Dagur - 23.12.1995, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995
FRÉTTIR
Leikararnir sem koma fram i sýningunni ásamt leikstjóranum, Skúla Gautasyni.
Mynd: AI
Leikklúbburinn Saga:
Frumsýnir á
annan í jólum
Unglingaleikklúbburinn Saga á
Akureyri frumsýnir nýtt leikrit í
Dynheimum á annan í jólum.
Leikritið heitir því frumlega
nafni „Mysingssamloka með
sveppum“ og er eftir Jón Stefán
Kristjánsson en Skúli Gautason
leikstýrir.
Leikritið gerist á heimavistar-
skóla þar sem eru bara stúlkur.
Sonur skólastýrunnar kemur í
skólann og veldur það mikilli ólgu
á heimavistinni að fá skyndilega
strák í hópinn. „Þetta er eiginlega
ærslaleikur,“ segir Kjartan Hösk-
uldsson, einn leikaranna í leikrit-
inu. Ekki er búið að ákveða fjölda
sýninga en stefnt er að því að
halda áfram að sýna leikritið eftir
áramót. AI
Möðruvallaprestakall:
Sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson
I námsleyfi til Svíþjóðar
Sóknarprestur Möðruvalla-
prestakalls, sr. Torfi Hjaltalín
Stefánsson, fer í námsleyfi til
Lundar í Svíþjóð um áramótin,
og stendur námsleyfið til 15.
apríl 1996. Sr. Torfí hefur verið
áður í Lundi, síðast árið 1987, en
hyggst nú ljúka doktorsnámi í
trúfræði.
Á fundi með vígslubiskupi, sr.
Bolla Gústavssyni, fyrr á árinu var
reynt að ná betra samstarfi milli
sr. Torfa og sóknamefndarinnar
og var málinu gefinn tími til ára-
móta. Þar var ekkert rætt um
brottvikningarkröfu, enda þarf af-
skaplega alvarlegar sakir á hendur
presti til þess að honum verði vik-
ið úr embætti.
i
Óskum
viðskiptavinum okkar
g «
m
Sr. Torfi hefur leyst sr. Huldu
Hrönn Helgadóttur, sóknarprest
Hríseyjar og Stærri-Árskógssafn-
aða, af meðan hún er í námsleyfi í
Skotlandi og mun sr. Jón Helgi
Þórarinnson á Dalvík þjóna þeim
sóknum til 15. apríl nk. en sr.
Torfi þá taka við aftur til 1. júní er
sr. Hulda kemur aftur til starfa.
Möðruvallarprestakalli verður
þjónað af sr. Gunnlaugi Garðars-
syni í Glerársókn, en þar sem
hann þjónar mjög stóru prestakalli
fær hann stuðning héraðsprests
Eyjafjarðar og Þingeyjarprófasts-
dæma um páska og fermingar.
Starf héraðsprests verður auglýst
strax í byrjun næsta árs samkvæmt
upplýsingum frá Biskupsstofu og
er umsóknarfrestur einn mánuður.
Gert er ráð fyrir að nýr héraðs-
prestur taki til starfa innan mánað-
ar frá því að umsóknarfrestur
rennur út. Til þess tíma mun sr.
Svavar A. Jónsson, sem tekið hef-
ur við starfi aðstoðarprests við
Akureyrarkirkju, gegna embættinu
eins og kostur er. GG
gleðilegirajálci
ogjarsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin.
Akureyri:
Tryggvabraut 18-20
Sími 462 2211
Hlutafélag um
rekstur knattspyrnu
skemmu ekki stofn-
að fyrir áramót
Áætlanir um stofnun hlutafélags
um byggingu og rekstur yfír-
byggðs knattspyrnuvallar eða
skemmu ná ekki fram að ganga
fyrir áramót eins og upphaflega
var stefnt að. Þórarinn E.
GEISLADISKAVEISLA
Páll Óskar ..
Samlokugrill
Bubbi .....
Kaffikanna .
Barnabros ..
Djúpsteikingarpottur
Reif í skóinn .............
Kenwood matvinnsluvél
m/ávaxtapressu og safapressu,
tilboð, áður 8.795, nú 7.900,-
Gott úrval
rafmagnsverkfæra
.1.595,-
.2.990,-
.1.695,-
.2.190,-
.1.590,-
.4.900,-
.1.595,-
Emiliana Torrini...............1.595,-
Hárþurrkur ..................frá 990,-
Sixties .......................1.595,-
Verkfærasett...............frá 1.990,-
Pottþétt 2 ....................2.490,-
Skrúfjárnasett ..............frá 648,-
og fleira og fleira.
