Dagur


Dagur - 23.12.1995, Qupperneq 13

Dagur - 23.12.1995, Qupperneq 13
) O LASAOA Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 13 Ljóð götusöngvarans - eftir Davíð Þorvaldsson, rithöfund frá Akureyri Hvaðan ég kem? Þama út frá, þar sem gullin kornöx- in bylgjast í storminum - þar út frá stóð vagga mín. Komirðu í lítið þorp yst á Bretagneskaganum, þá sérðu hús ættmanna minna í þröngri og rykugri götu. í garðinum við stafn þess er hátt tré með eldrauðum blómum - í því.sat ég oft, þegar ég var lítill. Þegar heitt er í veðri, sérðu litla, aldraða konu með drifhvíta skýlu, sitja á þröskuldi hússins. Hún er sí- fellt að prjóna. Hún lítur varla upp, þó að menn gangi framhjá og þó að krakkarn- ir séu með ærsl í kringum hana. Líttu á kræklóttu hend- urnar hennar. Reyndu að líta í rauðleitu, hálflokuðu augun. Heilsaðu henni vin- gjarnlega, því að það er hún mamma mín, sem sat með mig á hnjánum, þegar ég var lítill, svarthærður drengur. Spyrji hún þig, hvort þú hafir séð mig, hvar ég sé; hristu þá höfuðið, og segðu, að hún geti eins vel spurt storminn, sem þýtur, regnið, sem fellur til jarðar. Segðu að heimurinn sé stór og að hinn syngjandi föru- maður eigi marga náttstaði. Hæ! hó! Hlustaðu á titr- andi tóna banjósins míns! Ekkert bindur mig, ekkert heldur mér. Hvorki fegurð kátra kvenna í borg gleð- innar, né rautt, ólgandi vín Suðurlanda. - Og þó fylgir mér eitt jafnt í vöku og svefni - hugsunin um hrör- legt hús og álúta konu, sem hlustar þar í kyrrðinni, hvort hún heyrir ekki fóta- tak hans, sem yfirgaf hana fyrir löngu. Hvers vegna skelfur rödd nn'n? Er ekki skrifað í hjarta mitt, að örlög mín verði þau, að finna hvergi frið? Sumar og vetur eru götur stórborganna og endalausir þjóðvegimir heimilið mitt. En ég er ánægður - af því að ég á ekkert - ekkert nema söngvana mína. Eg nem staðar fyrir framan hallir úr marmara - ég nem staðar fyrir framan rangala í mjóum, daunillum götum, þar sem hálfber börn veltast um - og allstaðar syng ég um gleði mína yfir því að vera til - vera frjáls. Mennirnir, sem hlusta á mig, brosa þakklátir, því að ég færi þeim, þó ekki sé nema augnablik, fullnæg- ingu á þrám, er hallimar og mjóu götumar hafa bund- ið í fjötra. Djúpur og fagnandi söngur minn, skjálf- andi tónar slitinna strengja banjósins, vekja hjá þeim minningar um allt, sem þeir hafa viljað, þráð. Þegar söngnum er lokið, þá kasta þeir til mín nokkrum eir- peningum. Það er ekki ölmusa, heldur gjald sem þeir skulda mér. Nú er jólanótt. - Þessa nótt fyrir löngu, löngu, fæddist bróðir minn austur í löndum. Hann var alltaf jafn fátækur og ég. Ég geng eftir strætum Parísar. Klukkumar hringja. Allstaðar er glóandi birta rafljósanna. Út um glugg- ana, sem standa í hálfa gátt, berst ilmurinn af ljúf- fengum réttum. Prúðbúið fólk streymir framhjá mér. Sumir heilsast með handabandi, aðrir kalla gleðileg jól! til kunningjanna, sem fara framhjá. Allt er svo gott og milt þetta kvöld. Sko, ég ætla að sitja í kvöld undir þessari háu brú, sem vagnamir þjóta í sí- fellu yfir. Ég ætla að sitja þar í hvítum snjónum, við hliðina á félögum mínum. Við borðum þar fátæklegu máltíðina okkar, sem við komum með þangað í vösum okkar. Að því loknu kveikjum við í píp- um okkar, tottum þær og störum þögulir út á fljótið, sem streymir framhjá. Skyndilega fer einn af þessum hreyfingarlausu mönnum að syngja. Hann hallar sér, blár af kulda, upp að berginu, og hann syngur með lokuð augu. Hann syngur um æsku sína, þegar hann borðaði góðan mat með systkinum sínum og dansaði með þeim í kringum jólatré, þegar hann gekk til kirkju með sálmabók í hendinni og foreldra sína við hlið sér. Og ég strýk strengi banjósins og spila þetta kvöld fyrir sjálfan mig og félaga mína - aðeins fyrir okkur. Spilið og söngurinn berst niður eftir ánni, lengra út eftir, út