Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 3 Utgjöld vegna fjárhagsaðstoðar hjá Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar sambærileg og í fyrra Desember alltaf verstur Útlit er fyrir að beiðnir sem Fé- Iagsmálastofnun Akureyrarbæj- ar berast um fjárhagsaðstoð til einstaklinga nú í desember verði fleiri en í fyrra. Desember er alltaf sá mánuður ársins þegar þessar beiðnir eru sem fíestar og eru þær nú þegar orðnar nær jafn margar og bárust allan desember í fyrra. Heildarupp- hæð sem fer í þennan málaflokk verður eitthvað hærri á þessu ári en 1994 en þar spiia inn í breytingar á skattareglum. „Það eru nú þegar komnar 124 umsóknir um fjárhagsaðstoð í des- ember en voru 129 allan mánuð- inn í fyrra. Þetta er miklu hærra en aðra mánuði ársins þegar algengt er að umsónir séu á bilinu 70-80,“ sagði Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá Félagsmálastofn- un Akureyrarbæjar. Hún sagði jafnframt að fólk bæri sig almennt illa nú í desember. „Það er ekki hægt að neita því að þannig hefur þetta viljað vera í desember og þó fólk komist af þessa venjulegu mánuði þá þolir það illa þau út- gjöld sem fylgja jólunum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hversu há upphæð mun fara í þennan málallokk á árinu. í fyrra námu styrkir og lán samtals 30,6 milljónum en eru nú komin í tæpa 31 milljón. Heildarfjöldi umsókna mun hins vegar vera færri en í fyrra. „Það sem skekkir þessa mynd er að frá 1. september sl. bar okkur að fara að taka stað- greiðslu af allri fjárhagsaðstoð, en áður var þetta gert upp eftir á. Frá 1. september hefur því í rauninni þurft að bæta skattinum ofan á fjárhagsaðstoðina þegar fólk hefur ekki skattkort til að nota og þetta hefur aukið útgjöldin. Mér sýnist miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir að árið í ár hefði orðið sam- bærilegt og í fyrra ef skatturinn hefði ekki komið til,“ sagði Guð- rún. Vegna nýrrar mengunarvarnar- reglugerðar í tengslum við EES- samninginn ber sveitarfélögum að hafa komið fráveitumálúm í lag fyrir árið 2005 og að dreif- ing mengunar frá útrásum til sjávar sé innan þeirra marka. Arnar Snorrason, tæknifræð- ingur hjá Dalvíkurbæ, kynnti bæjarráði Dalvíkur stöðu þess- ara mála nýlega og hann segir að á næstu níu árum þurfl að koma öllu skólpi frá Dalvíkur- bæ út fyrir ákveðin viðmiðunar- mörk í hafi, sem eru 400 til 500 metrar frá landi. Að undanfömu hefur verið tal- að um að efnahagsástand í þjóðfé- laginu hafi heldur skánað en Guð- rún segir erfitt að meta slíkt. „Þeg- ar maður horfir á árið þá eru tals- verðar sveiflur milli mánaða og t.d. áberandi færri umsóknir og minna sem fer til framfærslunar í ágúst og september en ýmsa aðra mánuði. Ég tel að það megi rekja til skárra atvinnuástands á þessum tíma. Síðan verður aftur aukning Ekki er ljóst hver kostnaður bæjarsjóðs verður, unnið er að frumathugun á þessu máli og unn- in hefur verið skýrsla fyrir bæinn um dreifingu mengunar frá fyrir- huguðum útrásum og hversu langt þurfi að fara með skólpið en áætl- að er að útrásimar verði austur á sandinum og við Norðurgarð hafnarinnar. Unnið verður að því að sameina núverandi útrásir. Vinna þarf að heildarlausn sem m.a. felur í sér lagnir og hreinsun á skólpinu, þ.e. fyrsta stigs hreins- un, og síðan þarf að dæla skólpinu í útrásimar. Ríkissjóður kemur til þegar líður á haustið og langmest núna í desember." Á næsta ári er gert ráð fyrir minni útgjöldum til þessara mála og er þá gengið út frá því að takist að fá ríkið til að falla frá reglunni um staðgreiðslu. „Okkur sem vinnum við þetta finnst óeðlilegt að framfærslustyrkir séu stað- greiðsluskyldir. Fjárhagsaðstoð er skattskyld og það ætti að vera nægjanlegt,“ sagði Guðrún. HA með að styrkja þessar fram- kvæmdir í fráveitumálum þannig að sveitarfélögin fái virðisauka- skattinn af framkvæmdunum til baka. Um tugmilljóna framkvæmd er að ræða hjá Dalvíkurbæ, jafn- vel hundruð milljóna, en þess má geta að áætlað er að samsvarandi framkvæmd hjá Akureyrarbæ muni kosta allt að einum milljarði króna. Þar sent matvælafram- leiðsla er á strandsvæði Dalvíkur- bæjar, m.a. fiskverkunarfyrirtæki, eru gerðar harðari kröfur til fráveitumála í tengslum við meng- unarvamarreglugerðina. GG Þreifingar um samein- ingu sveitarfélaga viö utanveröan Skagafjörö: „Menn eru mjög jákvæðir" „Mér fannst nienn vera mjög jákvæðir gagnvart þessum hugmyndum og málin voru rædd af opnum huga. Við munum koma saman fljót- lega eftir hátíðar og halda viðræðum áfram,“ sagði Snorri Björn Skúlason, bæj- arstjóri á Sauðárkróki, í samtali við Dag. Forystumenn sjö sveitarfé- laga við utanverðan Skagafjörð komu saman til fundar á dög- unum þar sem þeir ræddu um hugsanlega sameiningu þeirra. Segir Snorri Bjöm menn sýna málinu áhuga, en allir séu enn með óbundnar hendur. Nokkrir sveitarstjómamenn, sem komu saman til nefnds fundar, hafa enn ekki aflað sér formlegs umboðs frá sínum sveitar- stjómum til viðræðna um sam- einingu. Þeir munu afla sér þess fyrir næsta fund, að sögn Snorra Bjöms. Það eru forystumenn Skef- ilsstaða-, Staðar-, Hofs-, Við- víkur- og Hóla- og Fljóta- hrepps auk Sauðárkróksbæjar, sem taka þátt í þessum viðræð- unt. „Við höfum engar for- sendur gefið okkur og förum af stað á algjörum núllpunkti á næsta fundi um miðjan janú- ar,“ sagði Snorri. -sbs. Sveitarfélög hafa 9 ár til að koma fráveitumálum í lag OPIÐ ÞORLÁKSMESSU 23. DES. KL. 10-23 OPIÐ AÐFANGADAG 24. DES. KL. 9-12 Frakkar Stakkar Föt Jakkar Buxur Skyrtur Peysur Vesti Leður- n r i • jakkar jakkar Sloppar Náttföt Húfur Treflar Hanskar Bindi e máfw Sími 462 3599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.