Dagur - 23.12.1995, Side 21

Dagur - 23.12.1995, Side 21
FRETTIR Laugardagur 23. desember 1995 - DAGUR - 21 Húsvísk fjölmiðlun hf: Rekur sjónvarps- stöð og gefur út Víkurblaðið Húsvísk fjölmiðlun hf. nefnist fyrirtæki sem stofnað hefur ver- ið á Húsavík og mun hefja starf- semi með útgáfu Víkurblaðsins eftir áramótin. Um páska er síð- an fyrirhugað að senda út sjón- varpsefni þráðlaust á nokkrum rásum, og geta notendur þá horft á fleiri en eina stöð í sjón- varpstækjum húss síns um til- heyrandi afruglara. Hugmyndir eru um sjónvarpssendingar á húsvísku efni, t.d. auglýsingum, bæjarstjórnarfundum, útileikj- um íþróttaliða sem fara til keppni utanbæjar og fleiru. Ekki er mótuð stefna varðandi ýmis- legt sem til greina kemur, t.d. útvarpsrekstur eða móðurstöð í sambandi við Internetið. „Við erum að skoða allt,“ segir Jón Hermann Óskarsson, sem er stjómarformaður fyrirtækisins og einn níu aðila sem samtals leggja fram níu milljóna króna hlutafé. Atta eigendanna eru á Húsavík en einn í Reykjavík. í stjóm eru auk Jóns Hermanns: Friðrik Sigurðs- son, Jóhann Bjarni Einarsson, Ingimar Eydal Óskarson og Ómar Guðmundsson, frá Elneti í Kópa- vogi. „Við erum nýi útgáfu- og rekstraraðilinn á Víkurblaðinu og þar verður fyrst vart við okkur. Fyrsta blaðið á nýju ári verður gefið út undir merki félagsins en við höfum ráðið Jóhannes Sigur- jónsson sem starfsmann og rit- stjóra. Nú sjáum við um rekstur- inn og hlutverk hans verður að skrifa blaðið og hann ætlar að auka vægi hins ritaða hluta þess. Við ætlum ekki að kollvarpa blað- inu, en munum byrja á óbreyttu," sagði Jón Hermann. Hann sagði að unnið hafi verið að fjölvarpinu og stefnan sé að þráðlausar gerfihnattasendingar verði hafnar um páskana. Þá þurfi menn að greiða inntökugjald og fá afmglara sömu tegundar og Stöð 3, þannig að menn geti horft á hvaða rás sem þeir vilji í. hvaða tæki heimilisins sem þeir vilji, en það þurfi ekki allir á heimilinu að horfa á sömu rásina. „Við stefnum að því að vera með fjölbreytt efni, einar fimm rásir til að byrja með. T.d. NBC Super Channel, EURO Sport og líka MTV, Evrópuútgáfuna, Discovery og rásir með sígildum kvikmyndum. Ég nefni þetta sem dæmi um fjölbreytni, þó það verði kannski ekki nákvæmlega allar þessar stöðvar sem við verðum með. Efnið verður ekki textað, það er sent út allan sólarhringinn og þetta er nánast eins og fólk sé með disk heima hjá sér,“ sagði Jón Hermann. „Þessu til viðbótar ætlum við að vera með staðarrás, sem er enn nánast eins og óskrifað blað. En í staðarsjónvarpi á öðrum stöðum á landinu eru menn með skjáauglýs- ingar, allt frá því að auglýsa ferða- áætlanir til þess að auglýsa eftir bamapíum um kvöldið. Okkar metnaður er að þetta verði gott og vonandi boðið upp á eitthvað sem menn fá ekki annars staðar. Við munum geta leyst tæknilega erfið- leika við að sjónvarpa frá bæjar- stjómarfundum. Við gætum sýnt knattspymuleiki frá útileikjum heimaliðsins eða annað sérstakt sem um væri að vera. Þetta er ekki fastmótað en býður upp á ýmsa möguleika. Með góða og skemmtilega heimarás óttumst við ekki sam- keppni annars staðar frá, því það er það sem skemmtilegast þykir á öðrum stöðvum, að sjá myndir héðan og þegar von er á þeim tæmist bærinn,“ sagði Jón Her- mann. Jón Hermann sagði að menn væru bjartsýnir þó um talsverða fjárfestingu væri að ræða. Stofn- kostnaður væri um 15 milljónir en eigið fé um 60%. Fyrirtækið verð- ur til húsa að Héðinsbraut 1, á efri hæð, en Tölvuþjónusta Húsavíkur hefur þegar flutt á neðri hæðina og húsið verið keypt fyrir þessa starfsemi. IM Enn flytur fólk suður Hagstofan hefur sent frá sér bráðabirgðatölur um mann- ljölda á landinu þann 1. desem- ber sl. Þar kemur fram að lands- menn voru þá 267.809 talsins, 134.224 karlar og 133.585 kon- ur. Ibúafjölgunin á einu ári er 1.026 eða 0,38%. Þetta er minnsta íjölgun á landinu síðan á aldamótaárinu 1900. Flest bendir til að tala aðfluttra verði um 1400 manns lægri á ár- inu en tala brottfluttra og líkur benda til þess að á árinu fæðist 4300 böm og 1900 manns látist. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hafa aldrei jafn margir flust af landi brott og á árinu 1995, eða 4400 manns. Leita þarf aftur til ní- unda áratugar síðustu aldar, þegar vesturferðimar stóðu sem hæst, til þess að finna viðlíka tölur um brottflutning. Athyglisvert er að mannslátum fjölgaði umtalsvert á árinu, eða um allt að 10%. Hag- stofan segir að ekki liggi fyrir skýringar á þessu, að öðru leyti en því að fimmtungur aukningarinnar er vegna snjóflóðaslysanna á Vestfjörðum. Fjölgun fólks á höfuðborgar- svæðinu heldur áfram og virðist ekkert lát vera á henni. Á þessu ári stefnir í 1,3% fjölgun á höfuð- borgarsvæðinu en á móti fækkar fólki út um allt land. Á Norður- landi vestra nemur fækkunin 1% og 0,5% á Norðurlandi eystra. Norðurland Á Norðurlandi vestra eru íbúar nú 600 færri en 1985. Á Hvamms- tanga fjölgaði um 2,2% á árinu og Sauðárkróki 1,4%. Annars fækk- aði fólki lítillega á þéttbýl isstöð- unum en þó um 3,2% á Skaga- strönd. 1 strjálbýli hefur fækkað um 17% á síðustu 10 árum, mest í Vestur-Húnavatnssýslu, um 24% í Austur-Húnavatnssýslu um 22% en minna í Skagafirði, um 11%. Á Norðurlandi eystra fækkaði fólki lítillega en yfirleitt hefur fólki fjölgað þar alla öldina. Á Akureyri og í Ólafsfirði stóð mannfjöldi í stað á þessu ári, það fjölgaði um 9 manns á Akureyri, en á Dalvík og Húsavík fækkaði fólki um 1%. Fækkun á Grenivík nemur 4,3%, á Þórshöfn er fækk- unin 4,4%, 2,5% í Hrísey og 3,1% á Raufarhöfn. Hins vegar hefur fólki fjölgað um tæp 5% í Öxar- fjarðarhreppi og 6,5% í Svalbarðs- strandarhreppi. óþh Hátíðardagskrá Hvannavöllum 10. Jóladag kl. 17. Hátíðarsamkoma. Miðvikud. 27. des. kl. 14. Jólafagnaður á Dvalar- heimilinu Hlíð. Fimmtud. 28. des. kl. 15. Jólafagnaður eldri borg- ara í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 24. Laugard. 30. des. kl. 14. Jólafagnaður fyrir börn. Kl. 18. Jólafagnaður fyrir 11+ og unglingaklúbb. Gamlársdag kl. 23. Áramótasamkoma. Nýársdag kl. 17. Hátíðarsamkoma. Fimmtud. 4. jan. kl. 16. Jólafagnaður á Dvalar- heimilinu Skjaldarvík. Kl. 20. Jólafagnaður fyrir Herfjölskylduna. Föstud. 5. jan. kl. 15. Jólafagnaður á Kristnesspítala. Starf innkaupastjóra Samlands er laust til umsóknar í starfinu felst m.a. að hafa umsjón með innkaupum fyrirtækisins og skrifstofuhaldi og þarf umsækjandi að geta hafi störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Samlands sf., Hannes Karlsson. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra og þurfa þær að berast í síðasta lagi 8. janúar nk. samLAND Óseyri 3, 603 Akureyri. SPARISJÓÐUR ÞÓRSHAFNAR og nágrennis auglýsir Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Þórshafnar og nágr. er laus til um sóknar. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga og þekk- ingu á að taka að sér krefjandi og uppbyggjandi starf í sparisjóði þar sem gæði og mannleg samskipti eru höfð að leiðarljósi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. og með umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Karlsdóttir, fulltrúi sparisjóðsstjóra í síma 468 1117 og Kristín Kristjáns- dóttir, stjórnarformaður í síma 468 1260. Umsóknir skulu sendast til: Kristínar Kristjánsdóttur, Syðri-Brekkum, 681 Þórshöfn. SPARISJÓÐUR ÞÓRSHAFNAR og nágrennis - fyrir þig og þína Eyljörðshúsinu, Hjalteyrargötu 4 Fjölskyldupakkar Afgreiðslutiml: 28.-30. desember kl. 13-21. 31. desember kl. 10-16.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.