Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 1
79. árg. Akureyri, föstudagur 5. janúar 1996 3. tölublað FimmfaldurL yirmingur fíwSÉám \ i JSíuM ífi4^ #1 <A U KS Li £ -)>v > Í %l-% * $4 twÆ \» • ■ 'f i 'r v '■ f' ^ V ndiunimmt: í c «*........■■• ■ri 9 B fi B I ‘MMf U|| tHHUtlUt C3: SS w RS w Hjónin Ólafur Ingólfsson og Elín Sigurbjörnsdóttir með nýjársbarnið og systkini hans. Bræðurnir Árni Brynjar 16 ára og Ingólfur 12 ára, eru bakvið for- eldrana, Berglind 5 ára í fangi föður síns og lengst til vinstri eru Hugrún 7 ára og Kristbjörg, sem er að verða 18 ára. Mynd: im Fyrsti Þingeyingur ársins - fæddist á Sjúkrahúsi Húsaíkur - tilheyrir átta manna fjölskyldu í Kinn Fyrsti Þingeyingur ársins fæddist á Sjúkrahúsi Húsavíkur kl. 09.57 á þriðju- dagsmorgun, 2. janúar. Þetta var drengur sem tekinn var með keisaraskurði, rúmlega 14 merkur og 49 cm. Foreldrarnir eru Elín Sigurbjörnsdóttir og Ólafur Ingólfsson, sem búa að Hlíð í Ljósavatnshreppi. Nýjársbarnið er sjötta barn hjónanna, þriðji sonurinn og dæturnar eru þrjár, svo fyllsta jafn- ræðis er gætt milli kynja á heimilinu. Fjöl- skyldubíllinn er átta manna og er nú orðinn mátulegur fyrir fjölskylduna. Aðspurð sögðust hjónin vera hætt bameignum og töldu yngsta soninn kominn til af elliglöpum. Þau virtust þó mjög ánægð með soninn og eru á góðum aldri enn, Elín tæplega fertug og Ólafur ekki komin langt á fimmtugsaldurinn. Móður og barni heilsaðist vel á miðviku- daginn, þegar faðir og systkini komu til að líta á litla snáðann. 1M Starfsemi Umbúðamiðstöðvarinnar á Akureyri endurmetin: Verðum með umsvif á Akureyri - segir Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar Við erum að yfirfara stöðuna, endurmeta umsvif Umbúða- miðstöðvarinnar og erum meðal annars að kanna með húsnæði og annað,“ sagði Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar í Reykjavík. Sem kunnugt er hafa menn undanfarna mánuði verið að undirbúa starfsemi á vegum Umbúðamiðstöðvarinnar í Linduhúsinu þar sem SH er til húsa. Nú liggur fyrir að þar mun verða sælgætisgerð á vegum Nóa-Síríusar og þar með þarf að yfirfara starfsemi á vegum Um- búðamiðstöðvarinnar að nýju. Guðmundur segir ljóst að Linduhúsið henti Nóa-Síríusi bet- ur en Umbúðanriðstöðinni. „Koma Nóa-Síríusar til Akureyrar hefur áhrif á okkur en hversu mik- il eða hver þau verða er ekki hægt að segja fyrir unr á þessari stundu, þar sem þetta er svo ný til komið. Við eigum allar vélarnar sem við ætluðum að flytja norður og ein er reyndar þegar kornin, þannig að við erum í sjálfu sér tilbúnir. En það er eftir að meta hvort við breytum eitthvað umsvifum okk- ar, af því að það kemur þetta stórt fyrirtæki inn.“ Hann staðfestir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Ako- plasts hf. á Akureyri um hugsan- legt samstarf. „Við erum að velta fyrir okkur alls konar möguleik- uin, bæði tengdum Umbúðamið- stöðinni og í skyldunt greinum, senr ekki eru inn í Umbúðamið- stöðinni í dag. Hvort við gerum það í samstarfi við Akoplast eða einhverja aðra eða hvort það dett- ur upp fyrir er ekki hægt að segja á þessari stundu,“ sagði Guð- nrundur. Hann sagðist reikna með að um fjórar til sex vikur gæti tekið að skipuleggja starfsemi Nóa-Síríus- ar. Þá komi í ljós hversu mikið af Linduhúsinu fyrirtækið muni nota og hvort Umbúðamiðstöðin geti hugsanlega verið þar líka. í milli- tíðinni verði aðrir húsnæðiskostir skoðaðir. Hann segir alls ekki búið að blása það af að Umbúðamiðstöðin verði með starfsemi á Akureyri. „Það er verið að endurskoða um- svifin eins og ég sagði áðan og vel hugsanlegt að við munum gera eitthvað annað