Dagur - 23.12.1995, Síða 14

Dagur - 23.12.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 Sardar Davoody er kúrdískur flóttamaður. Árið 1982 flúði hann frá Irak til Svíðþjóðar. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, sem er ís- lensk, og í sumar flutti fjölskyldan til Akureyrar. Mynd: BG „Hver vegur að heiman er vegurinn heim,“ segir í texta við þekkt sönglag. Ókunnar slóðir hafa löng- um heillað mannfólkið. Flestir þeirra sem í burtu fara koma samt einhvern tímann heim aftur og jafnvel þeir sem aldrei koma til baka vita að þeir eiga sér heimaland. Þeir eru þó til sem yfírgefa land sitt ekki út af ævin- týraþrá heldur einfald- lega til að bjarga lífi sínu. Þetta flóttafólk getur aldrei farið til baka. Jafn- vel þó því takist að aðlag- ast lífsháttum nýs lands eru þeir alltaf gestir. Út- lendingar sem eiga hvergi heima. Hann á hvergi heima Sardar Davoody er 36 ára Kúrdi sem er búsettur á Akureyri. Hann er flóttamaður sem flúði frá írak til Svíþjóðar árið 1982 þegar stríð geysaði milli Iran og Irak. Hann er giftur íslenskri konu og síðastliðið sumar fluttu hjónin ásamt börnunum sínum tveimur til Islands. I Svíþjóð átti hann og rak veitingahús en á Akureyri vinnur hann sem kokkur á Hótel KEA. Blaðamaður Dags hitti Sardar að máli og ræddi við hann um tildrög þess að hann flúði heimaland sitt, veruna í Svíþjóð og hvemig til- finning það sé að geta ekki búið meðal síns fólks. Honum líkar vel bæði í Svíþjóð og á íslandi en leynir því ekki að honum þykja það hörð örlög að vera neyddur til að búa í löndum þar sem hann mun aldrei verða einn af hinum innfæddu heldur verði hann alltaf öðruvísi. Gleymd þjóð Kúrdar tilheyra þjóð sem ræður ekki eigin ríki. Að mörgu leyti má segja að Kúrdar séu gleymd þjóð og hafa Vesturlönd lítið skipt sér af högum Kúrda. Flestir Kúrdar búa í Kúrdistan sem er landsvæði í Iran, Irak og Tyrklandi auk smærri svæða í Sýrlandi og fyrr- um Sovétríkjunum. Nokkuð hefur verið deilt um fjölda Kúrda því ríkisstjómir þeirra landa sem Kúrdar byggja hafa yfirleitt reynt að draga úr stærð þjóðarinnar. Þó er Ijóst að um einhverja tugi millj- óna er að ræða. Áratugum saman hafa Kúrdar barist fyrir sjálfræði en orðið lítið ágengt. Síðustu árin hafa Kúrdar verið töluvert í frétt- um vegna átaka þeirra við stjóm Saddams Husseins í írak og eins vegna deilumála milli Kúrda og stjómar Tyrklands. I bók sinni, Atakasvœði í heim- imtm, skýrir Jón Ormur Halldórs- son frá því að eftir seinni heims- styrjöldina hafi Kúrdum verið lof- að að þeir fengju að stofna sjálf- stætt ríki. Sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bretar og Frakkar, ákváðu hins vegar að efna ekki loforðið við Kúrda, eink- um vegna olíuhagsmuna á svæð- inu. Sardar tekur undir að olían sé mikilvæg í baráttunni um Kúrdist- ari og stór ástæða fyrir hve lítið miðar í sjálfstæðisátt. Hann nefnir einnig að á þessu svæði sé vatn gífurlega mikilvægt og að þar sé komin önnur ástæða fyrir því hvers vegna Tyrkland, Iran og írak haldi fast í landsvæði byggð Kúrdum. Sardar er þó varkár í öll- um yfirlýsingum um stöðu mála í Kúrdistan og greinilegt að átökin í þessum heimshluta eru bæði flók- in og viðkvæm. Vildi ekki drepa