Frábærar jólagjafir
Sveinsson, bæjarfulltrúi og for-
maður íþrótta- og tómstunda-
ráðs, segir að líkurnar á því að
hlutafélagið verði stofnað hafí
ekki minnkað, þær séu í hans
huga enn 100%.
„Málið er enn statt á vinnslu-
stigi eða kynningarstigi og enn
hefur ekki orðið af því að halda
fundi annars vegar með íþrótta-
félaginu Þór og hins vegar með
Knattspymufélagi Akureyrar en
það verður gert fljótlega á nýju
ári. Ég ræddi og útskýrði málið á
aðalfundi Knattspymuráðs Akur-
eyrar og það fékk góðar undirtekt-
ir þar. Einnig er mikill áhugi hjá
KSÍ að fylgjast með þessu máli og
leggja þessu máli lið. Málið verð-
ur tekið upp af fullri einurð strax í
janúar,“ sagði Þórarinn E. Sveins-
son. GG
Dagur kemur næst út fimmtu-
daginn 28. desember. Skila-
frestur auglýsinga í það blað er
til kl. 11 miðvikudaginn 27.
desember. Milli jóla og nýárs
kemur Dagur auk þess út
föstudaginn 29. desember og
laugardaginn 30. desember.
Fyrsta blað á nýju ári kemur út
miðvikudaginn 3. janúar.
Akureyri:
Punktar úr
bæjarráði
Bréf frá Heilsu-
gæslustöðinni
Bæjarráð ræddi á fundi sínum
sl. fimmtudag um tvö bréf frá
Heilsugæslustöðinni á Akur-
eyri. Annars vegar afrit bréfs
þar sem stjórn Heilsugæslu-
stöðvarinnar andmælir með-
ferð ráðuneytisins á eftirstöðv-
um af inneign stöðvarinnar hjá
Ríkissjóði. í hinu bréfinu er
vakin athygli á hálum gólfum í
aðgengi að Heilsugæslustöð-
inni og spurt hver beri skaða-
bótaábyrgðina vegna hugsan-
legra slysa á hinum hálu gólf-
um. í tilefni af síðamefnda
bréfinu fól bæjarráð bæjar-
verkfræðingi og bæjarlög-
manni að kanna málið.
Áhyggjur af fjár-
hagsstöðu LA
Lagt var fram bréf frá Leikfé-
lagi Akureyrar þar sent gerð er
grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu
félagsins og brýnni þörf á að
endurskoða þríhliða samning
milli Leikfélagsins, Akureyrar-
bæjar og Ríkissjóðs um rekstur
atvinnuleikhúss á Akureyri.
Salaá
Löngumýri 9-11
Bæjarráð ræddi um bókun í
húsnæðisnefnd um sölu á hús-
eigninni Langamýri 9-11. Af-
greiðslu málsins var frestað á
síðasta fundi bæjatráðs, en
bæjarstjóm veitti bæjarráði
heimild til fullnaðarafgreiðslu
málsins. Guðríður Friðriks-
dóttir, forstöðumaður Húsnæð-
isskrifstofunnar, gerði bæjar-
ráði grein fyrir aðferð við öfl-
un tilboða í Löngumýri 9-11
og afstöðu hennar til þess
máls. Meirihluti bæjarráðs
samþykkti tillögu húsnæðis-
nefndar um sölu eignarinnar.
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf-
stæðisflokki, lýsti sig ósáttan
við vinnulag í þessu máli og
sat hjá við afgreiðslu þess.
Rætt veröi
við Sigurjón
Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri
leikskóladeildar, ræddi við
bæjarráð um svör við greinum
um leikskólamál á Akureyri
eftir Sigurjón Haraldsson, sem
hafa birst í Degi og Morgun-
blaðinu. Bæjarráð samþykkti
að fela bæjarstjóra og félags-
málastjóra að ræða við höfund
greinanna.
Erindi frá Árna
Tekið var fyrir erindi frá Árna
V. Friðrikssyni, stjórnarfor-
manni Fóðurverksmiðjunnar
Laxár hf., þar sem lýst er
óánægju með framgang mála
við sölu Akureyrarbæjar á
hlutabréfum í Krossanesi hf.
Þá óskaði Árni einnig eftir við-
ræðum við bæjaryfirvöld um
kaup fyrirtækisins á hlutabréf-
um Akureyrarbæjar í Laxá.
Afgreiðslu þessa erindis var
frestað. Sigríður Stefánsdóttir,
Alþýðubandalagi, óskaði bók-
að að hún óski eftir að fram
verði lögð afrit af bréfum
þeim, sem vitnað er til í erindi
Áma V. Friðrikssonar.