Dagur - 23.12.1995, Síða 17

Dagur - 23.12.1995, Síða 17
Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 17 Leikhúsið getur verið vopn Haukur hefur starfað við leikhús í ótal ár og óhætt að segja að hann hafi komið víða við. Næsta verk- efni hans, á eftir Sporvagninum, er að setja upp leiksýningu í Ud- múrtíu sem er rússneskt lýðveldi. „Þetta er þjóð sem talar tungumál fjarskylt samísku,“ segir Haukur, en hann hefur einmitt verið leik- hússtjóri samíska þjóðleikhússins í fimm ár. „Ég hef alltaf verið heillaður af menningu utan Evrópu. Ég lærði í Japan og hef ferðast mikið um As- íu. Einnig hef ég áhuga á menn- ingu minnihlutahópa eins og Söm- um og þjóðarbrotum í Rússlandi. Menning þeirra á undir högg að sækja en lifir þó enn og mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig hægt er að nota leikhús til að varðveita og styrkja menningu. Leikhús er ekki bara skemmtun heldur getur það verið pólitískt vopn. Mörgum finnst að leikhúsið hafi misst broddinn og að fólk sæki leiksýningar bara til að skemmta sér. En þegar ég er í að- stöðu eins og við samíska leikhús- ið finn ég hvað leikhúsið getur verið mikilvægt.“ AI Úr lokasenu leikritsins. Blanch er leidd úr húsi systur sinnar. Myndir: BG Þórey Aðalsteinsdóttir í öðru tveggja smáhlutverka sem hún fer með Sporvagninum Girnd. 40 ára leikafmæli Þóreyjar: Aðalatriðið að allir vinni saman Þórey Aðalsteinsdóttir fer með lítið aukahlutverk í sýn- ingunni en á þessu ári eru lið- in ljörutíu ár frá því hún lék fyrst með Leikfélagi Akureyr- ar. „Ég var 16 ára þegar ég lék í fyrstu sýningunni. Þetta var sýning sem Jónas Jónasson leikstýrði. Móðir mín, Kristín Konráðsdóttir, var búin að starfa með leikhúsinu í mörg ái sem áhugaleikari. í leikritið vantaði unga stúlku og, eins og Jónas Jónasson orðaði einhvem tímann, var bent á að Stína Konn ætti bráðlaglega hnátu og ég spurð hvort ég vildi vera með. I fyrstu var ég hálfhrædd en lét samt tilleiðast og síðan hef ég ekki getað sagt skilið við leikhúsið.“ Þórey hefur tekið þátt í milli 40 og 50 sýningum með Leikfé- lagi Akureyrar. Árið 1981 tók hún við stöðu framkvæmda- stjóra leikhússins og hefur verið framkvæmdastjóri eða fjár- reiðustjóri síðan þá. „Þegar at- vinnuleikhúsið var stofnað var ég í bameignum og sótti því ekki um vinnu. í nokkur ár datt ég úr sambandi við leikhúsið en eftir að ég fór að vinna á skrif- stofunni hef ég tekið að mér minni hlutverk sem krefjast ekki mikillar æfingar þar sem staða framkvæmdastjóra er fullt starf.“ Þórey segir að sér finnist all- ar sýningar yndislegar en hún á sér þó nokkur hlutverk sem eru eftirminnanlegri en önnur. „Ég hugsa að Lynn, móðirin í Stál- blómi, hafi gengið næst hjarta mínu. Dollý draumur í Súkku- laði handa Silju var einnig hressileg persóna. Ég lék líka gömlu vinnukonuna í Þremur systrum og það var yndislegt hlutverk þó sú gamla segði aldrei neitt alla sýninguna. Annars skiptir ekki máli hvort hlutverk er lítið eða stórt. Aðal- atriðið er að allir vinni saman að því að skapa góða og fallega sýningu." AI Valdimar Örn Flygenring leikur Stanley Kmvalski, mág Blanch. Hér horfir hann illskulega á systur konu sinnar en leikritiö snýst að stóruin hluta um átök inilli þeirra Stanley og Blanch. Óskum viðskiptavinum okkar og Norðlendingum öllum og farsœldar á komandi ári. Fögnum saman nfju ári og höfum fagmennsku ífyrirrúmi triprent Prentsmiðja Glerárgötu 24 ■ Sími 462 2844 Ekki allra en hún getur verið þín

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.