fólk Sardar bjó í þeim hluta Kúrdistan sem tilheyrir írak og var við verk- fræðinám í háskóla þegar stríð braust út milli Iran og Irak. Lang- flestir ungir menn í Irak vom kall- aðir í herinn en þeir sem voru í háskóla voru undanþegnir her- skyldu á meðan á námi stóð. Um leið og þeir höfðu lokið námi sátu þeir við sama borð og aðrir og þegar háskólanámi lauk fór Sardar í herinn. „Ef menn eru kallaðir í herinn í Irak hafa þeir ekkert val. Ef einhver reynir að víkja sér und- an lendir sá hinn sami í miklum vandræðum. Ég vildi ekki setja fjölskyldu mína í hættu með því að fara ekki í herinn," segir Sardar um ástæðu þess að hann reyndi ekki að koma sér undan herskyld- unni. Að lokinni stuttri þjálfun var hann sendur í stríðið. Hann vill lít- ið tjá sig um reynslu sína úr stríð- inu en tekur skýrt fram að þar leið honum ekki vel. „Ég var ekki hrif- inn af því að þurfa að taka þátt í stríðinu. Ég vildi ekki vera þama og vildi ekki drepa fólk. Þess vegna flúði ég.“ Sardar flúði upp í fjöllin í Norður-Irak. Þar hitti hann nokkra „Ég var ekki hrif- inn af því að þurfa að taka þátt í stríð- inu. Ég vildi ekki vera þarna og vildi ekki drepa fólk. Þess vegna flúði ég“ félaga og saman fóru þeir yfir fjöllin, meðfram landamærum Tyrklands og til Irans. „Við þurft- um að ganga því ekki er hægt að ferðast um með bílum í fjöllunum. Við vorum 28 átta daga á leiðinni og það var mjög kalt og mikill snjór,“ segir Sardar um þessa flóttaferð. „Þegar við komum til Iran fengum við hæli sem flótta- menn því þó íran væri í stríði við Irak tóku þeir samt við flótta- mönnum frá Irak. Sama stefna var reyndar í gildi báðum megin og Irakar tóku á móti flóttamönnum frá íran,“ segir hann og telur að með þessu hafi rrkisstjómum landanna þótt þær vera að veikja lið óvinarins. Öruggur í Svíþjóð Sardar dvaldi í borginni Urmia í Iran í 2-3 mánuði áður en hann hélt áfram til Svíþjóðar. „Kúrdísk yfirvöld vildu gjarnan að ég yrði þama áfram því til að mögulegt væri að byggja upp kúrdískt þjóð- félag var þörf á menntuðu fólki. En lífið þama var erfitt. Matur var af skomum skammti og lítill stöð- ugleiki. Þegar hvorki efnahags- né stjómmálalegur stöðugleiki er fyrir hendi er erfitt að skipuleggja framtíðina og ég og margir aðrir menntaðir menn vildu meiri stöðugleika. Ég vildi líka vinna við mína sérgrein, sem var verk- fræðin, en gekk illa að finna vinnu í íran enda margir þarlendir verk- fræðingar atvinnulausir á þessum tíma,“ segir Sardar. Með því að fara til annars lands fannst honum að hann hefði möguleika á að byggja sér örugga framtíð. í fyrstu hafði hann áhuga á að fara til Kaliforníu en tókst ekki að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn voru ekki með sendiráð í Iran og ekkert stjómmálasamband milli þessara tveggja ríkja. Nokkrir vin- ir Sardars höfðu flutt til Hollands og aðrir til Danmerkur eða Sví- þjóðar. Það varð úr að hann fór til Svíþjóðar þar sem hann fékk Óskum lesendum okkarsvo og Norðlendingum öllum gleóilegra jálav og farsœldar á komandi ári. Okkar beslu óskir mn gleðilegyjál ogfarsceld á komandi ári. Björn Sigurðsson Sérleyfishafi á Húsavík. - nesti Húsavík.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.