en tengt urnbúða- framleiðslu, en það er ljóst að Umbúðamiðstöðin verður með umsvif á Akureyri. En það er kornin ný staða í málinu þannig að það þarfnast endurskipulagning- ar,“ sagði Guðmundur Karlsson að lokum. HA Beinar siglingar Eimskips frá Akureyri: Opna ýmsa möguleika - segir Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA Síðar í þessum mánuði verða umtalsverðar breytingar á siglingakerfi Eimskips til Evr- ópu og á strandsiglingum félags- ins. Meðal breytinganna er að skip mun sigla frá Reykjavík vestur og norður fyrir land með viðkomu á ísafirði, Akureyri og Eskifirði þaðan sem haldið verð- ur beint til Evrópuhafna. Með þessu styttist siglingatíminn frá Akureyri á hafnir í Evrópu um helming, t.d. úr 13 dögum í 6 til Rotterdam í Hollandi. Ekki liggur enn fyrir endanleg dasetning á því hvenær þessar breytingar taka gildi, en skip sem nú er í siglingum til Ameríku mun koma á þessa nýju leið og á eftir að finna skip til að fylla skarð þess. Ljóst er að þetta mun skapa ýmis tækifæri fyrir fyrirtæki á Norðurlandi, ekki síst fiskvinnslu- fyrirtæki, að koma vörum sínum með skjótari hætti á Evópumarkað og undir það tekur Gunnar Ragn- ars, forstjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. „Það er ekki nokkur vafi á því að þarna opnast ýmsir möguleikar fyrir okkur varðandi ferskfisk. Ef við viljum flytja hann út er auðvit- að miklu handhægara að gera það á þennan máta. Við erurn með þessu miklu nær markaðinum og það verður án efa vaxtarbroddur í því að senda fersk flök á markað í Evrópu," sagði Gunnar „Það er líka visst hagræði í því fólgið að varan þarf ekki að fara fyrst héðan og til Reykjavíkur og þaðan út. Það sem fer til Evrópu og a.m.k. að hluta til það sem fer lengra austur, fer þá með þessum beinu siglingum. Það sem fer á Ameríkumarkað frá ÚA fer aftur á móti með Hofsjökli, skipi Jökla, sem lestar hér á Akureyri,“ sagði Gunnar. HA Akureyri: Harðir árekstrar í hálkunni Nokkur hálka myndaðist á götum Akureyrar í gær. Á gatnamótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu ók kona í veg fyrir bfl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að bflarn- ir skullu saman og síðan skall annar bíllinn á kyrrstæðan bfl. Konan var að flýta sér í vinn- una, en sá flýtir varð nokkur dýr og hætt við að konan hafi komið of seint þrátt fyrir allt. Tveir árekstrar urðu um morguninn en tjón varð minna. GG Stöplafiskur: Þurrkaða loðnan líkar vel - könnun á hagkvæmni framleiðslu fyrirhuguð Við erum á fullu í harðfiskinum, erum að gera góðan fisk fyrir þorrablótin. Það vinna 4-5 við framleiðsluna og við erum einnig að þurrka loðnu,“ sagði Aðalsteinn Árnason hjá Stöplafiski í Reykjahverfí. „Við erum að vinna að því öllum ámm að ljúka tilraunaverkefni við loðnuþurrkun. Við ætlum að framleiða þurrkaða loðnu að japönskum hætti, þannig að við séum búin að fara í gegnum allan ferilinn og sjá hversu hagkvæmt sé að fara út í þessa framleiðslu hér heima," sagði Aðalsteinn. Loðna verður keypt í febrúar og síðan fara hjólin að snúast. Á þessari stundu er ekki ákveðið hvað mikið magn verður þurrkað á þessu ári, en markmið- ið er að fá fram þekkingu á hvaða aðstöðu þurfi til framleiðslunnar. Eitthvað af fólki verður ráðið til starfa við verkefnið, en ekki ákveðið enn um hve marga verður að ræða. „Við viljum fá niðurstöðu til að geta metið á raun- hæfan hátt möguleikana í þessari iðn. Það sem við sjáum er jákvætt og framgangur verkefnisins hefur gengið eftir. Við höfurn sent út 900 kíló af þurrkaðri loðnu og hún hefur líkað vel,“ sagði Aðalsteinn. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.