Dagur - 23.12.1995, Side 20

Dagur - 23.12.1995, Side 20
20 - DAGUR - Laugardagur 23. desember 1995 SMÁSACA Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - islenskt og ilmandi nýtt Tindátinn - eftir Hilmar T. Harðarson Tindátinn stendur upp á sófa- borðinu og pírir augun undir hjálminum. Hver taug í þessum fölgræna hermanni er þanin til hins ýtrasta. Sjötta skilningarvit- ið segir honum að óvinurinn gæti verið á hverju strái. Hann beinir byssustingnum að Hugs- uðinum sem situr allsber á trjá- stubb með hnefann í andlitinu, en Hugsuðurinn hugsar bara og má ekki vera að neinu stríði. Enda fátt hallærislegra en stríðs- brölt á tippinu. Tindátinn kom á dráttarvél, en það er eingöngu vegna þess að skriðdrekinn er fastur undir bókaskápnum og losnar ekki þaðan fyrr en mamma ryksugar næst. Andrúmsloftið er magnþrung- ið og það má heyra rykkorn falla á gólfteppi. Þar sem tindátinn stendur þarna, veitir hann allt í einu plussófasettinu athygli. Bakvið út- saumuðu rósrauðu púðana leynist ör- uggt fylgsni fyrir loftárásum óvinar- ins sem gæti látið að sér kveða á hverri stundu. Dátinn hug- prúði grípur eina dokku úr prjóna- körfunni í nafni Nató og fikrar sig eftir bláu Bamba gam- inu milli hús- gagna. Og auð- vitað er hann hvergi banginn þótt það sé hátt niður. Það mátti ekki tæpara standa, því um leið og hann kastar sér með þraut- þjálfaðri Ninjaveltu bak við stærsta púðann hefjast ósköpin. Óvinurinn lætur að sér kveða. Óvinaherinn hefur komið sér fyrir á þriðju hillu í bókaskápnum við hliðina á rit- safni Jóns Trausta. Höfuðpaurinn er enginn annar en hin illræmdi Yfirstrumpur og sér til aðstoðar hefur hann Mjalta- konuna Astrík og eina gula kú með þrjár lappir; sú fjórða var étin af þriggja ára snáða fyrir þrem árum og endaði sú löpp í klósettinu nokkru seinna eftir margar and- vökunætur, en það er önnur saga. „Þönder, þönder, þönderk- ats... Hóóóóó,“ æpir tindátinn sér til hughreystingar. Loftárásin er miskunnarlaus- ari en það sem miskunnarlaust er. Yfir dátann rignir Öldinni okkar og á hann fullt í fangi með að forða sér undan bókaflóðinu. Hluti af fimmtándu öldinni lend- ir á fíkjutrénu og hvolfir því. En tindátinn er eins og áður sagði sérþjálfaður og veit að sókn er besta vömin. Því tekur hann sér til handagagns nokkur hand- fylli af pottamold og þeytir í óvininn. Gagnárásin ber árangur í fimmta kasti; þrífætt kýrin rið- ar til falls enda jafnvægið kannski ekki upp á marga fiska. Yfirstrumpur forðar sér í skjól bakvið Heimilislækninn, Mjalta- konan stekkur niður á gólf í leit að liðsauka í dótakassanum og Ástríkur fer að hjúkra þrífættu kúnni biðjandi um vopnahlé veifandi hvítum hekludúk af stofuborðinu. Tindátinn rekur upp siguröskur og fær sér mjólk, skúffuköku og kleinu, sem hann hafði tekið með sér í nesti. Vopnahléið notar hann síðan til að hlaða sér byrgi úr pottamold sem er nóg af eftir að fíkjutrénu hvolfdi. Verst hvað byggingarefnið loðir illa saman. Eina ráðið er að fá lánað vatn úr blómavasa og bæta á eftir þörfum og viti menn; áður en nokkur fær neitt við ráðið hefur stofugólf- ið breyst í torfært fenjasvæði sem aðeins fuglinn fljúgandi kemst yfir. Nú væri gott að vera á skriðdrekan- um. En þessar áhyggjur tindátans verða smávægilegar þegar kunn- uglegar drunur heyrast í fjarska. Hann veit sem er að óvinurinn sem nú nálgast er ósigrandi. Ekkert bítur á hann, hvorki skyndiorrustur né diplómatískar viðræður. Þetta er óvinur sem getur ekki tapað, óvinur sem býr til æðislega góðar skúffukökur og kyssir á bágtið. „Guðmundur Ýrsælsson, hvað í ósköpunum ertu búinn að gera drengur?“ æpir óvinurinn þar sem hann gnæfir yfir vígvöllinn, „ég næ þessu aldrei úr.“ I einlægni... ★ Næsta blað kemur út fimmtudaginn 28. desember. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 11.00 miðvikudaginn 27. desember. ★ Þá kemur blað út föstudaginn 29. desember. Skilafrestur auglýsinga í það blað er tii kl. 11.00 fimmtudaginn 28. desember. ★ Helgarblaðið okkar 30. desember verður síðasta blað ársins 1995. Til þess að allir fái blaðið sitt á réttum tíma þurfa allar auglýsingar að hafa borist til okkar fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 28. desember. ★ Fyrsta blað á nýju ári kemur út strax miðvikudaginn 3. janúar. Auglýsingar í það blað þurfa að berast til okkar fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 2. janúar. -★ ■ Starfsfólk auglýsingadeildar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. auglýsingadeild Sími 462 4222 • Fax 462 2087 Týndur köttur! Grábröndóttur (dökkur) högni tapaðist frá heimili sínu á Suð- ur-Brekkunni sl. þriðjudag, 20. desember. Ef einhver getur gefið upplýsingar um köttinn vinsamlega hringið í síma 462 4980. íslenskt @ já takk Eflum atvinnu Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Rafvirkjafélag Norðurlands. TVLVUTÆKI FURUVÖLLUM 5 ■ SÍMI 462 61 00 ■ FAX 462 6156 Utvarp I tölvuna og ýmislegt nýtt fýrir tölvufólkið. Verð frá kr. 1.690,- Heitasti tölvuleikurinn og fullt hlaðborð af úrvals hugbúnaði fyrir tölvufólkið. i kr. 1.990,- Radio Card ^ífctftu a MUIO UN/UFF !«oa fjölskyldunnar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.