Dagur - 23.12.1995, Page 9

Dagur - 23.12.1995, Page 9
POPP MAGNÚS ÚEIR CUÐMUNDSSON Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 9 SÚKKAT SVÍKUR EKKI Þeir fóstbræður úr matargerðinni Hafþór Olafsson söngundur og Gunnar Öm Jónsson gítarsnertir í dúettinum Súkkat, lögðu ísland svo gott sem að fótum sér fyrir röskum tveimur árum með fyrstu samnefndu plötunni sinni. Með sínum einföldu tónsmíðum og ein- stöku kímnigáfu í textagerðinni Súkkat. Skemmtilegt Fjap. (ásamt félaga þeirra Emi Karls- syni) komu þeir með ferskt loft inn í popplífið og sýndu að enn er hægt að komast langt á viljanum einum saman. Nú fyrir þessi jól snúa þeir snillingarnir aftur með „Fjap“ og svíkja ekki frekar en í fyrra skipt- ið. Að vísu er nýjabrumið að mestu farið og „sjarminn“ ekki al- veg sá sami nú og áður, en létt og lúmsk gamansemin er vissulega áfram á sínum stað, eins og lög á borð við Vont en það versnar, Rauðar rúsínur, Fóstran og Reykjavíkurpakk, bera gott vitni um. Þrek og tár Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga Fundarboð Við minnum á aðalfundinn þann 27. desember kl. 10.30, í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. Félagar fjölmennið! Stjórnin. RAUTT LffÓS RAUTT LBÓS gÉUMFERÐAR Ólafur Haukur Símonarson er án nokkurs vafa vinsælasta og af- kastamesta leikskáld þjóðarinnar um þessar mundir. Hafa verk hans á liðnum árum hvert á fætur öðru verið sett upp í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir og þá jafnan und- ir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Tvö af síðustu verkum Ólafs hafa verið með söngvum og hafa þeir í báðum tilfellum verið gefnir út á plötum. Annars vegar er það auðvitað Gauragangur sem í hlut á, sem Ný dönsk sá um tónlistina við, en hins vegar Þrek og tár, sem hefur verið á fjölunum undanfarið og notið mikilla vinsælda. Fléttar Ólafur þar ýmsum dægurflugum frá 6. áratugnum inn í og eru það Egill Ólafsson og Tamlasveitin sem sjá um flutninginn ásamt Eddu Heiðrúnu Bachmann, EIvu Ósk Ólafsdóttur og Stefáni Jóns- syni leikurum. Er platan með lög- unum án efa ágætisviðbót við sýn- inguna. Meira af Bítlum Á NÝJU ÁRI Ef einhverjir skildu halda að nú verði látið staðar numið um sinn með útgáfu á efni með Bítlunum eftir að tvöföldu plötumar Live At The BBC frá því í fyrra og Antho- logy 1, þá er hægt að fullyrða það hér og nú að um slíkt verður svo sannarlega ekki að ræða. Herma nefnilega nýjustu tíðindi, að strax í mars verði von á hluta númer 2 og sá 3. sé á dagskrá í maí. Og ekki nóg með það, heldur á svo í framhaldinu að vera í bígerð „Unplugged“ plata með ýmsum lögum félaganna fjögurra. Það á því aldeilis ekki að verða neitt lát á nýja Bítlaæðinu, en þessi tíðindi ber þó að taka með nokkrum fyrir- vara hvað varðar tímasetningam- ar, auk þess sem reynslan sýnir að hlutimir geta breyst hratt á skömmum tíma. ...strákar eruö þíð búnír að velja jólagjöfma... í' f k, THE ONE AND ONLY wonderbra V______________y Margír Iítír Stærðír 32-38, A, B, C, D. Isabella Hafnarstræti 97, sími 461 1209 S0LUMIÐST0Ð Aðalstræti 6, 101 Reykjavík Sím.i: 560 7800 • Fax: 562 1252 HRAÐFRYSTIHUSANNA Hvannavöllum 14, 600 Akureyri Sími: 460 7800 • Fax: 460 7965 Hluti starfsnwnna Sll á Ákureyri. Starfsfólk skrifstofu SH á Akureyri, óskar Norðlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að hða.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.