyrir báða bræður mína en í haust tókst mér ekki að ganga nema fyrir annan þeirra. Það er mikil og góð næring fyrir veturinn og kærkomin hvfld frá daglegu amstri. Það blundar í manni ein- hver villimaður og gott að hleypa honum fram öðm hverju. Svo er ég í fótbolta í góðum hópi og reyni þannig að rækta á mér skrokkinn svo hann verði ekki ónýtur á undan andanum. Ég mæti miklu umburðarlyndi af hálfu kon- unnar hvað það varðar enda er öll fjölskyldan í einhverri hreyfmgu," sagði Daníel Árnason. GG dvölina á Þórshöfn þegar kjörtíma- bilinu lauk? „Jú, jú, en það var eitthvað sem blundaði í mér og fjölskyldunni að fara í eitthvað annað og til Akur- eyrar var haldið án þess að ég væri búinn að tryggja mér þar vinnu. Ég fékk svo vinnu hjá Vátryggingafé- lagi íslands við ýmis sérverkefni og þar var ég í fjóra mánuði þar til ég keypti plastpokaverksmiðjuna á Bjargi ásamt félögum mínum.“ - Vissuð þið félagarnir eitthvað um plastpokaframleiðslu eða prent- verkþegarþið réðust íþau kaup? „Nei, en við reyndum að reikna dæmið út en eftir því sem menn eru ókunnari viðkomandi rekstri því meiri er hættan á skekkju. Áhættan var því umtalsverð. Viðskiptavin- irnir prentsmiðjunnar héldu tryggð við fyrirtækið þrátt fyrir nýja eig- endur og við nutum þess að halda starfsmönnum sem höfðu starfað hjá POB í áratugi og voru þar með trygging fyrir umtalsverðri verk- þekkingu. Þar get ég nefnt Bjarna Sigurðsson að öðrum ólöstuðum en auðvitað fundum við ákveðna tor- tryggni frá sumum viðskiptavin- anna, enda eðlilegt að menn gefi sér að ungir, frískir menn séu gráð- ugir.“ Lítillega rætt að kaupa Asprent hf. Vegna kaupa Ako-plasts hf. á hús- næðinu í Tryggvabraut var nauðsyn að leita að húsnæði fyrir prent- smiðjuna. Síðan er prentsmiðju- reksturinn seldur til samkeppnis- aðila, Ásprents hf. Komu aðrir möguleikar til greina áður en skrif- að var undir þann sölusamning? „Við vorum á fullu að leita að nýju húsnæði fyrir prentsmiðjuna og höfðum ákveðið húsnæði í huga í þeim tilgangi. Það var erfið ákvörðun að selja prentsmiðjuna frá sér því með því sáum við að baki frábæru samstarfsfólki og al- veg einstökum vinnuanda. M.a. var hér gefið út fréttabréf og fleira sem undirstrikaði þetta góða andrúms- loft. Það kom aldrei til greina að Ásprent hf. og Ako-plast & POB hf. stofnuðu saman fyrirtæki um reksturinn, því réði meðal annars ólík eignaraðild; annars vegar hlutafélag en hins vegar fjölskyldu- fyrirtæki. Það var hins vegar lítil- lega rætt hvort við ættum að kaupa Ásprent hf. þó það kæmist ekki á alvarlegt umræðustig. Við gerðum heiðarlega tilraun til að kaupa meirihluta í Dagsprenti hf. því það er nauðsynlegt að auka hagræðingu í prentrekstri á Akur- eyri og þá er nærtækast að horfa til sameiningar, samnýtingar á tækja- búnaði og verkþekkingar, ekki síst í umbroti og úrvinnslu. Við gerðum formlegt tilboð í hlut Kaupfélags Eyfirðinga í rekstur og húsnæði Dagsprents hf. sem hefði þýtt að Dagpsprent hf. hefði setið eftir með einhverjar eignir og skuldir. Við teygðum okkur eins langt og við töldum fært og það bar ekki mikið á milli en niðurstaðan varð til þess að menn skoðuðu með opnum huga sölu á prentsmiðjunni. Það er mjög Daníel Árnason á skrifstofu sinni í Tryggvabraut. sumarið hitti ég nokkra vini mína á hestamannamóti og það leiddi til þess að ég var ráðinn sveitarstjóri á Þórshöfn,“ segir Daníel Unnsteinn Árnason. Atvinnumálin í uppnámi Á þeim tíma sem Daníel kemur til Þórshafnar var atvinnulífið í sveit- arfélaginu í töluverðu uppnámi en ákveðið hafði verið að breyta tog- aranum Stakfelli í alfrystitogara. Nokkurt atvinnuleysi var þá til staðar en margir sáu fram á óheilla- þróun í atvinnumálum hreppsins með þessari ákvörðun, verið væri að færa vinnuna í frystihúsinu út á sjó. Stakfellið var þá í eigu Útgerð- arfélags Norður-Þingeyinga, sem var í eigu aðila á Þórshöfn og Rauf- arhöfn. Aðrir töldu að skipið hefði verið blóðmjólkað af landvinnsl- unni og þannig hafi tekjumöguleik- ar þess verið rýrðir. „Eigendur skipsins voru ósam- mála og málið varð að mikilli púð- urtunnu. Þetta olli nærri klofningi í byggðarlaginu og var því öllum að- ilum mjög erfitt. Niðurstaðan varð sú að keypt var skip til að þjóna landvinnslunni, Súlnafell. Hrað- frystistöð Þórshafnar varð svo meirihlutaeigandi að útgerð Stak- fellsins eftir miklar hremmingar og Súlnafellið selt til Hríseyjar og heitir í dag Svanur. Það var varla önnur lausn fær fyrir byggðarlagið því annar aðili hafði kvótann á hendi, en það var gert með fulltingi sjóða Byggðastofnunar. Ég held að það hafi ríkt sæmilegur friður í sveitarstjómarmálum á Þórshöfn seinni hluta kjörtímabilsins en ég var þar í fjögur ár. Það var mikið átak unnið til aukningar í atvinnu- lífinu; loðnuverksmiðja reist og bætt var hafnaraðstaða til að geta tekið við stærri skipum. Komið var á fót litlu dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða og stórátak var unnið til úrbóta í gatnamálum, m.a. jarðvegs- og lagnaskipti í mörgum götum. Neysluvatnsmál voru í megnasta ólestri þegar ég kom til Þórshafnar, vatnið tekið í mýra- keldum upp á Brekknaheiði og öll- um ráðlagt að sjóða það dyggilega fyrir notkun. Samstarf náðist við Rafmagnsveitur ríkisins, sem voru að leggja jarðkapal austur á Gunn- ólfsvíkurfjall fyrir ratsjárstöðina, og var samstarfið fólgið í lagningu aðveituæðar frá Gunnólfsvíkurfjalli til Þórshafnar. Margir telja þessa framkvæmd mestu úrbót sem unnin hefur verið á seinni tímum fyrir þetta byggðarlag. Leit að heitu vatni hefur hins vegar ekki farið fram enda hafa sérfræðingar af- skrifað þá möguleika að á þessu landshomi sé heitt vatn að finna í jörðu. Þetta fjögurra ára tímabil mitt á Þórshöfn var mér mjög lær- dómsríkt og góður skóli. Því hefur stundum verið kastað fram í hálf- kæringi að það væri gott að hefja starfsferilinn í opinbera geiranum og læra þar af mistökunum áður en farið yrði í einkabissnesinn." Tóku töluverða áhættu - Kom ekki til greina að lengja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.