Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1995, Blaðsíða 1
I Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Sauðárkrókur: Tvöfalt stór afmæli í undirbúningi Nú eru framundan tvö stórafmæli hjá Sauðár- króksbæ. Á árinu 1996 eru 125 ár liðin frá því að byggð tók að myndast á Sauðár- króki og árið 1997 er hálf öld frá því að bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi. Sérstök afmælisnefnd hefur verið að vinna að undirbúningi þessara viðburða og hefur henni verið heimilað að ráða starfsmann. Fastmótaðar hug- myndir liggja ekki fyrir á þessu stigi en að sögn Bjöms Sigur- bjömssonar, formanns bæjar- ráðs, verður vegleg dagskrá vegna þessara tímamóta, þar sem nánast verður um tveggja ára úthald að ræða. HA Menntun leikskólakennara til Háskólans á Akureyri haustið 1996? Styrkir starfsemi kenn- aradeildarinnar verulega - Fósturskólinn væntanlega Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, segir í nýútkomnu frétta- bréfi ráðuneytisins að rætt sé um að Háskólinn á Akureyri komi að menntun leikskólakennara og stefnt sé að því að það geti orðið haustið 1996. Áhugi er fyrir því að Alþingi samþykki lög um fjórða skólastigið en í dag vantar allt að 1.200 menntaða leikskólakennara hérlendis til að framfylgja lögum í þessu efni. Rætt hefur verið um að breyta Fósturskól- anum, flytja hann yfir á háskólastig, til Kennaraháskólans, enda em í dag gerðar kröfur um stúndentspróf við inngöngu í skólann með undantekn- ingum þó, ef t.d. er um rnilda starfsreynslu að ræða og er á milli 15 og 20% nemenda án stúdentsprófs. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Há- skólans á Akureyri, segir að í menntamálaráðuneytinu liggi fyrir erindi fluttur til Kennaraháskólans frá skólanum um að hefja kennslu væntanlegra leikskólakennara en fyrst þurfi að skipa nefnd sem fer yfir málið og undirbýr það. Ljóst er að ef kennsla hefst að ári liðnu verður að fá kennslustofur undir þá starfsemi á framtíðarsvæði Háskólans á Sólborgarsvæðinu því ekkert rými er aflögu í húsnæði skólans við Þingvallastræti. I kennaradeildinni eru í dag 140 nemendur; 27 á fyrsta ári, 30 á öðm ári, 37 á þriðja ári og um 44 í upp- eldis- og kennslufræði. „Þetta mun styrkja verulega starfsemi kennaradeildarinnar og á þrem- ur árum er líklegt að nemendafjöldinn muni tvöfaldast gangi þetta eftir. Við það mun staða Fósturskólans breytast og þrýstingur verulega aukast um að hann verði fluttur á háskólastig. 1 áliti nefndar um um eflingu kennaramenntunar, sem ég átti sæti í, var lagt til að Fósturskólinn yrði tengdur eða sameinaður Kennaraháskólanum,“ sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson. GG Endurbygging Iðavallar ekki í 3ja ára áætlun Akureyrarbæjar: Deildarstjóri ieikskóladeildar Akureyrarbæjar segir það vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir endurbyggingu Iðavallar á 3ja ára áætlun Akureyrarbæjar. Þessi mynd var tekin í gær af börnum á Iðavelli. Mynd: BG. Veldur vissulega vonbrigðum - segir Ingibjörg Eyfells * Iþriggja ára áætlun Akureyrar- bæjar er gert ráð fyrir að leik- skóladeild fái 8 milljónir til framkvæmda við breytingu á Flúðum á næsta ári og 15 millj- ónir til viðbyggingar við Lund- arsel. Deildin hafði áður óskað eftir því að bygging nýs leik- skóla á Iðavelli yrði tekin fram fyrir viðbyggingu við Lundarsel í framkvæmdaáætlun, en við því var ekki orðið. Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri leikskóladeildar, segir að þetta valdi sér nokkrum vonbrigðum þar sem sárlega vanti að geta boðið upp á heils- dagspláss að Iðavelli. Ekki er gert ráð fyrir frekari fjármunum í þennan málaflokk á árunum 1997 og 1998, en Ingibjörg segir að áfram verði unnið að því að Iðavellir verði endurbyggðir. „Upphaflega var okkar óska- listi þannig að Flúðir og Lundar- sel voru á undan nýjum leikskóla á Iðavelli. Síðan hefur komið í ljós að það sárvantar heilsdags- pláss á Eyrinni. Bæði Klappir og Holtakot eru litlir leikskólar og þar er lítil hreyfing þannig að plássin sem losna á hverju ári eru fá. Þess vegna vildum við fá að byrja endurbyggingu Iðavallar á undan framkvæmdum við Lundar- sel. Við fórum fram á 15 milljónir á næsta ári, 45 milljónir 1997 og 30 milljónir til að ljúka verkinu á árinu 1998. Þessi niðurststaða veldur okkur vissulega vonbrigð- um og skapar ákveðin vandamál á Eyrinni og því svæði,“ sagði Ingi- björg. Hún segir að endurbæturnar á Flúðum og viðbygging við Lundarsel skapi um 20 ný rými á hvorum stað, þ.e. samtals 40 heilsdagspláss eða 80 hálfsdags. Hún segir styttast mjög í að brýnt verði að hefja endurbygg- ingu Iðavallar. „Þetta er eitt af okkar elstu húsum og orðið ansi hrörlegt. Bæði þurfum við nýtt hús og hús sem er stærra. Auðvit- að er alltaf matsatriði hvað gert er. Það vantar líka pláss upp á Brekku og endurbygging Iðavallar er mun dýrari framkvæmd en lag- færingamar á leikskólanum þar. En væntanlega verður endurbygg- ing Iðavallar áfram á dagskrá,“ sagði Ingibjörg. HA Nýbygging við Amtsbókasafnið: Litlar líkur á framkvæmdum á næstunni Guðmundur Jónsson, arkitekt, hefur lagt fram gögn um hönnun nýbygging- ar við Amtsbókasafnið á Ak- ureyri og áætlaðan kostnað við þessar byggingarfram- kvæmdir, en menningar- málanefnd bæjarins fór fram á 70 milljóna króna framlag á árinu 1996 til að ljúka upp- steypu hússins. í þriggja ára áætlun bæjarstjórnar Akur- eyrar um rekstur, fjármál og framkvæmdir er ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til menningarmála á árunum 1996 og 1997 en 10 milljón- um á árinu 1998 til eignfærð- ar fjárfestingar. Álfreð Gíslason, formaður menníngarmálanefndar bæjar- ins, segist ekki vera búinn að gefa upp alla von um tjárfram- lag til viðbyggingar við Amts- bókasafnið en vissulega hafi möguleikamir minnkað við lestur þriggja ára áætlunarinn- ar. Það sé mjög slæmt mál því mjög aðkallandi sé að hefja byggingarframkvæmdir, búið sé að fylla allar geymslur í kjallara fjölbýlishúss aldraðra við Víðilund og því mjög að- kallandi að fá nýtt húsnæði, ekki síst fyrir Héraðsskjala- safnið. GG Bolli, Svavar og Arnaldur i Laxdalshus? - mér líst Ijómandi vel á að fá aðstöðu í Laxdalshúsi, segir vígslubiskup Menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar barst nýlega er- indi frá vígslubiskupi Hólastiftis, sr. Bolla Gústavssyni á Hólum, þar sem leitað var eftir því að í Sigurhæðum á Akureyri yrði sköpuð aðstaða fyrir embætti vígslubiskups, héraðsprest Eyja- fjarðar- og Þingeyjarprófast- dæma, sr. Svavar A. Jónsson, og fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunnar, Arnald Bárðarson. Alfreð Gísla- son, formaður menningarmála- nefndar, segir að hugmyndin sé að i Sigurhæðum rísi safn tengt akureyrskum skáldum auk safns tengdu nafni sr. Matthíasar Joc- humssonar og jafnframt verði sköpuð vinnuaðstaða á efri hæð hússins sem tengist starfsemi Gil- félagsins þannig að áhugamenn um ritlist fái þar aðstöðu. Því verði ekki hægt að sinna erindi vígslubiskups um aðstöðu í Sigurhæðum en hins vegar hafi menningarmálanefnd boðið að- stöðu í Laxdalshúsi undir áður- nefnda starfsemi. Lítil nýting hef- ur verið á þessa elsta húsi Akur- eyrar undanfarin misseri. „Mér líst ljómandi vel á það að að fá aðstöðu í Laxdalshúsi þegar ég kem til Akureyrar til að taka á móti fólki ef ég þarf á því að halda en embættið hefur til þessa ekki haft neina fasta aðstöðu. Ekki síður er þetta nauðsynlegt fyrir héraðsprest tveggja prófastsdæma og jafnframt fræðslufulltrúann. Þessi lausn væri mjög heppileg, þarna eru góð bílastæði og að- gengi fyrir gangandi auk prýði- legrar staðsetningar á fallegum stað í fallegu húsi en samningar um þetta yrðu gerðir í fyllsta sam- ráði við kirkjuyfirvöld landsins. Næsta skref er að ganga til þeirra samninga og kanna hvort af þessu getur orðið,“ sagði sr. Bolli Gúst- avsson, vígslubiskup. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.