að tré, sem ber rauð blóm á sumr- in og að húsi, sem enginn tekur eftir. Inni í því situr gráhærð kona og liugsar um hann, sem spilar núna. Hugsar um, hvort hann muni aldrei koma aftur. O, titrið þið strengir banjósins míns! Segið henni hvað ég hugsa oft til hennar, að hún sé allt líf mitt. Hvíslið líka að henni - ó, ofurlágt - að ég hljóti að vera glataður, dáinn, að margir farist úti í þessum stóra heimi, að það séu örlög mannanna. Segið henni, að við munum hittast aftur, þar sem allt er fegurð og fullkomnun, og að þar muni svart- hærði drengurinn hennar sitja í kjöltu hennar og hlusta á sögurnar, sem hún sagði honum einu sinni - fyrir löngu. - Segið henni það. Þegar klukkan á Notre Dame slær tólf, þá ætla ég að Iæðast burtu frá félögum mínum. - Út við dyr hinnar dýrðlegu kirkju krýp ég á kné í slitinni kápunni minni. Ég spenni greipar og horfi fagnandi á myndina af Jesúbaminu með geislabaug- inn um ennið. I hinni heilögu kyrrð bið ég fullur und- irgefni: Verði þinn vilji! (Sagan birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðsins 408. tbl. 1929) ' nú * * | 1*4 s * ? * •» * * .|if "O 1 Tl 4«f*si!**-*.***l.'*''ilU*T**-*** *~* **&.***. ***«**.#(.*.,*& * ' ..... - , <, » ' - Út við dyr hinnar dýrðlegu kirkju krýp ég á kné í slitinni kápunni minni. Eg spenni greipar og liorfi fagnandi á myndina af Jesúbarninu með geislabaug- inn um ennið. I hinni heilögu kyrrð bið ég fullur und- irgefni: Verði þinn vilji! Fjölvi: Sónata, nýtt skáldverk Agústínu Sónata nefnist nýtt skáldverk eftir Ágústínu Jónsdóttur sem Fjölvaút- gáfan gefúr út. Fyrr í haust kom út ljóðabók hennar Snjóbirta og áttu þær að verða samferða, en það frestaðist að Sónatan sæi dagsins Ijós, því að barátta skáld- konunnar við ný form og efnistök kostaði bæði tíma og átök. Varla er hægt að gefa nýstár- legu listformi Ágústínu í Sónötu ákveðið heiti. Það má segja að þetta séu að hluta örsögur, en þó ekki sögur. Ekki er það heldur ljóð nema að hluta. Sjálf kallar Ágústína það tónrænar hendingar, og það er vissulega nokkuð ný- stárlegt að bókinni má helst líkja við tónverk í orðum. Ágústína tjáir tilfinningar sínar, ástríður, unað og átök í Sónötuformi, líkt og hún væri tónskáld. Sem Sónata skiptist verkið því að sjálfsögðu í þrjá kafla. Yrkis- efnin eru konan, ástin og tilveran. Fyrsti kaflinn er heiður kafli ástar- játningar, þá tengjast konan og ástin í tilverunni, en síðast lokast hringurinn með kenndum ástríðu, sársauka, fjarlægðar. Ekki eru yfir köflunum hin venjulegu ítölsku hröðunartákn svo sem allegretto eða appassionata en aftur á móti viss útfærslumerki til hljóðfæra og vísanir hugmynda fram og aft- ur í öllum ljóðabálkinum. Má segja, að það sé vafamál, hvort bókmennta- eða tónlistarfræðing- ur ætti fremur að skrifa gagnrýni um þetta sérkennilega skáldverk. Bókin er prentuð í ísafoldar- prentsmiðju, innbundin í Flatey, en kápuhönnun annaðist höfund- ur ásamt Torfa Jónssyni og aug- lýsingastofunni Næst. Ljósmynd tók Gunnar Gunnarsson. Sónata er 80 bls. og er verð hennar kr. 1.680. Föstudagur 22. des. Jóladiskótek Frítt iim Á miðnætti jólc.: t ís, 25. des. Já, þa'( Opið Páll ósmr og Milljónamæringarnir Opið á milli • Ekki missa af þessu! Annar í jólum, 26. des. Opið til 03 • Skagfirsk sveifla með Geirmundi Valtýssyni og hljómsveit Frítt inn til kl. 00.30 Föstudagur 29. des. Diskótek Gamlárskvöld frá 00.30 Fögnum nýju ári með Sixties Opið til 04 • Opið á milli 22., 23., 29. og 30. des. Karakter Dátinn opinn með Sjalianum 25. og 31. des. Ath. hækkum ekki verð á veitingum um háttðarnar. Gleðiieg jói og farsælt homancli ár! Þöizkum viðskiptin á árinu! BKBMMTIBTABUR OPIÐ Þorláksmessu, 23. desember frákl. 10-23 ☆ aðfangadag, 24. desember frákl. 9-12 Kaupmannafélag Akureyrar © & Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.